Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 2
2 r Dagblaðið. Þriðjudagur. 3. febrúar 1976. ■S'í HANN EIRÍKUR HEFUR EKKIGERT FYLLILEGA HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM STRÆTISVAGNAFARÞEGI skrif- ar: „Eiríkur Ásgeirsson forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur er vörpu- legur maður og tekur sig vel út á mynd. Það mátti glöggt sjá á dögun- um, þegar myndir af honum birtust í flestum, ef ekki öllum, blöðunum. Tilefnið var varnarræða mikil, er hann reit fyrir strætóana sína, sem ýmsum finnst ekki þjóna notendum sínum sem skyldi. Ég er Eiríki reynd- ar sammála um það, að strætisvagn- ar eigi að hafa forgang í umferðinni vegna þeirrar tímapressu, sem á þeim er, og vegna væntanlegra far- þega, sem verða að híma úti, meðan þeir bíða þeirra. Hins vegar eru strætisvagnabílstjórar misjafnir eins og aðrir, og stundum finnst manni þeir mættu fara ögn varlegar. En einu gleymdi Eiríkur í varnar- ræðu sinni. Hann hefði gjarna mátt svara þeirri gagnrýni á miðasölukerfi SVRsem oft hefur birzt opinberlega. Til að gera langa sögu stutta ætla ég að spyrja beint: 1. Hvers vegnaerufullorðnum seld 300 kr. kort í strætisvögnunum en ekki börnum? 2. Hvers vegna geta fullorðnir að- eins keypt 300 kr. kort í vögnunum, en ekki 100 kr. kort? 3. Hvers vegna eru útsölustaðir korta aðeins á Hlemmi og Lækjar- torgi? 4. Hvers vegna er ekki hægt að selja kort í vögnunum sjálfum gegn því skilyrði að menn komi með réttu upphæðina?” HVER VAR ÁSTÆÐAN..? LESANDI SPYR: ,,Ekki alls fyrir löngu var skipt um uppþvottákerfi í eldhúsi Landspítal- ans, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi. í eldhúsinu var þriggja ára gömul vél — sem hafði reynzt að einhverju leyti gölluð — það eryfæri- bandakerfi hennar var gallað. Undir venjulegum kringumstæðum eiga slíkar vélar að endast í 10—15 ár. Mér er kunnugt um að.seljendur vélarinnar, sem var áður tekin úr eldhúsinu, höfðu boðið fram nýjar vélar og að taka þær gömlu að.ein- hverju leyti uppl sem nokkurs konar skaðabætur fyrir galla eldri vélanna. Því kom mér svolítið kyndugt fyrir sjónir þegar aðrar vélar voru keyptar — og kostuðu þær um 6 milljónir króna. Því spyr ég: Hver er ástæðan fyrir því að skipt var um uppþvottavélar í eldhúsi Landspítalans, eftir aðeins þriggja ára notkun, og nýjar vélar keyptar í staðinn?” Dagblaðið hafði samband við Davíð Gunnarsson, forstjóra skrif- stofu ríkisspítalanna, og einnig Ásgeir Jóhannsson, forstjóra Inn- kaupastofnunar ríkisins. Þar kom fram að þær vélar sem áður voru í eldhúsi Landspítalans, höfðu alls ekki reynzt fullnægjandi, sífellt hefði færibandakerfi vélarinnar verið að bila og valdið öryggisleysi í rekstri. Eitt meginskilyrði í eLdhúsi sem Landspítalans sé rekstraröryggi, þar sem eldhúsið annast matseld fyrir 600 manns á hverjum degi. Það hafl verið alveg rétt, seljendur þeirra véla sem áður höfðu verið í eldhúsinu, höfðu boðizt til að selja nýjar vélar og taka þær gömlu upp í að ein- hverju leyti. Þegar dæmið hins vegar var gert upp kom í ljós að hagkvæm- ara reyndist að kaupa nýjar vélar og þannig tryggja rekstraröryggi. . ÓSKILJANLEGUR ÓLESTUR í SAMGÖNGUMÁLUM auðveldara viðfangs. Einnig kemur þeim sem ekki hafa kynnzt þessu réttlæti áður nokkuð spánskt fyrir sjónir, að töluvert dýrara er að fara með almenningsvagni frá Lækjargöt- unni til Hafnarfjarðar en í Breið- holtið frá sama stað, þó um sama kílómetrafjölda sé að ræða. Það sama gildir að sjálfsögðu um leigubíla. Mikið vítamínleysi virðist þjá þingmenn þegar þessi mál eru annars vegar og tæki bréfritari glaður þátt í kostnaði við læknishjálp þeim til handa, ef orðið gæti þeim líkam- leg og andleg uppörvun. Vonandi hefur það engin áhrif á afstöðu þeirra þegar á hólminn er komið, að mikill meirihluti þing- manna hefur aðsetur í Reykjavík yfir þingtímann og það sama gildir um þá sem að okkar dæmalausu sam- göngumálum standa. Bréfritari krefst þess að þessum þyrnirósarsvefni ljúki hið snarasta.” með óbreyttri röggsemi þeirra sem vegamálum stjórna fer þetta að verða óhjákvæmilegt. Hefur aldrei verið gerð könnun á því, hvað það kostar íslenzku þjóð- ina að hafa þarna aðeins eina akrein í hvora átt? Að ekki sé minnst á nákvæmlega. enga fyrirhyggju sem viðhöfð er, taki snjókornin upp á þeim ósóma að falla á Ar/narnes- hæðina. Trúlega myndi mörgum bregða í brún við að líta augum niðurstöður þeirrar rannsóknar. Er ekki tilvalið að skipa nefnd í málið? Nefndir hafa víst örugglega verið skipaðar af minna tilefni hér á landi. Og fyrst samgöngumál þessa byggðarlags eru nefnd væri ekki úr vegi að minnast á strætisvagnakerfið. Til þess að geta notfært sér þá þjón- ustu sem þar er á „boðstólum” verða menn að vera nokkuð kunnugir. Eng- ar merkingar eru á viðkomustöðum vagnanna — og virðist álíka erfitt að öðlast vitneskju um það og um ríkis- leyndármál væri að ræða. Og hefur jafnvel það síðarnefnda virzt sýnu Það er löngu vitað að Hafnarfjarðarvegur annar alls ekki þeim mikla umferðarþunga, sem daglega fer þar um. Er að vonum að Hafnfirðingar og aðrir sem um veginn fara séu orðnir langþreyttir á samgöngumálunurru REIÐUR HAFNFIRÐINGUR skrifar: „Hvenær skyldu stjórnvöld láta sér hugkvæmast að þeir sem búa í Hafnarfirði en vinna í Reykjavík stunda vinnu sér til lífsviðurværis en ekki skemmtunar? Ástand í samgöngumálum þar er í óskiljanlegum ólestri. Reyndar þannig að ótrúlegt virðist að nokkur ráðamanna þjóðarinnar telji umbætur þar á nokkurn hátt í sínum verkahring. Sennilega væri gáfulegast fyrir íbúa á þessu svæði að leggja bílum sínum yfir vetrartímann og kaupa sér góðan hest. í mestu snjókomunni gætu snjóþrúgur verið haldbezta lausnin. Þar myndi mörgum þykja stigið skref aftur til nítjándu aldarinnar, en Raddir lesenda STÓRKOSTLEGT LEIKRIT Á DAGSKRÁ ÚTVARPSINS „Mig langar til þess að þakka leiklistardeild ríkisútvarpsins fyrir frábært leikrit s í. fimmtudag. Var þetta sýning Leikfélags Reykjavíkur á Dauðadansinum eftir Strindberg. ■ Eg hef oft áður heyrt góðan leik hjá okkar frábæru leikurum í út- varpinu en sjaldan eins og -núna. Helga Bachmann er nú líka alveg einstök í þessum persónúm Strind- bergs og Ibsens, nær þeim alveg frábærlega vel. Svo ekki sé minnzt á Gísla Halldórsson. Mér finnst það ætti að sæma hann verðlaunum fyrir frábæra frammistöðu. Þorsteinn Gunnarsson var líka alveg prýðileg- ur, hann hefur sérlega skemmtilega rödd og er einstaklega skemmtilegur leikari. Mér finnst kvöldstund við út- varpið, þegar gott leikrit er á dag- skrá, alveg einstaklega vel varið og vil segja kærar þakkir.” Anægður útvarpshlustandi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.