Dagblaðið - 21.02.1976, Page 2
;#»
Dagblaðið. Lat|g'ardagur 21. febrúar 1976.
Háaloftið
NULLIN OG
VERKFÖLLIN
— og verkfallsglorían um hausinn á forystunni
Pegar þetta er skrifað er nýhafin
enn ein törn í þjóðarsporti okkar,
verkföllunum. Enn einu sinni er allt
lamað, sem ætti að vera lifandi, og
flestir verkfallsmenn sitja heima með
kveisusting yfir því, hvernig í ósköp-
unum þeir kljúfi þær fjárhagsbyrðar,
sem þeir bera, og hvernig þeir eigi
fyrir næsta skammti á diskana.
Það var sagt, að drengnum sem
hljóp um og hrópaði „úlfur, úlfur,”
hefði ekki verið bjargað, þegar
loksins kom úlfóféti á eftir honum.
Einhvern veginn læðist að manni sá
beigur, að hið margprísaða verkfalls-
vopn sé orðið eins konar úlfur úlfur.
Ekki trúi ég að það sé eingöngu
vegna þess, að ég hef aldrei tekið þátt
í verkfalli sjálfur.
Á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn
er síðan íbúi háaloftsins fór ögn að
fylgjast með málum, hefur sama
sagan ævinlega virst vera uppi á
teningnum. Nokkrir menn, sem eiga
virðingar að gæta í forsvari fyrir hinn
svokallaða verkalýð, sumir þeirra
menn, sem ekki hafa unnið með
vöðvunum síðan þeir voru peyjar,
halda í stóla sína og stöður með því
að koma af stað verkföllum við og
við, til að sýna lýðnum og sanna, hve
góðir forsvarsmenn þeir séu. Sér til
hægri — eða eru þeir kannski örv-
hentir? — handar hafa þeir hóp
æstra og dyggra sveina. Þeir, og fáir
aðrir, því miður, koma á fundina þar
sem kosið er um verkfallsheimildir.
Þeir, sem eru í hjarta sínu á móti
verkföllum af biturri reynslu, koma
ekki á fundina, illu heilli. Þannig kýs
tiltölulega fámennur hópur verkföll-
in, en þeir hálfvolgu sitja svo eftir og
verða gramir, þegar verkföllin dynja
yfir.
En allt eru þetta núll, eins og
maðurinn sagði, og eins og maðurinn
sagði líka hefur núll ekkert gildi
nema með því sé einhver stafur, sem
gefur því gildi. Og gildisstafurinn,
sem þessi núll margfalda, er blessuð
pólitíkin okkar, sem hefur það
heiðarlega markmið að klekkja á
andstæðingnum, hvaða ráð sem til
þess eru og hvaða afleiðingar sem þar
kann að hafa. Þannig róa hægri
menn undir verkföllum, þegar vinstri
stjórn lafir í stólunum, en vinstri
menn ala á, þegar hægri stjórn situr
eða hægri mið, eins og núna.
Og hvað hefst svo upp úr bröltinu?
Jú, kaupið hækkar um fáein prósent
og vinnuveitandinn borgar dálítið
meira í þennan sjóð eða hinn, þessi
og þessi kaffitími lengist eða kemur
nýr,og allir eru afskaplega ánægðir
þegar þeir fá fyrstu útborgun sam-
kvæmt nýju samningunum, þótt út-
borgunin hrökkvi skammt upp í það
sem safnast hefur upp meðan ekkert
kaup fékkst af því það var verkfall.
Svo líða vikur, kannski tveir þrír
mánuðir, þá kemur nýtt verð á þessa
vöru eða hina vöruna og svo koll af
kolli, þangað til vöruverðið er orðið
hærra prósentvís heldur en sú kaup-
hækkun, sem fékkst til að leiðrétta
það sem kaupmáttur gamla kaupsins
hafði rýrnað frá næstu samningum
þar á undan eða eitthvað í áttina, og
þar af leiðandi alveg sjálfsagt að
byrja ballið upp á nýtt, rétt í þann
mund sem svolítið jafnvægi er að
nást milli vinnulauna og verðs á vöru
og þjónustu, sem er bein afleiðing af
kaupinu. Og þá er mál að byrja upp
á nýtt, hvort sem það er nú af hægri
þrýstingi eða vinstri þrýstingi, því
alltaf situr í landinú einhver stjórn,
og þá er líka einhyer stjórnarand-
staða, sem hrærir í „verkalýðnum”
til þess að reyna að spilla fyrir stjórn-
inni, því eins og alþjóð er kunnugt
má ekki stjórna á íslandi, bara klóra í
bakkann eftir á, þegar allt er að fara
til fjandans.
Vinur minn, sem er blaðamaður,
sagði mér eftir allsherjarverkfallið í
febrúar 1974, verkfallið, sem kom af
stað mestu verðbólguhrinu, sem yfir
okkur hefur gengið, að hann væri
ekki í neinum vafa um það, að
margir samningamanna tækju þetta
samningagauf sem sport eða verulega
vel lukkaðan túr; þeir hefðu haft öll
þægindi og fínirí úti á Loftleiða-
hóteli og étið og drukkið eins og þá
lysti, það væri ekki nema von að þá
munaði í slaginn. Sumir þeirra, sem
hann nafngreindi, hefðu beinlínis
látið í ljós við hann og fleiri hvílíkir
dýrðardagar þetta væru. Þess vegna
er auðvitað best að drífa í verkfalli
sem fyrst og það má gjarnan vera
dálítið langt.
Á meðan herðum við hin, sem er
lögum samkvæmt bannað að fara í
verkfall af því líkast til að við séum
ekki „verkalýður,” sultarólina og
líðum margháttuð óþægindi og
erfiðleika til þess að finna til sam-
kenndar með veslings láglaunafólk-
inu, sem er með nokkurnveginn sama
kaup og við og hefur verið á miklu
hraðari uppleið að undanförnu og að
sjálfsögðu erum við full aðdáunar á
forystu þess og baráttu. Við lesum
um, heyrum og sjáum, hvernig hel-
vítis auðvaldið arðrænir „verkalýð-
inn” meðan atvinnurekendurnir
fitna eins og púkar á fjósbitum, og
hvernig verkalýðsfélögin beita
úreltu verkfallsvopni sínu til að knýja
fram bita af þjóðarkökunni, samtals
stærri bita en kakan er.
Lausnin á þessu er auðvitað
einföld. Við leggjum bara niðui
vinnuveitendur og gerum alla starfs-
menn hvers fyrirtækis og verks að
eigendum þess, svo allir beri jafnt úr
býtum. Til eru samvinnu-
þjónustu-félög, þar sem allir verka-
mennirnir bera jafna ábyrgð, ráða
sameiginlega og skipta svo jafnt á
milli sín. Fjárhagslega hafa þessi
félög gefíð góða raun, en þau hafa
líka klofnað eins og önnur fyrirtæki
þar sem of mikið er af kóngum.
Það væri að minnsta kosti fróðlegt
að vita, hvort allir væru færir um og
nenntu að axla ábyrgð stjórnunar á
sínu fyrirtæki til að fá hlutdeild í
hinum svimandi gróða atvinnurek-
andans. Það myndi að sjálfsögðu líka
binda enda á öll þessi gríðarlegu
skattsvik og alla spillingu sem þrífst í
skjóli þessara anskota sem lifa á ann-
arra vinnu (vinna með hausnum telst
ekki til vinnu, sem kunnugt er.) Og
þá væri þjóðin laus við verkföllin að
sjálfsögðu, því þar fer enginn að fara
í verkfall til að heimta hærra kaup af
sjálfum sér.
En hvað á þá að gera við forustu-
verkalýðinn, sem lifir á því að sýna
hvers hann sé megnugur með góðu
verkfalli?
Kristinn Snœland,
sveitarstjóri
ó Flateyri:
Grein þessa ber að skoða sem svar
við skrifum íþróttafulltrúa ríkisins,
Þorsteir.s Einarssonar, og sonar hans,
Jes Einars arkitekts, um íþróttahús
og sundlaugarhús á Flateyri í Tím-
anum og Dagblaðinu, sem hafa verið
svo „Frjáls dagblöð” að láta sig
málið skipta.
Það sem var
Um 1937 hófu Flateyringar að
nota vatnsþró við Sólbakkaverk-
smiðju til sundæfinga. Hún var hituð
upp með gufu frá verksmiðjunni en
þó aðeins þegar gufuafl var af-
gangs. Við laugina var timburskýli,
þar sem menn höfðu fataskipti.
Sundlaug þessi var ekki notuð nema
fáein ár.
Síðar var notazt við kælivatnsþró
við frystihúsið á Flateyri en íþróttafé-
lagið Grettir sá um hana og byggði
þar m.a. baðklefa. Þessi laug var
notuð í mörg ár. Með þessu eru
upptalin þau íþróttamannvirki scm
notuð hafa verið á Flateyri undan-
farna áratugi.
Núverandi aðstaða
Knattspyrnuvöllur er hér nú og er
hann allgóður eftir miklar lagfæring-
ar sl. sumar. Við völlinn eru hlaupa-
brautir í byggingu og stökkgryfjur.
Handboltavöllur er enginn en síðan
aðalgatan hér var malbikuð hefur
henni verið lokað að hluta nokkur
kvöld í viku á sumrin, og þar hafa
handboltaæfíngar farið fram.
í samkomuhúsinu, sem hefur enga
baðaðstöðu, fær íþróttafélagið inni
Raddir
lesenda
r,—
f
TÓMASSON ^— t. Jf
STOLPA BEI1IR KJAFTI
VILHJALMUR .
HALLGRÍMSSON
Alþingi, utan dagskrár
Stefán ekki stillist hót.
Stólpa beitir kjafti.
Okkar beittu breiðu spjót
brýtur Geir af skafti.
Virðing spara verð ég rara
— vel þó stari fábjáni —
Held ég bara hætti að svara
hinum gara Stefáni.
Þjóðin virðir þig ei par.
Þú ættir sem fyrst að víkja.
Sannleik Jónas sagði þar.
Sauðahausar Iandið svíkja.
Sigmund
Tveir um þorskinn togast þeir
Trauðla sést hvor eftir gefur.
Wilson snýr nú vart á Geir.
Virðulegra nef hann hefur.
Fiskurinn veit
Auðmenn ennþá erum vér
enn er líf í sjónum hér
ef ofveiði er slunduð frá hann fer
fiskurinn hygginn er.
Hann yfir-gefur íslandsmið
ef þau veita ei lengur frið
til að ala upp ungfiskið
svo eflist fiskalið.
í úthafíð fullvaxinn fiskur fer
en fljótt heim aftur víkur sér
búskapinn vill hann byrja hér
það blessun landsins er.
Við fiski’ höfum Iengi lifað á
enn lífsvenjur hans er illt að fá
fólkið til að fallast á
að furða það kallast má.
S.S.
Lítið í þeim vitið vex
í viðureign viðBreta.
Það er sífellt sama, sex-
skjalið, sem þeir meta.
Bretinn þó að brjóti í grið
beiti vopnum stálsins
íslandsstjórn er alla tíð,
„á því stigi málsins.”
Eftir þvælu leiða og langa
loks þeir birtu vilja sinn.
Að fengnu höggi á hægri vanga
hyggjast bjóða vinstri kinn.
A.K.
Herskipið Baldur
Það er engin beygla’ hann Baldur
á bryndrekana æðir kaldur.
Kongunlegi flotinn fríði.
friðlaus er í þessu stríði.
Undan Baldri óðar hrökkva
að því kojnnir rétt að sökkva.
Illa Wilson líst á leikinn
Langt í frá að Geir sé hreykinn.
Erfitt mjög það er að meta
hvort okkur styður, eða Breta.
En augun hljóta illa að fara
ef ekkert gert er nema stara.
Þeim sem leita’ að léttu gríni,
lítil þó að afrek sýni.
Alveg eru ómissandi
auíabárðar þessu landi.
Úr vinstri og hægri villu sýn
verður stundum gaman.
Er Dagblaðið í dálka grín
dritar öllu saman.
Sunna hefir sóma með
séð um marga auma
og hefír oft á lofti léð
ljúfa sólskins drauma.
í sólskininu suður frá
segjast margir gleyma
skruggunum sem skella á
og sköttunum okkar heima.
S.S.
Botnar óskast:
Kálfar Geirs nú bölva’ og baula.
Böndin slíta. kvígur læla.
Rússinn engum gcfur grið.
Gætið hans og miðin passið.
■