Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 11
Pagblaðið. Föstudagur 31. október 1975. 11 Raddir lesenda Brunuurinn byrgður, en of seint. Búið að setja umferðarmerkið, en aðeins cftir að mörg slys hafa orðið. Oddur H.Þorleifsson skrifar: „Mig langar að vekja má'ls á ökutækjum sem sifellt verða meira áberandi i umferðinni — nefnilega bifhjólum. Um göturnar þeysa unglingsstrákar á miklum hraða og ég tel að þeir geri sér ekki fulla grein fyrir þeirri ábyrgð og hættu sem fylgir þvi að aka þessum tækjum hér i borginni Það sem einkum knúði mig til' að rita þessar linur eru tvær sögur sem liða mér seint úr minni og ég varð vitni að. önnur endaði með dauða, hin, guði sé lof án slyss. Nú, þegar ég ók bil minum upp Vitastig og kom að Hverfis- götu stöðvaði ég að sjálfsögðu og hugaði að umferðinni á Hverfisgötunni. Sá ég tvo nokkuð fjarlæga bila og fór þvi yfir. En þá þeystist skyndilega skellinaðra framhjá á ofsa- hraða, ég hafði ekki komið auga á hana. Sennilega hefur hún verið til hægri við einhvern bil- anna. Með naumindum náði ég að hemla og drengnum tókst það einnig. En þetta sýnir hve mjótt getur stundum verið á munum. Siðari sagan endaði með dauða, ungur og efnilegur piltur lét þá lif sitt. Slysið varð á gatnamótum Gunnarsbrautar og Flókagötu. Þarna hafa orðið svo margir árekstrar að með ólikindum er. Ég var staddur i húsi á gatna- mótunum. Skyndilega hrökkva viðstaddir við. Ógeðfelldur hávaði nistir eyru okkar og við skynjuðum strax að slys hafði orðið. Sú varð lika raunin. Bif- hjól, sem hafði verið á ferð á Gunnarsbrautinni i átt til « suðurs, rakstá bifreiðsem kom akandi Flókagötuna á vesturátt. Þó pilturinn hafi verið i fullum rétt barg það ekki lifi hans. Ungur efnismaður lét lifið vegna þess að trassað hefur verið að setja biðskyldumerki við þessi alræmdu gatnamót. Ég held við getum sýnt hinum ógæfusama bilstjóra miskunn- semi, þetta hefði geta hent okkur fleiri. Þessi gatnamót eru sannkölluð slysagildra. Ég vona að með þessum skrifum ýfi ég ekki upp gömu! sár. Tilgangur minn er þvert á móti að reyna af veikum mætti að vekja umræðu um þessi mál sem gæti stuðlað að meira öryggi i umferðinni. Það sem ég vildi benda á er að þessi bifhjól eru of kraftmikil fyrir 15 ára unglinga. Bifhjólum fer ört fjölgandi i umferðinni, sem leiðir af sér tölfræðilega aukningu slysa.” Pelican œtlar ekki að skipta aftur um söngvara llljómsveitin Pelican bafði sainband við Dagblaðið: „Smári Valgeirsson segir frá þvi i þættinum „Babbl” i Vik- unni að hugmyndir séu uppi hjá okkur um að skipta um söngv- ara i annað sinn á þessu ári og láta þar með Herbert Guð- mundsson hætta fyrir einhvern annan, sem Smári vill þó ekki nefna en þykist vita allt um. Við lýsum þessa „frétt” Smára uppspuna frá rótum og i rauninni ekki annað en ómerki- legt kjaftæði. Skrif af þessu tagi stjórnast af einhverjum annar- legum hvötum sem ekki er ástæða til að fara nánar út i hér og nú. Við förum einfaldlega fram á aðfá vinnufrið eftir allar þær árásir sem á okkur hafa verið gerðar siðan við tókum ákvörðun sl. vor um að gera al- varlegar tilraunir til að styrkja tónlistarlega heild hljóm- sveitarinnar. Einnig lýsum við tilhæfulausa þá frétt „Babbls” Smára að Pelican hafi gert samning um einkaumboð við Ámunda Ámundason, i þeim efnum er allt opið. Sem dæmi um markleysu Smára má geta þess að við vinnum um þessar mundir að gerð tveggja laga hljómplötu — með Herbert Guðmundssyni, hetjusöngvara okkar — sem kemur á jólamarkaðinn. Virðingarfyllst, Pelican." Hafa þeir verið til sjós? /f Gunnlaugur Gunnlaugsson Ólafsfirði simaði: „Eins og alþjóð veit fór til Englands um daginn mikil og virðuleg samninganefnd með tvo ráðherra i fararbroddi. Þeim fylgdu ráðuneytisstjóri, deildarstjóri, skrifstofustjóri, tveir alþingismenn og að sjálf- sögðu Hans G. Andersen sendi- herra. Allt eru þetta ágætir menn, hver á sina visu. Um það efast enginn. En okkur sjómönnum likar ekki að einhverjir menn með góða titla séu að semja. Eru þeir nógu kunnugir þessum málum? Hafa þessir menn verið verið til sjós til að átta sig á hvað það i raun og veru er sem þeir eru að semja um? Af hverju ekki að senda menn með sem hafa verið og eru sjómenn og tala þeirra tungu? „Vér mót- mœlum allir" Markús B. Þorgeirsson Hafnar- firði skrifar: „Nú hefur islenzk viðræðu- nefnd farið erlendis og ræít við erlendar þjóðir um undanþágur innan landhelgi íslands. Ráðherrar hafa viljað halda opnum möguleikum á undan- þágum innan 50 milnanna. Þess vegna vil ég beina tii Sjómanna- sambands islands að verði samningar gerðir þá stefni sambandið öllum fiskiskipaflota islendinga til hafnar i mót- mælaskyni. Okkur ber að hafa i huga orð Jóns Sigurðssonar forseta er hann sagði „Vér mótmælum allir”. Ég er viss um að ei’ sjó- mannasambandið færi þess á leit við islenzka sjómenn að þeir stefndu islenzkum fiskiskipum til hafnar mundu þeir gera það allir sem einn. Sjómenn hafa sýnt samstöðu nú nýverið og ég er viss um að það gera þeir aftur ef þörf krefur. Munið, aldrei að vikja, það eitt getur fært okkur sigur i þessu lifshagsmunamáli okkar.” Múrari hringdi: „Erfiðleikar sjávarútvegsins hafa mjög verið i brennidepli undanfarið. Að sjálfsögðu ber hæst atburði siðustu viku þegar sjómenn stefndu flota sinum til hafnar. Vildu þeir með þvi mót- mæla meintri kjaraskerðingu og sjóðakerfinu. 1 þessu sambandi dettur mér i hug hagkvæmni i fiskverkun. Á Selfossi er saltfiskfram- leiðandi, sem i sjálfu sér er ágætt. En hann verður bæði að keyra hráefnið tilsin, fiskinn og salt, og siðan verður hann að koma saltfiskinum til skips til útflutnings. Ekki alls fyrir löngu, þegar ég var að vinna niðri við Sunda- höfn, kom bill frá Selfossi með 6 tonn af saítfiski. Nú mega menn ekki misskilja mig. Ég hef ekkert á móti saltfisverkun á Selfossi. Það sem ég átta mig ékki á mitt i öllum erfiðleikum sjávarútvegsins er: hvernig getur þetta borgað sig? í framhaldi af þvi hvað hafa þeir sem ekki þurfa að flytja hráefni og siðan fiskinn frá sér langar leiðir? Þeir hljóta að hafa það mjög gott ef það borgar sig að flytja fiskinn alla þessa löngu leið. Já, maður veltir þessu fyrir sér.” ...LEIÐIR AF SÉR TÖLFRÆÐI- LEGA AUKNINGU SLYSA" „Borgar þetta $ig?7i Raddir lesenda LÍTIÐ REIKNINGS- DÆMI Ahugamaður um „statistik” skrifar: „Ég hef gaman af að velta tölum fyrir mér eins og svo margir. Margt spaugilegt getur komið út úr slikri athugun. Ja, spaugilegt segi ég, öllu heldur athyglisvert. Tökum dæmi: Eins og mönnum er kunnugt hefur Landhelgisgæzlan ákveðið að kaupa Fokker-vél til gæzlu- starfa. Manni hefur einna helzt skilizt á ummælum Péturs Sigurðssonar, forstjóra Land- helgisgæzlunnar, að aðal- ástæðan fyrir þessum kaupum sé að Fokkerinn er rúmbetri en Beechcraft-vélin sem kom einn- ig til greina. Sem sagt, mennirnir veröa aö geta staðið uppréttir. Litum þá á dæmið. Hvað kostar það þjóð ina að þessir útverðir islenzkrar löggæzlu geti staðið uppréttir? Með vélinni yrðu 4 menn og þeir standa uppréttir 5 minútur á klukkustund. Gerum ráð fyrir að ferðin taki að meðaltali 5 klukkustundir. Setjum svo að um 300 ferðir sé farnar á ári. Hóflegur notkunartimi vélar- innar er 6 ár. Hvað kostar þá hver minúta hjá hverjum manni? Jú, hún kostar 3000 krónur. Nú, ef allir f jórir standa uppréttir i 5 minútur á klukku- stund, þd kosta hverjar 5 minútur, sem mennirnir standa uppréttir, 60 þúsund krónur. Sem sagt, hver ferð kostar þá þjóðfélagið 300 þúsund krónur. Jú, jú, ég sagði 300þúsund krón- ur hver ferð. Einungis til að mennirnir geti staðið uppréttir. Geta þeir ekki allt eins teygt úr sér i minni vél? Já, þaö er von að maður velti þessu fyrir sér. Sagði ekki einhver að við byggjum i verðbólguþjóðfélagi. Jú, og hið opinbera verður að spara. Að minnsta kosti talar fjármálaráðherra fjálglega um það á Alþingi og Morgunblaðið hefur það eftir honum i stórri fyrirsögn. Hvar skyldi orsök verðbólgunnar liggja? Já. maður veltir svona hlutum fyrir sér sem von er.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.