Dagblaðið - 14.01.1976, Side 16

Dagblaðið - 14.01.1976, Side 16
16 Dagblaðið. Miðvikudagur 14. janiiar 1976, Hvað segja stjörnurnar? Spáin giidir fyrir fimmtudaginn 15. janúar Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Óvænt og rómantisk skilaboð bregða birtu á þennan annars leiðinlega dag. Notaðu allan tima er þú hefur aflögu til þess að vinna upp bréfaskipti þin og hversdagsverk. Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Þú verður að yfirvinna vissa minnimáttarkennd áð- ur en þú tekur til við ákveðið verkefni. Vinur þinn gefur þér gott ráð og ættir þú að nota það. Hrúturinn (21. marz—20. april): Ofurlitill skoðanamunur milli þin og fjölskyldu- meðlims verður til þess að eyðileggja kvöldið. Þú ættir að hreyfa þig meira, heimsækja fólk og fara út og skemmta þér, annars er hætta á að þú verðir leiðin- legur. Nautið (21. apríl—21. mai): Verið gæti að vinur þinn kynnti þig nú fyrir manneskju af hinu kyninu sem á eftir að verða þér mjög mikilvæg. Reyndu að hafa taumhald á eyðslu þinni þvi þú mátt eiga von á anzi stórum reikningum. Tviburarnir (22. mai—21. júni): Forðastu fljótfærni við tökur ákvarðana i dag þvi liklegt er að þig iðri þess. Láttu ekki dynti annars manns eyðileggja fyrir þér. Þér er spáð óvæntu láni núna og verður það þá helst á fjármálasviðinu. Krabbinn (22. júni—23. júli): Verzlunar- ferð reynist ólikt dýrari en þig hafði grun- að að orðið gæti. I kvöld væri allra bezt fyrir þig að hafa einhvers konar heimboð. Mun mikið orð verða haft á gestrisni þinni. Ljónið (24. júli—23. ágúst): Láttu ekki mjög sannfærandi manneskju telja þig á að gera eitthvað sem þér i rauninni ekki geðjast að. Þú verður að velta ákveðnu heimilismáli vandlega fyrir þér þvl þú færð að sjá eftir þvi ef þú bregzt of hvat- lega við. Meyjan (24. ágúst—23. sept.):Farir þú á ókunnan stað i kvöld mun gamall vinur þinn verða til þess að þú slakar á og átt ánægjulegt kvöld. Hætt er við að einhver spenna riki fyrri hluta dags. Vogin (24. sept.—23. okt.): Nú ráða ýmis öfl i lifi þinu. Taktu lifinu eins og það kem- ur fyrir, gott með vondu, og hafðu ekki allt of miklar áhyggjur. Astarævintýri gæti verið að taka á sig alvarlegri blæ. Sporðdrekinn (24. okt,—22. nóv.): Reyni önnur manneskja að særa þig með orðum þá skaltu risa upp og verja þig. Þér býðst óvenjulegt tækifæri til að eyða sumarfri- inu á nýjan hátt og ættir þú að gripa þetta tækifæri. Bogmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Ekki reyna að vera fyndinn á kostnað annarra þvi þá færðu bara orð á þig fyrir að vera andstyggileg manneskja. Spáð er góðu kvöldi fyrir hvers konar skemmtanir. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Þú gætir nú þurft að taka skyndiákvörðun i heimil- ismálum. Þú færð bréf sem eyðir áhyggj- um þinum af heilsufari annars manns og mun það spara þér að takast langt ferða- lag á hendur. Afmælisbarn dagsins: Þú hefur mikinn metnað og margt getur rætzt. Einhver spenna ríkir I heimilislifinu fyrri hluta árs. Þessari spennu léttir þegar gengið hefur verið frá máli er varöar eldri mann- eskju. Spáð er skemmtilegu ástarævintýri undir lok árs. HeiLSóRfelC KTftl? flf|(4TVDí?ui2 /.oicad i ; 5 í r I b-Z ops ,,Lina fór að kaupa þessar heilsuræktarvörur. Það var nú ekki beint auglýsing fyrir búðina.” O Bvu's © King Features Synðicate, Inc., 1975. World rights reserved. 7-26 „Geturðu aldrei haft áhyggjur af einhverju sem skiptir máli — eins og heimsfriðnum eða meng- ! un?” Reykjavik:Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa- vogi simi 18230. I Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Simi 85477. Simabilanir: Simi 05. Bilanavakt borgarstofnana Sími 27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar- hringinn. Tekið er við tilkynningum um bil- anir á veitukerfum borgarinnar og I öðrum tilfellum, sem borgar- búar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Borgarspitalinn: Mánud. föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30—14.30 og 18.30—19. Heilsuverndarstöðin: og kl. 18.30—19.30. Kl. 15—16 Fæðingardeild: Kl. 15—16 og 19.30— 20. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30—16.30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 18.30—19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30— 17. Landakot: Mánud. — laugard. kl. 18.30— 19.30. Sunnud. kl. 15—16. Barnadeild alla daga kl. 15—16. Grensásdeild : Kl. 18.30—19.30 alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. llvitabandið: Mánua. — föstud. kl. 19—19.30, laugard. og sunnud. á sama tima og kl. 15—16. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Sólvangur Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og • 19—19.30. Fæðingar- Jeild: kl. 15—16 og 19.30—20. Barnaspitali Hringsins-.kl. T5—16 alla daga. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apótekanna vikuna 9.—15. jan. er i Lyfjabúðinni Iðunni og Garðs Apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. H af na r fj örðu r-G a rða h re pp u r Nætur- og helgidagavarzla, upplýsingar á slökkvistöðinni i sima 51100. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakter i Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudagá kl. 17—18. Simi 22411. Reykjavik — Kópavogur Dagvakt: Kl. 8—17. Mánud.—föstud., ef ekki næst i heimilislækni, sími 11510. Kvöld- og næturvakt: Kl. 17—08 mánud. — fimmtud., simi 21230. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. S) Það voru mörg skemmtileg spil i bókinni um heimsmeistara- keppnina 1975. Þar mátti ekki frekar en venjulega rétta Itölsku spilurunum litla fingur — þá tóku þeir... Eftirfarandi spil kom fyrir i undanúrslitum i leik ítaliu við Indónesiu. Suður gefur. Enginn á hættu. '4 A1076 V'KG94 ♦ :7 ♦:KDG4 ♦ enginn V76 ♦ KDG109432 ♦ A102 4 DG32 VD108 ♦ A5 *9873 4 K9854 V Á532 ♦ 86 * 65 Manoppo-bræðurnir voru með spil norðurs-suðurs, en Bella- donna vestur og Garozzo austur. Sagnir: Suður Vestur Norður Austur pass ltigl. dobl pass 2gr. pass 3lauf pass 3gr. pass pass dobl Ekki gott hjá suðri að spila 3 gröndin með eina fyrirstöðu i tigli, og að fara yfir i spaðasögn, þegar norður doblaði i byrjun. Belladonna spilaði út tigulkóng ogsuðurtókstrax á ásinn. Spilaði spaðadrottningu, en þegar vestur sýndi eyðu tók hann á ás blinds. Vestur kastaði hjarta og i von að minnka tapið spilaði suður hjarta frá blindum. En Garozzo i austur stakk upp hjartaás — spilaði tiguláttu. Belladonna lét litinn tigul og Garozzo var fljótur að skilja skilaboðin — tók slag á spaðakóng og spilaði laufi. Bella- donna tók á ás og siðan alla tiglana sina. t lokin fékk blindur slag á lauf — 1100 til Italiu. It Skák l A skákmóti I Luton i Englandi i fyrra kom eftirfarandi staða upp i skák Michael Basman, sem hafði hvitt og átti leik, og J.K. Pugh. 1. Df2! — Db5 2. Df4+ — Kc8 3. Rb6+ og svartur gafst upp.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.