Dagblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 9
Pagblaðið. Föstudagur 28. nóvember 1975. 9 feiinota? BING & GRÖNDAL FRUIN OG SKÍTUGI HIPPASTRÁKURINN — örstutt spjall við Jökul Jakobsson um Feilnótu í fimmtu sinfóníunni, nýja skóldsögu úr Reykjavíkurlífinu „Nei, ég er á móti öllum sálfræðingum, ekki persónulega þó,” sagði Jökull Jakobsson þegar Dagblaðið rabbaði stuttlega við hann i gærdag i tilefni þess að þann dag kom tit hjá Erni og örlygi fyrsta skáld- saga Jökuls í 15 ár, „Feilnóta i fimmtu sinfóniunni.” Jökull var að svara spurningu blaðamanns þess efnis hvort hann tryði á skýringu sálfræðings i bók hans á ferðum finnar frúar i hreysi skólapilts i bingholtunum, elskhuga henn- ar. „Nei, ég trúi ekkert á þvflika menn. Ég spurði einn þeirra ráða þegar ég ætlaði að fara að gifta mig öðru sinni. Hann setti upp gáfulegan svip og sagði: ,,Er hún sósialt representativ? Ég hafði nú ekki hugsað út i það. Nú, það er ekki að orðlengja að ég giftist henni bara. Og mér sýnist hún eigin- lega enn betur „sósialt representativ” heldur en ég nokkurn tima.” — Þú hefur þá kannski ekki trú á útskýringum sálfræðings- ins i „feilnótunni” á þessu háttalagi frúarinnar þarna uppi i Þingholtunum? „Nei og aftur nei. Ég held að ekkert sé eðlilegra en að þarna sé um að ræða ást, jafnvel þótt um andstæðar persónur sé að ræða, strákhippann I greni sinu ogfinu frúna þingmannsefnisins úr Bing og Gröndahl umhverfinu.” — Hefurðu einhver lifandi dæmi fyrir þér i þessari sögu? „Nei, þetta er hrein skáldsaga sem ég læt gerast i Reykjavik og nágrenni. Ég hef engar lifandi persónur fyrir mér. Hinsvegar frétti ég af sauma- klubbi nokkrum i finu hverfi i Reykjavik. Ein kvennanna hafði fengið njósnir af bókinni og innihaldi hennar. Rakti hún það fyrir saumaklúbbskonum. Skilst mér að ein þeirra hafi orðið alveg miður sin og lýst þvi yfir að þarna væri bein lýsing á hennar eigin lifi. Hvort þetta er mjög algengt, það veit ég nú ekki. Ég ætlaði annars að kalla þetta fyrstu bók. Mér finnst ég eiga eftir að gera nánari skil hippastelpunni henni Söndru. Þetta er ný kynslóð, ekkert betri kynslóð én hver önnur og kannski ekkert verri. Kynslóö sem telur sig hafa rikari rétt- lætiskennd en menn hafa haft áður en jafnframt kærulausari og ábyrgðarlausari en við hin sem stöndum i öllu „strögglinu”. Þetta fólk er kannski oftast gott inn við beinið eins og allir en villir oft á sér heimildir. Nú ef lif og heilsa leyfir er ekki að vita nema ég skrifi aðra bók um Söndru, það er ekki að vita.” Jökull segir skáidsöguna annars vera hliðarhopp i rit- störfum sinum. Hann skrifar vikulega þætti i útvarpið og leikritið er sem fyrr hans sérgrein. Hann skilaði nýlega leikriti til Þjóðleikhússins. Það hafði verið i vinnslu siðan 1966. Nú er það bara spurningin hvort leikhúsið telur það hentugt til flutnings eða ekki. —JBP JÖKULL JAKOBSSON ásamt tikinni sinni, Kolu, hún varð fyrir bfl þegar hún fór inn i Hafnarfjörð I haust til að komast á lóðari. Það sækja fleiri en söguhetjan I Feilnótunni i önnur hverfi eftir ástum. HREINN LINDAL TENÓRSÖNGVARI SYNGUR í AUSTURBÆJARBÍÖI Hreinn Lindal. Enn um bótsbrunann á MISTÖKIN „Dagblaðið kemur of sjaldan til okkar hér a Seyðisfirði. Þvi valda erfiðar samgöngur á þessum árs- tima”, sagði Óttar Jóhannsson á Seyðisfirði. „Það er af þeim sök- um, að ég er svo siðbúinn með mitt svar við athugasemd slökkviliðsstjórans hér varðandi frétt er ég tjáði Dagblaðinu um bátsbruna. En vegna greinar Theódórs Blöndals, slökkviliðs- stjóra, 24.11 vil ég að eftirfarandi komi fram. Það er staðhæfulaust hjá Theódór Blöndal, að slökkvistarf hafi gengið vel. í fyrstu gekk Hreinn Lindal tenórsöngvari heldur söngskemmtun i Austur- bæjarbiói á morgun kl. 15, undir- leikari er Ólafur Vignir Albertsson. A efnisskránni eru átta lög eftir innlenda höfunda, þá Sigvalda Kaldalóns, Pál Isólfsson, Emil Thoroddsen og Karl Ó. Runólfs- son. Sjö lög eru eftir erlenda höfunda Grieg, Schubert Donaudi, Respighi og Tosti. Hreinn Lindal er fæddur i Reykjavik árið 1940 og hóf söng- nám hjá Mariu Markan 1958. Arið 1960 hélt hann utan til söngnáms Seyðisf irði: ÁTTU SÉR mjög illa að koma reglu á slökkvistarfið. Eins og Theódór Blöndal segir orðrétt: „Það skal að visu yiður- kennt, að það hefði getað farið illa, vegna þess að froðuefnið var geymt á plastbrúsum og nærri lá að bensinbrúsi, sem ekki var nægjanlega auðkenndur frá kvoðubrúsanum, yrði tekinn i misgripum.” Þetta eru ósannindi vegna þess að mistökin áttu sér stað. Bensin- brúsinn var tekinn i misgripum. Er það uppgötvaðist var rétti og var á Italiu næstu sjö árin. Lauk hann. námi með framúr- skarandi vitnisburði. Hreinn starfaði viðs vegar um ítaliu og Sviss næstu þrjú árin. 1970 hóf hann að syngja við Volksopera i Vinarborg. Frá 1972 dvaldist Hreinn i Bretlandi um tveggja ára skeið og söng viða. Um s.l. áramót kom Hreinn heim til Islands. Hann hefur unnið undanfarið undir hand- leiðslu sins gamla kennara, Mariu Markan, og haldið nokkrar söngskemmtanir á Suðurlandi i sumar. ^ Bj. STAÐ brúsinn sóttur ir.n á slökkvistöð. Hvers vegna var slöngunni hent i sjóinn og dælt úr henni? Til einskis annars en hreinsa bensinið sem i hana var komið. Og eins og Theodór Blöndal held- ur áfram og segir: ,,að fólk leiki hreinlega trúða við tækifæri sem þessi og fréttaskálóið ÓJ er einmitt ágætt dæmi um slikt”. Þá vil ég undirritaður taka það fram að það var slökkvilið staðarins sem lék stærsta trúðinn i þessu tilfelli. Það er undirritaður tilbú- inn að votta. Óttar Magni Jóhannsson MINNISVARÐI MERKRAR KONU VIÐ GULLFOSS Á Jónsmessuhátið Árnesinga- félagsins sl. sumar var ákveðið að félagið skyldi reisa Sigriði Tómasdóttur i Brattholti minnisvarða við Gullfoss. Sigriður sem lézt árið 1957, 86 ára gömul barðist fyrir verndun fossins. Þegar átti að virkja fossinn hótaði hún að henda sér i hann, ef af yrði. Varð hún lands- kunn fyrir þetta brautryðjanda- starf i náttúruvernd. Árnesingafélagið hefur hafið fjársöfnun i þessu skyni. Agóði af spila- og skemmtikvöldi félagsins næstkomandi laugardagskvöld rennur i minnisvarðasöfnunina. Formaður Arnesingafélagsins er Arinbjörn Kolbeinsson læknir. A. Bj. TRÚIOFUNARHRINGAR BREIDDIR: 3,4,5,6,7,8,9 og 10 mm kúptir, sléttir og munstraöir AFGREIDDIR SAMDÆGURS Myndalisti ******** Póstsendum Up og skapfcgpipip JÓr og Öskar Laugavegi 70, sími 24910

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.