Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 7
Pagblaðift. Föstudagur 31. október 1975. 7 Erlendar fréttir REUTER „Beirút á sér varla viðreisnar von" — sagði Þór Gunnlaugsson í Jerúsalem í morgun „Ástandið i Beirút er vægast sagt hrikalegt og ég get ekki imyndað mér að borgin eigi sér viðreisnar von,” sagði Þór Gunnlaugsson, lögreglumaður á vegum SÞ i Jerúsalem i simasamtali við frétta- mann blaðsins i morgun. Þór var þá á leið til Beirút til að sækja siðustu fjölskyldur starfs- manna SÞ, sem þar eru. „Það verða ekki eftir nema 15—20 Þór Gunnlaugsson. manns á skrifstofunum,” sagði Þór, ,,en svo er náttúrlega herlið- ið, en það er sér.” Að sögn Þórs er helzta sam- gönguleiðin á milli Beirút og Jerúsalem — ca. 450 km — lokuð vegna stöðugrar skothriðar. „Þeir skjóta á hvað sem fyrir er,” sagði Þór, „sjúkrabila, okk- ur, lögreglu — allt sem hreyfist.” Þór sagðist ekki geta imyndað sér, að vopnahléið, sem sett var á i gærkvöldi, hefði mikil áhrif. „Það dró eitthvað úr skothriðinni um miðjan daginn i gær en ekki er hægt að sjá að það verði til fram- búðar. Nú er svo komið, að libanska stjórnin hefur enga stjórn á málum og get ég nefnt sem dæmi, að nýlega hvarf heill flugfarmur af vopnum — eld- flaugum, byssum og skotfærum — algjörlega sporlaust. Her stjórnarinnar er verr búinn vopn- um en skæruliðarnir.” 1 stað þjóðvegarleiðarinnar á milli Jerúsalem og Beirút verður að fara þröngan og erfiðan fjall- veg með flóttafólk og birgðir. „Maður þakkar fyrir hvern metra, sem maður kemst án þess að sjá og heyra kúlurnar allt i kringum sig,” sagði Þór. „Annars er ekki allt jafn slæmt,” bætti hann við. „Ég var að fá stöðuhækkun, varð birgða- flutningastjóri i Tiberias við Dauðahafið frá og með 18. nóvember. Þar munum við sjá um að koma birgðum, matvæl- um, lyfjum og öðru til gæzlu- sveita SÞ i Gólanhæðum. Það verður mun þægilegra að vera þar, 600 metra undir sjávarmáli, þar sem aldrei er vetur og lifs- hættan ekki eins afgerandi.” —ÓV Tjónið, sem orðið hefur i Beirút i bardögum þar að undanförnu, er metið á fieiri hundruð milijarða króna, að sögn Þórs Gunnlaugs- sonar i Jerúsalem. Dr. Herrema enn í haldi „UPPGJAFAREKKI LANGT AÐ BÍÐA" — segir lögreglan í Monastervin Skömmu eftir að Sorahan fór úr húsinu, fór hópur lögreglu- mann akandi á miklum hraða I átt til Dublin. Talið er, að þeir muni leggja uppgjafartillögur ræningjanna fyrir irsku stjórn- ina. Lögreglan telur að ræningj- arnir, Eddi Callagher og Marian Coyle, muni gefast upp innan nokkurra klukkustunda. Fyrir tveimur dögum taldi lög- reglan einnig að þau myndu gef- ast upp, en þá er Marian sögð hafa stappað stálinu i félaga sinn og fengið hann ofan af slik- um áformum. Irska stjórnin hefur til þessa þverneitað að semja við ræningjana. 1 gær fengu þau mat og þurran fatnað. Uppgjafar irsku skærulið- anna, sem enn halda hollenzka iðnrekandanum dr. Tiede Herr- ema i gislingu i irska lýðveld- inu, er trúlega ekki langt að biða úr þessu, að þvi er lögreglan I Monastervin taldi i morgun. Fyrir utan húsið, þar sem dr. Herrema hefur verið haldið i 11 daga, virtist i morgun sem lög- reglan hefði i miklu að snúast. Virtur lögfræðingur frá Dubl- in, Seamus Sorahan, sem hefur sérhæft sig i að verja skæruliða Irska lýðveldishersins, kom i morgun til bæjarins og dvaldist i þrjár klukkustundir i húsinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta, að hann hafi rætt um uppgjöf við ræningja Hollend- ingsins. Dr. Tiede Herrema: nærri mán- uð I ræningjahöndum. Júan Carlos á kafi í stjórnarstörfum Júan Carlos, prins, sem i gærkvöldi tók viö stjórnar- taumum á Spáni af Franco hershöföingja, sem barizt hefur við dauðann undanfarna daga, snýr sér í dag af fullum krafti að aðsteðjandi vandamálum ríkisins. Fyrsta og mest aðkallandi mál- ið er deilan um spænsku Sahara og var það rætt á fundi rikis- stjórnarinnar i morgun, þar sem Júan Carlos var i forsæti. Forsætisráðherra landsins, Carlos Arias Navarro, neyddist til að taka ákvörðun um valda- töku prinsins þegar ljóst varð, að ekki var hægt að eiga i samninga- viðræðum um jafn mikilvægt mál og afsal nýlendu án starfandi þjóðhöfðingja. Spænska stjórnin beið með að tilkynna um valdatöku prinsins þar til eftir að búið var að gefa út tilkynningu um heilsufar Fran- cos. Þetta er i annað skipti á 16 mánuðum að prinsinn tekur við völdum til bráðabirgða. Júan Carlos, prins, hinn nýi þjóð'- höfðingi Spánar — „til bráða- birgða”. Portúgal: Hafa lokað sig inni f vopnabúrinu Uppreisnargjarnir hermenn i Lissabon hafa lok- að sig inni i stærsta vopnabúri borgarinnar i mót- mælaskyni við áætlun um að draga úr mannafla hersins sem svarar 18 af hundraði i dag. 1 vopnageymslunum eru þús- undir vopna, sem send hafa verið heim til Portúgals frá fyrrum ný- lendum landsins i Afriku. H.ermennirnir krefjast þess, að hætt verði við samdrátt heraflans vegna óstöðugs stjórnmála- ástands i landinu. Fulltrúar her- fylkja umhverfis Lissabon sátu fundi langt fram á nótt og ræddu málin. Vinstrihreyfingin i landinu litur á samdráttinn i hernum sem til- raun til að breyta hernum i til- tölulega fámennan her atvinnu- manna undir stjórn fyrirmanna- stéttar. Vaxandi agaleysi innan portú- galska hersins hefur leitt til nokk- urra opinberra viðvarana um mögulegar afleiðingar þess. Einnig hefur borið á ótta um að til átaka á milli hinna ýmsu her- deilda kunni að koma. Ákvörðunin um að senda þús- undir hermanna heim þegar at- vinnuleysi er i hámarki, ber að um leið og lok einhverra mestu mannflutninga i nútimasögu Af- riku — loftbrúna frá Angóla. Það- an hafa 200 þúsund flóttamenn forðað sér undan stöðugum bar- dögum. Flestir flóttamannanna koma til Lissabon án þess að eiga nokk- uð að bita eða brenna og kenna um vinstristjórn herforingjanna, sem ákváðu að leggja niður ný- lenduveldi Portúgala. Veitingahús Lundúnaborgar: KAKKALAKKAR VAÐA UPPI Að minnsta kosti 95% veitingahúsa i London eru talin vera morandi i kakkalökkum, að þvi er visindamaður á vegum brezku stjórnarinnar hefur sagt. Liffræðingurinn Susan Beatson, einn helzti visindaráð- gjafi heilbrigðisráðuneytisins, sagði á heilbrigðisráðstefnu f London, að tilvist skorkvikind- anna væri talin sjálfsagður hlutur á veitingastöðum. Það væri þvi timi til kominn að tekið væri á málinu af fullri alvöru, sagði hún, vegna smit- hættunnar, sem af kakkalökk- unum stafar. Bera þeir með sér ^ ^ ^ ^ ^ gerla af ýmsu tagi. „Kakkalakkar hafa aldrei verið teknir alvarlega i Bret- landi”, sagði Susan Beatson. „Við lokum augunum fyrir smithættunni, kvörtum ekki, og látum sem við sjáum ekki kakkalakkana, sem sitja á næsta borði við okkur á veit- ingahúsum.” Ungfrú Beatson hvatti til þess, að kakkalakkar væru flokkaðir undir alvarlega plágu ogað þrýst yrði á framkvæmda- stjóra og eigendur hótela, veit- ingahúsa og kaffihúsa um að gera róttækar ráðstafanir gegn skorkvikindunum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.