Dagblaðið - 03.11.1975, Side 3

Dagblaðið - 03.11.1975, Side 3
Dagblaðiö. Mánudagur 3. nóvember 1975. 3 Náms- lánin SPILVERKS- PLATAN LOKSiNS m I SJÓNMÁLI „Nú getum við loksins lofað þvi að Spilverksplatan sé að koma eftir mikil skakkaföll og tafir”, sagði Steinar Berg, útgefandi plötunnar, er við spurðum hann hvers vegna platan kæmi ekki. Rúmur mánuður er liðinn siðan platan átti að koma á markaðinn og var fólk að vonum orðið óþreyjufullt eftir henni. Afgreiðslufólk i plötuverzlunum var að gefast upp á fólki sem kom og spurði um plötuna og siminn hjá Steinari Berg stoppaði aldrei. En nú er þessi langþráða plata sem sagt að koma og klukkan korter fyrir þrjú næstkomandi miðvikudag verður hún komin i allar hljómplötuverzlanir á Stór- Reykjavikursvæðinu. Ástæðan fyrir þvi hversu seint platan er á ferðinni er aðallega sú, að allt upplagið, sem búið var að pressa, eyðilagðist og þurfti þvi að byrja á öllu upp á nýtt. En þá var ekki hlaupið að þvi að fá verkið gert, þvi að Bretar eru nú i óða önn að pressa jólaplöturnar sinar. Þegar pressuninni var loksins lokið stöðvaðistupplagið á Lundúnaflugvelli vegna verkfalls hleðslumanna. Ekki má heldur gleyma erfið- leikunum með albúm plötunnar, en þeir erfiðleikar eiga einnig sinn þátt i að tefja hana. Fyrsta útgáfa albúmsins, sem var vatns- litamynd eftir einn af meðlimum Spilverks þjóðanna, týndist i pósti á leiðinni til Englands og kom ekki fram i dagsljósið f.yrr en mánuði seinna. Spilverkið gerði þvi aðra tilraun með albúm, en þá var ekki til nógu góður pappir i landinu. Þrtójatilraunin heppnað- ist hins vegar og fullyrða má að útlit albúmsins komi fólki á óvart. — AT. SKYNDIKÖNNUN Á NEYÐARTILFELLUM Dagblaðið: „Nú hefur skapazt það ástand hjá mörgum náms- mönnum, sérstaklega erlendis, að þeir telja sig nauðbeygða til þess að hverfa frá námi, þar eð þau 70-80 þúsund, sem úthluta á nú, eru þegar uppurin i skuldir vegna þess dráttar, sem orðið hefur á afgreiðslu lánanna og 50% skerðingar i ofanálag. Næsta úthlutun á að koma i byrjun janúar og lokaián i marz. A hverju á þetta fólk að lifa þangað til? Höskuldur Jónsson, fulltrúi I fjármálaráðuneytinu: „Eins og námsmönnum er kunnugt, hefur verið ákveðið að greiða 5/12 af upphaflegri haustúthlutun nú og afganginn i janúar. Vonum við, að það verði ekki neinum ástæða til upp- gjafar, þvi ekki er unnt að greiða hærri lán út nú.” Átök í Heimdalli Mikil átök urðu við stjórnar- kosningu i Heimdalli nú um helgina. Var mikið smalað á báða bóga. Svo fór, að formaður var kjörinn Jón Magnússon með 135 atkvæðum. Andstæðingar hans sögðu hann vera fulltrúa flokks- kerfisins i áróðri sinum, en „uppreisnarmönnum” mistókst að fella hann. Þorvaldur Mawby fékk 84 atkvæði. Svo heitt var i kolunum, að mikill fjöldi fundarmanna gekk af fundi eftir formannskjörið. Voru aðeins riflega 100 eftir, þegar aðrir i stjórn voru kosnir. _hh Frystihús á Suðurnesjum lokuð í morgun Nokkur frystihús á Suður- nesjum hófu ekki vinnslu i morgun, en annars staðar er ekki vitað til, að boðaðar upp- sagnir hafi komið til framkvæmda. Ekki er þvi hægt að tala um neina samstöðu frystihúsanna á Suð-Vestur- landi i þessu tilliti, né heldur i Vestmannaeyjum. Vitað er, að frystihúsaeig- endur á Vesturlandi, Norður- landi og á Austfjörðum höfnuðu þeirri leið að segja upp fólki og loka húsunum. Frystihúsin á Akranesi hófu vinnu i morgun eins og venju- lega. „Nei, hér er ekki lokað”, sagði verkstjórinnhjá frystihúsi Haraldar Böðvarssonar i viðtali við Dagblaðið i morgun,” og við vonum að ekki komi til sliks.” Humaraflinn, sem verið hefur uppistaðan I sumarstarfi sumra frystihúsanna, hefur nú breytzt til muna og er nánast enginn vegna lokunar veiðisvæða eða tregveiði. Þá hefur með frið- unaraðgerðum verið þrengt mjög að togveiðum og sam-. setning aflans veriö afar óhagstæð með tilliti til verðs afurðanna. Er mjög alvarleg sú fjár- þröng, semhinverstsettuer nú i —BS— Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra: „Það, sem ég vil segja um þetta mál að svo stöddu, er að i gangi er athugun á þeim neyðartilfellum þarsem hugsanlegt er, að menn verði að hætta námi um stundarsakir vegna fjárskorts. Ekki eru til neinir aukasjóðir að gripa til. En sem sagt, reynt verður að finna út hverjir það eru, sem verst eru staddir. Ég „Ber er hver að baki, nema sér bróöur eigi”. Nú mun menntamálaráðherra beita sér fyrir könnun á neyöartilfellum, þar sem hugsaniegt er, að námsmenn verði að hverfa frá námi. Myndin var tekin á Austurvelli af námsfólki og ráðherra. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. hef t.d. heyrt, að þetta komi einna verst niður á nemum i framhaldsnámi i tæknifræði, vegna þess hversu stutt sumar- fri þeir hafa.” Torfi Asgeirsson, fulltrúi i menntamálaráðuneytinu: „Ég vil ekkert láta hafa eftir mér um þessi mál”. Matthias Á Mathiesen, fjármálaráðherra: „Svar mitt er það, að ég vona, að lokið verði endurskoðun á lögum og reglum varðandi námslánin, áður en þing fer i jólafri, svo hægt verði að gera sér grein fyrir þvi, hvar vandinn liggur. Menntamálaráðherra mun beita sér fyrir könnun á þvi, hvar ástæður eru erfiðastar til þess að reyna að forða þvi, að fólk verði að hverfa frá námi”. — HP Verkalýðsfélögin á fund forsœtisráðherra Samstarfsnefnd verkalýðsfé- laganna við Faxaflóa gekk á fund forsætisráðherra i morgun kl. 10 til þess að ræða við hann um það ástand, sem hlotizt gæti af almennum uppsögnum starfsfólks hjá frystihúsunum á þessu svæði og viðar. „Við viljum benda forsætis- ráðherra á það, að verði þessi þróun látin ganga óheft, þá muni hún keðjuverka út i at- vinnulifið og hafa alvarlegar af- leiðingar”, sagði Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, en hann er einn nefndarmanna. Auk hans eru i nefndinni Guðriður Eliasdóttir, formaður verkakvennafélags- ins i Hafnarfirði, Þórunn Valdi- marsdóttir, formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar i Reykjavik, Herdis ólafsdóttir, formaður Verkakvennadeildar- innar á Akranesi og Karl Steinar Guðnason, formaður Sjómanna- og verkalýðsfélags Keflavikur. „Við vonum að ekki komi til uppsagna þeirra, sem boðaðarhafa verið. Með slikum aðferðum yrði sett á gaddinn launalægsta og atvinnusnauð- asta fólkið, það, sem sizt skyldi”, sagði Guðmundur J. Guðmundsson. —BS— Suóurnesjamenn athugió: ViÓ flytjum nú frá Hafnargötu 31 Vatnsnesveg 14 VERZLUNflRBfíNKI ÍSLRNDS HfA ÚTIBÚ KEFLAVÍK SÍM11788 I

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.