Dagblaðið - 28.11.1975, Blaðsíða 24
Tveir í gœzluvarðholdi
vegna sparisjóðsmálsins
Ákaft leitað að svartri bók
Kæruefni það, sem nú hefur
leitt til dómsrannsóknar á
meintum ólöglegum starfshátt-
um Sparisjóðsins Pundsins, er
meöal annars aö taka óheyri-
lega háa þóknun fyrir lánveit-
ingar i formi vixlakaupa. Slik
viöskipti kærandans við spari-
sjóðinn hafa numið milljónum
króna.
Kærandinn telur, að þóknun-
in, sem hann hefur greitt, hafi
numið um 42% á ári, að nokkru
fyrir almenna vixilvexti en að
meirihluta fyrir leigu á pening-
um, sem lagðir voru inn i spari-
sjóöinn til þess að greiða fyrir
vixiikaupunum.
Þessi viðskiptakjör voru óvið-
ráðanleg, þegar til lengdar lét,
þótt að þeim hafi verið gengið i
upphafi. Engin breyting eöa
leiörétting var fáanleg.
Kveöur kærandinn spari-
sjóðinn hafa verið fúsan til þess
að kaupa af sér vixla, að þvi til-
skildu þó, að peningaupphæð,
nokkru hærri en vixilfjárhæðin,
yrði lögö inn á bók i sparisjóön-
um.
Var það innlegg bundið þar
til á gjalddaga vixilsins. Heldur
kærandinn þvi fram, aö spari-
sjóðurinn hafi útvegað þetta
inniegg hjá manni, sem tók
mikla þóknun fyrir auk vaxta af
innistæðunni. Hafi þannig verið
beint samband milli sparisjóðs-
stjórans og peningamannsins.
Hafa þeir báðir verið úrskurð-
aðir i gæzluvarðhald.
Talsverð leit var gerð aö
svartri bók, sem kærandinn
taldi að öll þessi viðskipti, og ef
til vill enn fleiri hliöstæð, hafi
verið færö i. Taldi kærandi, að
hún myndi skýra meðal annars
hugsanlegt hagsmunasamband
sparisjóðsstjórans og peninga-
mannsins, og greiða fyrir
rannsókn á einstökum atriðum.
Sparisjóðurinn Pundið hefur
unnið fastan sess i banka-
þjónustu borgarinnar, og er
allur rekstur hans með eðliieg-
um hætti, þrátt fyrir þá
rannsókn á fyrrgreindum
viðskiptum,sem nú er i höndum
Sakadóms Reykjavikur.
— BS —
Þráttf fyrir grimmdarfrost og fannkomu koma hlé öðr'u hvoru. Þessa fallegu mynd tók Björgvin Páls-
son uppi i Arbæjarhverfi, þar sem þessir krakkar renndu sér I óðaönn. Þeir gáfu sér þó smátima til að
stilla sér upp fyrir framan myndavélina og siðan hélt leikurinn áfram af fullum krafti.
Verður jólasteikin elduð
ó ðskuhaugunum?
Farmenn hafa að undanförnu
verið stöðvaðir af tolivörðum,
þegar þeir ætluðu að fá að flytja
með sér i land jólasteikurnar
sinar. Lögum samkvæmt er
innflutningur bannaður á hráu
kjöti. „Okkur þykir það kyndugt
að við skulum fá hluta launa
greiddan i gjaldeyri, en fáum svo
ekki að kaupa matvöru erlendis”,
sagði einn sjómanna i viðtali við
Dagblaðið. „Auk þess koma svo
kannski matvælasendingar til
sendiráðanna með sama skipi.
Þær sendingar fá umsvifalaust
grænt ljós tollgæzlunnar, en okk-
arsendingar gerðár upptækar, og
verða siðan brenndar.”
í gær voru kjötvörur teknar af
farmönnum á irafossi, og er ekki
búið að taka ákvörðun um það hjá
tollgæzlunni, hvað gert verður við
kjötið að þvi er Kristinn Ólafsson
tollgæzlustjóri sagði i morgun.
Reglan mun+iins vegar vera su að
tveir tollverðir fara með kjötið á
öskuhauga og brenna þvi þar, en
gefa siðan embættinu skýrslu um
bálförina.
Sumir eru undanþegnir
þessum reglum að þvi er virðist.
Varnarliðsmenn, sem búa utan
Keflavikurvallar, munu fá að
hafa kjöt með sér út af vellinum,
og eins og fyrr greinir eru toll-
gæzlumenn ekkert með nefið ofan
i sendingum til sendiráðanna, og
munu vist margir tslendingar
vita að þar eru fram reiddir réttir
viðkomandi þjóða og naumast
kemur kjötið soðið þangað.
Virðist smithættu á gin- og
klaufaveiki þvi boðið til landsins,
en aðeins i sambandi við sérstakt
fólk.
Að sögn Kristins Ólafssonar
kemur til greina að leyfa skip-
verjum aðsnúa til baka með mat-
vöru þá sem tekin hefur verið, og
neyta hennar um borð í skipum
sinum á siglingum milli landa.
— JBP —
Skipstjórinn
ó Hval 9:
Útilokað
að varð-
skipin hafi
„sprengju-
skutul"
, ,Þetta er skutull með f jórum
álmum, sem réttast út, þegar
hann er kominn i hvalinn.
Steypujárnshólkur er skrúf-
aður á og hann springur þá. A
hólknum er það, sem við
köllum granad, og i honum eru
200 grömm af púðri. Þegar
skutullinn fer i hvalinn, festist
kló og kippir að sér, þannig að
kviknar i púðrinu.
Þarna er skrúfaður á sér-
stakur „rifari”, sem er i raun-
inni kveikja, sem springur,
þegar tekur i.” Þannig lýsti
Ingólfur Þórðarson skipstjóri
á Hval 9 þvi verkfæri, sem
kalla mætti sprengiskutul.
Brezka blaðið Daily Express
sagði i gær, að Landhelgis-
gæzlan beitti sliku vopni til að
skemma vörpur brezku togar-
anna.
Ingólfur telur útilokað,
að Landhelgisgæzlan hefði
þetta vopn. Hann sagði, að
þetta gæti samt orðið gott. Að
visu mundi ekki verða spreng-
ing, þegar slikum skutli væri
skotiö i vörpu, en hann mundi
rifa hana i sundur. Ingólfur
sagði, að ekki væri hægt að
skjóta þessum skutli úr byss-
um varðskipanna. Þau hefðu
ekki byssur til sliks. Hinsveg-
ar væri það mátulegt á Bet-
ann, að gæzlan yrði sér úti um
þær.
—HH
Eldgildrur víða
í íbúðarhúsnœði
Engin eftirlitsskylda
um eldvarnir í íbúðum
í íslenzkum lögum
„Eg held að enginn hafi raun-
verulegt heildaryfirlit yfir hve
mikiö af húsnæöi er i notkun i
Reykjavik, sem hættulegt getur
taliztef eldur kemur upp; þetta er
nokkuð viða,” sagði Rúnar
Bjarnason slökkviliðsstjóri i
morgun.Þaðerviðasem rishæðir
eru notaðar i þvi skyni aö leigja
einstaklingum. Skóiafólk er mikið
I sliku húsnæði og einnig einstak-
lingar af ýmsu tagi.
Það er engin eldvarnaeftirlits-
skylda með ibúðarhúsnæði sam-
kvæmt islenzkum lögum, en þau
eru sniðin samkvæmt norrænum
staðii, sagði Rúnar. Aðrar reglur
og miklu strangari eru um þetta i
Bandaríkjunum.
Eldvarnareftirlitiö veitir leið-
beiningar og gefur ráö varöandi
björgun úr eldsvoða, ef húseig-
endur eða leigjendur óska eftir
þvi, en annars ekki, sagði Rúnar.
ASt
Föstudagur 28. nóvember 1975.
frjálst, áháð dagblað
Tíu þingmenn
tðluðu í nótt
Ýmsir stjórnarþingmenn fundu
marga annmarka á samnings-
drögunum við Vestur-Þjóðverja,
en enginn þeirra lýsti þó yfir and-
stöðu. Tiu þingmenn töluðu á
fundi f Alþingi i nótt, sem stóð
fram til hálf þrjú.
Ekkert hefur i umræðum bólað
á þeirri andstöðu gegn drögunum,
sem Einar Agústsson utanrikis-
ráðherra sagði i viðtali við Dag-
blaðið að væri ekki veruleg.
Framsóknarmenn hafa sáralitið
talað. Steingrimur Hermannsson
var f fyrstu fremur andvigur
drögunum en snerist siðan til
fylgis við þau.
Þeir, sem töluðu i nótt, að
loknum útvarpsumræðum, voru:
Stefán Jónsson (Ab), Jón Arna-
son (S), Jónas Arnason (Ab),
Oddur Olafsson (S), Pétur Sig-
urðsson (S), Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra, Jón Armann
Héðinsson (A), Lúðvik Jósepsson
(Ab), Einar Agústsson utanrikis-
ráðherra og Karvel Pálmason
(Samtökin). HH
Samnings-
arogin
samþykkt
Samningsdrögin við V-Þjóð-
verja voru samþykkt á Alþingi
klukkan rúmlega 11 i morgun
með 42 atkvæðum gegn 18.
Allir stjórnarþingmenn
greiddu atkvæði með þeim, en
tveir Framsóknarþingmenn,
Halldór Ásgrfmsson og Tómas
Árnason, gerðu grein fyrir at-
kvæðisinu. Halldór fann ýmsa
galla á drögunum en sagði að
innrás Breta i landhelgina,
hefði riðið baggamuninn,
þannig að hann greiddi at-
kvæði með tillögunni. Tómas
kvaðst styðja tillöguna i
trausti þess, að strangar regl-
ur yrðu settar um
framkvæmdina.
Þá mun Jón Skaftason hafa
verið efins um tillöguna fram
á siðustu stundu, en hann
studdi hana þó.
Allir þingmenn stjórnar-
andstöðunnar greiddu atkvæði
á móti. —hh
Fannkyngi ó
Akureyri
Mikil snjókoma var á Akur-
eyri i morgun og var þar kom-
inn 15 sentimetra jafnfallinn
snjór við almennan fótaferð-
artima. Logn var með snjó-
komu þessari, annars hefði
bærinn verið iilur yfirferðar.
Um niuleytið var vindátt að
snúast til norðlægrar áttar og
mega Akureyringar búast við
vetrarriki ef eitthvað verður
úr þeirri vindátt og úrkoma
heldur áfram. ASt.
Tilraun til
flótta eftir
ölvunarakstur
Þrfr menn voru teknir fyrir
ölvun við akstur á götum
Reykjavikur i nótt. Atti lög-
reglan f nokkrum brösum við
einn þeirra,og mun hann hafa
gert tilraun til aö komast und-
anlaganna vörðum. Ekki varð
honum kápan úr þvi klæðinu.
ASt.