Dagblaðið - 28.11.1975, Síða 10
10
Pagblaðið. Föstudagur 28. nóvember 1975.
BIAÐID
frfálst, óháð dagblað
Ctgeíandi: Dagblaðiö hl.
Framkvæmdastjóri: Sveinn 1{. Kyjólfsson
Hitstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréltastjóri: Jón Birgir Pétursson
Kitstjórnarfulltriii: Ilaukur llelgason
l|)rottir: llallur Simonarson
llönmtn: Johannes Keykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurösson, Krna V. Ingólfsdóttir, Ilallur Hallsson, Helgi
Petursson. ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson.
Ilandrit: Asgrimur Pálsson, llildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Gnðmannsdótlir, Maria ólafsdóttir.
I.jósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Kiriksson
Dreilingarstjóri: Már K.M. llalldórssoji
Askriflargjald 800 kr. á tnánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaðaprent lif.
Kitstjórn Siðumúla 12, simi 8:1222, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverbolti 2, simi 27022.
Allir skjóta yfir markið
Menn gæta sín stundum illa i hita
stjórnmálabardagans, ekki sizt
þegar tilfinningamál á borð við fisk-
veiðilögsöguna eru i brennidepli.
Þessa hefur einmitt gætt i öllum her-
búðum hér á landi siðustu dagana. Á
Norðfirði gerðu menn tilraun til að grýta brezka
sjóliða, en án árangurs, sem betur fer. Og fleiri
gera mistök en þessir fáu Norðfirðingar
Rikisstjórnin hefur dregið á flot Jón Jónsson, for-
stöðumann Hafrannsóknastofnunarinnar, og búið
til úr honum stofnun. Hann hefur bréflega vitnað
með undanþágusamningnum við Vestur-Þjóðverja
og það i nafni Hafrannsóknastofnunarinnar. í
bréfinu segir hann stofnunina telja samninginn
skásta kostinn. Þetta er siðan tekið hrátt upp i
fréttum og áróðri dagblaða rikisstjórnarinnar.
Nú er Jón Jónsson engin Hafrannsóknastofnun,
enda hefur allur þorri sérfræðinga stofnunarinnar
mótmælt bréfi hans sem rökleysu. Bréf sér-
fræðinganna er íiæfileg rassskelling á Jón og rikis-
stjórnina fyrir frámunalega ómerkilegt herbragð,
sem jafngildir þvi, að forsætisráðherra segði: Ég er
rikið. „ , ,
Annað dæmi um, hvernig málin fara úr bondum,
er hvatning Samstarfsnefndar um landhelgismál,
þar sem skorað var á þjóðina að fara i verkfall i dag
til að mótmæla samningnum við Vestur-Þjóðverja.
Að baki þessarar tilraunar til að brjóta á bak
aftur lýðræðislega hefð i landinu eru virðuleg sam-
tök á borð við Alþýðusamband íslands.
Sem betur fer tók þjóðin litið mark á þessari á-
skorun, enda er málið i höndum alþingis, rétt
kjörinnar fulltrúasamkomu þjóðarinnar. Ef Sam-
starfsnefndin hefði hugsað málið af skynsemi, hefði
hún látið útifundinn nægja og væntanlega haft af
honum sóma. En hún skaut yfir markið og varð sér
til skammar.
Þriðja dæmið er tilraun málgagna rikisstjórnar-
innar til að breiða yfir galla samningsins við Vest-
ur-Þjóðverja og ýkja kostina út yfir allan þjófabálk.
Reynt er að láta lita svo út sem samningurinn feli I
sér samdrátt i veiðum Vestur-Þjóðverja á Islands-
miðum með þvi að birta gamlar tölur frá 1973. En
samningurinn felur ekki i sér samdrátt frá afla-
magni áranna 1974 og 1975.
Einnig er reynt að gera litið úr þvi, að engin
viðurkenning á 200 milum felst i samningnum, ekk-
ert afnám refsitolla Efnahagsbandalagsins og
engin viðurkenning á þvi, að veiðum Vestur -
Þjóðverja eigi að ljúka hér við land að tveggja ára
samningstimanum liðnum.
Fjórða dæmið er loddaraleikur Lúðviks Jóseps-
sonar, sem I fyrra vildi leyfa Vestur-Þjóðverjum að
veiða 80.000 tonn á íslandsmiðum og meðal annars
á 54.000 ferkilómetra veiðisvæðum innan gömlu 50
milna markanna. Þá var hann i stjórn. Núna I
stjórnarandstöðunni þykist hann vera þrútinn af
hneykslun út af 60.000 tonnum og 25.000 ferkilómetr-
um. Gömlum lýðskrumurum af þessu tagi á ekki að
flagga.
Samningarnir við Vestur-Þjóðverja eru búnir og
gerðir og hafa fengið löglega staðfestingu alþingis.
Við skulum þvi reyna að fá stjórnmálamennina til
að hætta að fljúgast á, og ljúgast á um þá. Við skul-
um heldur einbeita okkur að Bretum.
Afdrifarík vika í Portúaah
Hin róttæka vinstrihreyfing
Portúgal hefur beðið sinn stærsta
ósigur til þessa siðan byltingin
var gerö i landinu fyrir nitján
mánuðum. Jafnframt hafa
stjnrnvöld, undir forystu
Fráncisco da Costa Gomes for-
seta, unnið sinn mesta sigur með
gallharðri afstöðu sinni til upp-
reisnartilraunarinnar sem gerð
var á þriðjudaginn.
Höfuðborgarbúar, sem orðnir
voru nærri ónæmir fyrir bylt-
ingarhjali og óróleika undanfar-
inna mánaða, vissu varla hvaðan
á þá stóð veðrið þegar skyndilega
rikti hernaðarástand og við lá að
ströng herlög væru i gildi.
Skothriðin, sem harðskeyttir
kommúnistaandstæðingar innan
hersins létu loks eftir sér að hefja,
hafði mikil sálræn áhrif.
Útgöngubann að næturlagi,
bann við fundum og mótmæla-
göngum, auk handtakna og hús-
leita, allt þetta gerði sitt til að
breyta andrúmsloftinu i borginni
i einni svipan.
Francisco da Costa Gomes for-
seti tók sér viðtæk völd til að bæla
niður uppreisnartilraunina.
M esti
Stjórnin, sem skipuð er „hófsöm-
um” herforingjum, sósialistum,
og miðflokksmönnum, gerði
landslýð það ljóst að hún væri nú
reiðubúin að beita hörðu, bæði
hernaðar- og stjórnmálalega.
Blaðinu snúið við
Breytingin, sem átti sér stað,
var sláandi. í tveimur fyrri upp-
reisnartilraunum, sem mótuðu
linuna i baráttunni fyrir pólitisk-
um völdum eftir fall fasista-
stjórnarinnar i fyrra, komu rót-
tækir vinstrimenn út sem sigur-
vegarar.
Vinstrimennirnir hafa greini-
lega veðjað á að núverandi stjórn,
sem I rauninni er tákn um þing-
ræðislegt stjórnarfar og tengsl
við Vestur-Evrópu, hefði hvorki
getu né vald til að standast á-
hlaup einmitt nú.
Hörð afstaða stjórnarinnar
beindist ef til vill fyrst og fremst
gegn kommúnistum sem hafa
stutt bylgju verkfalla og and-
spyrnu við stjórnina. Samt eiga
þeir einn ráðherra i stjórninni.
í átökunum i september i fyrra,
sem leiddu til falls Spinólas for-
seta, hvöttu kommúnistar áhang-
endur sina — með góðum árangri
— til að sýna andstöðu sina við
'stjórn Spinólas i verki. Höfuð-
ósigur
borgin var umkringd illúðlegum
hermönnum og verkamönnum
við vegatálma.
Óstöðvandi áróður
i fjölmiðlum
Þegar herforingjar, hliðhollir
Spinóla, gerðu tilraun til gagn-
byltingar i marz náðu stuðnings-
menn kommúnista i hernum
strax yfirhöndinni með töku sjón-
varps-og útvarpsstöðva.
Þeir útvörpuðu stanzlausum
straumi ávarpa til þjóðarinnar
frá þáverandi forsætisráðherra,
Vasco Goncalves, og róttæka
hershöfðingjanum Otelo Saraiva
de Carvalho.
I uppreisnartilrauninni nú hef-
ur vakið athygli að kommúnista-
flokkurinn hefur litið látið á sér
kræla. Hann sendi aðeins frá sér
tilkynningu þar sem lýst var yfir
þvi að flokkurinn væri fús til við-
ræðna og að hann hvetti stuðn-
ingsmenn sina til að láta lifið
ganga sinn eðlilega gang. Þeir
voru einnig hvattir til að virða
þær hömlur sem settar voru
vegna ri'kjandi ástands.
Stjórnmálamenn i valdaflokk-
unum lita á þessa afstöðu
kommúnista sem viðurkenningu
á ósigri þeirra. Jafnframt lita
þeir á árangursleysi uppreisnar-
Skœruliðavísindi
t fiskveiðideilunni við Breta höf-
um við að undanförnu lagt allt
traust okkar á skýrslu Hafrann-
sóknastofnunarinnar um ástand
fiskistofnanna. Við höfum litið á
hana sem sterkasta vopn okkar
fyrir verndun fiskimiðanna og
brottvisun útlendinga af miðun-
um. Hún er orðin meginburðarás
hugmynda okkar og röksemda.
Óhætt er að segja að hún kom yfir
okkur eins og reiðarslag. Þó fiski
fræðingar hefðu áður varað
þjóðinaviðofveiði hafa þeir aldrei
áður hótað okkur dauðadómi eftir
svo sem 5 ár.
Útlitið með þorskstofninn er
svo svart að afleiðingarnar virð-
ast nærri ófyrirsjáanlegar og
óskiljanlegar. t krafti þess erum
við reiðubúin að vaða i gegnum
boða i nýju striði við Bretar frem-
ur en að semja nokkuð. Nýtt
þorskastrið er alvörumál, við vit-
um aldrei hvað getur komið fyrir.
í siðasta þorskastriði beið einn ts-
lendingur bana og varðskips-
menn voru oft i lifshættu i harka-
legum ásiglingum. Þorskastrið
hefur margar aðrar alvarlegar
afleiðingar, þegar fer að hitna i
kolum kemur sjálfsagt að þvi að
sendiherra verði kallaður heim
og stjórnmálasambandi slitið.
Deilan mun snerta okkur harka-
lega á ýmsan hátt mitt i efna-
hagsörðugleikum, viðskipti
tregðast, samgöngur hindrast,
draga mun úr ferðamanna-
straumi hingað, gjaldeyrisöflun
skerðast. Ef til vill kemur að þvi
að landhelgisbrjótar æða yfir við
kvæmustu mið okkar, eyðandi og
drepandi undir fallbyssuvernd.
Ekki má heldur loka augunum
fyrir þvi versta sem hryllings-
skýrslan birtir okkur, að þorsk-
stofninum yrði eytt. Þar höngum
við samkvæmt áliti fiski-
fræðinganna á sliku hálmstrái að
ekkert virðist mega út af bera.
Þessi hrollvekja fiskifræðinganna
gerir það nauðsynlegt að horfast i
augu við vandamálin og undirbúa
varnar- og viðlagaaðgerðir ef allt
skyldi snúast á verri veg og alger
aflabrestur verða, harkalegar að-
gerðir til að verjast og jafna niður
áföllum. Sú ógnarmynd skelfir
okkur ef miðin yrðu dauð, at-
vinnuleysi og umkomuleysi hæfi
fyrst innreið sina i sjávarþorpin
og gagntæki siðan allt þjóðlifið.
Þetta er ömurleg framtiðarsýn,
en við skulum taka eftir þvi að
þessi hryllingsmynd byggir öll á
skýrslu fiskifræðinganna. Hún er
þungamiðjan i öllu viðfangs-
efninu. Hlutverk skýrslunnar og
þess hóps fiskifræðinga sem hefur
unnið að henni er svo stórvægilegt
að ég efast um að nokkurn tima
hafi hópur sérfræðinga og
embættismanna tekið á sig jafn-
mikla ábyrgð i sögu og örlögum
þjóðar okkar. Hér er bókstaflega
um lif og dauða að tefla og
visindamennirnirhafa fært i letur
eins konar skilorðsbundinn
dauðadóm yfir sinni eigin þjóð.
Það þarf þvi varla að taka fram
hve brýnt það er að örugglega sé
búið um hnútana. Það verður að
vera öruggt að visindamennirnir
hafi ekki verið að gamna sér við
að búa til einhvern hryllingsreyf-
ara. Og ekki nóg með það,
krefjast verður þess að visinda-
mennirnir, sem svo mjög er
treyst á, geri sér fyllilega grein
fyrir þeirri nærri sligandi
ábyrgð og alvöru sem þeir taka á
sig með slikri dómadagsyfir
lýsingu. Við verðum að krefjast
þess að á bak við þessa þunga-
miðju i öllu landhelgismálinu búi
enginn stráksskapur, heldur
grandvarleiki og strangasti heið-
arleiki, en forðast verði annarleg
áhrif. t stuttu máli sagt: Við
verðum að gera þær kröfur til
Hafrannsóknastofnunarinnar og
starfsmanna hennar að það sé
fullkomlega hægt að treysta
þeim.
Þvi er það hörmulegra en tár-
um taki að sá atburður hefur
gerst innan stofnunarinnar að
pólitiskt litaður urgur og deilur og
þátttaka i pólitiskri æsingastarf-
semi og skrumi hefur átt sér stað
sem spillir nú trausti okkar á
fiskifræðingunum. Þetta veldur
þvi um leið að traust okkar á
hinni ægilegu þungamiðju hroll-
vekjuskýrslunnar hlýtur að
skerðast. Atburður þessi er
hörmulegri en tárum taki og við
vitum varla lengur okkar
rjúkandi ráð, grundvöllurinn,
hinn visindalegi grandvarleiki, er
rokinn út i veður og vind, og i
síaðinn kominn pólitiskur
æsingur og annarleiki i hóp þeirra
manna er við vildum best
treysta. Þar með er jafnframt
verið að spilla á hörmulegasta
hátt málstað okkar og samstöðu i
landhelgismálinu.
i siðustu grein minntist ég litil-
lega á það að skýra þyrfti
linurnar i sambandi við skýrslu
fiskifræðinganna svo hún kæmi
okkur að sem bestu gagni i land-
helgismálinu. Ég skal nú fara
nokkru nánar út i þetta.
Þvi miður er ýmislegt óskýrt i
sambandi við framlagningu
hryllingsskýrslunnar. Fyrst er
það timasetning hennar sem
verður að segja að var mjög
undarleg. Eins og allir vita var
vikkun landhelginnar tilkynnt um
mitt sumar og hún gekk i gildi um
miðjan október. Meðan rikis-
stiórnin var að taka þessar mikil-
vægu ákvarðanir bólaði ekkert á
hryllingsskýrslunni. Rikisstjórn
hóf fyrstu viðræður við Breta og
gaf þeim sennilega i skyn ein-
hverjar hugsanlegar byrjunar-
tölur sem voru liklega 50 þús.
tonn. Enn gerðist þetta án þess að
stjórnin hefði hugmynd um efni
hryllingsskýrslunnar. Það kom
t.d. i ljós siðar, þegar hún birtist,
að hún kom sjávarútvegsmála-
ráðherra algerlega á óvart og
þvert á kross við allt sem búið var
að gera.
Hvernig i ósköpunum gat staðið
á þessum alvarlegu mistökum?
Þegar skýslan loksins birtist
gerbreytti hún i einu vetfangi
samningaaðstöðunni við Breta.
En hún kom alltof seint fram.
Hún verkaði þannig ekki sem
vopn i okkar hendi gagnvart and-
stæðingum heldur hitti hún okkur
sjálfa og olli riðlun og ráðleysi.
Það er þvi þungvæg spurning: —
var ómögulegt að koma fram með
hana fyrr? Gátu ei ýmis önnur
þýðingarminni verkefni beðið?
Hér höfðu fyrstu alvarlegu mis-
tökin átt sér stað, Hafrannsókna-
stofnunin ekki staðið i stykki sinu
og væri mikilvægt að upplýsa
hvað olli.
Annað undarlegt atvik er enn ó-
upplýst og mjög óklárt. Eftir að
hryllingsskýrslan hafði loks verið
birt og afleiðing hennar hefði átt
að vera að lækka beinlinis tilboð
til Breta niður i 40 þús. tonn
gerist sá atburður á einhvern
óskiljanlegan hátt að sömu fiski-
fræðingarnir, sem birt höfðu
hryllingsskýrsluna, gerast svo
höfðinglyndir að ,,nefna” við
breska fiskifræðinga töluna 65
þús. tonn. Þvi hefur siðan verið
lýst yfir að þessi tala, 65 þús.
tonn, hafi aldrei verið raunveru-
legt tilboð stjórnarinnar heldur