Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 10
|0 Dagblaðiö. Föstudagur 31. október 1975. ” ' Forréttindakröfur skólafólks Hefir ríkissjóður efni á þvi að veita námsfólki 2 til 3 milljarða I ölmusustyrki árlega, þcgar liann getur ekki verið án þess að hirða 240 þúsund krónur af gjafabil útlendinga til bæklaðs fólks og öryrkja? Það er margur þrýstihópur- inn eins og Jónas segir, nú þessa dagana einna mest áberandi námsfólk úr hinum ýmsu skól- um landsins. Eins og fyrri daginn er litið um peninga i okkar sameigin- lega rikiskassa og þess vegna hefur gengið erfiðlega að greiða upp hina árlegu ölmusu til námsmanna, þ.e. „lán” sem greidd eru með 7% af stofni, eft- ir þvi sem Morgunblaðið upp- lýsir hinn 18. okt. sl. Námslán og styrkir til stúdenta munu hafa þróazt út i þessa endemis vitleysu frá þvi að vera hóflegir styrkir og lán til efnilegra en efnalitilla náms- manna i hinum ýmsu fræðum sem þjóðfélagið hafði þörf fyrir. Nú er fjöldi sllkra mennta- manna orðinn nægur i biii, sér- staklega með tilliti til þess að sárafátt af þessu fólki, sem al- þjóð hefir kostað til náms, fer að vinna aö framleiðslustörfum að námi loknu. Flest af þessu fólki fer i alls konar þjónustustörf sem þvi eru þá búin til, ef ekki vill betur, stundum vafasamt með ágæti starfsins, eins og einn vitur maður sagði: „Það voru engin unglingavandamál fyrr en allt var oröið fullt af sálfræðing- um.” Slagorðið að allir eigi sama rétt til langskólanáms er gott og blessað, svo langt sem það nær. En til hvers eru menn að mennta sig, er það ekki til þess að bæta aðstöðu sina i lifsbar- áttunni, t.d. með þvi að hafa margfalt kaup á við ólærðan verkamann aö námi loknu? Það hefir sýnt sig að ekki er um neinn sérstakan þegnskap að ræða hjá þvi fólki sem þjóðin hefir kostað til náms, öðrum fremur. Ef aðrar þjóðir bjóða betri kjör fara menn þangað ef það hentar þeim, jafnvel þó mikil þörf sé fyrir þá hér heima, sam- anber lækna og fleiri. Nú er spurningin þessi: á ekki ungur maður, 17 til 25 ára, sem ætlar að gerast sjómaður og afla fisk, alveg sama rétt til fjárhagsstuönings frá rikissjóði og maður sem er i skóla? Hann gæti sjálfsagt þegiðað fá árlega i 7 til 8 ár 4 til 5 hundruð þúsund krónur i svo til óafturkræfa styrki til þess að koma sér vel fyrir i sinu framtiðarstarfi, t.d. með þvi að kaupa sér part i bát, eignast ibúð svo eitthvað sé nefnt. Hver er munurinn? Er sjó- maðurinn óþarfari þegn en t.d. félagsfræðingur eða eitthvaö þvi um likt? A sama tima og Islendingar eru farnir að fleyta sér á útlend- um eyðslulánum, vegna þess að of fáir vinna að útflutnings- framleiðslu fer skólafólk fram á tvo milljarða og sjö hundruð milljónir i ölmusustyrki (þ.e. lán með vafasamri endur- greiðslu) eftir upplýsingum Þjóðviljans 18. okt. sl. Þetta mun vera nær tuttugasti hluti af fjárlögum rikisins i ár, eða verðmæti 4—6 nýrra togara, eða 27.000,00 skattur á hvern skatt- greiðanda i landinu, eða ef fólk i stærstu verstöð landsins ætti að greiða þetta, þá yrði hver vinn- andi maður þar aö greiða yfir eina og hálfa milljón króna. Og svo er bara hótað aö stræka við námið ef ekki er orð- ið við kröfunum. Ekki held ég að neitt mundi riðlast þó svo yröi gert. Kjallarinn Ólafur Á. Kristjánsson Það skólafólk, sem gerir slik- ar kröfur til samborgara sinna, virðist ekki hafa þroskazt mikið á námsbraut sinni það sem af er, hvað sem siðar verður. Ef stjórn þessara mála hefði verið af einhverju viti hefði lánasjóður (sem sumir vilja nú reyndar kalla Olmusu-miðstöö stúdenta) nú þegar getað verið til nokkurra útlána til náms- manna, en það verður seint sjóður ef aldrei kemur nein endurgreiðsla af þvi sem lánað er. En hitt er að sjálfsögðu þægilegra að borga hverja krónu með 7 aurum. Eins og fram hefir komið eru þetta ekki lán heldur ölmusa. Það eru ekki mörg ár siðan nemendur i Stýrimanna- og Vél- skólunum urðu aðnjótandi „lána” úr þessum náms- manna,,sjóði” en nú verða þeir fyrstir manna eins og þeirra var von og visa, til þess að sjá hvilik endemis vitleysa þetta „lána- fyrirkomulag” er með þvi að gera eftirfarandi samþykkt á fundi beggja skólanna 16. okt. sl„ eftir þvi sem upplýst er i Morgunblaðinu hinn 18. okt. sl. „Fundurinn telur eðlilegt að endurgreiðslufyrirkomulagi sjóðsins verði breytt þannig, að lánin verði visitölutryggð og endurgreiðsla miðist við laun að loknu námi, þannig að ljóst sé, að hér sé um lán að ræða en ekki ölmusu.” Er nú ekki mál til komið að þessi þáttur efnahagsmála verði tekinn til endurskoðunar ásamt fleiru þessu liku? NOTENDUM HITAVEITU MISMUNAÐ Alagning skatta hefur talsvert verið til umræðu að undanförnu og hafa ibúar nokkurra staða bundizt samtökum um mótmæli til skattyfirvalda. Er það ekki vonum fyrr þvi að vissulega eru bæði skattalögin og framkvæmd þeirra gölluð i mörgum grein- um. Verðbólgan ruglar t.d. mjög eðlilegar afskriftareglur fyrir- tækja, en þær eru nú orðnar svo flóknar, að margir munu ekki vita, hvernig ber að beita þeim. ' \ Svo virðist vera mjög litil sam- vinna milli skattstjóranna ann- arsvegar og umboðsmanna þeirra og sveitarstjórna hins vegar um endurskoðun skatt- framtala og ákvörðun um, hvaða framtöl þurfi helzt að taka til athugunar, þvi að ætla má, að heimamenn hafi oftast betri aðstöðu til að dæma um það en skattstjórinn. En það er fleira en beinir skattar til rikis eða sveitarfé- laga, sem skipta máli fyrir gjaldandann. Má þar t. d.nefna upphitunarkostnað húsa. 1 Hveragerði er hitaveita, sem hreppurinn rekur. Þar er mikilÞ gróðurhúsarekstur og eigendur þeirra fá vatn til upphitunar þeirra á miklu betri kjörum en til annars atvinnurekstrar eða upphitunar ibúðarhúsa. Þann 29. ágúst sl. staðfesti iðnaðarráðuneytið breytingu á gjaldskrá fyrir Hitaveitu Hveragerðis. Samkv. þessari nýju gjaldskrá kostar hver min- útulitri á mánuði af heitu vatni til upphitunar gróðurhúsa 220 kr„ en til upphitunar annarra húsa 640 kr. Til viðbótar kemur svo hemlaleiga fyrir gróðurhús, sem eru 100 ferm og stærri, 2000 kr. á mánuði, en fyrir önnur hús er þessi leiga 800 kr. á mánuði. Til samanburðar má nefna, að hver rúmm af heitu vatni i Reykjavik kostaði á sama tima 39,36 kr. Nú má gera ráð fyrir, að Hvergerðingar noti ekki meira en rúmlega helming af þvi vatni, sem þeir eiga rétt á að nota samkvæmt hámarksstill- ingu hemils, og má þá gera ráð fyrir, að hver rúmm af vatni til gróðurhúsa kosti 9 kr. en til upp- hitunar annarra húsa 29 kr. Nú er rætt um útflutning á heitu vatni til Sviþjóðar fyrir 10- 20 kr. hvern rúmm, og má það merkilegt vera, ef unnt reynist að flytja heitt vatn úr landi fyrir hærra ver.ð en gróöurhúsaeig- endur geta greitt. Það virðist engin sanngirni vera i þvi, að heitt vatn til rekstrar gróðurhúsa sé selt á miklu lægra verði en til allra annarra nota. Að visu er sann- gjarnt, að þeir, sem mikið vatn nota, gróðurhúsaeigendur og aðrir, fái hæfilegan magnaf- slátt, en það má framkvæma með þvi að láta alla greiða jafn- háa mæla- eða hemlaleigu og hafa hana svo háa, að hæfilegur magnafsláttur fáist. Samkvæmt gjaldskránni kostar að hita upp ibúðarhús með 5 minútulitrum samtals 48.000 kr. á ári, en upphitun á gróðurhúsi með 1 sekúndulitra kostar 182,400 kr. á ári. Kjallarinn Guðmundur Jónsson Kópsvatni Ef gjaldskráin væri þannig, að hver minútulitri á mánuði kostaði 300 kr. til allrar notkun- ar og hemlaleiga væri 2000 kr. á mánuði, myndi upphitun ibúð- arhússins kosta 42.000 kr. á ári en gróðurhússins 240.000 kr. á ári. Þá lækkar upphitunar- kostnaður ibúðarhússins um 6000 kr„ en kostnaður við upp- hitun gróðurhússins hækkar um 57.600 kr. Sá sem á bæði ibúðar-' og gróðurhús getur kannski not- að sama inntakið fyrír bæði hús- in, og þá þyrfti ekki að greiða leigu af nema einum hemli. I sliku tilfelli myndi ' upphitun beggja húsanna kosta samtals 258.000 kr. á ári, og myndi upp- hitunarkostnaðurinn þá hækka um 27.600 kr. Nú er upphitunarkostnaður gróöurhúsa að sjálfsögðu gjaldaliður á skattframtali, og þvi myndu eigendur þeirra fá hækkaðan rekstrarkostnað hús- anna að nokkru léyti endur- greiddan meö lækkuðum tekju- skatti og útsvari. Með þvi að láta gróðurhúsa- rekstur hafa forréttindi eins og gjaldskrá Hitaveitu Hvera- gerðis gerir ráð fyrir, eru allir aðrir, sem gjalda til hitaveit- unnar, skattlagðir í þágu þess- arareinu atvinnugreinar. En þá kemur að spurningunni: Er þetta heimilt? Gjaldskráin er ákveðin sam- kvæmt orkulögum nr. 58 29. april 1967 segir iðnaðarráðu- neytið. Akvæði um gjaldskrár hitaveitna er að finna i 29. gr. laganna og hljóða þau svo: „Nú hefur einkaleyfi veriö veitt til þess að starfrækja hita- veitu samkvæmt lögum þess- um, og skal þá, áður en veitan tekur til starfa, setja henni gjaldskrá, er ráðherra staðfest- ir. í gjaldskrá má ákveða sér- stakt heimæðargjald. Gjaldskrána ber að endur- skoða eigi sjaldnar en fimmta hvert ár.” Þarna er ekki minnzt á það einu orði, að notendum megi mismuna eftir þvi til hvers vatnið er notað. En stjórnar- skráin segir hins vegar: „Eng- an skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.” Það er þvi vissulega rétt að spyrja: Hafa hreppsnefnd Hveragerðis og iðnaðarráðu- neytið brotið stjórnarskrána með þvi að semja og staðfesta fyrrnefnda gjaldskrá um sölu á heitu vatni frá Hitaveitu Hvera- gerðis? Það er þvi orðin brýn nauðsyn að taka þessi mál öll til endur- skoðunar, bæði lagaákvæðin um hitaveitur og gjaldskrár þeirra, sem eru að mörgu leyti mjög ó- samhljóða. Heimæðagjald Hita- veitu Ólafsfjarðar skal t.d. vera: „Fyrir hús allt að 400 rúmm að utanmáli kr. 50.000.00 og siðan kr. 100.00 fyrir hvern rúmm þar yfir.” Til saman- burðar má svo nefna, að heim- æðagjald Hitaveitu Mosfells- hrepps skal vera 130.300.00 kr. fyrir eina heimæð, og er þá ekk- ert tillit tekið til stærðar húss- ins. Þá kemur mjög.til greina að láta sömu gjaldskrá gilda fyrir allar hitaveitur i landinu, sem einstökum sveitarfélögum væri siðan heimilt að lækka hlutfalls- lega eftir þvi sem ástæður leyfðu. Til hliðsjónar má nefna álagningu útsvaranna. Þar gild- ir sama regla fyrir öll sveitarfé- lög, en mörg þeirra nota ekki á- lagningarheimildina til fulls. En svo gæti komið fyrir á stöku stað, að gjaldskráin reyndist of lág að dómi heimamanna, en þá mætti ekki hækka hana, heldur yrði þá að leita annarra ráða. Notendurnir verða lika að hafa einhvern rétt. Svo er rétt að minnast enn á gróðurhúsaeigendur. Trúlegt er, að þeim þyki erfitt að sætta sig við að gr. sama verð fyrir vatn frá hitaveitum og aðrir, einkum þar sem vatnið er dýr- ast. En það er þeirra mál, sem þeir geta e.t.v. leyst með þvi að leggja verðjöfnunargjald á seldar gróðurhúsaafurðir, sem siðan mætti nota til niður- greiðslu á vatni til upphitunar i gróðurhúsum, þar sem það er dýrast. En að leggja skatt á not endur almennt til styrktar gróð- urhúsaeigendum er fráleitt. Kópsvatni, 13. október 1975. Guðmundur Jónsson. TOYOTA vetrarskoðun 1. Vélastilling 2. Stilltir ventlar 3. Hreinsun á blöndung 4. Skipt um kerti 5. Hreinsuö loftsia 6. Fyllt á rúðusprautu (frostvari) 7. Mældur frostlögur 8. Rafgeymir mældur, geymissambönd hreinsuö 9. Viftureim skoöuð 10. Stillt kúpling. Verð með sölusk. kr. 5500—6500 eftir gerðum. Innifalið í verði: Kerti, platínur, ventlaloks- pakkning, frostvari á rúðusprautu, vinna. TOYOTA þjónustan Ármúla 23. — Simi: 30690 — #1F

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.