Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 02.01.1976, Qupperneq 14

Dagblaðið - 02.01.1976, Qupperneq 14
Hann þykir enn bera af í hópi myndarlegra karla Cary Grant, kvikmyndaleik- arinn vinsœli, sem hœtti að leika eftir fjörutíu ór Hann var skirður nafninu Archibald Alex Leach og varð það nafn á sinum tima nærri þvi eins frægt og það sem hann tók sér mörgum árum siðar, Cary Grant. Hann fæddist 18. janúar 1908 og verður þvi 72ja ára eftir nokkrar vikur. Cary Grant hefur nú dregið sig i hlé frá kvikmyndaleik en langt er frá þvi að hann sé seztur i helgan stein. Hann er framkvæmdastjóri hjá Brut- deild ilmvatnsframleiðendanna Faberge. Ferðast hann viða um lönd fyrir fyrirtækið og hefur stundum verið nefndur „Henry Kissinger ilmvatnanna”. Aðspurður kveðst Cary Grant ekkert kæra sig „um að lita til baka, þvi framtiðin sé svo spennandi”. Hann segir að sú ákvörðun sin að hætta kvik- myndaleik sé ekki tekin nýlega, heldur hafi hann ákveðið árið 1932, þegar hann lék sitt fyrsta kvikmyndahlutverk, að hann ætlaði sér ekki að vera lengur i starfinu en svona um 40 ár. Það stóðsthjá honum, þvi hann hætti árið 1972, eða nákvæmlega 40 árum eftir að hann byrjaði. Siðasta kvikmyndin sem hann lék i, „Walk, don’t run”, var gerð árið 1966. Cary Grant fékk aldrei hin eftirsóttu Óskarsverðlaun þótt eiginkona nr. tvö, skildi við hana 1945. Leikkonan Betsy Drake var eiginkona nr. 3, skildi við hana 1962. Siðasta eiginkonan var Dyan Cannon og með henni eignaðist hann sitt fyrsta og eina barn, dótturina Jennifer sem nú er 10 ára. Þau skildu árið 1968, en standa enn i málaferlum vegna foreldra- réttarins yfir Jennifer. Cary reynir eftir fremsta megni að halda dóttur sinni frá sviðsljósinu af hræðslu við að henni verði rænt. Fyrir nokkr- um árum tókst ófyrirleitnum blaðaljósmyndara að ná mynd af þeim feðginum á Heathrow- flugvelli i London. Cary keypti filmuna af ljósmyndaranum fyrir stórfé til þess að koma i veg fyrir birtingu myndanna. Cary Grant býr nú i New York en ferðast oft til vesturstrand- arinnar, sérstaklega á meðan Jennifer er i skólanum. Ýmsir hafa búizt við þvi að Cary Grant sneri sér að kvik- myndaleik á ný. Þegar Faberge fyrirtækið hóf framleiðslu kvik- mynda jafnframt ilmvatna- framleiðslunni töldu menn full- vist að nú myndi Grant koma aftur. En hann valdi einungis i hlutverkin i þeim tveim mynd- um sem gerðar hafa verið af fyrirtæki hans, „A touch of class” og „Night watch”. Cary Grant hefur sagt að ef hann fengi tilboð um að leika i kvikmynd þar sem Ingrid Berg- man, Grace Kelly, Katharine Hepburn, Sophia Loren og Audrey Hepburn léku einnig, myndi hann ekki hugsa sig um tvisvar. Sumar.af þessum konum hafa haft mikil áhrif á lif Carys. Þegar hann lék á móti Sophiu Loren i „Houseboat” 1958 varð hann svo yfir sig ástfanginn að hann var nærri skilinn við konu sina Betsy. En Sophia hrygg- braut hann og fór til Rómar að Iokinni kvikmyndatökunni. En Cary hefur sagt að hann hafi aldrei kvænzt þeirri konu sem hann hafi elskað heitast. „Það var árið 1936 og ég hafði skrifað undir samning um að leika i kvikmynd sem hét „Sylvia Scarlett”. Ég átti að leika á móti ungri og óreyndri leikkonu, sem kom frá austur- hann hafi jafnan fengið lof fyrir góðan leik sinn. En árið 1970 fékk hann sérstæðan „Óskar” afhentan af Frank Sinatra. Aletrunin á styttunni var eitt- hvað á þessa leið: „Til Cary Grants fyrir frábæran leik hans i kvikmyndum með virðingu og aðdáun frá samstarfsmönn- um”. Cary hefur sagt að honum þyki sérlega vænt um að hafa unnið hylli og aðdáun sam- starfsmanna sinna þvi það sé i rauninni það sem mestu máli skipti i lifinu. Þótt Cary hafi vegnað vel i starfi hefur ástalif hans ekki verið jafn hamingjusamt. Hann hefur verið kvæntur fjórum sinnum. Virginia Cherrill var fyrsta kona hans en hann skildi við hana árið 1935. Milljóna- erfinginn Barbara Hutton var Það er talið að Cary Grant sé enn einhver myndariegasti karlmaðurinn sem leikið hefur á hvita tjaldinu, þótt hann sé að verða 72ja ára. Cary Grant leikur aðalhlut- verkið í myndinni sem sýnd er I sjónvarpinu annað kvöld á móti Audrey Hepburn. Cary Grant um borð I einkaþotu tFaberge fyrirtækisins sem flytur hann viða um lönd i verzlunarerindum. Kannski á hann eftir að koma hingað, ts- lendingar nota heiimikið af þessari snyrtivörutegund. ströndinni. Hún hét Katharine Hepburn. Ég man mæta vel þegar ég sá hana i fyrsta sinn. Hún var svo óskaplega litil og grönn og ég hafði aldrei haft mætur á grönnum stúlkum. En hún hafði svo mikið við sig, hún er einhver seiðmagnaðasta kona sem ég hefi fyrirhitt eða mun eiga eftir að hitta. Þú komst ekki hjá þvi að taka eftir henni.” Cary hefur aldrei getað svarað þvi hvers vegna hann hafi ekki kvænzt Katharine. „Við vorum miklir vinir, en skömmu siðar kynntisthún öðrum manni mjög náið (það var leikarinn Spencer Tracy). Þótt nú séu liðin fjöru- tiu ár siðan þessi kvikmynd var tekin, elska ég Katharine enn,” segir Cary Grant. Sjaldgæf mynd af Cary og dótturinni Jennifer, sem nú er 10 ára gömul. Hann.er hræddur um að henni verði rænt.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.