Dagblaðið - 02.02.1976, Page 17
Dagblaðið. Mánudagur 2. febrúar 1976.
17
Veðrið 1
Suð-austan gola,
bjart með köflum.
Frostið verður 3-4 stig.
RUTH HILDEGAARD STEINSSON
var jarðsungin frá Akraneskirkju laug-
ardaginn 31. janúar. Rut Steinsson var
fædd 23. október í Pillau í Þýzkalandi. í
Þýzkalandi kynntist hún eftirlifandi
manni sínum, Ingimundi Steinssyni.
Til ársins 1945 störfuðu þau saman við
lagmetisiönað í Phillau, en fluttust
síðan alfarin til íslands. Fljótlega eftir
heimkomuna komu þau til Akraness
þar sem þau hafa búið síðan. Ingi-
mundur veitti Niðursuðuverksmiðju
Haralds Böðvarssonar forstöðu. Ruth
var honum hollur ráðgjafi, því hún
hafði mikla sérþekkingu í þeirri grein.
SIGÞRÚÐUR JÓNASDÓTTIR,
Drápuhlíð 12, andaðist að Elliheim-
ilinu Grund 29. janúar.
EGILL ÓLAFSSON,
Hrafnistu, verður jarðsunginn þriðju-
daginn 3. febrúar frá Fríkirkjunni kl.
13.30.
ÁGÚST JÓH ANNSSON
Hrafnistu, áður til heimilis að Grettis-
götu 46, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 2. febrúar
kl. 13.30.
AXEL SCHIÖTH GÍSLASON
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 2. febrúarkl. 10.30,
EIRlKUR ÞORBERGUP SIGURÐSS
fyrrverandi bifreiða6tjóri andaðist að
Sólvangi 26. janúar. Jarðarförin fer
fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3.
febrúar kl. 1.30. e.h.
AKUREYRI:
SEXTÍU
INNBROT Á
TVEIM
MÁNUÐUM
Innbrotafaraldur sá, er geisað
hefur á Akureyri undanfarna tvo
mánuði, virðist því miður ekki vera í
rénun að sögn lögreglunnar þar.
Nú um helgina var brotizt inn á
fimm stöðum í bænum en hvergi
höfðu þjófarnir mikið upp úr
krafsinu. Þannig var farið inn í
Billiardstofuna, Hafnarstræti 18,
í Ferðaskrifstofu Akureyrar,
verzlunina Hrund og í Sundlaugina.
Auk þess var brotizt inn í Hljómver
við Glerárgötu og þar höfu þjófarnir
á brott með sér plötuspilara,
heyrnartól og segulbandstæki.
„Ástandið er auðvitað illþol-
andi,” sagði Matthías Einarsson
vaktstjóri í viðtali við Dagblaðið í
morgun. „Innbrotin og þjófnaðir
síðastliðna tvo mánuði eru nú orðin
um 50 og alls staðar eru unglingar
að verki. Mestur hluti þessara
fjögurra til fimm stráka á aldrinum
fjórtán til fimmtán ára hefur safnað
utan um sig öðrum reynsluminni og
skipulagt þessi innbrot.”.
Sagði Matthías að erfitt myndi að
komast fyrir þessa óknytti fyrr en
hægt væri að koma unglingum þess-
um fyrir á heimilum í sveit, en slíkt
virtist ekki vera fyrir hendi. -HP
: Fundir
i........... j
Kvenfélag
Laugarnessóknar
heldur aðalfund mánudaginn 2. febrúar
kí. 8.30 í fundarsal kirkjunnar. Venju-
leg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Kvenfélagið Heimaey
Munið fundinn þriðjudaginn 3. febrúar
kl. 20.3 í Domus Medica.
Átthagafélag Sandara
heldur aðalfund sunnudaginn 8.
febrúar kl. 2 að Hótel Esju, 4. hæð.
Venjuleg aðalfundarstörf og fleira.
Mætum öll.
Stjórnin
Kvenfélag Háteigssóknar
Aðalfundur vcrður í sjómannaskólanum
þriðjudaginn 3. febrúar kl. 8.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Skemmtiþáttur: Anna Guðmundsdóttir
leikkona.
Stjórnin.
Skrifstofa félags
einstæðra foreldra
Traðarkotsundi 6 er opin mánudaga og
fimmtudaga kl. 3-7 e.h., þriðjudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 1-5. Sími
11822. Á fimmtudögum kl. 3-5 er
lögfræðingur FEF til viðtals á skrif-
stofunni fyrir félagsmenn.
DAGBLAÐIÐ er smóauglýsingablaðið
Einn þeirra sem sitja inni:
Hafði nœstum því
valdið dauða manns
um haustið 1973
„Það bjargaði lífi mínu að þeir
hentu í mig klóssettkassa, sem þeir
fundu þarna nálægt, um leið og þeir
fóru. Vatn úr kassanum vakti mig
til meðvitundar,” sagði ungur maður
sem haustið 1973 fannst nær dauða
en lífi eftir misþyrmingar tveggja
manna á auðri lóð við Rauðarárstíg.
Annar þeirra manna, Kristján
Viðarsson, situr nú í gæzluvarðhaldi
og hefur játað aðild að morðinu á
Guðmundi Einarssyni fyrir tveim
árum. Komið hefur í ljós að
maðurinn á sér langa afbrotasögu,
þar sem sumir glæpirnir hafa verið
það alvarlegir, að ætla mætti, að
hann hefði ekki átt að geta gengið
um laus.
Nánari málsatvik varðandi atburð-
inn við Hlemm haustið 1973 voru
þau, að Kristján og félagi hans töldu
að ungi maðurinn, sem hér segir sögu
sína, hefði komið upp um stuld
þeirra á gítar úr Hljóðfærahúsinu þá
um haustið.
Sátu þeir fyrir honum við Tóna-
bæ og neyddu einhvern, sem ungi
maðurinn gat ekki nafngreint, til
þess að aka sér um bæinn. Tvisvar
sinnum þjörmuðu þeir að honum á
leiðinni, en er niður að Hlemmi var
komið var hann hrakinn út úr bíln-
um. Sögðu þeir honum að nú ætluðu
þeir að drepa hann.
Kristján og félagi hans börðu nú
unga manninn og spörkuðu í hann
þar til hann missti meðvitund.
„Ég man ekki hvað gerðist eftir
það, en þeir héldu áfram að sparka,”
segir hann. „Það eina sem ég veit er
að ég vaknaði allur blautur og kaldur
og mér tókst einhvern veginn að
komast út á Hlemm, þar sem einhver
fann mig. Uppi á slysavarðstofu
kom í ljós, að ég var aílur mjög
brotinn í andliti, brákað nef og kinn-
bein brotin. Allar tennur voru laus-
ar, en verst hefur mér gengið að ná
mér að fullu í bakinu. Eymslin .þar
taka sig alltaf upp aftur, þrátt fyrir
sprautur og nudd.”
Kristján og félagi hans fengu skil-
orðbundinn fangelsisdóm fyrir þetta
athæfi og lét Kristján sér það greini-
lega ekki að kenningu verða. Ungi
maðurinn sagði í viðtalinu, að hann
hefði alltaf farið á dansleiki eða önn-
ur mannamót í fylgd vina og það
hefði einu sinni komið fyrir, Sð þeir
hefðu hitzt síðan atburður þessi gerð-
ist. Var það í Þórscafé, en þá gátu
vinir hans komið í veg fyrir árás
Kristjáns.
Þá hefur hann verið dæmdur fyrir
árás á eldri konu hér í bæ og vitað er
um mörg önnur afbrot, sem
maðurinn er aðili að.
„Þetta er allt dómskerfinu að
kenna,” sagði ungi maðurinn. „Þeir.
vita það að þeir fá bara skilorðsbund-
inn dóm og geta því gengið um
frjálsir ferða sinna eftir sem áður.” —
HP.
ÚTSALAN
heldur áfram
Mikil verðlækkun
Skósel,
Laugavegi 60,
símí 21270
DIPREIOA CIGCnDUR!
VI6 frtsmkvasrfium
véla- hjóla- og Ijósastillingu
Eftirfarandi atrlöi eru innifalin f vélastillingu:
1. Skipt um kerti og platinur.
2. Mæld þjappa.
3. Athuguö og stillt viftureim.
4. Athuguð, eöa skipt um loftsiu.
5. Stilltur biöndungur og kveikja.
6. Mældur startari, hiebsla og geymir.
7. Mæld nýtni á bensfni.
8. Mældir kertaþræöir.
9. Stilitir ventlar.
10. Hreinsuö geymasambönd.
11. Hreinsaöur öndunarventill.
12. Hreinsuö, eöa skipt um
Verö með söluskatti án varahluta:
An ventlastillingar:
4 cyl. kr. 4.200,-
6 cyl. kr. 4.750,-
8 cvl. kr. 5.450,-
Meö ventlastHlingu:
4 cyl. kr. 5.400,-
6 cyl. kr. 6.050,-
8 cyl. kr. 7.250,-
Vélastilling sf.
Aður O. Engilbertsson h.f.
Stilli- og vélaverkstæði
Auðbrekku 51 K. sími 43140