Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 14

Dagblaðið - 03.02.1976, Qupperneq 14
Dagblaðið. Þriðjudagur. 3. febrúar 1976. Nú skal það vera rðndótt eða köf lótt Fyrra mánudag opnuðu tízkuhúsin í París vorsýningar sínar. Hérna er örlítið sýnishorn. T.v. er strandklæðnaður frá Jean Patou, — bikini úr beige-lituðu silki með brúnum röndum. Til hægri eru tvö ,,dress” frá Pierre Belmain, dökkblá dragt með hvítum röndum, og hvítur stráhattur. Buxnadragtin er svört með hvítum köflum og loðkápan er hvítur ,,saga”-minkur. Takið eftir hattinum sem er úr hvítu filti. Neðan á barðinu er eins konar sólhlíf úr dökku plasti. Hvílíkur bjáni, segir Karl Malden. Ef ég bara hefði... — ,,Það var árið 1952 eða 53,” segir kvikmyndaleikarinn Karl Malden, ,,að rithöfundurinn John Steinbeck hafði skrifstofu við hliðina á minni. Hann mætti á hverjum morgni á mínútunni 8:15 með skrif- blokk og krús með 80 blýöntum. Það mátfi heyra suðið, þegar hann yddaði alla áttatíu blýantana. Um það bil klukkustund síðar var hann vanur að koma inn til mín og lesa fyrir mig það sem hann var búinn að skrifa. Það var aldrei neitt í tengslum við það sem hann átti að vera að skrifa, heldur alls kyns sam- tíningur, — hvað fyrir augu hans bar á leiðinni í vinnuna, — og eitthvað almenns eðlis. Þegar ég spurði hann hvers vegna hann væri að skrifa þetta, sagðist hann þurfa að ,,hita sig upp,” áður en hann byrjaði á ritverkr inu sem í smíðum var. Hvílíkur bjáni sem ég var,” segir Karl Malden. ,,Að ég skyldi ekki halda þessu saman. Ef ég hefði gert það gæti ég gefið það út í bókarformi í dag og orðið ríkur af. Bókin hefði getað heitið: ,John Steinbeck hitar sig upp.” Sjo hljómleikar á þrem dögum Sö'ngvarinn 'góðkunni Roger Whittaker, sem við sögðum frá í Dag- blaðinu á laugardaginn var, er núna kominn til Oslo. Myndin er tekin þar á blaðamannafundi í vikunni sem leið. Hann mun halda sjö hljómleika á þrem dögum, og verða þeir í Osló, Björgvin og Þrándheimi. Með í ferðinni er hljómsveitin „SAFFRON.” ÞAÐER STUNDUM Gon AÐ HAFA GÓÐAN TALANDA Oft á tíðum kemst maður í mjö^f svo óþægilegar kringumstæður sem erfitt er að snúa sig út úr. Þá kemur það'oft að góðu haldi að hafa góðan talanda en þá er lika betra að tala ekki af sér eins og bílstjórinn sem lögreglan stöðvaði gerði. Raunar stöðvaði lögregluþjónninn hann í þeim eina tilgangi að hrósa honum fyrir hversu vel hann keyrði og hafði mörg fögur orð um að hann væri öðrum til fyrirmyndarHjá honum væri það auðsjáanlegt að öryggið væri fyrir öllu. Hverju haldið þið svo að bílstjórinn hafi svarað? ,Ja, maður verður að keyra varlega þegar maður er á því.” Við ætlum að koma með nokkur dæmi um hvernig á að svara og hvernig ekki í ýmsum tilfellum. Þú ert sezt niður í þægilegan stól, borðar popp og horfir á Columbo. Það er hringt og þú veizt upp á hár hver það er. Það er strákurinn sem vinnur með þér. Hann ætlar að bjóða þér út, en þig langar ekki út með honum. Undir venjulegum kring- umstæðum gætir þú komið með ein- hverja afsökun og gleymt símtalinu þégar. En þar sem strákurinn vinnur með þér verður þú að koma með góða afsökun, svo að þú særir hann ekki. Hann verður samt að skilja að þú vilt ekkert hafa með hann að gera. Segðu ekki: Nei, takk. Ég er vandlátari en svo. Þar að auki þarf ég að þvo mér um hárið á hverju kvöldi alla þessa viku. Nei, þú ert andfúll. Heyrðu, varst það ekki þú sem komst systur minni í vandræði? Ég fer út með herrum, ekki smá- pöttum. Heyrðu mig, ég hef nú heyrt ýms- ar sögur um þig, góði. Segðu: Það væri mjög gaman, en ég get ekki verið kærastanum ótrú. AÐ KOMA SÉR UNDAN STEFNUMÓTI

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.