Dagblaðið - 02.02.1976, Side 13

Dagblaðið - 02.02.1976, Side 13
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976. 12 g Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Glœsimet Guðmundar - og farseðill á Olympíuleikana í Montreal Guðmundur Sigurðsson, lyftinga- maðurinn góðkunni í Ármanni setti glæsileg íslandsmet á lyftingamóti í sjónvarpssal á laugardag og tryggði sér rétt til þátttöku á Olympíuleikunum í Montreal. Náði lágmarksafrekunum í milliþungavigt. Gúðmundur jafnhattaði 190 kg — íslandsmet — og snaraði 145 kg. Sam- tals 335 kg, sem er frábær árangur og met. Guðmundur er þar með þriðji lyftingamaðurinn, sem vinnur sér rétt á Ólympíuleikana. Áður höfðu Óskar Sigurpálsson og Gústaf Agnarsson ur.nið það afrek. Gústaf vann einnig mjög góð afrek á mótinu á laugardag — jafnhattaði léttilega 190 kg og sýndi, að 202.5 kg verður næsti árangur hans. Var nærri að ná þeirri vigt. Kári Elísson setti fslandsmet í fjaður- vigt á mótinu — og Skúli óskarsson einnig. Jafnhattaði 145 kg og náði sam-' tals 252.5 kg. Greinilegt að lyftinga- menn okkar eru í mjög góðri æfingu — og þar eigum við þegar menn, sem verða góðir fulltrúar á Olympíuleikun- um. Fyrstí útisigur- im hjú Dankersen Loksins tókst okkur hjá Dankersen að sigra á útivelli. Unnum Wellinghofen Danir í úrslitin 12—8 á sunnudag í Dortmund og var það kærkominn sigur. En þetta var slakur leikur — sóknarleikurinn bág- borinn hjá báðum liðum, sagði Ólafur H. Jónsson við Dagblaðið í gærkvöld, en varnarleikur sterkur. Ray Stevens, Englandi, sigraði heimsmeistarann Svend Pri í Thomas-bikarnum í badminton í Kaupmannahöfn á laugardag 15-11, 12-15 og 15-11. Danmörk sigraði England þó 6-3 — Delfs vann Stev- ens auðveldlega í gær — en leikurinn var í undanúrslitum keppninnar. Eftir fyrri daginn stóð 2-2 en Danir unnu fjóra af fimm leikjum í gær. Landsleikur við Vestur-Þýzkaland? Þýzka handknattleikssambandið hef- ur tekið íþróttahöllina í Minden á leigu 4. apríl og er altalað hér í Minden að þann dag verði landsleikur milli Vest- ur-Þýzkalands og íslands í handknatt- leik í höllinni, sagði Ólafur H. Jónsson við Dagblaðið í gær. Þeir Axel og Ólafur búa í Minden. HSÍ reyndi að fá landsleiki við V- Þjóðverja og Frakka um mánaðamótin febrúar marz — en tókst ekki. Það voru sveiflur í leiknum. Staðan var 5—4 fyrir okkur í hálfleik, og síð- an komumst við í 9—7, 11—8 og unnum 12—8. Ég skoraði þrjú mörk, sagði Ólafur, og Axel Axelsson skoraði eitt. Gummersbach er í efsta sæti með 22 stig, Dankersen hefur 15, Phönix 14 og Derschlag 13. Hamborg og Phönix gerðu jafntefli í gær 13—13. Einar Magnússon lék ekki með — og verður ekki með fyrr en um miðjan marz. Er enn með járnin í fingrinum. Derschlag vann Bad Schwartau, svo Hamborg er komið upp fyrir það lið að stigum. Gummersbach vann Kiel 13—9 í Kiel. í suðurdeildinni missti Göppingen endanlega af mögulcikanum á efsta sætinu, þegar liðið tapaði fyrir Rintheim á útivelli 17—19 í gær. Gunnar Einarsson skoraði þrjú mörk í leiknum, Donzdorf, liðið, sem Ólafur Einarsson leikur með, sigraði, en er þó enn í 3ja sæti —stigi á eftir tveimur efstu liðunum. Mahnberget vann en Lugi topoði Þetta var ákaflega lélegur leikur hjá okkur í Lugi og við töpuðum á heima- velli fyrir næst neðsta liðinu í All- svenskan, Drott, með 13-16, á sunnudag, sagði Jón Hjaltalín Magnússon, þegar Dagblaðið ræddi við hann. Hins vegar sigraði Malmberget, liðið, sem Ágúst Svavarsson leikur með. Það var á heimavelli gegn næst efsta liðinu, Ystad, 26-22, og þar með fyrsti sigur Malmberget staðreynd í 14 umferðum. Ég veit ekki hvað Ágúst skoraði mikið af mörkum, sagði Jón ennfremur, en hann hefur verið drjúgur við það síðan hann kom hingað til Svíþjóðar. Við hjá Lugi fórum illa með tækifærin. Hittnin ákaflega léleg. Sjálfum gekk mér allvel — var markhæstur með 5 mörk í 10 tilraunum. Rinne var næstur með 4 mörk. Heim vann Hellas með 19-16 og er efst með 20 stig. Ystad hefur 18, Lugi 17 og Hellas 16, en fjögur efstu liðin keppa um sænska meistaratitilinn. Fjór- ar umferðir eru eftir. Malmö, sem vann Guif 16-15 í gær, hefur 15 stig — en þrátt fyrir sigur Malmberget er li&ið fallið. Lugi leikur næst við Ystad á heimavelli. Jafntefli Standard Við sjáum mikið eftir því eftir á, að leikurinn við Malines skyldi háður. Náðum aðeins jafntefli við neðsta Iiðið 0-0, sagði Ásgeir Sigurvinsson við Dag- blaðið í gærkvöld. Völlurinn í Liege var ísilagður og það var bókstaflega ekki hægt að leika knattspyrnu — leikmenn runnu og féllu. Þetta var ekki knatt- spyrna. Aðeins fjórir leikir voru háðir. Guð- geir Leifsson átti að Ieika með Charleroi, en leik liðsins var frestað. Það hefði dómarinn einnig átt að gera hér — fresta leiknum til miðvikudags eins og gert var víðast hvar, sagði Ásgeir ennfremur. í Hollandi var t.d. öllum leikjum frestað. Úrslit í leikjunum fjór- um í Belgíu urðu þessi. Molenbeek-Liegeois Malinois-La Louviere Standard-Malines Antwerpen-Waregem •2—1 2—4 0—Ó 0—0 ■ Mm- ■ Hörftur Sigmarsson hefur átt fremur rólega leiki undanfarið — og í markið. en þama hefur hann ná að senda boltann yfir Vikingtvömina' töpuðu fyrir Víking 21-23 og bœði liðin eygja nú aðeins frœðilega möguleika ú titlinum Víkingur sigraði Hauka nokkuð ör- ugglega í 1. deild í gærkvöld. Þar með má segja að Haukar hafi endanlega orðið af fslandsmeistaratitlinum, sem og auðvitað Víkingur. Möguleikar þess- ara liða eru að vísu fyrir hendi en aðeins frasðilegir — og þá má mikið ganga á. Það verða því Valur eða FH sem koma tíl með að kljást um titilinn. Leikurinn í gærkvöldi bar með sér viðureign tveggja miðlungsliða — fátt* sem gladdi augað, nema ef til vill einstaklingsframtak þeirra Stefán Hall- dórssonar úr Víking og Sigurgeirs Mar- teinssonar úr Haukum. Vörnum beggja liða gekk illa að hemja Stefán og Sigurgeir —>- Stefán skoraði 10 mörk — Sigurgeir 9. Hafi leikurinn einkennzt öðru fremur af viðureign Stefáns og Sigurgeirs — þá var það markvarzla Sigurgeirs Sigurðs- sonar í marki Víkings sán réð því að Leikinn dæmdu þeir Valur Benedikts- son og Magnús V. Pétursson og verður ekki annað sagt en þeir hafi verið milli steins og sleggju eftir það sem hefuri gengið á fyrr í vetur. Það verður að; segjast eins og er að heldur högnuðust Víkingar á dómgæzlu þeirra félaga. Hvað hefði skeð ef rétt einu sinni hefði soðið upp úr? Nóg um það: Víkingar gengu af hólmi sem sigurveg- arar. Hvað eftir annað varði hann ágætlega á meðan allt lak inn hinum megin. Nú, en Víkingur skoraði fyrsta mark leiksins — Haukar svöruðu með þremur mörkum. En Víkingur seig framúr — eftir 20 mínútur var staðan orðin 9-5 og í hálfleik 11-8 Reykjavíkurliðinu í vil. Lengst af í síðari hálfleik var munur- inn 2-3 mörk og þegar 10 mínútur voru til leiksloka voru Haukarnir búnir að minnka muninn í 1 mark — 17-16. Þá hins vegar svaraði Stefán með tveimur mörkum og eftir það var aldrei spum- ing um hver sigraði — þrátt fyrir að Sigfús Guðmundsson væri rekinn af velli. Lokatölur urðu 23-21 og sannar- lega geta Víkingar nagað sig í handar- bökin fyrií að vera ekki með í toppbar- áttunni, klaufaleg stig hafa tapast. Mörk Víkings skoruðu: Stefán Hall- dórsson, 10 — 2 víti. Páll Björgvinsson 4, ólafur Jónsson 4. Viggó Sigurðsson 3 og bróðir hans Jón’. 2. Sigurgeir Marteinsson var eins og áður sagði markhæstur Hauka mcð 9 mörk. Ólafur Olafsson 4 — öll úr; vítum. Svavar Geirsson og Hörður Sig- marsson 2 og þeir Ingimar Haraldsson, Elías Jónasson, Þorgeir Haraldsson og Arnór Haraldsson skoruðu sitt markið hver. h.halls. góður undanfarin ár. Það varð fyrst íslandsmeistari 1964 — síðan 1969, 1971 og 1973 og Bikarmeistari KSÍ 1975. Hafstéinn var í upphafi fyrirliði liðsins á leikvelli, þegarþað hóf keppni í 2. deild og jafnframt þjálfari — og síðan 1974 hefur liðið verið í fremstu röð á íslandi. Framhaldsaðalfundur ÍBK verður eftir hálfan mánuð og þá kosin stjórn bandalagsins. en er nú ákveðinn í að draga sig í Hafsteinn Guðmundsson, formaður íþróttabandalags Keflavíkur var sæmd- ur æðsta heiðursmerki ÍSÍ af Gísla Hall- dórssyni, forseta ÍSÍ — heiðurskrossi sambandsins — á ársþingi ÍBK í gær. Venjuleg aðalfundarstörf voru á þinginu í gær. Niðurstöðutölur reikninga voru 11 milljónir og hagnaður á síðasta ári hálf milljór. króna. Knatt- spyrnulið ÍBK leikur í sumar sjöunda árið í röð í Evrópukeppni og sýnir það bezt hver árangur liðsins hefur verið Þingið hófst þá í Keflavík og er 20. ársþing ÍBK. Hafsteinn Guðmundsson hefur verið formaður þess frá upphafi K0/?n| 1 lr'r’ wÉIÍSÍfi MWMsm £;■ 1H9 WB ÆBssL; Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976. 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I ARMENNINGAR HaDU SIGURINN SINN — ó töflunni stóð 97-96 Ármanni í vil en síðar kom í Ijós að staðan var jöfn 96-96 __ og framlengja þurfti en þó sigraði Ármann 108-104 Líklega hefur Ármenningum verið eins innanbrjósts og skákmanni sem tapað hefur manni í unninni stöðu og verður að byggja sóknina upp að nýju, — þegar þeir voru kallaðir aftur til leiks í íþróttahúsinu í Njarðvíkunum eftir að hafa sigrað heimamenn, — að því er markataflan sýndi, 97—96, eftir ein hvern mest æsispennandi leik sem spil aður hefur verið í Njarðvíkunum til þessa. Ármenningarnir voru búnir að fagna sigrinum á viðeigandi hátt og kátir yfirgáfu þeir salinn, — feti nær lang- þráðum íslandsmeistaratitli, — en glöggskyggn og samvizkusamur dómari leiksins, Jón Otti, kom fljótlega auga á að Ármenningum hafði verið ofreiknað eitt stig á leikskýrslunni, svo að staðan var jöfn, 96—96. En körfuknattleikjum lýkur aldrei með jafntefli, — framlengt er um fimm mínútur í senn, þar til úrslit fást og því varð að kalla liðin til leiks að nýju og áhorfendur einnig, sem flestir höfðu yfirgefið sæti sín, en fögn- uðu að sjálfsögðu lengri leik og voninni um að heimamönnum tækist að merja sigur. En það fór á annan veg. Þrátt fyrir góð tækifæri, misstu Njarðvíkingar af lestinni. Ármenningarnir reyndust sterkari í framlengingunni og sigruðu með 108 stigum gegn 104, þrátt fyrir það að þeir misstu sína beztu skyttu, Jimmy Rogers, af velli fyrir fimm villur þegar um mínúta var til loka, en hann var fyllilega búinn að vinna sitt verk fyrir liðið, skora 36 stig. Njarðvíkingar komu Ármenningum nokkuð á óvart með svæðisvörninni, sem þeir hafa ekki beitt fyrr í vetur, en jafn leikreynt Iið og Ármann lét það ekkert á sig fá, — sögðust reyndar hafa Skekkja í leikskýrslu „Ég fer ávallt nákvæmlega yfir leik- skýrsluna áður en ég undirrita hana,” sagði Jón Otti dómari, þegar við rædd- um við hann eftir leikinn. „í hraða leiksins geta ávallt komið skekkjur hjá ritara og finnist þær ekki áður en dóm- ari hefur lagt blessun sína yFir gerðir hans, er hún óumbreytanleg. Eftir að Jón hafði fullvissað sig um að staðan var jöfn, tilkynnti hann liðunum fram- lenginguna, — en um stundarfjórðungs bið varð á að leikur hæFist að nýju. Ritarinn var farinn heim til Keflavíkur og þangað varð að senda eftir honum hraðbyri, en algert skilyrði er að sami ritarinn starfi leikinn út — og ekki gott að segja um málalok, hefði ritarinn ekki fundizt. „Ég mótmælti ritaranum, þegar hann skipaði mér að bæta aðeins einu stigi á markatöfluna”, sagði Sturla örlygsson, ungur piltur, sem stakk talnaspjöldunum í rammana á veggn- um, en hann fyrirskipaði mér að gegna og gera eins og hann segði, en svo kvartaði ég við dómarann, sem fljótlega fann villuna, svo ekki er við mig að sákast. — emm búizt við breyttri leikaðferð og settu á fulla ferð og Njarðvíkingar svöruðu í sömu mynt.og mikill hraði hélzt leikinn út, — en meginmunurinn á liðunum var hittnin, — þar voru Ármenningar heimamönnum fremri, — sérstaklega Jimmy Rogers, mcð sína frábæru skot- tækni. Einnig var gott auga hans fyrir samleik eftirtektarvert og margar snjall- ar sendingar fékk hann frá Guðsteini Ingimarssyni, sem einnig var drjúgur við að hitta körfuna, — 21 stig lágu eftir piltinn þann, þegar yfir lauk. Ármenningar virtust ætla að vinna stórsigur um miðjan hálfleik, þegar munurinn var orðinn 15 stig. Allt gekk þá á afturfótunum hjá UMFN og í leikhléi var staðan^49—39, og þannig hélzt munurinn, þar til líða tók á seinni hluta hálfleiksins, að Njarðvíkingar tóku heldur betur við sér. Hvert skotið af öðru hafnaði í körfunni og munurinn minnkaði stöðugt og náðu þeir að jafna — eða ef til vill einu stigi betur? — við tryllingslegan fognuð aðdáenda sinna sem fylltu áhorfendapallana að vénju, — en herzlumuninn vantaði. — Ár- menningarnir voru ekki á því að gefa sig ogjón Sigurðsson átti frábæran leik, — byggði upp sóknina og stjórnaði vörninni af mikilli elju og yfirvegun, — ásamt því að skora 20 stig leikinn út. „öldungurinn” Birgir örn Birgis sýndi engin ellimörk þann stutta tíma sem hann var inn á, — en hann fékk fjórar villur á fyrstu 10 mín. — og var því aðeins með í lokin. Stefán Bjarkarson var stigahæstur Njarðvíkinga, skoraði 24 stig og var að vanda einnig mjög skseður í vörninni. Krækti oft í knöttinn og gómaði mörg fráköst, — en var með fádæmum óheppinn í sendingum. Kári Marísson var driffjöður liðsins, hélt uppi hraðan- um, — en einlék kannski um of. Hann skoraði 13 stig. Jónas Jóhannesson átti sinn bezta leik í langan tíma, skoraði 20 stig, oft úr erfiðum færum og var auk þess grimmur í fráköstunum. Brynjar Sigmundsson var í essinu sínu, þegar á leið og skoraði þá drjúgum — en sam- tals náði hann 21 stigi. Nú virðist sem Snæfell sé endanlega fallið — eftir tap gegn Fram uppi á Skaga í gær — 54—73. Liðið hefur enn ekki hlotið stig í 1. deild og er nú 4 stigum á eftir Fram — og eftir fyrri frammistöðu Snæfells í vetur eru þeir ekki líklegir til að hljóta stig í 1. deild þetta árið. En staðan í körfunni er nú: Dómararnir eiga sérstakt lof skilið. Ármann 8 8 0 785-658 16 Valur 8 7 0 1 126-78 Leikurinn var erFiður, hraðinn mikill og ÍR 9 7 2 817-788 14 Fram 6 5 0 1 101-56 oft teflt á tæpasta vaðið, en Jón Otti og KR 7 5 2 621-543 10 FH 7 5 0 2 98-64 Hilmar Viktorsson voru réttlátir og UMFN 9 5 4 733-708 10 Ármann 7 5 0 2 98-78 ákveðnir, enda voru leikmenn ánægðir ÍS 9 4 5 718-758 8 KR 7 3 0 4 77-86 með dómgæzlu þeirra — og er það Valur 9 2 7 749-795 4 UBK 7 2 0 5 67-100 meira en oft er hægt að segja um Fram 8 2 6 534-612 4 Vikingur 6 0 1 5 43-90 körfuknattleiksdómara. emm. Snæfell 7 0 7 432-617 0 IBK 8 0 1 7 76-135 Sigríður og Eðvald Hinriksson með risastóra litmynd af syni sinum, JóhannesiEðvaldssyni, sem birtist í nýlcga í mánaðarblaði Celtic. Bjamleifur tók myndina á heimili þeirra í gærkvöld. Celtfc með f orustu á ný í Skotlandil ar Glasgow á lauear- dag, en á sama tima tókst Glas- gow Ran^ers ekki að ná nema 'jafntefli i Dundee. Celtic hefur nú 32 stig, Rangers 31 og Motherwell 29 stig eftir 23 leiki. Fjórar breytingar voru gerðar á Celtic-liðinu frá tapleiknum við Motherwell í bikarkeppninni. Alister Hunter, gamli, skozki landsliðsmaður- inn kom í markið í stað Peter Latch- ford, sem átti afleitan leik í Motherwell. Fékk þar á sig tvö klaufamörk. Þá kom Poul Wilson í stað Ronnie Glavin — og Callaghan í stað Bobby Lennox. Jóhannes Eðvaldsson var færður aftur sem miðvörður í stað Roddy McDonald. „Það var erfitt að leika í Skotlandi á laugardag — vellir frosnir,” sagði Jóhannes, þegar Dagblaðið ræddi við hann í gær. „Dundee Utd. skoraði á undan — Hall — og að var klaufalegt mark. Langur bolti fram — Hunter kallaði en við lentum saman og eftir- leikurinn var auðveldur fyrir Dundee- leikmanninn. Kenny Dalglish jafnaði og Poul Wilson skoraði sigurmarkið fyrir hlé. í síðari hálfleik beinlínis óðum við í færum, en tókst ekki að skora. Wilson komst tvívegis m.a. frír að markinu — einnig Dixie Deans. Dun- dee Utd. slapp því vel frá leiknum,” sagði Jóhannes ennfremur. Úrslit urðu annars þessi: Aberdeen — Ayr 2-1 Celtic — Dundee Utd. 2-1 Dundee — Rangers 1-1 Hibernian — St. Johnstone 5-0 Motherwell — Hearts 2-0 Pettigrew skoraði bæði mörk Mother- well. Derek Johnstone fyrir Rangers í byrjun s.h., en nafni hans hjá Dundee jafnaði. Hibernian vann stærstan sigur og keypti í sl. viku Mike MacDonald markvörð frá Stoke City. Staðan er nú þannig4 Celtic 23 14 4 5 49-30 32 Rangers 23 13 5 5 39-20 31 Motherwell 23 11 7 5 42-30 29 Hibernian 22 11 6 5 39-25 28 Aberdeen 23 9 7 7 37-33 25 Hearts 23 7 8 8 27-34 22 Dundee 23 7 7 9 38-44 21 Ayr 23 8 4 11 30-39 20 Dundee Utd. 22 4 6 12 26-38 14 St. Johnst. 23 2 2 19 23-57 6 Á Skotlandi ræður markamunur — ekki markahlutfall og Celtic og Rangers standa alveg jafnt að vígi með mörkin, 19 mörk í plús hvort félag. Flugstjórinn reynir aö telja Bomma af þvf að reyna að leita eftir hjálp •'Hrein vitleysa — skógurinn er dauöagildra Ég verö að reyna. Félagi minn deyr ~) j.ef ég næ ekki f hjálp^ y 'rHverníg ætlar þú aö fara) þegar viö vitum ekki hvar viö erumV J € W' V. A ég baraaöbföaogsjávinminndeyja? JE2 Nei, Bommi, en reyndu aö vera ^rólegur um stund og sjá hvort y— w Jyálpberstekki.JR^ ■luvs NAS Óvœnt tap Óvæntustu úrslit helgarinnar eru vafalaust sigur FH yfir íslandsmeisturum Vals — 16- 10. Þá kom berlega í Íjós hve Sigrún Guð- mundsdóttir er Val dýrmæt — hana vantaði í leikinn gegn FH. Og án hennar átti Valursér aldrei viðreisnar von — staðan í hálfleik var 5-4 FH ! vil og fljótlega í byrjun síðari hálfleiks jókst munurinn í 5 mörk — og þá var ekki spurt að leikslokum. Þær Katrín Dani- valsdottir og Svanhvít Magnúsdóttir voru drýgstar í liði FH — skoruðu sfn 5 mörkin hvor. Við þessi úrslit opnaðist deildin upp á gátt. Ármann átti aldrei í neinum erfiðleikum með ÍBK — öruggur sigur 21-11. Þjáningarsystur ÍBK í botnbaráttunni — Víkingur — léku einnig og töpuðu einnig — nú fyrir KR 8-13 eftir að jafnt hafði verið i hálfleik, 4-4. 14 10 10 10' 6 4. 1 1 Staðaní 1. deild Orslit leikja helgarinnar: 1. deild Vikingur — Haukar 2. deild ÍR — KA KR — ÞÓR Fylkir — KA UBK - ÞÓR 1. deild kvenna Víkingur — KR Ármann — ÍBK Valur — FH 23-21 16-16 28-23 23-24 13-14 8-13 21-11 10-15 Staðan í 1. deild: Valur 11 7 1 3 217-186 15 FH 11 7 0 4 145-220 12 Haukar 11 5 2 4 210-200 12 Fram 11 5 2 4 185-180 12 Víkingur 11 6 Q 5 228-226 12 Þróttur 11 4 2 5 209-209 10. Ármann tl 3 1 7 170-229 17 Grótta 11 3 0 8 193-220 6 Markhæstu leikmenn íslandsmótsins eru: Friðrik Friðriksson, Þrótti 70/15 Páll Björgvinsson, Vík. 67/23 Pálmi Pálmason, Fram 60/18 Viðar Símonarson, FH 59/20 Björn Pétursson, Gróttu 55/24 Næstu leikir verða sunnudaginn 8. febrúar í Höllinni. Þá leika Þróttur og Fram og síðan Ármann og Vikingur. Naumir sigrar norðanliðanna Bæði Akureyrarliðin — KA og Þór tefldu á tæpasta vaðið í leikjum sinum i gær í 2. deild fslandsmótsins. En bæði liðin komu út sem sigurvegarar — KA sigraði Fylki 24-23 og Þór vann nauman sigur á botnliðinu — UBK 14-13. Staðan i 2. deild er nú: ÍR KA KR 8 3 14 9 3 15 ÍBK Leiknir Þór Fylkir UBK 10 8 2 0 246-155 18 9811 188-166 15 10 7 0 3 250-207 14' 140-162 183-211 7 7' 6 4 10 1 1 8 147-113 3 h. halls. 9305 184-190 9 2 0 7 138-172 Heimsmet Hans van Helden, Hollandi, 28 ára, setti nýtt heimsmet í 5000 m skautahlaupi á móti í Davos í Sviss á föstudag. Hljóp vegalengdina á 7:07.82 mín. og bætti heimsmet Yuri. Kondakov, Sovét, um 1.1 sekúndu. Þá hljóp hann 1500 m á 1:59.38 mín. Sheila Young, USA, setti nýtt heimsmet í 500 m skauta- nlaupi kvenna — hljóp á 40.91 sek. Alls voru sett tvö heimsmet, 20 landsmet, og þrjú vallarmet í Davos þá þrjá daga, sem keppnin' stóð yfir.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.