Dagblaðið - 14.01.1976, Page 13

Dagblaðið - 14.01.1976, Page 13
Dagblaöið. Miðvikudagur 14. janiiar 1976. Dagblaðið. Miðvikudagur 14. jandar 1976. Jimmy Rogers Armenn- ingur þjáifar unga Armenn- inga auk þess sem hann að- stoðar Ingvar, þjáifara Armanns, við þjálfun 1. deildarliðs Armanns. Þessi mynd hans Bjarnleifs er tekin á æfingu Armanns í gærkvöld. Spila körfuna fyrir óhorfendur og sigur — Rœtt við Jimmy Rogers, blökkumanninn í liði Ármanns ,,Ég sneri mér fyrst verulega að körfunni i skóla vegna þess að þeir sem voru I körfunni voru vin- sælastir meðal stelpnanna. En i lokin hafði ég svo gaman af þessu að ég gat ómögulega hætt enda ckki viljinn fyrir hendi,” sagði Jimmy Rogers blökkumaðurinn, sem leikur með liöi Armanns i körfuboltanum, þegar við rædd- um við hann i gær. — Nú hins vegar er það orðið þannig að ég spila til þess að vinna og til að skemmta áhorfendum. Siðan kemur kven- fólkið. Ég kem frá Houston i Texas og þar er karfan sifellt að verða vin- sælli. Auðvitað byrjaði maður að spila körfuna i húsasundum — en Fram - Val- ur í kvöld! Tveir leikir verða i islandsmót- inu i handknattlcik i kvöld. Þá leika Armann og Grótta i botn- baráttunni og 'siðan leika erki- fjendurnir Fram og Valur. Jón Karlsson verður ekki með Val en hins vegar leikur Gisli Blöndal sinn fyrsta leik i vetur. Fyrri leikurinn hefst kl. 20.30 I HöIIinni. þegar ég var 17 ára byrjaði ég að spila keppnisbolta i menntaskóla. Hvort ég vilji hafa körfuna að atvinnu? — Ég held að ég sé nógu góður til þess — en þvi fylgja ýmsar kvaðir. Ég vil heldur vera frjáls og ferðast. Þannig hef ég spilað körfubolta i Mexikó og Argentinu. Ég held að körfuboltinn hér sé i mikilli framför. Hér eru margir góðir leikmenn — og aukin hreyf- ing að færast i körfuna. Þegar svo er þá koma áhorfendur. Þeir nenna ekki að horfa á ein- hverja menn standa á vellinum horfandi hver framan i annan. Ármannsliðið hefur leikið mann á mann og gefizt vel. í þremur fyrstu leikjum okkar i Islands- mótinu skoruðum við yfir 100 stig — alls ekki slæmt. I liðinu eru margir góðir leikmenn og það sem mér ef til vill likar bezt er að i liöinu er það mikil breidd að enginn er ómissandi. Hér eru ýmsir mjög góðir leikmenn — sumir eru betri en ég — en það vantar snerpuna. Annars likar mér hér mjög vel og ef Armann bæði mig um að koma aftur yrði ég fyrstur hingað upp. En eftir fyrstu vikur minar hér var það ekki svo — helzt var ég á þvi að fara aftur heim. Ég finn alls ekkert fyrir þvi að vera svartur — fyrir mérskiptir litur á fólki ekki máli. Heldur persónan sjálf. Til að mynda kom maður að mér á veitingastað — gekk að mér og byrjaði að svivirða mig — eingöngu af þvi ég var svartur. íþróttir Ég hafði aldrei séð manninn áður og ég var svolitið miður min fyrst — en maður lærir að taka þessu. Nú, hvað um það.Armannsliðið er bezta liðið á Islandi, um það er engum blöðum að fletta. 1 liðinu eru margir góðir einstaklingar. IR-ingar fylgja fast á eftir — en i heildina eru 5 góð lið hér á landi. Þvi finnst mér að alls ekki ætti að fækka liðum i deildinni. Það sem þrjú neðstu lið deildarinnar vantar er sjálfstraust — til að mynda Valur. Þegar við lékum við þá stóðu þeir sig mjög vel i byrjun. En svo komu nokkur mis- tök i röð og allt hrundi — ekki stóð steinn yfir steini. Þvi segi ég — það sem vantar i liðið er sjálfstraust. Nú svo annaö — þessi lið ættu að biðja um hjálp. Ekki endilega frá Ameriku — en mann til þess að drifa þetta áfram og styrkja liðið. Leikir okkar i tslandsmótinu hafa verið mjög skemmtilegir — viðureign okkar við KR var hörð og ég held að ég hafi aldrei skammazt min eins og þegar ég var rekinn af velli fyrir slagsmál- in við Carter. En hvað myndir þú gera ef þú fengir heljar högg á ’ann? Maður hugsar ékki i hita augnabliksins — heldur svarar fyrirsig. Ekki endilega viljandi — heldur verða þetta fyrstu við- brögð. Carter sló mig — ég svar- aði og við vorum báðir reknir út af. Mér finnst þvi að ég hafi ekki átt að fá eins þungan dóm en hvað um það. Þetta er búið og gert og slikt kemur ekki fyrir aft- ur, þvi lofa ég. Ég er farinn að venjast kuldanum og fólkinu og fólk mér. Þvi er að einbeita sér að þvi að vinna deildina. Iþróttamaður ársins — Ali „the greatest" Kornelia Ender, sunddrottning frá A-Þýzkalandi íþróttakona ársins Eins og við greindum frá fyrir helgi, þá var Muhammed Ali kjörinn iþróttamaður ársins af v- þýzku fréttastofunni Inter- nationale-Sports Korrespondez. Þetta var i 29. skipti sem frétta- stofan kaus iþróttamann ársins. Ali — ,,the greatest” — hefur ávallt verið i sviðsljósinu hvar sem hann hefur farið. A siðast- liðnu ári endurheimti hann heimsm eistaratitilinn. Hann sigraði George Foreman i Kins- hasa i Zaire næsta auðveldlega. Siðar barði hann Joe Bugner og þá sjálfan erkifjandann, Joe Frazier. Það fór þvi ekkert á milli mála hver var bcztur — Ali. Ali hefur unnið sér inn meiri peninga en nokkur iþróttamaður — samkvæmt hans eigin sögn, þá hefur hann unnið sér inn 31.251.115 dollara — þrjátiuog- einamilljóntvöhundruðfimmtiu- og-eitt-þúsundeitthundraðog- fimmtán dollara — hvorki meira né minna. Drengurinn úr skuggahverfum Kentucky hefur þvi gert það gott. Olympiumeistari — siðan heims- meistari þegar hann vann titilinn af Sonny heitnum Lisíon. Siðar varð hann að gefa upp titilinn vegna þess að hann neitaði að taka þátt i hinu illræmda Viet- namstriði. En Ali kom aftur — vann titilinn og hefur nú verið kjörinn iþróttamaður ársins. Fimm efstu menn urðu: Muhammed Ali, USA — Joao de Oliveira, Brasiliu — setti glæsi- legt heimsmet i þristökki á Pan- Am leikunum i Mexikó. Þá kom Nicki Lauda. Austurríki — siðan heimsmethafinn i miluhlaupi John Walker, Nýja-Sjálandi og siðan Tim Shaw sundmaðurinn frá Bandarikjunum. Kornelia Ender frá A-Þýzka- landi var valin iþróttakona árs- ins. Kornelia hefur sett 14 heims- met i sundi og á heimsmeistara- mótinu i Cali varð hún fjórfaldur heimsmeistari. Þar setti hún sitt 14. heimsmet — i 200 metra flug- sundi. Synti vegalengdina á 1:01.24 min. Á Olympiuleikunum i Munchen vann hún þrenn silfur- verðlaun — og draumurinn er Montreal — og gull þar. Þrjátiu iþróttamenn hafa verið valdir iþróttamenn ársins. Þeir eru: 1947: Alax Jany, Frakklandi..............sund 1948: Fanny Blankers-Koen, Hollandi......frjálsar iþróttir 1949: Emil Zatopek, Tékkóslóvakiu . frjálsar iþróttir 1950: Bob Mathias, Bandarikjunum frjálsar iþróttir 1951: Emil Zatopek, Tékkóslóvakiu . frjálsar iþróttir 1952: Emil Zatopek, Tékkóslóvakiu . frjálsar iþróttir 1953: Fausto Coppi, Italiu .............hjólreiðar 1954: Roger Bannister, Englandi ......frjálsar iþróttir 1955: Sandor Iharos Ungverjalandi . frjálsar iþróttir Ali „the greatest”. 1956: Wladimir Kuz, Sovétrikjunum. frjálsar iþróttir 1957: Wladimir Kuz, Sovétrikjunum. frjálsar iþróttir 1958: Herbert Elliot Astraliu .....frjálsar iþróttir 1959: W. Kusnezow, Sovétrikjunum. frjálsar iþróttir 1960: Wilma Rudolph, Bandarikjunum frjálsar iþróttir 1961: Valery Brumel, Sovétrikjunum. frjálsar iþróttir 1962: Valery Brumel, Sovétrikjunum. frjálsar iþróttir 1963: Valery Brumel, Sovétrikjunum. frjálsar iþróttir 1964: Don Schollander, Bandarikjunum ..........sund 1965: Ron Clarke, Ástraliu .....frjálsar iþróttir 1966: Jim Ryun, Bandarikjunum frjálsar iþróttir 1967: Jim Ryun, Bandarikjunum frjálsar iþróttir 1968: Bob Beamon, Bandarikjunum frjálsar iþróttir 1969: Eddy Merckx, Belgiu ............hjólreiðar 1970: Pele, Brasiliu..........knattspyrna 1971: Eddy Merckx, Belgiu.............hjólreiðar 1972: Mark Spitz, Bandarikjunum ...........sund 1973: Jackie Stewart, Bretlandi..........kappakstur 1974: Eddy Merckx, Belgiu ............hjólreiðar 1975: Muhammed Ali, Bandarikjunum.... hnefaleikar Kosning iþróttakonu ársins hefur farið átta sinnum fram. Þær hafa hlotið hinn eftirsótta titil. 1968: Vera Caslavs, Tékkóslóvakiu.......fimleikar 1969: Lisle Westermann, Vestur-Þýzkalandi....frjálsar iþróttir 1970: Chi-Cheng, Formósu ......frjálsar iþróttir 1971: Shane Gould, Ástraliu.................sund 1972: Shane Gould, Ástraliu.................sund 1973: Kornelia Ender, A-Þýzkalandi.............sund 1974? Irena Szewinska, Póllandi......frjálsar iþróttir 1975: Kornelia Ender, A-Þýzkalandi .. frjálsar iþróttir Frá 1. deildinni i Englandi I vetur. Keith Robson skorar fyrir West Ham — Bryan King gerir árangurs- lausa tiiraun tii að verja —fyrrum Celtic leikmaöurinn Jim Brogan horfir á. Norwich sigraði litla Rochdale! — en það var ekki fyrr en liðin höfðu tvisvar skilið jöfn Loksins tókst 1. deildarliði Norwich að sigra 4. deildarlið Rochdale frá Lancashire — en þaö tók þrjá leiki. Fyrst var leikið á Carrow Road i Norwich og jafn- tefli varð 1-1. Siðan var ieikið i Lancashire og enn varð jafntefli — raunar mátti Norwich þakka fyrir jafnteflið. t gærkvöld var aftur leikið á Carrow Road i Norwich og 1. deildarliðið sigraði 2-1 — naumt var það. Ted MacDougall skoraði fyrsta mark leiksins úr viti eftir að varið hafði verið með hendi á linu. En litla Rochdale var ekki á þvi að gefast upp — Bob Nountford jafn- aði þegar hann skallaði framhjá Kevin Keelan i marki Norwich. Colin Suggett skoraði siðan markið sem kom Norwich áfram. En litum á úrslitin. Bikarinn 3. umferð: Norwich-Rochdale 2-1 Deildabikarinn undanúrslit: Middlesbrough-M.City 1-0 3. deiid. Preston-Rotherham 3-2 Middlesbrough og Manchester City mættust i annað sinn á fjór- um dögum i gærkvöld á Ayrsome Park i Middlesbrough. Mikið er i húfi — rétturinn um að leika á Wembley. Aftur sigraði Middles- brough með eina markinu i leikn- um. John Hickton skoraði markið á 65. minútu eftir skemmtilegan samleik hans og Stuart Boam og fyrrum Leeds leikmannsins Terry Cooper. Joe Corrigan átti enn einn stórleikinn i marki City ogTony Book, framkvæmdastjóri liðsins, hefur sagt að hann sé bezti markvörður Englands i dag. Mikil forföll voru i liði City — Denis Tueart, Dave Watson, Colin Bell — allir leikmenn Englands ásamt Barnes léku ekki með i gærkvöld. Hvort þessi sigur er nógu stór skal ósagt látið — en City vann Middlesbrough 4-0 i haust á Maine Road. Siðari leikurinn fer fram á Maine Road i næstu viku. Úrslitin í kvöld Sundknattleiksmenn hafa verið á ferðinni undanfarið, Þrir leikir hafa þegar verið leiknir i Haust- mótinu og hafa meistararnir frá i fyrra, Ægir, tapað báðum sinum leikjum við KR og Armann. Hins vegar hafa KR og Ármann gert jafntefli i innbyrðis leik sinum. Úrslit: Armann —Kr 6-6 Ægir — KR 3-5 Ármann — Ægir 7-4 i kvöld fer þvi fram úrslita- leikur mótsins i Sundhöll Reykja- vikur og hefst hann kl. 9.45. Bretarnir koma — Brezka Olympíuliðið í körfuknattleik kemur til íslands og leikur hér þrjá leiki Körfuknattleiksmenn fá óvænta heimsókn þegar Olympiulið Bret- lands kemur I heimsókn og leikur þrjá leiki, 8., 9. og 10. febrúar. Mitt i öllum deilum um þorska hafa Bretar sent KKÍ skeyti þar sem þeir boða komu sina. Brezka liðið er mjög sterkt — þeir hafa fengið ameriska körfu- knattleiksmenn til liðs við sig og látið þá hafa brezk vegabréf. Þannig mega þessir menn leika með landsliði Bretlandseyja. A örskömmum tima hefur landslið þeirra náð ótrúlegum árangri — þannig töpuðu þeir fyrir Tyrkj- um, sem er mjög sterk körfuknattleiksþjóð með aðeins tveimur stigum. Þetta sýnir styrkleika liðsins og eru Bretar mjög ánægðir með þennan árang- ur, sem von er. En það er lika fleira á döfinni hjá KKI. Sambandið sendi þátt- tökutilkynningu i undankeppni Olympiuleikanna. 1 Evrópu er að- eins einn riðill — og hafði KKl sent þátttökutilkynningu i þann riðil, sem fram fer i Edinborg. Einhverra hluta' vegna brá svo við að tsland var ekki með i hatt- inum þegar dregið var — og þvi fer tsland alls ekki til Edinborg- ar! Þess i stað bauð FIBA — aiþjóða körfuknattleikssamband- ið — íslendingum að taka þátt i riðli i Hamilton i Ontario-riki i Kanada. Þar verða þjóðir frá öll- um álfum heims og ljóst er að þær þjóðir, sem þátt taka i riðlinum eru geipisterkar. Svo virðist sem Island fái að fara til Ontario vegna mistaka FIBA — leikirnir i riðlinum verða frá 26. júni og fram i júli. Kjör sem sambandinu hafa borizt eru mjög góð og þvi eru þessi býti vel þegin. Þarna Ieika um 20 lið — og komast þrjú lið áfram. Ekki er að búast við að lsland komist upp úr riðlinum, en islenzkum körfu- knattleiksmönnum gefst þarna kjörið tækifæri til að fara á Olym- piuleikana. sem "byrja aðeins 10 dögum eftir að undankeppninni lýkur. Landsliðshópur 20 manna hefur verið valinn fyrir leikinn við Breta og hann skipa: Frá UMFN: Stefán Bjarkason. Gunnar Þorvarðarson, Kári Marisson. Jónas Jóhannesson. Frá Ármanni: Jón Sigurðsson. Guðsteinn Ingimundarson, Birgir örn Birgis. Björn Magnússon. F’rá KR: Kolbeinn Pálsson. Bjarni Jóhannesson. Eirikur Jó- hannesson. Árni Guðmundsson. Frá 1R: Kristinn Jörundsson. Kolbeinn Kristinsson, Þorsteinn Hallgrimsson. Jón Jörundsson. FráSnæfelli: Kristján Agústsson. Frá Val: Torfi Magnússon. Frá ÍS: Bjarni Gunnar Sveinsson. Frá Fram: Arngrimur Thorlacius.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.