Dagblaðið - 28.11.1975, Page 2
2
Pagblaðið. Föstudagur 28. nóvember 1975.
■
Vaknið allar góðar
vœttir londs!
M.A.F..ur skrifar:
..Illir vargar eru komnir að
landi voru. Gráðugir vargar
sem vilja ræna og eyða lands-
gæðum vorum og niðja okkar.
Við áköllum þvi alla góða
vætti þessa lands að koma oss
nú til hjálpar að verja land vort
og þjóð.
Við áköllum þig landvættur
Suðurlands. Gakk þú út úr bergi
þinu og ljóstaðu með staf þinum
þá gráu, vigdreka sem nú
ösla um fiskimið vor svo þeir
beyglist og brotni. Hentu
björgum á leið þeirra svo
öldurnar hylji þá. Settu villur i
augu þeirra svo þeir hrekist til
sins heima.
Við áköllum þig, landvættur
Austurlands. Fljúgðu móti
hinum svörtu vigvélum loftsins
ogsláðu þær með vængjum þin-
um. Spúðu á þær eldi og
eimyrju svo vopn þeirra
bráðni. Settu þoku i augu þeirra
svo þeirsjái hvorki himin né haf
og villist aftur til sins heima.
Við áköllum þig, landvættur
Norðurlands. Gerðu þeim
myrkur með vængjum þinum
svo þeir sjái hvorki land né láð.
Læstu klóm þinum i hold þeirra
svo óttinn skelfi þá svo þeir
flýi til sins heima.
Við áköllum þig, landvættur
Vesturlands. Rektu horn þin i
siðu þeirra svo sjórinn hripi inn
i belg þeirra. Sláðu þá með fót-
um þinum svo braki og bylji i
skrokk þeirra. Hrektu þá út i is
og kulda svo þeir skjálfi og
kveini þar til þeir lenda til sins
heima.
Við köllum á ykkur, völvurog
kraftaskáld. Gerið þeim villur
og gjörninga. Ristið þeim nið og
háðkvæði.
Við köllum á ykkur, jötnar og
dvergar: Reisið niðstöng með
gapandi gini á hverju annesi og
varnið þeim landvars i óveðrum
svo þeir hrökklist til sins
heima.”
Brezka freigátan Leopard er komin inn i islenzka landhelgi. Lesandi vill að fornar vættir reki slikar til
sins heima. Dagbiaðið og öll islenzka þjóðin taka undir þessar óskir.
Hvað um „einkaveður-
útlit" fyrir Reykjavík?
Veðurglaður spyr:
„Kæmi ekki til mála að
Veðurstofan tæki upp i spám
sinum, þó ekki væri nema einu
sinni til tvisvar á dag, að segja
eins konar „einkaveðurútlit”
fyrir Reykjavik þannig að
maður þurfi ekki að brjóta
heilann um hvar i spánni
Reykjavik á heima?”
Pagblaðið sneri sér til
Markúsar Á. Einarssonar
deildarstjóra og fer svar hans
hcr á eftir:
„Spurt er hvort ekki sé rétt að
gera Reykjavik og nágrenni að
sérstöku spásvæði i útvarps-
veðurspám.
Svar mitt er á þá leið, að ekki
sé ástæða til þess, og vil ég rök-
styðja það á eftirfarandi hátt:
Eins og flestum mun ljóst,
tilheyrir Reykjavik og nágrenni
spásvæðinu Faxaflói. Gildir
yfirleitt ein og sama spá fyrir
það svæði i heild en stöku sinn-
um er þvi þó skipt i sunnan-
verðan og norðanverðan Faxa-
flóa. Þvi miður eru veðurspár
ekki svo nákvæmar að tilefni sé
til itarlegri skiptingar i spá-
svæði en i þessu tilviki. bað
myndi þvi engan veginn bæta
spána fyrir Reykjavik og ná-
grenni þótt svæðið yrði gert að
sérstöku spásvæði.
Þess má svo geta, að vegna
fjölmennis á höfuðborgar-
svæðinu er sú þjónusta látin i té
að lesa yfirlit veðurspárinnar og
þann hluta hennar er við á inn á
simsvara (simi 17000). Eru
ibúarnir þvi ekki jafnbundnir
við útvarpstima veðurfregna og
aðrir landsmenn.”
Meiri frœðslu fró
Friðrik Ásmundsson-Brekkan
skrifar:
„Alvaran cr alltaf á næsta
leiti... Áratugastarf ýmissa
félagsskapa sem starfað hafa að
slysavörnum, kennslu i skyndi-
hjálp og björgunarstarfsemi
hefur borið mikinn árangur.
Fjöldi fólks þekkir blástursað-
ferðina og undirstöðuatriði
skyndihjálpar. En betur. má ef
duga skal. Sifellt ber að halda
þessu starfi áfram. Mér datt i
hug er ég fletti simaskránni að
þar væri komin tilvalin bók sem
setja mætti inn i meiri fræðslu
um þessi og önnur nauðsynja
mál. Fjórar siðustu blaðsiður
skrárinnar eru einmitt um
skyndihjálp, svo og fáeinar
ábendingar frá Almannavörn-
um sem öllum er skylt að kynna
sér.
Kort af veðurskiptingu islands Reykjavjkursvæðið tilheyri
Faxaflóasvæðinu.
LESENDUR!
Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta
hafið þá samband við okkur sím-
leiðis, eða bréflega.
Síminn er 83322 á milli klukkan 13
og 14 og heimilisfangið
er Síðumúli 12
Mikilvægt er að sérhvert
foreldri kynni bæði sjálfu sér og
börnum sinum þessar blaðsiður
og útskýri ýmislegt i sambandi
við þýðingu þess sem þar er
skráð.
Oft hefur verið rætt um að
Reykjavik standi á virku gos-
svæði. Styrjaldarhætta er
ávallt yfirvofandi og skal engin
dul dregin á það að næsta stór-
styrjöld verður háð með kjarn-
orkuvopnum. Nauðsynlegt er að
almenningur fái meiri almenna
fræðslu frá almannavörnunum,
hvernig haga beri aðgerðum við
rýmingu húsa, forðast fát o.fl.
Ég hef séð i fjölbýlishúsum
erlendis leiðbeiningar skrúfað-
ar upp á veggi anddyra um það
hvernig haga beri rýmingu
þeirra, hvað fólk eigi að taka
með sér, hvert það eigi að fara
og eftir hvaða leiðum til þess að
forðast umferðaröngþveiti. Á
þessum leiðbeiningum stendur
hvar sett verði upp neyðar-
þjónusta fyrir ibúa viðkomandi
húss. Er það oftast einhvers
staðar úti á landsbyggðinni.
Veit ég vei að Almannavarnir
hafa fjárhag ei góðan en alls-
staðar kreppir skórinn að i dag.
Ég er viss um að borgarinn
kynni vel að meta slika fræðslu
frá Almannavörnum. Ekki má
lita framhjá þvi versta sem
getur gerzt. . Heimurinn hefur
ávallt verið valtur, bæði af
manna- og náttúruvöldum.
Veita verður a.m.k. tiu sinnum
meira fé til Almannavarna
rikisins að minum dómi. Þar
eru starfskraftar tilbúnir til