Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 24
... Russar vil|a ekkert
nema harðan gjaldeyri í
viðskiptum við íslendinga
Nú vilja Rússar ekk-
ert nema harðan gjald-
eyri i viðskiptum við
íslendinga. Dagblaðið
hefur það eftir góðum
heimildum, að þetta
verði meðal þeirra
samningsatriða, sem
gengið verður frá i dag
við undirskrift 5 ára
viðskiptasamnings
milii íslands og Sovét-
rikjanna.
Þórhallur Asgeirsson, ráðu-
neytisstjóri, sem er formaður
islenzku samninganefndarinn-
ar, kvaðst ekkert geta greint frá
efnisatriöum samningsins, er
fréttamaður Dagblaðsins bar
þetta atriði undir hann í morg-
un. Hann bjóst hins vegar við
þvi, að samningurinn yrði und-
irritaður kl. 5 i dag, en viðræður
hafa staðið yfir frá þvi á mið-
vikudag i siðustu viku. Opinber
fréttatilkynning verður gefin út
að lokinni undirskrift.
Auk þess, sem Dagblaðið tel-
ur vist, að horfið veröi frá
,,cleáring”-viðskiptum til
frjálsra gjaldeyrisviðskipta,
hefur Dagblaðið eftir öruggum
heimildum, að Rússar vilji
kippa að sér hendinni með kaup
á sjávarafurðum, einkum sild
frá Islandi.
Eins og staðan er núna, er
sennilegt að íslendingar fari
fram á einhvern aðlögunartima
til breyttra viðskiptahátta úr
clearing i harðan gjaldeyri. Eft-
ir þvi, sem næst veröur komizt,
eru skuldir okkar viö Rússa nú
ekki undir 1 milljarði króna.
---BS—
GUÐNÝ FEKK FiÐLU ÚTVARPSINS:
KONSERTMEISTARINN
MEÐ DÝRGRIP UNDIR
HÖNDUM - 20 MILUÓNA
GUARNERIUS-FIÐLU
Guðnýju Guðmundsdóttur,
konsertmeistara ' Sinfóniuhljóm-
sveitar tslands, var i gær afhent
fiðla sú, sem Björn Ólafsson fyrr-
verandi konsertmeistari lék á um
fjölda ára.
Fiðla þessi, sem smiðuð er af
ítalanum Guarnerius árið 1728,
var keypt hingað lil lands árið
1947. Það var þáverandi útvarps-
stjóri, Jónas Þorbergsson, sem
keypti fiðluna á 70 þúsund krónur,
en nú i dag er fiðlan tryggð fyrir
20 milljónir, og þykir það sizt of
há upphæð.
Útvarpið á tvær mjög verðmæt-
ar fiðlur i viðbót, aðra smiðaða af
Magini á 17. öld, en hina kom
Þórarinn Guðmundsson með til
íslands á þriðja tug aldarinnar,
og útvarpið keypti hana siðan af
honum fyrir nokkrum árum.
. Komið hefur fyrir að menn hafi
talið sig hafa Stradivariusarfiðlur
undir höndum. Meðal annars
héldu tveir menn af Suðurnesjum
til Lundúna fyrir nokkrum árum
með forláta fiðlu, sem talið var að
væri af þeirri gerð, þá talin mill-
jóna virði. Atti fiðlan að fara á
listmunauppboð ytra. Ekki varð
af þvi, sérfræðingar úrskurðuðu
endanlega að fiðlan væri frábær
eftirliking af fiðlum Stradivarius-
ar. Ekki er vitað hvort þeir félag-
ar höfðu fyrir þvi að taka fiðluna
með sér aftur til Islands, enda
leikur hvorugur á slikan grip.
Margir töldu að hún hefði hafnað i
Thames-ánni. —AT.—
Carmen frumsýnd í kvöld
SUÐRÆNN SKAPHITI
í ÞJÓÐLEIKHÚSINU
„Þetta er feiknarlega mikið
átak”, sagði Sveinn Einarsson,
þjóðleikhússtjóri i morgun, þeg-
ar Dagblaðið ræddi við hann I
upphafi starfsdags hans. Þetta
er merkisdagur fyrir leikhúsið,
þvi frumsýning er i kvöld á
Carmen eftir Bizet. Sveinn kvað
verkið vera það stórbrotnasta,
sem leikhúsið hefði tekið til sýn-
inga, að minnsta kosti frá þvi
hann tók við stjórn. A sviðinu
koma fram um 70 manns, leik-
arar, söngvarar, dansarar,
hljómlistarmenn. Búningar og
skraut kosta lika himinháar
fjárhæðir. Ekki vildi Sveinn
gizka á kostnaðinn við uppsetn-
inguna, — en áhuginn leynir sér
ekki, uppselt að heita má á fjór-
ar fyrstu sýningarnar.
—JBP—
MYNDIN, — hin islenzka Car-
men, Sigriður Ella Magnúsdótt-
ir i hlutverki hinnar blóðheitu
Carmenar. (DB-mynd Bjarn-
leifur)
frjálst, nháð dagblað
Föstudagur 31. október 1975.
ENN AN MED-
VITUNDAR
EFTIR SLYSI
Stúlkan, sem varð fyrir
Bronco-jeppanum á Nesvegi i
gærmorgun, liggur enn meðvit-
undarlaus i gjörgæzludeild
Borgarspitalans. Er hún talin i
mikilli lifshættu, og i morgun var
liðan hennaróbreytt frá þvi igær-
kvöldi. Litla stúlkan er ellefu ára
og var á leið i skóla, þegar slysið
varð.
—ASt.—
Verður
Matthías
borgarbóka-
vðrður?
Embætti borgarbókavarðar
hefur verið auglýst laust til um-
sóknar og rennur fresturinn út
7.. nóvember. Þrjár umsóknir
hafa borizt, — allar frá fólki,
sem er útskrifað frá viður-
kenndum bókavarðarskólum.
Þau, sem sótt hafa um, eru
Hrafn Harðarson, útibússtjóri i
Bústaðakirkjusafni, Elfa Björk
Gunnarsdóttir, sem sér um
Bókin heim og Else Mie Sig-
urðsson, fyrrverandi bókavörð-
ur Norræna hússins.
Dagblaðið hefur fyrir satt, að
Matthias Johannessen, ritstjóri
Morgunblaðsins muni brátt
bætast i hóp umsækjenda.
Dagblaðsmenn
urðu ofan ó
í Jórnsíðu
Kosin var ný stjórn á aðal-
fundi Járnsiðu hf. i gær og er
óbreyttur meirihluti i stjórn-
inni. Formaður stjórnarinnar
verður væntanlega Björn Þór-
hallsson, stjórnarformaður
Dagblaðsins. A aðalfundinum
voru mættir fulltrúar fyrir allt
hlutafé félagsins.
Járnsiða mun nú væntan-
lega itreka fyrri tilkynningu
sina um, að á vegum Járnsiðu
verði Dagblaðið prentað i stað
Visis i Blaðaprenti hf., en þar
hefur Járnsiða átt fjórðung
hlutabréfa.
Stjórn Járnsiðu.hf. skipa nú
Björn Þórhallsson, Ingimund-
ur Sigfússon, Jónas Kristjáns-
son, Pétur Pétursson og Þórir
Jónsson
—JBP—
GANGASTULKAN GEFUR LYFIN
— þegar hjúkrunarkonan fer í frí
Lœknirinn
i arsfrn
„Það er gangastúlka, sem
vann á sjúkrahúsinu á Akur-
evri, sem látin er vinna hér á
Raufarhöfn sem hjúkrunarkona
og gefa út lyf i stað hennar. Við
álitum að hún hafi ekki vit á
lyfjum og lyfjaheitum, enda
gefið út röng lyf einu sinni að ég
fullkomlega veit um”.
Þetta segir Gisli Hafsteins-
son, sem sér um flugvöllinn á
Raufarhöfn, og bætir við að fólk
forðist áð fara á læknastofuna.
Sjúkrastofan er opin alla daga
frá 1-4 nema á þriðjudögum en
hjúkrunarkona sú, er á að vera
við, lætur gangastúlkuna oft
vera þar i sinn stað. Meðal ann-
ars alveg þegar hún fór i sumar-
leyfi og i fyrravetur er hún brá
sér i leyfi. Sagði Gisli að þó væri
önnur hjúkrunarkona búsett á
Raufarhöfn, sem aldrei væri
beðin að vera i afleysingum,
þótt hann þættist vita að hún
væri tilbúin til þess.
Gisli sagði að læknir sá er
þjónaði Raufarhöfn væri i árs
leyfi frá þvi i vor. 1 sumar
sinntu tveir kandidatar störfum
hans i tvo mánuði samanlagt og
nú hefði verið þarna starfandi
læknir i rúman mánuð.
Læknirinn situr raunar á
Húsavik. Þangað er þriggja t.
keyrsla og oft ófært á vetrum,
en læknirinn kemur einu sinni i
viku til Raufarhafnar, sem er
500 manna bær.
Gisli lýsti þvi svo að ef maður
væri sjúklingur færi maður i
sjúkrastofuna. Þar á að taka á
móti sjúklingnúm hjúkrunar-
kona, sem fær lýsingu á hvað að
er. Siðan lýsir hún sjúkdómnum
íyrir lækninum i gegnum sim
ánn og gefur út lyf i samráði við
hann, en apótek er starfrækt
með sjúkrastofunni.
Gisli sagði að lokum að Rauf-
arhafnarbúar væru sáróánægð-
ir með að hafa gangastúlku i
staðinn fyrir hjúkrunarkonu.
Hann hefði tvivegis talað við
landlækni, en það væri eins og
að lala við stein að ræða þessi
mál við hann.
—EVI