Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 3
Pagblaðið. Föstudagur 31. október 1975. ÞEIR NA 4200 KRONA LAUNUM Á KLUKKUTÍMA — og verðlagseftirlitið hefur ekkert með teppalagningamenn að gera JL reikningur'^ 4.200 kr. á timann. Slikt kaup þykir ótrúlegt, en þess munu mörg dæmi að menn fái það. Teppalagningamenn eru að minnsta kosti ekki feimnir við að afhenda reikninga fyrir sliku kaupi. Okkur hefur borizt i hendur reikningur fyrir teppalögn á 42 fermetra stofu þar sem filt- undirlag og listar voru fyrir. Stofan er 10 m löng og 3.60 m að breidd. Teppisrúllan er 8,65 m á breidd og þurfti þvi að skera ræmu af rúllunni endilangri. Auk þess þurfti að skera fyrir vegg sem gengur 2 m inn i stof- una annars vegar. 1 öðrum stofuendanum er svo útskot, 2.50 m á kant. En hvort skera þarf eða ekki mun engu piáli skipta hvað verð snertir. Maðurinn sem teppið lagði kom kl. 5.30 til verksins og var farinn kl. 8 um kvöldið. Sem sagt, hálfur þriðji timi, 10.500 kr., eða 4.200 kr. á timann. Við spurðumst fyrir um það hjá Litaveri hvað kostaði að fá tepplagningamann. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir tækju 200-300 kr. á fermetra og dýrust væri lögn ullarteppa þar sem negla þyrfti lista á veggi. 1 Málaranum er teppalögn ekki innifalin i teppisverði en þeirútvega teppalagningamenn og taka 175 kr. á fermetra og skiptir ekki máli hvers konar teppi eru lögð. Hjá verðlagsstjóra fengum við þær upplýsingar að þjónusta teppalagningamanna hefði ekki verið undir eftirliti embættisins og ekki væru til nein verðlags- ákvæði þar um. Teppalögn er ekki viðurkennd sem iðngrein, enda munu ýmsir óiðnlærðir stunda starfið. Verk svipaðs eðlis og um geturá reikningnum er hægðar- leikur að vinna tvisvar á dag, t.d. fyrir hádegi og aftur sið- degis. Vinnutiminn gæti þá ver- ið frá 9-4. Þá eru daglaunin 21.000kr., vikulaunin 105 þús. og árslaunin rúmar 5 milljónir - - og fri alla laugardaga. Dugleg- ur maður gæti unnið slikt verk þrisvar á dag þá hækka allar tölur um þriðjung. Auk þessa kaups kemur svo bilastyrkur sem yrði 1200 kr. á dag ef verkin væru tvö. Það þýðir 6000 kr. á viku fyrir bilinn eða um 300 þús. kr. á ári. —AST. 19 ? ) ~4 O KH. AU. Jfc: / Tr * — / / S ^ir-. ^ ■ ' / Hluti reikningsins fyrir teppalögn. Við höldum nöfnum levndum fyrst um sinn, en gaman væri að heyra frá lesendum um reikninga svipaðs eðlis, ef til eru. IBM tölvuþjónusta á Húsavík 1 Húsavik tekur til starfa um áramótin nýtt fyrirtæki er ber heitið Reiknistofa Húsavikur. Þetta fyrirtæki mun reka leigu- tölvu frá IBM og annast launaút- reikninga margra fyrirtækja á staðnum, svo sem Húsavikurbæj- ar auk Kisiliðjunnar, fyrirtækja á Raufarhöfn og Þórshöfn, fyrir- tækja við Eyjafjörð og fleiri fyrir- tækja sem kunna að óska eftir þjónustu. Að stofnun fyrirtækisins standa Bæjarsjóður Húsavikur, Fisk- iðjusamlag Húsavikur, Kisiliðjan h.f. og Varði h.f. auk 9 einstakl- inga. Hlutafé félagsins er kr. 2.090.000,— Tölva fyrirtækisins er IBM 32 og veitir Páll Ólafsson kerfis- fræðingur stofnuninni forstöðu. Reiknistofan mun sjá um útreikn- ing á öllu bónuskerfi Fiskiðju- samlagsins, sem er töluvert flók- inn útreikningur, auk launaút- reikninga, bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki og þjónustu við sjúkra- hús Húsavikur, sem i framtiðinni verður margvisleg. Reiknistofa Húsavikur er ann- að eða þriðja fyrirtækið sinnar tegundar, sem starfar utan Reykjavikur, og verður rekið með nákvæmlega sama kerfi og IBM vinnur eftir, t.d. i Reykjavik. ASt. Fonginn til íslenzku- Lögreglumenn á Kefla- vikurflugvelli hafa nú stungið upp á þvi i gamni og alvöru að gæzlufanginn, sem þar er stöðugt hjá þeim, læri nú islenzku, þvi að þvi hljóti að koma aö hann verði settur á togara eða til annarra starfa. Litið mun gerast i máli fangans. sem enginn veit með vissu hvér er. Honum likar vistin vel i gæzluvarðhaldinu. ASt mm „STOLIN" MYND Hún hallaði sér svo makinda- lega út i gluggann. stúlkan á myndinni, óvitandi um hina hættulegu ljósmyndara sem alis staðar eru á ferðinni. Það er af ljósmyndaranum að segja að hann gat ekki staðizt málið og festi ungu dömuna á filmu sina. enda falleg stúlka eins og sjá má.Mvndin er úr Lækjar- götunpi þar sem Klausíurhólar hafa aðsetur sitt. (DB-mynd Ragnar Th. Sig.) Ashken azy stjórnar og er einleikari - á tónleikum Kammersveitar Reykjavikur Kammersveit Revkjavik- ur er að hefja annað starfsár sitt. Hún ræðst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur en fær Vladimir Ashkenazy i lið með sér á fyrstu tónleik- unum sem verða á sunnu- daginn kl. 2 i sal Mennta- skólans við Hamrahlið. Ashkenazy verður bæði stjórnandi og einleikari á tónleikunum og leikur verk eftir Beethoven og Mozart. Hvorugt hefur hann leikið opinberlega áður. Auk þessara tónleika ráð- gerir Kammersveitin þrenna reglulega tónleika á vetrin- um og verður þar flutt marg- visleg tónlist. ailt frá barokk- timanum og til vorra daga. Má i þvi sambandi nefna nýtt verk eftir aðalstjórnanda hljómsveitarinnar. Pál P. Pálsson. Þá er fyrirhuguð sviðsuppfærsla á Sögu dát- ans eftir Igor Stravinski i samvinnu við Leikfélag Reykjavikur. Áskriftarkort a ð sunnudagstónleikunum fern- um kosta kr. 1800 (kr. 1200 fyrir börn og-skólanema). og fást i Bókaverzlun Sigfúsar Evmundssonar. Einnig fást miðar þar á fyrstu tónleik- ana. Aðgöngumiðar fást einnig við innganginn. — EVI.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.