Dagblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 8
8 Magblaðið. Föstudagur 28. nóvember 1975. Times um 200 mílurnar VORUM VK> SVONA HRÆDD VID RÚSSA? ,,Það er fremur ótti við Rússa, Pólverja og Austur- Þjóðverja en ótti við Breta, sem veldur þvi að tslendingar hafa fært landhelgina úr 50 milum i 200,” segir brezka stórblaðið Times og telur sig hafa rök fyrir þeirri staðhæfingu. Blaðið vitnar i ummæli sendi- herra tsl. i London, Nielsar P. Sigurðssonar, og segir hann hafa sagt eftirfarandi i blaða- viðtali: ,,Hefðum við ekki fært landhelgina út i 50 milur árið 1972, hefði allur sovézki flotinn komið til skjalann. Ef við hefðum ekki fært út i 200 milur, hefðum við fengið alla hina yfir okkur, þeirra á meðal lika Austur-Þjóðverja og Pólverja.” Blaðið hefur eftir sendi- herranum, að nýtizkulegir fiskiskipaflotar þessara rikja hefðu getað eyðilagt fiskistofna við tsland á tveimur árum. -HH. Sýning FÍM: KVÍÐA ÞVÍ ÞEGAR MYNDIRNAR VERÐA TEKNAR NIÐUR Aðsókn hefur verið mjög góð að sýningu Félags islenzkra myndlistarmanna,” sagði Bagnheiður Ream formaður sýningarnefndar F.t.M. Sýningunni sem stendur i Norræna húsinu og á 12 vinnu- stöðum lýkur á sunnudaginn. Frá sýningu Félags islenzkra myndlistarmanna i Norræna húsinu. Aðsókn hefur verið góð og lýkur sýningunni á sunnu- daginn. PB. Ljósm. Bjarnleifur Sagði Ragnheiður að þetta uppátæki að vera með sýninguna úti i bæ hefði mælzt alveg sérstaklega vel fyrir og það heyrðist hjá mörgum að þeir kviðu fyrir þegar myndirn- ar yrðu teknar niður. „Með þessu höfum við komizt i nánari snertingu við fólk og komizt i kynni við nýjan hóp listunnenda,” sagði Ragnheiður. EVI Lagmetið gerbreytir starfshóttum NÚ ÆTLA ÞEIR SELJA SJÁLFIR Sölustofnun lagmetis hefur sagt upp einkasölusamningi sinum við fyrirtækið Tayo Americas inc. i Bandarikj- unum. Að dómi lagmetis- stjórnarinnar hefur fyrirtækið reynzt óhæft til að annast sölu á islenzku lagmeti, enda vanefnt að gera áformaðar tilraunir til útbreiðslu, kynningar og sölu. Er nú ákveðið að kanna mögu- leika á eigin sölufyrirtæki lagmetisins i Bandarikjunum. Tayo Americas liggur nú með mikið magn af óseldu islenzku lagmeti sem þó hefur allt verið greitt. Þannig hafa islenzkir framleiðendur fengið andvirði sinnar vöru en hið ameriska sölufyrirtæki haldið að sér höndum og ekki reynzt hæft til að kynna þessar vörur á svo þýðingarmiklum markaði sem Bandarikin eru. Nokkuð af vöru þeirri, sem Tayo Americas liggur með, er reyndar ekki söluhæft vegna skemmda sem orðið hafa meðal annars vegna rangra geymsluaðferða. Refsitollar Efnahagsbanda- lags Evrópu loka þvi sem næst stórum og þýðingarmiklum markaði fyrir Islenzkt lagmeti. Slæmar horfur eru á sölu til Japans eins og er vegna erfiðs efnahagsástands þar i landi. Útflutningur á lagmeti til Sovétrikjanna hefur verið nokkur og nam á þessu ári um 1.2 milljónum dollara. Nýgerður rammasamningur við þau riki gerir ráð fyrir að minnsta kosti svipuðu magni. Til að leita úrbóta á rekstri Sölustofnunarinnar og frekari markaðsöflun hefur stjórnin i samráði við framleiðendur lagmetis nú til athugunar að koma á fót eigin sölu- og dreifingarfyrirtæki i Banda- rikjunum, eins og áður segir. —BS w w w KIRKJUGESTIR FA SER HEIMILI EFTIR MESSU Að góðum og gömlum sið ganga kirkjugestir Bústaða- kirkju til kaffidrykkju eftir messu á sunnudaginn kemur. Safnaðarkonur bera fram veit- ingar i hinu nýja félags- og safn- aðarheimili Bústaðasóknar sem nú er verið að innrétta. Ekki ætti það að spilla lyst manna á gómsætum brauðmat og kök- um, að ágóðinn af veitingasöl- unni rennur til þess að kaupa eldhúsinnréttingu i heimilið og ganga frá henni. NU KAFFI Frá þvi að kirkjan sjálf var vigð, hefur smám saman verið unnið að þvi að koma safnaðar- heimilinu i sina endanlegu mynd. Nú hillir sem sé undir þann áfanga og er kirkjugestum boðið að skoða húsakynnin og njóta veitinga um leið og þeir styrkja byggingarstarfið. Klippimynd eftir Sigurð Örlygsson. Ljósm. PB Björgvin. Tilraun með sölu- „gallerí" á loftinu fram til jóla — Við ætlum að reyna að gera tilraun með sölu-,,galleri” en það hefur ekki verið til hér á landi áður, sagði Björg Sveins- dóttir verzlunarstjóri i verzlun Helga Einarssonar Skólavörðu- stig 4. Sýningarsalurinn Loftið er til húsa fyrir ofan verzlunina. — Við erum með 33 myndir á Loftinu eftir 14 listamenn. Fimm þeirra hafa haldið einka- sýningar hér á Loftinu. Það eru Hafsteinn Austmann, Jóhannes Jóhannesson, Valtýr Pétursson, Kjartan Guðjónsson og Bragi Ásgeirsson. Aðrir listamenn, sem eru með verk sin hér, eru Benedikt Gunnarsson, Eirikur Smith, Gunnar örn Gunnars- son, Hallsteinn Sigurðsson, Magnús Kjartansson, Sigurður Sigurðsson, Sigurður örlygsson, Sverrir Haraldsson og Þorvald- ur Skúlason. — Eru þetta bæði oliumyndir, vatnslitamyndir, akvarelíur og klippimyndir frá ýmsum tim- um. M.a. má nefna myndir eftir Sverri Haraldsson, sem hann málaði fyrir 1960, og tvær myndir eftir Sigurð Sigurðsson, einnig sjaldgæfar. Sýningarsalurinn verður op- inn á venjulegum verzlunar- tima næstu þrjár vikurnar nema á morgun, opnunardag- inn, þá verður opið til kl. 18 sið- degis. A.Bj. ;k:- I NYJU SAFNAÐAR A .sunnudaginn er barna- messa að venju kl. 11 fyrir há- degi, og messað er kl. 2 eftir há- degi, en þetta er sem kunnugt er fyrsti sunnudagur i aðventu. Að kveldi þessa nýársdags kirkjunnar er almenn samkoma i kirkjunni. Þar flytur Halldór E. Sigurðsson ráðherra ræðu kvöldsins, en hinn landskunni kór öldutúnsskólans I Hafnar- firði syngur. Þá syngur Bú- staðakórinn og Birgis As Guð- mundsson flytur orgelverk. Eftir helgistund i umsjón sókn- arprestsins, séra Ólafs Skúla- sonar, verða svo aðventukertin tendruð.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.