Dagblaðið - 02.01.1976, Side 9
Dagblaðið. Föstudagur 2. janúar 1976.
Stór dreifingaraðili selur
íslenzkan ost í Bandaríkjunum
Dagbloðið kýs mann órsins 1975:
„ÉG VONA, AÐ ALÞÝÐUKONAN
HAFI KOMIZT TIL SKILA,"
segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, verkakona
„HNÖTTURINN" - EITT
ELZTA BLAÐIÐ
SINNAR TEGUNDAR
Sifellt færist i vöxt að börn og
unglingar reyni fyrir sér með
blaðaútgáfu. Sjaldnast verða
þessi blöð langlif, — útgáfan
lognast út af er áhuginn tekur að
dvina. Eitt slikt blað sker sig þó
úr, þvi að það kom fyrst út I
aprilmánuði 1972, og lifir enn.
Blað þetta heitir Hnötturinn og
kom fimmta tölublað þess út
skömmu fyrir jólin.
Það eru fjórir ungir strákar
sem standa að útgáfu Hnattar-
ins. Þeir heita Eggert Jónasson,
Olafur Haukur Ólafsson og
Böðvar og Björgvin Jónssynir.
Þeir Björgvin og Eggert sjá um
að skrifa blaðið, en hinir safna
áskrifendum. Sú söfnun virðist
ganga allvel þvi að nú eru rúm-
lega 60 manns áskrifendur að
Hnettinum og þar af gerðust um
40 manns áskrifendur siðustu
vikuna fyrir jól.
Að sögn útgefendanna selst
Hnötturinn hvað bezt i Hvassa-
leitisskóla og Arbæjarskóla.
Upplag blaðsins er 80 blöð og
hvert eintak kostar 50 krónur.
,,Við eyðum öllum peningun-
um i að koma næsta blaði út,”
sögðu útgefendurnir er blm.
spurði þá i hvað þeir eyddu
gróðanum. „Við höfum engar
auglýsingar svo að okkur veitir
ekki af peningunum.”
Að lokum voru strákarnir
spurðir að þvi hvers vegna blað-
ið hét Hnötturinn.
„Jú, það er sko þannig að
hnötturinn er svo stór, og blaðið
okkar á að verða eins stórt,”
var svarað um hæl.
—AT—
stjóri Osta- og smjörsölunnar.
,,Baby Sviss Cheese, eða Oðals-
ostur eins og hann heitir hér
heima, nýtur sýnu meiri vin-
sælda með Bandarikjamönnum
og höfum við nú selt þeim um
200 tonn. Innflutningur á osti til
Bandarikjanna er háður leyfum
en okkur hefur samt ekki tekizt
að fylla leyfilegan kvóta okkar
fyrir venjulegan ost, sem er um
280 tonn.”
Sagði Öskar að ástæðan fyrir
þvi væri mjög litið hráefni en
eins og kunnugt er hefur rjómi
og mjólk verið flutt frá Norður-
landi til Vestfjarða og hingað
suður, vegna minnkandi fram-
boðs af mjólk hér sunnanlands.
Það eru helzt mjólkurbúin fyrir
norðan sem framleiða osta
þessa.
Islenzkur ostur er seldur á
töluvert lægra verði á markað-
inum i Bandarikjunum en t.d.
norskir og danskir ostar og
sagði Óskar að það væri gert til
þess að vekja athygli á fram-
leiðslunni enda hafa Norðmenn
og Danir verið mun lengur a
markaðinum með sina fram-
leiðslu en við.
„Doorman-fyrirtækið kaupir
ostinn af okkur á um 65% af
heildsöluverði hér. eða um 400
kr. kilóið.” sagði Óskar enn-
fremur. „Mér er hins vegar ekki
kunnugt um hvað þeir selja
hann út úr búð þar vestra."
HP.
Úteefendur Hnattarins með nýjasta eintakið. Frá vinstri: ólafur
Haukur Ólafsson, Björgvin Jónsson, Böðvar Jónsson og Eggert
Jónasson. Þeir eru allir 11 ára nema Böðvar, sem er sjö ára. DB-
mynd: Bjarnleifur.
Baby Swiss Cheese
Óðalsostur (Baby Swiss Cheese) er islenzkt afbrigði af svissneska
Emmental ostinum fræga. Hann er skorpulaus og er seldur i tiu til
tólf kilóa stykkjum.
,,Ég byrjaði nú fyrst að skipta
mér af þessu kvennaári þegar
mér datt i hug að hægt væri að
draga fram mynd hinnar is-
lenzku alþýðukomu,” sagði
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
verkakona i viðtali við Dagblað-
ið.
Ritstjórn blaðsins ákvað á
fundi sinum núna fyrir áramót
að kjósa Aðalheiði MANN
ARSINS, konu sem mörgum
öðrum fremur hefur staðið öll-
um fyrir hugskotsjónum á
baráttuári kvenna fyrir stéttar-
farslegu jafnrétti i isienzku
þjóðfélagi. Hún, eins og margar
aðrar konur sem aldrei verða
nefndar i þessu sambandi vakti
athygli á stöðu konunnar i
nútima þjóðfélagi svo um
munaði og er öllum, jafnvel öll-
um heiminum, fullkunnugt um
þegar islenzkar konur lögðu
niður störf sin og sýndu i eitt
skipti fyrir öll hver staða þeirra
er.
„Þrátt fyrir allt er islenzk
alþýðukona — eins og hún er
ómenntuð og alisiaus —
einhverra gjalda verð og það
held ég að mótmæli okkar hafi
komið öllum i skilning um á
þessu ári,” sagði Aðalheiður.
„Ég vona að mér hafi tekizt að
Maður ársins, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkakona, tekur hér við blóm vendi frá Hönnu gagnfræða-
skólanema, sem var hjá okkur i starfskynningu. „Baráttunni er ekki lokið, þótt kve'nnaár liði,” sagði
Aðalheiður.
Islenzkur ostur selst mjög vel
i Bandarikjunum um þessar
mundir. Hafa verið seld þangað
á þriðja hundrað tonn en stórt
dreifingarfyrirtæki, Doorman
Inc., er aðalkaupandi ostsins af
Osta- og smjörsölunni.
„Þeir kaupa ostinn af okkur i
stykkjum, en pakka honum sið-
an sjálfir. Hafa þeir aðallega
keypt af okkur tvær gerðir og
gefið þeim nafnið Baby Sviss
Cheese og Icelandic Cheese,”
sagði Óskar Gunnarsson for-
koma henni til skila.”
„Það er einnig vitað að okkur
islenzkum konum er mun
auðveldara að koma til skila
þeim skoðunum er við viljum
fram færa hverju sinni. Eins og
kunnugt er, eru íslendingar
þeim kosti gæddir að sýna
þolinmæði lengi fram eftir, en
þegar að þeim er verulega
þrengt, þá fara þeir af stað,
bæði konur og karlar.”
Aðalheiður bað fyrir baráttu-
kveðjur til kynsystra sinna og
kvað aðalátakið verða að axla
þær byrðar sem karlmenn köll-
uðu „ábyrgð”.
„Stærsti óvinur kvenréttinda-
baráttu fyrr og síðar er
hlédrægni og vanmáttarkennd
kvenna, sem byggð er á
fordómafullu uppeldi,” sagði
Aðalheiður ennfremur. „Við
megum ekki gleyma þvi, að þó
að okkur hafi kannski tekizt vel
upp hér á islandi eru konur vfða
um heim undirokaðar og út frá
þeim sannindum verðum við að
ganga I undirbúningi okkar
fyrir áframhaldandi baráttu.”
í ritstjórn Dagblaðsins eru
fjórtán karlmenn og tvær konur.
Við tökum öll undir orð
Aðalheiðar.
— HP.