Dagblaðið - 02.02.1976, Page 11
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976.
við heiminn í
út að Bandaríkjamenn geta skotið
um 6000 kjamorkusprengjum frá
eldflaugum og um 2000 frá flugvél-
um — alls um átta þúsund sprengj-
ur. Sovétmenn geta á sama hátt rutt
frá sér 2600 sprengjum.
Fari sem áætlað hefur verið munu
stórveldin tvö áður en langt um líður
ráða samtals sautján þúsund kjarn-
orkuoddum sem skiptast um það bil
jafnt á milli þeirra og þá geta þau
eytt hvert öðru ekki bara fimmtíu
sinnum eins og núna, heldur
hundrað sinnum.
Dreifing
kjarnorkuvopna
Ekki fer á milli mála að mesta
hætta mannkynsins er sú að allsherj-
ar kjarnorkustríð brjótist út á milli
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
Mesta hættan er líklegast á því að
þau flæki sér inn í deilur minni ríkja
sem hafa orðið sér úti um eigin
kjarnorkuvopn (t.d. framtíðarstríð í
Miðausturlöndum). Vegna þeirrar
ósjálfráðu keðjuvirkni sem verður er
takmarkað stríð byrjar og stórveldi
flækjast í málið virðist augljóst að
dreifing kjarnorkuvopna til landa,
sem ekki ráða yfir. þeim nú þegar, er
meiriháttar ógnun Við líf okkar
og tilveru.
Ekki eru nema nokkur ár síðan
fiestum þjóðum heims varómögulegt
að verða sér úti um kjarnorkuvopn.
Ástæðurnar voru fyrst og fremst tvær
— skortur á tæknikunnáttu og
peningum. Þessi tvö atriði eru svo
mikilvæg í þessu máli, að jafnvel þótt
allur pólitískur vilji væri fyrir
hendi, , þá má þau ekki vanta
Þar. iað auki eru það ekki nema
ríkjandi kjarnorkustórveldi sem geta
ausið slíkum fjármunum í kjarnorku-
vopnabúnað án þess að stöðva nær
allar aðrar framkvæmdir. Samt er
i*«i
það svo að þessar tvær hindranir eru
að hverfa, eða allavega hættar að
vera svo ógurlegar. Þessi róttæka
breyting er til komin vegna út-
breiðslu kjarnorkuvísinda í friðsam-
legum tilgangi.
Tiltölulega fáir gera sér grein fyrir
því hversu mjög kjarnorkuvísindin
hafa breiðzt um heiminn og hversu
11
ör þróunin mun verða á næstu árum.
næstu árum.
Kjarnorkuvopnalöndin urðu fyrst
til að smíða kjarnorkuknúða kjarna-
kljúfa í friðsamlegum tilgangi —
Bandaríkin og Sovétríkin 1954 og
Frakkar og Bretar 1956. Friðsamlegar
tilraunir með kjarnorkuvopn komu í
beinu framhaldi af tilraunum í
hernaðarskyni. Vekja má athygli á
því að þróunin hjá nýjasta kjarn-
orkuveldinu, Indlandi, var öfug, þ.e.
að kjarnorkusprengja Indverja var
afieiðing af friðsamlegum tilraunum
með kjarnorku og meira að segja
tiltölulega ódýr. Indverska tilraunin
pr sögð hafa kostað sem svarar 6.4
milljörðum íslenzkra króna, þar er
meðtalið nauðsynlegt plútóníum og
undirbúningurinn á sjálfu tilrauna-
svæðinu.
Sambandslýðveldið (V) Þýzkaland
varð fyrsta landið til að fara af stað
með kjarnorkuáætlun sem var ein-
göngu í friðsamlegum tilgangi.
Fyrstu kjarnakljúfarnir voru teknir í
notkun 1960. Kandamenn'og ítalir
voru næstir, þeirra kjarnakljúfar voru
teknir í notkun 1962. Svíar og
Japanir byrjuðu 1963, Austur-
Þjóðverjar og Svisslendingar 1966,
Hollendingar og Spánverjar 1968,
Belgar og Indverjar 1969, Pakistanir
1971, Tékkar 1972,'Argentínumenn
og Búlgarar 1974 og Suður-
Kóreumenn á liðnu ári, 1975. Kín-
verjar byggðu einn eða tvo kjarna-
kljúfa í loks sjötta eða upphafi
sjöunda áratugs. Þeir voru notaðir til
að sjá úraníumvinnslustöð fyrir orku,
en það var aftur hluti af kjarnorku-
vopnaáætlun Kínverja.
f lok 1975 réðu tuttugu og eitt ríki
yfir kjarnorku og áttu kjarnakljúfa.
Fimm lönd til viðbótar — Austur-
ríki, Brazilía, Finnland, Taiwan og
Júgóslavía — eru að smíða sína
fyrstu kjarnakljúfa. Mörg önnur ríki,
þeirra á meðal Ástralía, Danmörk,
Egyptaland, Ungverjaland, íran,
ísrael, Mexíkó, Filipseyjar, Pólland,
Rúmenía, Suður-Afríka og Thailand
hafa sýnt áhuga á að eignast kjarna-
kljúfa og hefja þannig sína eigin
kjarnorkugöngu.
Sá möguleiki er vissulega fyrir
hendi að til kjarnorkustríðs komi. Þá
er ekki að spyrja að leikslokum, eða
eins og Morton Halperin, fyrrum
einn aðstoðarvarnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði nýlega um
NATO og kjarnorkustyrjöld:
,,Nato-kenningin er sú, að fyrst
berjumst við með venjulegum vopn-
um þangað til við erum að tapa,
síðan verjumst við með kjarnorku-
vopnum þangað til við erum að tapa,
og síðan sprengjum við heiminn í loft
upp.” —ByKRt á Ambio.
■\
7
LEIKHÚS 0G PÓLITÍK
Skammdegisdeilurnar í vetur hafa
mest snúist um menningarmál, bók-
menntir og gagnrýni, leiklist og leik-
listargagnrýni og raunar leikhúsmál
almennt, eiqkum vegna borgarleik-
hússins. Og á sviði menningarmála
hafa nýverið gerst óvænt tíðindi með
veitingu fyrst bókmennta- og síðan
tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs
til íslenskra höfunda En deilur hafa
ekki sprottið af tilefni þeirra atburða
— þótt að vísu mætti taka eftir því
hversu taiega þessum tiðindum var
tekið í „stærsta blaði landsmanna,”
Að öðru leyti munu þau hafa vakið
almenningsathygli og ánægju.
V
f eðli sínu
pólitískt?
Burtséð frá innanblaðs-deilum á
Tímanum um bækur og ritdóma
kann sá partur þessara skammdegis-
umræðna sem snúist hefur um Góðu
sálina í Sesúan og sýningu hennar í
Þjóðleikhúsinu að þykja hégómleg-
astur. Fljótt á litið snýst sú ^eila
einvörðungu um smekkságreining sem
hverjum áhugamanni uni efnið er i
lófa lagið að skera úr honum fyrir
sjálfan sig — með þvi einfalda bragði
að fara og sjá sýninguna. Hafi dræm-
legar undirtektir sumra gagnrýnenda
blaðanna að einhverju leyti spillt
fyrir aðsókn að sýningunni, eins og
haldið hefur verið fram, þá hafa
væntanlega þessar umræður eftir á
gert meir en bæta upp þá auglýsingu
sem á vantaði í fyrstunni.
En það má svo sem vera að þetta
deilumál sé ekki alveg eins marklaust
og það sýnist. Óneitanlega er Bert
Brecht mikils háttar höfundur sem
nokkru varðar hversu tekst að tjá og
túlka á íslensku leiksviði.
Hvað hafa íslenskir leik-
húsmenn að læra af kenningum
Brechts um leiklist og leikhús, hafa
þeir rækt eða vanrækt þessa lærdóma
i sýningu Góðu sálarinnar? Hefur
Brecht í Góðu sálinni pólitískan
boðskap að bera íslenskum áhorf-
endum sem brýnt er að nái fram að
ganga, hvernig tekst á sýningu Þjóð-
leikhússins að koma þessu efni leiks-
ins til skila? Og ef það ekki hefur
tekist — hvernig stendur þá á því?
Þessi spursinál held ég að varla
verði kölluð með öllu marklaus. Og
væru þau rædd til hlítar kynni um-
ræðan brátt að snúast frá sýningunni
sjálfri að listrænu starfi og stefnu-
mótun leikhússins, félagslegu hlut-
verki þess og hlutdeild í menningarlífi
og pólitík. Að þessu efni efni vék
Ævar Kvaran í yfirlýsingu sem hann
birti fyrir hönd Leikarafélags
Þjóðleikhússins út af leikdómi
Sverris Hólmarssonar í Þjóðviljanum
(10/1):
„Við lýsum yfir því, að það sé ekki
aðeins réttur leikhúss í lýðrasðisríki,
heldur beinlínis skylda að taka til
meðferðar verk, sem lýsa ólíkúm
sjónarmiðum og bera vitni þeim and-
stæðum, sem búa í því þjóðfélagi sem
rekur þetta leikhús. Allt leikhús er 1
eðli sínu pólitískt. Þjóðleikhús má
hins vegar aldrei vera flokkspóli-
tískt.”
Þetta er nokkuð gott hjá Ævari. Ef
hann hefur rétt fyrir sér í því efni að
leikhúsið sé „í eðli sínu pólitískt” —
skyldi það þá ekki líka vera rétt hjá
Sverri Hólmarssyni að Þjóðleikhúsið
þjóni í fyrsta lagi pólitískum hags-
munum hins borgaralega þjóðfélags
sem rekur það og sinna borgaralegu
áhorfenda? Þar með kemur upp
óvænt, en rökrétt skýring á því hvers
vegna einmitt meir og minna póli-
tískum ádeiluefnum er svo gjarnt að
misfarast í Þjóðleikhúsinu, að ein-
hverju eða öllu leyti. Það hygg ég að
eigi við jafn-ólík viðfangsefni og
Góðu sálina í vetur, eða .sænska um-
ræðuleikinn um hagi geðsjúkra,
Hvernig er heilsan og meir að segja
klassískt viðfangsefni eins og Þjóð-
níðing í fyrra. Líka má taka eftir því
að alls einskis áhuga varð í haust vart
á því að setja Sporvagninn Girnd 1
samband við kvennapólitík nútímans
sem þó var í hámælum sömu dagana
sem sýningin kom upp í Þjóðleikhús-
inu. Samt væri það vísasti vegurinn
til að vekja á ný áhuga á dálítið
rykföllnu leikriti Tennesse Williams.
Hús í borg
Um þetta mætti sjálfsagt ræða
nánar, ef menn nenntu þvi. Ég vil
samt hafa það fyrir satt að þeir
Sverrir og Ævar hafi enn ekki gert
nema klingja saman pólitískum frös-
um, ósköp marklitlum meðan þeir
standa einir á blaðinu.
I allan vetur hefur mallað í blöð-
um og útvarpi umræða um málefni
borgarleikhúss í Reykjavik. Á dögun-
um bar svo við að birtist í Morgun-
blaðinu (17/1) itarleg grein eftir
fjóra leikara um leikhúsmálið sem ég
hygg að bæði sé eitthvert markveið-
asta tillag til þessarar umtæðu i
vetur og hið fyrsta sem leikarar hafa
haft til hennar að leggja.
Leikararnir fjórir (Brynja
Benediktsdóttir, Helga Jónsdóttir,
Kristbjörg Kjeld, Þórhallur
Sigurðsson) leggja í grein sinni mest
upp úr þvi að I rauninni hafi ekki
verið stuðst við „íslenska reynslu” í
Menningar
mál
áformunum um byggingu borgarleik-
húss, eins og Leikfélagsmenn hafa
• látið í veðri vaka, að virt hafi verið að
vettugi reynsla þeirra leikhúsmanna
og fjárveitingavalds af
rekstri Þjóðleikhússins undanfarinn
aldarfjórðung, að með byggyigu þess
verði enn haldið áfram háskalegri
aðgreiningar- og óstjórnarstefnu
í menningarmálum. Þau hafna þeirri
skoðun að fyrir framþróun leiklistar á
íslandi sé það nú brýnast að koma
upp stóru, nýju tæknivæddu og að
því skapi kostnaðarfreku atvinnuleik-
húsi við hlið Þjóðleikhússins.
Það þykir kannski ankannalegt að
umræða um borgarleikhúsið skuli
fyrst og síðast snúast um fjárhags-
mál. En auðvitað er hér í fyrsta lagi
um fjárhagsmál að tefia: með bygg-
ingu leikhússins er mjög veru-
legum fjármunum ráðstafað um alla
fyrirsjáanlega framtíð, fyrst til bygg-
ingar hússins og síðan til reksturs
þess. Engan hef ég heyrt telja það
eftir að þessu fé verði varið til leik-
listarstarfsemi. En mönnum ofbýður
tilkostnaður við leikhúsið í upphafi
þess og síðan fyrirsjáanlegur rekstrar-
kostnaður, og draga í efa að þörf
verði fyrir tvö svo lík leikhús sem
Borgarleikhús og Þjóðleikhús
sýnilega verða hlið við hlið í Reykja-
vík og bæði fyrirsjáanleg í sömu
fjárhagskreppunni.
Það er líka vandalaust að benda á
önnur brýn viðfangsefni í leiklistar-
málum en byggingu borgarleikhúss:
þörf sem þykja kann á stofnun reglu-
legra íslenskra óperu- og ballett-
fiokka, starfrækslu sjálfstæðs útvarps-|
leikhúss í hljóð- og sjónvarpi, van-
rækslu Þjóðleikhússins alla þess tíð
að sinna leiklist úti um land.
Væri kannski nær en
byggja nýtt leikhús í Reykjavík að
stuðla að því að upp komist atvinnu-
leikhús úti á landsbyggðinni, eins og
vísir er raunar hafinn að á Akureyri?
Og það má líka halda því fram, að
þótt borgarleikhús í Reykjavík kunni
að vera þörf og nauðsynleg stofnun,
þá verði félagslegu og listrænu hlut-
verki þess betur sinnt með öðrum
hætti og í öðrum% starfssniðum en
hinu fyrirhugaða Borgarleikhúsi eins
og það nú liggur fyrir á teikningum
og líkani.
Pólitísk ávörðun Reykjavíkurborg-
ar og Leikfélagsins um stofnun,
byggingu og starfrækslu borgarleik-
hússins er í fyrsta lagi fjárhagslegs
eðlis: alls ólíklegt er að meiri
fjármunir falli af borgarinnar hálfu
til leiklistar en leikhúsið mun
þurfa til sinna nota. Um leið felur
hún í sér mcnningarpólitíska stefnu-
mörkum: því er slegið föstu að félags-
legt og listrænt hlutverk leiklistar í
Reykjavík skuli eftirleiðis vera í meg-
inatriðum óbreytt frá því sem verið
hefur undanfarin ár og áratugi. Er
það nú endilega rétt að svo þurfi að
vera? Annarstaðar eru að minnsta
kosti margskonar hugmyndir á lofti
um breytta stöðu og ^ildi leiklistar
og leikhúsa í mcnningarlífinu.
í haust var eitt sinn bent á það
hér í blaðinu ( grein sem nefndist
„Stofnun úr stcinstcypu”, 25/10 75)
að tómt máí væri að tala um „breytt
hlutverk” leikhúss og leiklistar hér
hjá okkur meðan ekkert benti til að
áhugi væri á eða umræða um þvílík-
ar hugmyndir í hóp leikara og leik-
húsmanna sjálfra. Það er vonandi að
grein „inúka” í Morgunblaðinu
bendi til að svo sé, þrátt fyrir allt.
Enn um leiðindi
Deilur um Góðu sálina í Sesúan
hófust í vetur með grein sem þýðandi
leiksins Þorsteinn Þorsteinsson, skrif-
aði í Þjóðviljann (9/1) út af fyrrgetn-
um leikdómi Sverris Hólmarssonar.
Þær náðu sér aldrei á strik vegna þess
að Sverrir hefur ekki haft það við
Þorstein að svara honum, fyrr en þá,
fjarska lauslegum orðum, í útvarps-
þætti á föstudagskvöld.
En Þorsteinn vék líka nokkrum
orðum að umsögnum mínum um
leiklist í vetur og á undanförnum
árum. Það voru eiginlega
ansi alvarlegar ásakanir
sem Þorsteinn bar fram,' að vegna
einhvers ónæmis, ef ekki hreinnar og
beinnar andúðar á efninu væri ég
ófær um að gera mér gott af því sem
fram fer í leikhúsi.
Ef hann hefði rétt fyrir sér væri
mér skammar nær að pakka
saman skriffærunum. í nýrri grein
sem Þorst. Þorst.son hefur síðan
skrifað um þetta hugtæka efni, þetta
í Dagblaðið (19/1), virðist hann samt
ekki meina meir en að sér leiðist að
lesa það sem ég skrifa um þessi mál.
Þetta eru nú Ijótu fréttirnar, ég vil
gjarnan hafa sem fiesta greinda og
gegna lesendur og þykir illt að vera
án Þorsteins í þeim hópi. Betra ráð
kann ég samt ekki að gefa honum,
eins og þessi „deila” hefur artað sig,
en hann láti vera að auka sér skap-
raun með þessum hætti.
Þorsteinn Þorsteinsson vill sem sé
ckki talá um það sem á milli ber.
Hann nefndir dæmi leiksýninga,
Góðu sálina í vetur, Hafið bláa hafið
fyrir tveimur árum, sem við erum
ekki samdóma um. En sé hann
beðinn að gera sjálfur grein fyrir
verðleikum þessara eða annarra
sýninga sem honum finnst að% hafi
verið vanmetnar, svarar hann bara:
farðu sjálfur að leika.Ólafur minn,þá
verður svo gaman. Það er óneitan-
lega erfitt að tala saman upp á þessi
býti. En Þorsteinn Þorsteinsson
viðhefur stór orð, almenn og nokkurn
veginn marklaus lýsingarorð um leik-
sýningar („Heillandi”, „ánægjuleg”,
„vönduð”) og um lciklistargagnrýn-
'cndur („Hrokafullir”, „íakunn-
andi”). Það getur hann!