Dagblaðið - 14.01.1976, Qupperneq 14
JMfflffrnlMYilnröi
Vilhiálmur V. qerir nvia plötu:
ÖMAR
VALDIMARSSON
ekki annað en einfaldleikinn
sjálfur, þannig að tveir dagar
eru feikinógur timi.”
Eins og menn muna birti
timaritið Samúel viðtal við Hörð
sl. sumar, þar sem hann lýsti
þvi yfir að hann væri kynvill-
ingur. Við spurðum hann
hvernig væri að vera eini yfir-
lýsti kynvillingur landsins.
,,bú meinar homminn?”
sagði Hörður og hló við.
„Blessaður vertu, þetta gerir
manni lifið miklu léttara. Alla-
vega hef ég verið laus við
hótanir og ágang af ýmsu tagi
siðan viðtalið birtist og er að
sjálfsögðu feginn þvi.”
„Hljóðfæraleikur hefur alltaf verið númer tvö hjá mér,” segir Vil-
hjálmur Vilhjálmsson, söngvari. ,,Ég hef mig þvi ekki f frammi á
þvi sviði á plötunni.” DB-myndir: BP.
HSrður Torfason œfir fyrir þriðju LP-plötuno:
Ælfar að taka upp
breiðpfötu á 2 dögum
DB á æfingu i fyrradag. „betta
fjallar allt um drauma.” sagði
Hörður ennfremur, ,, hvort það
eru dagdraumar, næturdraum-
ar eða hvað það nú er.”
Tvær fyrri plötur Harðar voru
gefnar út af SG-hljómplötum en
i þetta skiptið ætlar Hörðúr að
standa að útgáfunni sjálfur.
útgáfufyrirtæki sitt kallar
Hörður „Perluplötur”.
Upptakan á að fara fram á
tveimur dögum — og geri aðrir
betur. „Ég hef enga trú á ein-
hverjum stúdiófiffum,” sagði
Hörður. „betta verður allt
spilað einu sinni og siðan ekki
söguna meir. Svona músik hæfir
Breytingarnar á Paradís:
Ólafur
Kolbeins
í Eik
— en Ragnar vill
helzt hœtta
„Loksins fœr moður
að gera
eittíivað sjálfur"
Loksins getur maður farið að
vinna við þá tegund tónlistar,
sem ég hef alltaf viljað syngja,”
sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson
söngvari i viðtali við okkur
suður i Hafnarfirði. bað eru
nokkrir valinkunnir menn
ásamt Vilhjálmi að vinna að
siðustu upptökum á efni á nýja
hljómplötu með Vilhjálmi.
„Allir textarnir, eða ljóðin eru
eftir Kristján frá Djúpalæk,”
sagði Vilhjálmur. „Við Jónas
(R. Jónsson) flugum norður og
hittum skáldið heima. Hann tók
okkur með kostum og kynjum,
enda fylgjandi þeirri stefnu, að
eldri skáldin, sem þau yngri eigi
að reyna að hafa meiri sam-
vinnu við tónlistarmenn af
þeirri tegund er við flokkumst
undir. Völdum við saman nokk-
ur ljóð, eða texta, — Kristján
segist engan greinarmun gera á
Ijóði og texta, — og höfum nú
hljóðritað þau við lög eftir m.a.
Gunnar bórðarson og Magnús
Kjartansson. Auk þess höfum
við aðhæft sum að erlendum
lögum.”
Gunnar bórðarson er stjórn-
andi upptöku og hefur séð um
útsetningar, en auk þess hafa
margir af okkar fremstu hljóð-
færaleikurum „litið við á plöt-
unni. Sérstaklega var Vilhjálm-
ur hrifinn af trommuleik
Ragnars „Gösla” Sigurðssonar
og þá var lúðraþyturinn hjá
Halldóri Pálssyni, saxófónleik-
ara, nú ekkert slor.
,,Ég vil sem minnst segja um
útkomuna á þessári plötu,”
sagði Vilhjálmur. „Til þess er
hún of ólik þvi, sem ég hef gert
áður og ég vil heldur að fólk fái
að mynda sér skoðun á henni
sjálft, heldur en að vera að
blása þetta upp i blöðum, áður
en platan kemur út. bá er svo
oft hætt við þvi að menn verði
fyrir vonbrigðum. Sjálfur er ég
samt ánægður, enda eins og ég
sagði áðan er þetta i fyrsta
skipti, sem ég fæ verulega að
ráða þvi, hvað ég syng. Ég spila
heldur ekki á neitt hljóðfæri á
plötunni, — hljóðfæraleikurinn
hefur alltaf verið númer tvö hjá
mér, — auk þess eru til svo
margir færir menn hér”.
xxx
Við fengum að heyra nokkur
lög og virðist mér sem þarna sé
á ferðinni plata með efni eins og
titt er upp á siðkastið á Norður-
löndum og hefur notið mikilla
vinsælda. Ungir listamenn
ganga til samstarfs við þá eldri
og færa efni þeirra i nýjan að-
gengilegri búning. Er það mjög
gleðileg þróun og hefur sýnt sig
t.d. i Danmörku og i Sviþjóð, að
vinsældir eldri ljóðskálda og
tónskálda aukast til muna.
þegar verk þeirra eru flutt yngri
kynslóðinni á þann hátt, sem
hún skilur, í stað þumbaralegs
jpplesturs i skólastoíum og i út-
varpi, eða uppskrúfuðum út-
setningum karlakóra. Tómas
Guðmundsson ljóðskáld fékk á
sig nýjan biæ i meðförum
Jónasar og Heimis, hér um árið,
Laxness sömuleiðis hjá vini sin-
um Árna Johnsen. Savanna-
trióið gerði vissa góða hluti, en
þeirra útsetningar byggðust þó
á ameriskri fyrirmynd. „bjóð-
lagatrió” flest, sem i kjölfar
þeirra fylgdu, byggðu svo efnis-
skrár sinar á irskum og enskum
þjóðlögum. Á siðustu árum hef-
ur þó þokazt i rétta átt, — menn
eins og Jóhann G. Jóhannsson
og Gunnar bórðarson eru
greinilega undir áhrifum frá
islenzkri tónlist og Spilverk
þjóðanna, sem ennþá er
sambland af Wings og tónlist úr
Delerium Búbónis, bind ég einn-
ig miklar vonir við.
—IIP
Margir kunnir spilarar hafa lagt Vilhjálmi lið við þessa fyrstu ein-
menningsplötu. Hér sjáum við félagana Magnús Éirlksson gitar-
leikara og Pálma Gunnarsson bassaleikara, sem i vetur er viö tón-
listarnám.
Nýút-
komnar
hljómplötur
Allmargar islenzkar
hljómplötur liggja nú hjá okk-
ur og biða þess að verða tekn-
ar i umsögn. Ástæöan fyrir
þessum bagalega drætti er sú,
að fyrir jól var plássleysi i
blaðinu og siöan hefur einfald-
lega ekki gefizt timi til að
ganga frá umsögnunum. A
þessu verður unnin bót á
næslu dögum, eða um leið og
(imi vinnst til.
—ÚV.
Hörður Torfason æfir nú fyrir
þriðju LP-plötu sina, sem hljóð-
rituð verður i lok mánaðarins.
Herði til aðstoðar er bróðir hans
Benedikt, sem lengi hefur leikið
með islenzkum danshljómsveit-
um, og Sveinn Jónsson, til
skamms tima bassaleikari
Cabaret. beir Benedikt og
Sveinn voru m.a. saman i örn-
um.
Allt efnið er eftir Hörð, bæði
!ög og textar, sem eru liklega
meiri söngtextar en flest annað
af þvi, sem komið hefur fram
hér undanfarið. Textarnir eru
mjög persónulegir, enda „allt
byggt á minni eigin reynsíu,”
eins og Hörður sagði i spjalli við
Ólafur J. Kolbeins, fyrrum
trommuleikari Paradisar, hefur
nú gengið i Eik i stað Ólafs
Sigurðssonar. Hefur nýja Eikin
þegar hafið æfingar og ganga
þær vel að sögn„
„Mér finnst mjög gaman að
spila með strákunum i Eik,”
sagði Ólafur Kolbeins i samtali
við DB i gærkvöldi. „betta er
náttúrlega allt annað en Para-
dis en ekki siður skemmtilegt.
Ég reikna með að við byrjum i
kringum tuttugasta janúar.
enda hafa æfingar gengið vel.”
Ragnar Sigurðsson, gitaristi,
sem vék úr Paradis ásamt
Ólafi, er enn allsendis
óákveðinn um framtiðar-
áætlanir sinar. Hann er meira
að segja ekki viss um hvort
hann heldur áfram að spila yfir-
leitt. „betta er svo mikil vit-
leysa allt saman,” sagði hann i
samtali við DB. „bað er alltaf
sami rúnturinn i þessum
bransa. Maður einangrast alveg
frá öllu öðru, sérstaklega þegar
maður er atvinnumaður. Ég
held svei mér þá, að það væri
nær fyrir mann að finna sér eitt-
hvað annað áhugamál, þar sem
maður getur haldið sambandi
við annað fólk, gamla vini og
félaga.”
bað væri bæði synd og skömm
ef ekki heyrðist .meira til
Ragnars, sem tvímælalaust er
sinhver efnilegasti gitarleikari
er fram hefur komið i islenzku
rokki um margra ára skeið. Enn
er ekki öli von úti. —ÓV