Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 5
Pagblaðið. Föstudagur 31. október 1975.
1
Útvarp
Sjónvarp
i)
Sjónvarpið í kvöld kl. 20.40: Kastljós
Flugvélakaup
Landhelgisgœzlunnar
Lánamál námsmanna
Matarœði landsmanna
með tilliti til offitu
1 „Kastljósi” i kvöld ræðir
Árni Gunnarsson ritstjóri um
kaupin á nýju landhelgisgæzlu-
flugvélinni sem svo mjög hefur
verið i sviðsljósinu að undan-
förnu. Viðmælendur hans verða
forstjóri Landhelgisgæzlunnar,
Pétur Sigurðsson, eða fulltrúi
hans og Leifur Magnússon
varaflugmálastjóri, sem sat i
nefnd þeirri er kom með tillögur
vegna kaupa á nýrri flugvél
fyrir gæzluna.
Gunnar Gunnarsson blaða-
maður mun ræða lánamál
námsmanna og ræðir við
fulltrúa námsmanna annars
vegar og fulltrúa stjórnvalda
hins vegar.
Svala Thorlacius umsjónar-
maður þáttarins mun ræða
mataræði á íslandi og áhrif þess
á hjartasjúkdóma ekki sizt með
hliðsjón af þeim 70 tonnum sem
islenzkir karlmenn þyngjastum
á ári. Má þá gera ráð fyrir öðr-
um 70 tonnum sem kvenfólk
bætir á sig, enda sennilega ekki
eftirbátar karla i þessu fremur
en öðru;
Svala ræðir við yfirlækninn
hjá H jarta vernd, Nikulás
Sigfússon, og skólastjóra
Húsmæðrakennaraskólans,
Vigdisi Jónsdóttur.
— EVI.
Útvarpið í kvöld kl. ,22.55 : Afangar
EITURLYFJARÓMANTÍK?
„Við erum nú búnir að vera
með þáttinn vikulega i rúmt ár
fyrir utan smáhlé i nokkrar vik-
ur,” segir Guðni Rúnar Agnars-
son, annar stjórnandi þáttarins
„Áfanga” en meðstjórnandi
hans er Ásmundur Jónsson.
Þeir ætla aðeins að breyta út
af vananum i kvöld. 1 stað
þess að vera með tónlist og
texta úr öllum áttum verður
þátturinn helgaður svokallaðri
eiturlyfjaróman.tik sem náði
hámarki sinu á árunum 1967-68.
Þá lofuðu hipparnir og ýmsir
menningarfrömuðir eiturlyfin.
Fjalla þeir félagar um þetta i
grini og spila plötur þar sem
textinn fjallar um lof á eiturlyf,
en fyrst er inrigangur um för-
svarsmenn þessarar sérkenni-
legu stefnu.
Fyrsta lagið, sem spilað verð-
ur, er af hljómplötu sem gefin
var út i sambandi við Wood-
stock hátiðina i Bandarikjunum
1969. Hún stóð i þrjá daga og
var meðal annars helguð eitur-
lyfjarómantikinni.
— EVI.
<!
Sjónvarp
20.00 Fréttir og veður
20.30 Pagskrá og auglýsingar.
20.40 Kastljós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónar-
maður Svala Thorlacius.
21.30 Fortiðin á sér framtið.
Gengnar kynslóðir hafa lát-
ið eftir sig ómetanleg verð-
mæti menningar og lista-
verka. Þessi verðmæti
verður með öllum ráðum að
varðveita. Kvikmynd frá
Menningar- og visindastofn-
un Sameinuðu þjóðanna.
Þýðandi og þulur Stefán
Jökulsson.
21.50 Þrir sakleysingjar.
Tékknesk biómynd frá ár-
inu 1967. Leikstjóri Josef
Mach. Aðalhlutverk Jiriho
Sováka og Marie
Drahokoupilová. Ráðist er á
stúlku, og skömmu siðar er
stolið bifreið frá ferða-
manni. Lögreglan fær lýs-
ingu á glæpamanninum, og
þrir menn, sem lýsingin
gæti átt við, eru handteknir.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
23.20 Pagskrárlok.
g Útvarp
D
14.30. Miðdegissagan: „Á
fullri ferð” eftir Oscar
Clausen Þorsteinn
Matthiasson les (13).
15.00 M iðdegis tónleik ar
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphorn.
17.10 Ctvarpssaga barnanna:
,-,Tveggja daga ævintýri”
eftir Gunnar M. Magnúss.
Höfundur les (3).
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá-
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Paglegt mál Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.45 Þingsjá Kári Jónasson
sér um þáttinn.
20.00 Frá tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar islands i Há-
skólabiói kvöldið áður.
Stjórnandi: Karsten Ander-
sen. Einsöngvari: Elisabeth
Söderström. a. Tilbrigði op.
56 eftir Brahms um stef eftir
Haydn. b. „Scene dé Bere-
nice”, aria eftir Haydn. c.
„1.41” eftir Jónas Tómas-
son. d. „Portrait of Dag
Hammerskjöld” eftir Mal-
colm Williamson. e.
„Meistarasöngvararnir i
Nurnberg”, forleikur eftir
Wagner — Kynnir: JónMúli
Árnason.
21.30 útvarpssagan: „Fóst-
bræður” eftir Gunnar
Gunnarsson Þorsteinn O.
Stephensen leikari les (9).
Ein af myndum Einars Hákonarsonar sem skreytir slður bókar
Steins Steinarrs „Timann og vatnið”. DB-mynd Björgvin.
Útvarpið í kvöld kl. 22.15: Dvöl
Þáttur um
bókmenntir
Steins Steinarr
Þáttur er hefur fengið nafnið
„Dvöl” hefur göngu sina i
kvöld. Verður hann hálfs-
mánaðarlega i vetur og fjallar
um bókmenntir. Umsjónarmað-
ur er Gylfi Gröndal.
Þessi fyrsti þáttur er helgaður
Steini Steinarr. Ræðir Gylfi um
skáldið og nýútkomna bók eftir
hann, „Timann og vatnið” sem
myndskreytt er af Einari
Hákonarsyni. Þetta mun verða i
fyrsta skipti sem ekkja Steins,
frú Asthildur Björnsdóttir,
kemur fram opinberlega, en
hún rifjar upp minningar sinar
frá þvi þau Steinn bjuggu i
Fossvoginum og höfðu bæði
hænsni og ketti fyrir utan önnur
dýr. Hún segir lika frá bók eftir
mann sinn, sem aðeins er til eitt
eintak af. Er þarna um að ræða
fyrstu gerð af „Timanum og
vatninu,” vélritaða af Steini
sjálfum og myndskreytt af Þor-
valdi Skúlasyni listmálara. Var
bókin siðan bundin inn og þykir
hinn mesti kjörgripur. Ber hún
heitið „Dvaliðhjá djúpu vatni’L
Þá er rætt við Matthias
Johannessen skáld sem kynntist
Steini náið siðustu æviár hans
og átti við hann viðtöl, sem nú
eru helzta heimild um samtals-
list Steins og persónuleika.
Matthias segir frá kynnum
sinum við Stein og fjallar um
„Timann og vatnið”.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Pvölþáttur um bókmenntir.
Umsjón: Gylfi Gröndal.
22.50 Skákfréttir.
22.55 Áfangar. Tónlistarþáttur
i umsjá Ásmundar Jónsson-
ar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.45 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Siðast er talað við Jón Óskar
skáld, vin Steins i hópi
atómskálda, rifjar hann einnig
upp kynni sin við Stein og fjallar
um bókina.
— E VI.
Gylfi Gröndai verður með
fyrsta þátt sinn um bókmenntir,
„Dvöl' i kvöld. Fjaliar hann um
Stein Steinarr. Gylfi var rit-
stjóri Vikunnar áður en er nú
ritstjóri Sa m vinnunnar.
DB-mynd Bjarnleifur.
færð ísmola í veizluna
í Nesti
Nú getur þú áhyggjulaust boöiö gestum kalda
drykki heima hjá þér. Engin biö eftir aö vatniö frjósi í
ískápnum.
Hjá Nesti færöu tilbúna ísmola, — og þú átt ekki á
hættu að veröa ís-laus á miðju kvöldi.
Renndu viö í Nesti og fáöu þér ísmola í veizluna!
NESTI h.f.
Ártúnshöfða — Elliðaár — Fossvogi