Dagblaðið - 28.11.1975, Qupperneq 11
Hagblaðið. Föstudagur 28. nóvjember 1975.
11
N
vinstríaflanna
tilraunarinnar sem staðfestingu á
þvi, er þeir hafa haldið fram um
langa hrið: að stjórn Azevedos
forsætisráðherra njóti i rauninni
stuðnings meirihluta herafla og
þjóðar.
Umskiptin
Til tiðinda byrjaði að draga á
þriðjudagskvöldið. 1 sjónvarpi
var skeggjaður höfuðsmaður úr
hópi kommúnista að hvetja þjóð-
ina til að berjast gegn gagnbylt-
ingaröflunum. Allt i einu komu
fram truflanir á skerminum og
siðan hvarf myndin með öllu.
Hersveitir stjórnarinnar höfðu
hertekið alla senda útvarps og
sjónvarps i Lissabon. Höfuðborg-
arbúar vissu ekki fyrr en þeir sáu
ekki annað en dagskrá sem send
var úr ihaldssömum norðurhluta
landsins.
Fréttaflutningur var takmark-
aður við opinberar tilkynningar
yfirstjórnar hersins — sem er
undir stjórn Costa Gomes forseta
— og blaðaútgáfa var stöðvuð i
Lissabon og nágrenni.
I fyrsta skipti siðan stjórn
Caetanos var steypt i fyrra hafði
tekizt að þagga niður i róttækum,
vinstrisinnuðum byltingarmönn-
um.
Skæruverkföll og andspyrna við
stjórnina innan hersins hafði not-
ið stuðnings blaða útvarps og
sjónvarps i Lissabon.
Nú hafa nýir fréttamenn úr
norðri verið settir til starfa við út-
varp og sjónvarp. Stanzlaus
flutningur byltingarsöngva i út-
varpi hefur verið stöðvaður. t
staðinn er flutt popptónlist sem er
meira við borgaralegan smekk.
Vandræðabarnið
Lissabon
Það kom ekki á óvart þegar
gripið var til þess ráðs að beita i-
haldssömum norðanmönnum til
að hafa stjórn á róttækninni i
Lissabon. Spennan, sem náði há-
marki með hálfs annars sólar-
hrings löngu umsátri um Azevedo
forsætisráðherra, hefur að mestu
veriðbundin við sjálfa höfuðborg-
ina.
Leiðtogar stjórnarflokkanna
hafa lagt það til að versni ástand-
ið i höfuðborginni meira þá sé rétt
að flytja bæði stjórn og stjórnar-
skrárþingið til Oporto i norður-
hluta landsins.
Verði úr þessu, þá er hugmynd-
in sú að láta vinstrimennina hafa
Lissabon og leyfa þeim að setja
upp „alþýðustjórn” er nyti e.t.v.
stuðnings nærliggjandi byggða-
stjórna og samstarfsnefnda her-
manna og verkamanna. Siðan
myndi „alþýðustjórnin” — eða
kommúnan — smám saman leys-
ast upp vegna einangrunar sinnar
frá öðrum landshlutum, á svipað-
anháttog Paisarkommúnan 1871.
Stjórn Azevedosféll frá þessari
hugmynd og greip til þess ráðs að
leggja einfaldlega niður störf þar
til hún nyti nægilegs stuðnings
innan hersins.
Sterki maðurinn
er Costa Gomes
Carvalho hershöfðingi, sem var
yfirmaður hersveita i Lissabon og
nágrenni, var settur af um sið-
ustu helgi í stað hans var Vaxco
Lourenco hershöfðingi, sem stutt
hefur stjórn Azevedos allt frá
upphafi, skipaður i stöðuna.
Copcon, öryggissveitir hersins,
sem Carvalho veitti einnig for-
ystu, hafa verið lagðar niður að
skipun Costa Gomes forseta.
Virðist þvi ljóst að Carvalho hefur
engin mannaforráð lengur.
Sterkasti maður stjórnarinnar
sem stendur er vafalaust Costa
Gomes hershöfðingi. Sem bæði
forseti og yfirmaður alls herafl-
ans er hann sjálfkjörinn leiðtogi
hverrar þeirrar tilraunar sem
gerð verður til að endurreisa
stjórnina og koma aftur á aga
innan hersins.
Eftir átökin, sem leiddu til úti-
lokunar tveggja helztu keppi-
nauta hans, Spinólas og Gon-
calvesar, stóð hann teinréttur eft-
ir. Hann er nú ábyrgur fyrir öll-
um opinberum yfirlýsingum sem
eru það eina er portúgalska þjóð-
in fær að vita um atburði siðustu
daga.
Föstudags
grein
tala sem nefnd hafi verið af is-
lenskum fiskifræðingum og ein-
hvern veginn með þeim hætti að
ekki hafi verið hægt að sniðganga
hana. Þessi tölunefning virðist
lika hafa verið mikil mistök, sér-
staklega ef hryllingsskýrslan
hefur verið rétt, og það er
augljóst að við hljótum fremur að
kjósa þorskastrið, svo hörmulegt
sem það er, fremur en að semja
við Breta um þessa tölu. En hér
er um atriði að ræða sem einnig
dregur úr trausti okkar á fiski-
fræðingunum og sjálfri hryllings-
skýrslunni, enda hefur þetta ekki
verið upplýst ennþá.
Loks hefur birting hryllings-
skýrslunnar verið afar einkenni-
leg. Hún var kölluð sterkasta
vopn okkar i landhelgismálinu en
ef hún átti að vera vopn út á við —
hvernig stendur þá á þvi að fiski-
fræðingarnir hafa aldrei þýtt
hana á ensku, ekki nema smá-
kafla úr henni, hluta, sem voru
svo fræðilegir að ekki var heldur
hætta á þvi að nokkrir aðrir en
visindamenn skildu þá?
Hvernig stendur ennfrem-
ur á þvi að alls ekkert hefur
verið gert opinberlega til að
kynna hana á erlendum vett-
vangi? Hvi er þannig farið með
hana að hluta eins og leyniplagg?
Birtingu hennar á innlendum vett
vangi hefur einnig verið mjög
ábótavant. Nokkrum ægilegustu
niðurstöðunum hefur verið
hampað sem ályktun en forsend-
ur og rannsóknaaðferðir og rök
hafa ekki verið skýrð. Skýrslan er
eftir þvi sem ég best veit ekki fáan
leg. Þvi er slegið fram að for-
sendurnar séu svo fræðilegar að
heimskur almúginn geti ekki
skilið þær. En undarlegt má
heita, ef islensk alþýða er svo fá-
vis að ekki sé einu sinni gerð
tilraun til að útlista hinn visinda-
lega grundvöll.
Þrátt fyrir allt þetta höfum við
i einlægni treyst skýrslunni. Við
höfum trúað visindamönnunum
sem heiðarlegum og grandvörum
mönnum. Við höfum haft mikið
álit á Hafrannsóknastofnuninni
sem visindalegri stofnun sem
ekki mætti vamm sitt vita.
En siðan gerist alvarlegasti at-
burðurinn. Opinber ágreiningur
verður meðal visindamanna
stofnunarinnar. Hópur þeirra ris
upp i nokkurs konar skæruliða-
hernaði gegn forstjóra sinuni og
það alvarlegasta af öllu er að
augljóst virðist að hér er pólitisk
og annarlega lituð rimma að
brjótast fram innan þessarar
opinberu stofnunar og verður
opinber.
Málavextir voru þeir að for-
stjóri stofnunarinnar gaf i nafni
hennar út álitsgerð um þýsku
samningana og komst að þeirri
þeim þegar svo heimskuleg
rimma brýst út milli þeirra? Það
er engu likara en þeir sitji þar i
launsátri hver gegn öðrum i
gangahornum og stigavindingum
á Skúlagötunni, feli sig inni i
bókasafninu og kasti tilrauna-
glösum og skjóti þorskkvörnum
sin á milli.
Með þessum skæruhernaði ein-
um hefur þessi hópur visinda-
manna þegar unnið næstum
óbætanlegt tjón. Með sundrungu
þeirra hefur að verulegu leyti
hrunið traust það sem þjóðin ber
til Hafrannsóknastofnunarinnar.
Nú veit enginn lengur hverju trúa
ber, islenskir visindamenn eru
sundraðir og sennilega er það
fremur pólitisk æsingastarfsemi
Miðillinn i pontunni með draugabréfið fræga.
niðurstöðu að þeir væru eins og á
stæði „skásti kosturinn.” Þetta
álit sitt studdi hann nokkrum rök-
um i stuttu máli sem hann út-
skýrði á almennan hátt.
En skyndilega bregður svo
undarlega við að hópur fiski-
fræðinga innan stofnunarinnar
rakkar sig saman i eins konar
skæruliðasprengjutilræði og lýsir
álit forstöðumannsins ómerkt.
Þeir segja i stuttu máli sagt i svo
hroðvirknislegri setningarskipun,
að erfitt er að skilja textann,
að þýsku samningarnir séu ekki
skásti kosturinn. Þetta sjónarmið
rökstyðja þeir þó ekki á nokkurn
hátt né segja hvað sé skárri kost-
ur né hvers vegna. „Visinda-
meiin” telja vist ekki nokkra
nauðsyn fremur en áðurað rök-
styðja mál sitt á skiljanlegan
hátt. Alþýðan á bara að treysta
þeim. En hvernig á svo að treysta
og öfgar sem valda þessum
hörmulega atburði en nokkur
visindalegur áhugi.
Þó skal tekið fram að það
bjargar nokkru að hvorugur
þorsksérfræðinga okkar, Jakob
Magnússon né Sigfús Schopka,
hafa tekið þátt i þessu skæru-
upphlaupi en hins vegar „sildar-
kóngurinn” Jakob Jakobsson.
Kannski getum við þá enn treyst
þeirri hlið hryllingsskýrslunnar
sem varðar þorskstofninn.
í skæruliðayfirlýsingunni er
ekkert tillit tekið til mikilvægs
ávinnings sem næst i þýsku
samningunum. Aldrei framar
getur það komið fyrir, sem Vest-
mannaeyingar segja mér að áður
hafi gerst, að þýskir ryksugu-
togarar eyðilegðu páskahrotuna.
Eru þessir svokölluðu visinda-
menn með lokuð augu að sjá ekki
þýðingu þess að frysti- og,.
OPORTO
MONTEREAL/---
|Ö MAJOR
TANC05
LISSABON
MONTIJO
PORTUGAL
Portúgal: vettvangur atburöa vikunnar. Herteknu flugstöðvarnar voru
I Monte Real, Tancos og Montijo. 1 borginni Rio Major var öll umferð
stöðvuð um nærliggjandi vegi.
SPANN
verksmiðjutogarar eru nú úti-
lokaðir? Skilja þeir ekki að þar
með er visað frá þeirri alvarjegu
hættu að stórveldið i austri geti
þröngvað útrýmingarflota sinum
inn á Rauða torgið? Eru þeir
blindir að sjá ei hver stórkostlega
þýðingu það hefur að Þjóðverjar
setja sig nú algerlega undir veiði
eftirlit Islendinga sem hlýtur að
verða fyrirmynd að öðrum
hugsanlegum samningum. Sjá
þeir ekki að Þjóðverjarnir, sem
mokað hafa upp smáfiski með
klæddum pokum upp i fiskiméls-
brennara, verða nú að sæta með
öllu islenskum reglum um fisk-
stærð, möskvastærð og verndun
hrygningarsvæða, ja, svo
framarlega sem fiskifræðingar
fást til að lyfta afturhluta upp af
mjúkum stói á Skúlagötu og
vernda fiskstofnana i verki úti á
sjó.
Nei, þvi miður, þessi hópur
fiskifræðinga sem gerir sig sekan
um sundrungu og deilur á örlaga-
stund sér ekki neitt. Þeir eru
slegnir undarlegri blindu.
Grunur hlýtur að vakna að
þessi blinduglýja sé annarleg.
Það má t.d. kallast dularfullt
fyrirbæri og mætti skrifa um það
andatrúarbækur hvernig fjar-
hrifabréf barst frá visindamið-
stöðinni við Skúlagötu og kom
fram eftir dularfullum leiðum i
hendur kommúnistaræðumanns á
Alþingi. En hræddur er ég um
að miðillinn i transinum I pont
unni hafi framkvæmt andatrúar-
svik þegar hann var með leikara-
skap og þóttist ekkert skilja i þvi
hvernig þetta draugabréf væri
komið i greip sina en samt þóttist
hann nú ætla að lesa þetta dular
fulla bréf úr öðrum heimi þó hann
hefði aldrei lesið það og vissi ekk-
ert hvað væri i þvi. Skyldi ekki
hafa komið á hann ef gamli Stalin
úr öðrum heimi hefði verið að
hafa samband við hann? Og
skyldi ekki hafa komið á hann ef
efni bréfsins hefði af tilviljun
orðið það að visindamenn við
Hafrannsóknastofnunina hefðu
viljað varðveita þjóðareiningu og
viðhaida visindalégri virðingu
sinni og standa saman i afstöðu
sinni?
Eða hvernig stóð á þvi að þetta
draugabréf var svo hroðvirknis-
lega samið að ekki einu sinni
Lúðvik gat skilið það og varð að
tvilesa óskiljanlegan kafla úr
þvi? Það skyldi þó aldrei vera að
draugamiðillinn hefði tilkynnt að
bréfið yrði að koma fljótt, fljótt,
sagði fuglinn, þvi að hann Lúlli
biður og ætlar að fara að tala.
Og hitt er ekki siður undarleg
tilviljun að i hópi hinna „grand-
vöru” visindamanna birtast
okkur andlit og siitnir skósólar
Kefiavikurgöngumannanna. Ég
er ekki að segja að blessaðir
mennirnir hafi ekki mátt fá sér
megrunargöngu á sinum tima og
hafa sinar persónuiegu skoðanir á
þátttöku okkar i Atlantshafs-
bandalaginu. En hitt er aftur á
móti mjög alvarlegt ef þeir hafa
leikið þann glæfralega leik að
blanda persónulegum skoðunum
sinum á NATO inn i visindin.
Það er hörmulegt ef inn i
visindalegar greinargerðir er
hrært pólitisku æsinga hugarfari
Spurning vaknar beinlinis um það
hvort bak við hryllingsskýrslu
Hafrannsóknastofnunarinnar búi
fremur æsingahugarfar en hlut-
læg visindaleg rannsókn. Sé það
rétt þá er vissulega öllu trausti
splundrað. Það er ekki við þvi að
búast að „visindamennirnir”
kæri sig um neina samninga við
Þjóðverja, þá er þeim i glóru-
lausu ofstæki nákvæmlega sama
um hvort veiðiþjófar geta skekið
miðin og drepið fyrir okkur
heilagan þorskinn. í glórulausu
anarkistahugarfari er þeim alveg
sama um öll áföll og hrun efna-
hagslifs okkar. Þá sjá þeir ekkert
annað en eigið þráhvggju-
brjálæði að stofna til æsinga i þvi
einu skyni ef það mætti verða til
að losa tengsl okkar við varnar-
samtök vestrænna þjóða.
Ég vona að ég verði ekki vænd-
ur um neinn makkartiisma þó ég
bendi á þessa alvarlegu
staðreynd. Hér virðist sama vera
að gerast og áður t.d. i útvarps-
ráði og úthlutun viðbótarritlauna
þar sem smáklikur blindra
vinstrisinnaðra æsingamanna
beittu valdi sinu á algerlega
ósæmilegan og hneykslanlegan
hátt til gerræðis og ranglætis.
Sama hneyksliðer nú að gerast i
i n n v i ð u m H a f r a n n s ó k n a -
stofnunarinnar og er nauðsynlegt
þar eins og á hinum stöðunum að
gripa i taumana og afstýra fleiri
skæruliðahneykslum.
Rauðu æsingaseggirnir á Haf-
rannsóknastofnuninni hafa alger-
lega offarið sig og orðið stofnun.
sinni til skammar. Og þetta er
sérstaklega alvarlegt vegna þess
hve mikið er hér i húfi. lifs-
bjargarhagsmunir okkar sem
þjóðar-. Hér þarf að koma til aukið
aðhald með götustrákum svo við
getum að nýju borið traust til
visindamanna. Þar má enginn
blettur á falla.