Dagblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 14
14 Pagblaöið. Föstudagur 28. nóvember 1975. Þetta hefur allt verið gert áður,en... ,,Spilverk þjóðanna” Spilverk þjóðanna LP-stereo Egg 0014 Egg Productions/ Steinar h.f. 1975 Liklega hefur aldrei komið út plata á Islandi, sem jafn mikið húllumhæ hefur verið gert út af áður en hún kom út. Að verulegu leyti er ástæðan þátttaka Spil- verksins i Stuðmönnum og i framhaldi af þvi hafa Spilverks- menn sjálfir gert allt, sem i þeirra valdi og auðsveipra blaðamanna hefur staðið, til að mikla ágæti fyrstu plötu Spil- verks þjóðanna. Til að standa undir þessu snemmbæra umtali og hrósi er ljóst að menn máttu vera nokk vissir um þetta ágæti plötunnar. Og mikið helviti er hún góð. Spilverkið er að visu ekki að gera neitt sem ekki hefur verið gert áður. En það gerir sitt vel. Músik þremenninganna i Spil- verkinu er smellin blanda af' hinum margvislegustu tónlist- artegundum : blues, rokki, þjóð- lögum, ragtime, ballöðum, jazz og klassik. Það sem einkennir plötuna framar öðru er þægileg mýkt og lipurð i allri meðferð efnisins. Hún er nær hnökralaus. Raddir eru pottþéttar, útsetningar ,út- sjónarsamar. Lögin eru yfirleitt góð og ensku textarnir sömuleiðis. Það sem meira er, textarnir eru ekki viðlika barnalegir og svo áber- andi hefur verið með enska texta islenzkra poppara. Lögin skiptastað mestu leyti i þrenirt. Það eru létt og skemmtileg lög Sigurðar Bjólu — minna jafnvel á MeCartney á köflum, sbr. ,,Daisy” og „Sixpence Only”. Það eru lög Egils Ólafssonar, ýmist blueskennd eða undir áhrifum af klassiskri tónlist, sbr. „Goin’Home”, „Snowman” og ,,1’Escalier”, og það eru lög Valgeirs Guðjónssonar, sem hvað erfiðast er að átta sig á — en eru einna Stuðmannalegust, sbr. „Icelandic Cowboy”. (Á milli „Icelandic Cowboy” og „Snowman” má heyra Valgeir segja — ef maður leggur það á plötuspilarann sinn að snúa plötunni öfugt hálfan hring — „Ætli Stuðmenn séu i Spilverk- Fjöldi fólks auk þeirra þriggja kemur fram á þessari plötu, m.a. Sigrún „Diddú” Hjálmtýsdóttir, sem siðan hefur orðið fjórði liðsmaður Spilverksins. Hún syngur i tveimur eða þremur lögum — og mætti svo sannarlega vera i fleirum. Saxófón- og klarinettuleikur, sem framinn er af þeim Vil- hjálmi Guðjónssyni og Rúnari Georgssyni, vekur sérstaka at- hygli manns. Sérstaklega er saxinn frábær i „Of My Life”. Vibrafónleikur Reynis Sigurðs- sonar, hljóðfæraleikara par excellence, er viða aðdáunar- verður. Það kemur raunar ekki á óvart. Hvitárbakkatrió Jakobs Magnússonar kemur þarna við sögu — og raunar Riverbandið lika — fjögurra manna strengjasveit og fleira fólk. Platan er hljóðrituð i Hafnar- firði og London. Hvað er gert hvar er ekki augljóst, en leiða má getur að þvi að þau laganna sem meira er lagt i með ýmsum fidusum, hafi verið unnin i London um leið og Stuðmanna- platan var gerð. Sýnist Tony Cook, upptökumaður Hljóðrita, hafa unnið hér sitt bezta verk siðan hann kom til landsins. Platan á að sjálfsögðu sinar veiku hliðar. Það kann að vera ástæðulaust að nöldra út af smáatriðum, en maður kemst ekki hjá að nefna langan instrú- mental kafla i lok A-hliðarinnar, sem verður leiðigjarn tvisvar eða þrisvar, en er siðan rifinn upp með skemmtilegum tilþrif- um á bassa, saxófón og flautu. „Icelandic Cowboy” þykir mér ekki alltaf jafnskemmtilegt og það var á eftirminnilegum hljómleikum Spilverksins i Nor- ræna húsinu i sumar leið. Stund- um dofnar óþarflega mikið yfir plötunni. En þrátt fyrir öll þessi gifur- yrði er rétt að endurtaka það sem sagði i upphafi: þetta hefur allt verið gert áður. — ó.vald. inu? ) Spilverk þjóðanna: Sigurður Bjóla, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill ólafsson og Valgeir Guðjónsson. Ljósm: Pjetur Maack. Elvis er galvaskur og hress! Elvis Presley, kon- ungur rokksins, hefur endurheimt heilsu sina og byrjar að troða upp á þriðjudaginn i Las Vegas. Eins og fram hefur komið var talið að Elvis væri al- varlega veikur, jafn- vel dauðvona, og að auki að springa úr of- fitu. Eins og stórstjörn- um sæmir var hann lagður inn á sjúkrahús með miklum glæsi- Þeir sem ekki þekkja manninn j geta spurt foreldra sina. brag og var heil hæð rýmd fyrir hann. Rokkkóngurinn lét setja málmþynnur fyrir alla glugga svo sólarljósið truflaði hann ekki. Nú er hann að byrja aftur og kveður þar með niður allar sögu- sagnir um alvarleg veikindi sem jafnvel áttu að vera krabba- mein af sömu tegund og gerði út af við Pompidou Frakk- landsforseta. Topp-10 í New Tork og London: BAY CITY ROLLERS BRJÓTAST INN Á BANDARÍSKA LISTANN Töluverðar breytingar hafa orðið á brezka vinsældalistan- um þessa vikuna. Steeleye Span-lagið „All Around My Hat”,sem minnztvará i siðustu viku, hefur stokkið úr 29. sæti i níunda og Rod Stewart er nú i ti- í Bandarikjunum hefur það merkast gerzt, að Bay City Rollers eru i fyrsta skipti komn- ir inn á „topp-tiu” listanum með „Saturday Night”. Forvitnilegt verður að fylgjast með fram- gangi Skotanna — „hinum nýju unda sæti með lagið „This Old Bitlum — á Bandarikjamarkaði Heart Of Mine” sem i fyrri viku sem til þessa hefur reynzt þeim var nr. 20. erfiður. LONDON — Melody Maker 1. (7 YouSexyThing.......................Hot Chocolate 2. (4 ) D.I.V.O.R.C.E....................Billy Connolly 3. (3 ) Love Hurts ........................Jim Capaldi 4. (12) Bohemian Rhapsody.......................Queen 5. (1 )SpaceOddity........................David Bowie (i. (5 ) Imagine..........................John Lennon 7. (lO)SkyHigh.................................Jigsaw 8. (2 ) Love Is the Drug ..................Roxy Music 9. (29) All Around My Hat................SteeleyeSpan 10. (20) This Old Heart Of Mine Rod Stewart NEW YORK — Cash Box 1. (2 ) That’s the Way I Like It......KC & Sunshine Band 2. (1 ) Fly, Kobin, Fly.................Silver Convention 3. (3 ) Island Girl...........................Elton John 4. (10) Let’s Do It Again..................Staple Singers 5. (5 ) Nights On Broadway ....................BeeGees 6. (4 ) The Way I Want To Touch You ...Captain & Tennille 7. (8 ) My Little Town.................Simon & Garfunkel 8. (13) Saturday Night...................Bay City Rollers 9. (9 IThisWillBe............................Natalie Cole 10. (15)SkyHigh...................................Jigsaw Laufið stokkar upp 1 þeim hræringum, sem ný- iega urðu i poppinu hér stokk- aðist upp i Laufinu. Trommar- inn og bassaleikarinn hættu og fóru i aðrar hljómsveitir. „Þetta kom svo sem ekki sér- lega illa við okkur,” sagði Geir Gunnarsson, söngvari Laufsins, er DB ræddi við hann um mannamissinn. ,,Við vorum búnir að spila saman i með- göngutimann, niu mánuði, og dálitil spenna var farin að gera vart við sig.” Laufið fékk þrjá nýja i stað- inn. „Einn er alveg nýr i brans- anum,” sagði Geir söngvari, „Guðmundur Óskarsson, hljómborðsleikari. Hinir eru Guðjón Gislason, trommuleik- ari, og Sigurður Kristjánsson, bassaleikari”. Auk Geirs voru fyrir i Laufinu tveir gitaristar, þeir Björn Ste- lansson og Jens Atlason. Nýja og endurbætta Laufið hyggst byrja að spila opinberlega i febrúar, en þangað til verður timanum varið til æfinga. Ríkey Ranghermt var föðurnafn lista- konunnar, sem málaði málverkið er prýðir forsiðu umslags nýju Júdasarplötunnar. Hún heitir Rikey Ingimundardóltir. Við biðjumst afsökunar á þessum mistökum. —óV. V.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.