Dagblaðið - 24.11.1975, Side 8
8
Hagblaðið. Mánudagur 24. nóvember 1975.
BIAÐIÐ
frjálst, úháð dagblað
Ctgefandi: Dagblaðiö hl.
Kramkvæindastjóri: Sveinn H. Eyjólfsson
Kitstjóri: Jónas Kristjánsson
Kréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
llitstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
iþróttir: Hallur Simonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi
'Pétursson, Ölafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Handrit: Ásgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
I.jósmvndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Kitstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Ýmsir kostir-margir gallar
mm
Vestur-Þjóðverja mun vafalaust ekki
verða vinsællhér á landi. Til þess eru
gallar hans of miklir og of mikil and-
staða i landinu gegn hvers konar
samningum við útlendinga um veiðar
innan 200 milna fiskveiðilögsögunnar
Samt hefur samningurinn bæði kosti og galla.
Menn verða að lita bæði á meðrökin og mótrökin,
áður en þeir gera upp hug sinn til hans. Við skulum
fyrst lita á kostina, þvi að þeir eru færri.
Með þvi að semja við erlent riki, sem hagsmuna
hefur að gæta, um fyrirkomulag veiða innan 200
milna, höfum við sýnt fram á, að um slikan frið er
unnt að semja i frjálsum samningum án gerðar-
dóms.
Þetta getur haft góð áhrif á niðurstöðu hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. ísland og önnur 200
milna riki vilja, að strandrikin dæmi sjálf um und-
anþágur innan 200 milnanna. En andstæðingarnir
eru að reyna að koma inn i samþykkt ráðstefnunnar
ákvæðum um, að alþjóðlegur gerðardómur skeri úr
deilum, sem upp kunna að koma.
Eftir samninginn við Þjóðverja er ekki unnt að
benda á ísland sem einstrengingslegt strandriki.
Samningurinn leggur einnig grunn að samningum
við Belga, Norðmenn og Færeyinga, án þess að við
þurfum að fórna miklu af þorskfiskstofnunum. Þar
með hefur taflið snúizt við á þann hátt, að við getum
bent á Breta sem hina einu sönnu sérhagsmuna-
menn.
Annar kostur samningsins er, hve litlar þorsk-
veiðar Þjóðverja mega vera. Af 60.000 tonnum
þeirra mega aðeins 5.000 tonn vera þorskur.
Þriðji kosturinn er svo bann við veiðum
frystitogara og takmörkun á fjölda leyfðra togara.
Einn augljósasti galli samningsins er, að 60.000
tonn fela ekki i sér neinn umtalsverðan samdrátt á
afla Þjóðverja. Annar galli samningsins er, að hann
mun samkvæmt áreiðanlegum heimildum gera ráð
fyrir veiðum Þjóðverja innan 50 milna.
Þriðji galli samningsins er, að hann felur ekki i
sér neina formlega viðurkenningu á 200 milna fisk-
veiðilögsögunni. Slik viðurkenning hefði einmitt
verið timabær, þar sem komið hefur i ljós, að mikill
meirihluti þjóða heims fylgir 200 milna efnahags-
lögsögu. Slik viðurkenning hefði orðið málstað okk-
ar til framdráttar á hafréttarráðstefnunni.
Enn er sá galli á samningnum, að hann leiðir ekki
til afnáms refsitolla rikja Efnahagsbandalagsins á
sjávarafurðum okkar. Við höfum þvi enga knýjandi
viðskiptahagsmuni af þvi að undirrita samninginn.
Við fáum sem sagt ekki hið minnsta i staðinn fyrir
undanþágur Þjóðverja.
Svo má nefna þann galla, að samningurinn virðist
ekki gera ráð fyrir þvi, sem við á að taka, þegar
tveggja ára samningstima lýkur. Þjóðverjar munu
þvi, þegar þar að kemur, geta haldið þvi fram, að
undanþágurnar eigi að halda áfram, nema um ann-
að sé samið. Við höfum hins vegar alltaf talið okkur
vera að semja um umþóttunartima.
Loks er sá galli, sem ef til vill er mikilvægastur.
Hann er sá, að samningurinn mun sundra þjóðinni
og grafa undan rikisstjórninni. Andstaðan gegn
samningnum er einfaldlega nógu sterk til þess að
rjúfa flokkstryggð manna.
Fríríki fellur:
Tilrauninni er lokið
Kristjanía rifin
„Frírfkið” Kristjania i Kaup-
mannahöfn verður endanlega
og formlega lagt niður 1. april á
næsta ári. Súfélagslega tilraun,
sem gerð hefur verið i
Kristjaniu á undanförnum ár-
um, hefur ekki borið slíkan ár-
angur, að danska rikisstjórnin
sjái ástæðu til að útvega ibúum
þar annað borgarhverfi. Borg-
aryfirvöld og ibúar i Kristjaniu
munu i sameiningu leysa þau
vandamál, er eftir verða.
Þessar eru niðurstöður
skýrslu, sem danska stjórnin og
þingflokkur sósialdemókrata
hefur tekið saman um
Kristjaniu. Er þessi afstaða
stjórnarinnar i fullu samræmi
við vilja meirihluta þingsins,
sem ákvað i april að „fririkið”
skyldi lagt niður eigi siðar en 1.
april 1976.
Þangað til verða i gangi við-
ræður milli varnarmálaráðu-
neytisins (sem upphafiega hafði
ráð yfir Kristjaniu, enda voru
þar áður fyrr æfingabúðir
danska hersins), Kristjaniu-
manna og borgaryfirvalda i
Kaupmannahöfn. Tilgangur
þeirra er að ræða rýmingu
borgarhlutans Rikisstjórnin er
þess fullviss, að heppileg og góð
lausn finnist á vandamálunum.
Hægfara
brottflutningur
Þessar upplýsingar og aðrar
komu fram i fyrirspurnatima i
danska þinginu i siðustu viku.
Það var Finnur Erlendsson,
þingmaður Framfaraflokks
Glistrups, sem bar fram fyrir-
Björn Th. Björnsson:
HAUSTSKIP
Heimildasaga
Teikningar: Hilmar Þ.
Helgason
Mál og menning 1975. 356 bls.
Það má hafa fyrir satt að með
Haustskipum Björns Th.
Björnssonar sé sigurstranglegri
sölubók stefnt fram á bóka-
markað jólanna. Þáerekki vert
að spara, hvorki i úthaldi bókar-
innar, né þvi afli auglýsinga
sem til þarf á næstu vikum að
fylgja henni fram til metsölunn-
ar, og þegar hefur séð vott til i
sjónvarpinu, ásamt ýtarlegum
frásögnum af efni bókarinnar i
blöðum. Er búið að lesa úr henni
,,á besta dagskrártima” i út-
varpi? Allt þetta og meira þó
þarf til i þeim kringumstæðum
sem bókaútgáfan býr við, og býr
sér til, á jólamarkaðnum.
Enda skal ekki að þvi fundið,
allténd ekki i þetta sinn. An efa
er bók Björns Th. dýr. En hún er
lika hinn eigulegasti gripur að
allri sinni ytri gerð og þegar af
þeim ástæðum betri kaup i
henni en velflestum jólabókum
sem á næstu vikum keppast um
hylli kaupenda fremur en les-
enda.
Þrælakistan og
þjóðarsagan
En einnig efni bókarinnar
kemur mætavel heim við mark-
aðsástæður: rótgróinn áhuga á
meðal lesenda á sögulegum og
svonefndum þjóðlegum fróð-
leiks- og frásagnarefnum. Og
þar við bætist í þetta sinn að
Bjöm Th. Björnsson varpar i
bóksinni ljósi á litt þekktan þátt
sögunnar, islenska þrælaflutn-
inga úr landi, landnám is-
lenskra manna úr þrælakistu
kóngsins i Kaupmannahöfn
norður i Finnmörku á seinni
UNDIR
KÓNGSINS
JÁRNUM
hluta 18du aldar. Og þar með
felst i frásögn hans að minnsta
kosti visir að endurmati á sögu
18du aldar, yfirstéttar og undir-
gefinna og þeirrar styrjaldar
sem höfðingjar heyja við múg-
inn i krafti hins harðneskjulega
réttarfars. Björn bendir marg-
sinnis á það aþ fólkið sem frá
segir i sögu hans sé ekki einasta
margdrepið og ærulaust fólk
þegar i lifanda lifi, heldur hafi
æruleysismarkið loðað við það
langt út yfir gröf og dauða.
Þetta er „týnd þjóð” úr is-
lenskri sögu og ættvisi.
En það má vera álitamál og
smekksatriði hvort meðferð og
úrlausn þessa frásagnarefnis
ráöist i bók Björns Th. fremur
af markaðsástæðum bókaút-
gáfu og bóksölu, eða sagnfræði-
legum eða svonefndum list-
rænum og bókmenntalegum á-
stæðum. Svo mikið er vist, að
hinum sögulega efnivið hans i
bókinni mætti gera skil með
ýmsu öðru móti, hvort heldur
væri i formlegri sagnfræðilegri
ritgerð, eða sögulegum frásagn-
arþætti upp á gamlan og göðan
móð. Hér er efninu teflt upp i
form svonefndrar „heimilda-
sögu” á einhverskonar millivegi
milli skáldskapar og sannfræði.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að islenskir sakamenn
voru um langan aldur dæmdir
úr landi undir kóngsins járn og
arbeið. Brimarhólmur er mikill
sögustaður islendinga, svo mik-
ill að menn voru enn lengi
dæmdir þangað, að sögn Björns
Th. Björnssonar, eftir að fang-
elsið var aflagt en Stokkhúsið,
sem hér segir frá, komið i þess
stað. Þar voru sakamenn af ís-
landi enn á 19du öld. Skrýtin til-
viljun að Jóni Sigurðssyni skyldi
veljast bústaður i næsta nám-
unda við Stokkhúsið á siðustu
árum þess og gat séð úr glugg-
um sinum ofan i þrælakistuna ef
hann vildi.
Þeir sem hafa fylgst með
framkvæmdum rikisins undan-
farna áratugi, hafa gjarnan likt
þeim við bretavinnuna. Það
fyrirbæri þótti lengi táknrænt
fyrir skipulagsleysi, bruðl og
handvömm.
1 okkar frjálsræðisþjóðfélagi
hafa boðberar meðalmennsk-
unnar náð svo langt, að ein-
staklingsframtak er nánast orð-
iðað andsamfélagslegum glæpi,
svo notuð séu nútima hugtök.
Lýðræðið sem i eina tið þótti
fögur hugsjón eins og flestar
hugsjónir á meðan þær eru nógu
langt frá raunveruleikanum, er
nú að þvi virðist orðið að sál-
sýkislegri skemmdargleði þar
sem uppsprettan og aflgjafinn
er öfund.
öfundin og illgirnin sem af
henni sprettur, er nú sá jarð-
vegur þar sem vaxtarsprotar
hins komandi þjóðfélags dafna.
Þjóðfélags sem byggt skal á
Með leti skal
einni jötu og einum flór án met-
orða.
Nú hefur hinni pólitisku yl-
rækt sósialismans tekist að
rækta þær netlur, sem framveg-
is skulu gæta þess, að einstakl-
ingsframtaki verði haldið i
skefjum. Frumkvæðishvöt ein-
staklinga er lika á svörtum lista
eins og flestar aðrar leifar
sjálfsbjargarviðleitni hins-
gamla þjóðfélags.
Þessir siðgæðisverðir minna á
gelta blámenn, sem áður fyrr
gættu kvennabúra kalifa aust-
urlanda. Þeirra verður ekki
freistað, þvi elementið vantar.
Það eru sannarlega timanna
tákn, að nú eru menn settir i
gapastokk i fjölmiðlum fyrir þá
yfirsjón að stjórna opinberum
framkvæmdum af hörku og
dugnaði. I dómarasætum sitja
siðgæðisgeldingar hins nýja
þjóðfélags og hamast við að
Hetta ofan af hneykslum, enda
þeirra sérgrein.
Athafnamenn
Á meðan þjóðin dýrkar fornar