Dagblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 23
Pagblaðið. Föstudagur 28. nóvember 1975. 23 Utvarp Sjónvarp I Útvarp kl. 22,15: RÆTT UM „HAUSTSKIP" í BÓKMENNTA- ÞÆTTI í KVÖLD Kl. 22.15 í kvöld er þótturinn ,,Dvöl” á dagskrá útvarpsins. Umsjónarmaður er Gylfi Gröndal. Fjallað verður um bók Björns Th. Björnssonar „Haustskip” og rætt við Björn um uppbyggingu, málfar og efni bókarinnar. Að þvi loknu segja Bergsteinn Jónsson sagnfræðingur og Hannes Pétursson skáld álit sitt á bókinni. Gefa þeir henni hina beztu dóma, að sögn Gylfa Gröndals. báttur þessi er hálfs- mánaðarlega á dagskrá út- varpsins og er þetta sá þriðji. Hann fjallar að jafnaði um bókmenntir. Þetta er i fyrsta skipti sem Gylfi Gröndal sér um útvarpsþátt en hann er rit- stjóri Samvinnunnar. A. Bj. Gylfi Gröndal ritstjóri og Björn Th. Björnsson listfræðingur spjalla saman um bókina „Haust skip”. Ljósm. PB-Bjarnleifur. Sjónvarp kl. 20,40 í kvöld: „Kastljós" á landhelgismólið Kastljós er á dagskrá sjón- varpsins i kvöld kl. 20:40, umsjónarmaður er Svala l’horlacius. Aðalmál þáttarins i kvöld er að sjálfsögðu landhelgismálið. Umræður verða annars vegar milli Einars Ágústssonar utan- rikisráðherra og Gunnars Thoroddsens félagsmálaráð- herra og hins vegar Lúðviks Jósefssonar alþingismanns og Péturs Guðjónssonar fram- kvæmdastjóra. Fjallað verður um árangurs- litla baráttu bindindishreyf- ingarinnar gegn áfengisbölinu. Farið var á stýkufund sl. miðvikudagskvöld hjá stúkunni Einingu. Eru i fyrsta sinn i kvöld sýndar myndir frá stúku- fundi i sjónvarpi. Rætt verður i kvöld verður sýnd i fyrsta sinn mynd frá stúkufundi i sjónvarpinu. — Myndin er tekin á fundi hjá stúkunni Einingu. Ljósm. Stúdió Guðmundar. Landhelgin er aðaimálið i Kastljósi i kvöld. Myndin er tekin úr stjórnstöð Landlielgisgæzlunnar. Ljósm. DB.-Björgvin. við Bjarka Eliasson yfirlög- regluþjón og Ólaf Hauk Arnason áfengisráðunaut. Loks verða umræður i sjón- varpssal á milli Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli, sem er aðaltalsmaður Góð- templarareglunnar á íslandi, og Arnar Clausen hæstaréttarlög- manns. Leitazt verður við að svara spurningunni um hvernig raunverulega stendur á þvi að barátta bindindishreyfingarinn- ar i landinu hefur borið eins lit- inn árangur og raun ber vitni. Helgi H. Jónsson fréttastjóri Timáns og Árni Johnsen blaða- maður á Morgunblaðinu verða Svölu til aðstoðar i Kastljösi i kvöld. —A.Bj. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.40 Kammersveit Reykja- vikurleikurtvoþættiúr Okt- ett eftir Schubert. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. ■ 22.00 Thcrese Pesqueyroux. Frönsk biómynd frá árinu 1962 byggð á sögu eftir Francois Mauriác. Leik- stjóri er Georges Franju, en aðalhlutverk leika Emmanuele Riva og Philippe Noiret. Thérese er bóndakona. Henni liður illa i sveitinni, og i örvæntingu sinni gefur hún manni sin- um eitur. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.40 fiagskrárlok. 14.30 Miðdegissagan „Fingramál” cftir Joanne Greenberg. Bryndis Vig- lundsdóttir les þýðingu sina 15.00 Miðdegistónleikar.Erling Blöndal-Bengtsson og Kjell Bækkelund leika Sónötu fyrir selló og pianó i a-moll eftir Edvard Grieg. Per-Olof Gillblad og Filharmoniusveitin i Stokk- hólmi leika óbókonsert eftir Johan Helmich Roman; Ulf Björlin stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Drengurinn i gullbuxun- um” eftir Max Lundgren. Olga Guðrún Arnadóttir les þýðingu sina (6). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál.Guðni Kol- beinsson kennari flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar tslands i Há- skólabiói kvöldið áður. Stjórnandi Bohdan Wo- diczko. Einleikari: Rut Ingólfsdóttir. a. Forleikur eftir Moniusco b. „Skosk fantasia” eftir Bruch. c. Sinfónia nr. 10 eftir Sjosta- kovitsj. — Kynnir: Jón Múli Arnason. 21.30 Útvarpssagan: „Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Jóh. Smári þýddi. Þorsteinn 0. Stephensen leikari les (21). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dvöl, Þáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Afangar.Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 29. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Frétt’ir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9,00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Magnea Matthiasdótt- ir les sögu sina „Sykur- skrimslið flytur” (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. Sjónvarp kl. 22,00: Ádeila ó franskt siðgœði í kvöld „Therese Desqueyroux" heitir frönsk biómynd sem er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 22. Þýðandi er Ragna Ragnars. Mvndin er frá árinu 1962. byggð á sögu eftir Francois Mauriac. Leikstjóri er George Franju. Þýðandinn sagði að þetta væri allra skemmtilegasta mvnd sem fjallaði um franskt hefðar- fólk og landeigendur. Það lifir einangruðu aðgerðarlausu lifi. þar sem samheldni fjöl- skyldunnar er fyrir öllu. Ekkert misjafnt sem hendir má komast upp. allt skal vera eftir ákveðnu mynztri. Þetta er tvimælalaust ádeila á franskan „móral" sagði Ragna. — Aðalhlutverk eru leikin af Emmanuele Riva og Philippe Noiret sem eru þekktir leikarar i heimalandi sinu. Sýningartimi er ein klst. og 40 min. A. Bj

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.