Dagblaðið - 21.02.1976, Síða 3

Dagblaðið - 21.02.1976, Síða 3
Dagblaðið. Laugardagur 21. febrúar 1976. 3 VIÐ VIUUM BYGGJA! — íþróttahúsið og sundlaugin ó Flateyri, og kostnaður vegna „sérfrœðinga" með badminton, leikfimi og gólfæf- ingar. Eins og sjá má er aðstaða til íþrótta fábrotin en bagalegast er þó að engin baðaðstaða er, hvorki við íþróttavöll né samkomuhús. verksins, heldur bendir húsameistari ríkisins á Jes Einar, „sem unnið hefur að álíka verkefnum í umboði teiknistofu okkar”. Farið af stað Árið 1972 eða fyrr vaknar mikill áhugi á því að bæta úr brýnni þörf, með því að byggja sundlaug og bað- aðstöðu við íþróttavöllinn. Plastlaug- ar eru þá taldar ódýr og fljótleg lausn, enda góð laug fáanleg á hag- stæðu verði hjá vinveittúm innflytj- anda, Gunnari Ásgeirssyni h.f., sem vegha ættar- og byggðartengsla hefur ætíð reynzt önfirðingum stoð og stytta. Vegna þessa og jafnframt með tilliti til þess að fjárhagur félaga á staðnum og fjárhagur sveitarfélags- ins er naumur, var í upphafi rætt um að fá byggingafulltrúa og jafnframt skólastjóra iðnskóla í plássi nokkru sunnanlands til þess að teikna að- stöðu við laugina. Var þá ætlunin að byggja við sundlaugina lítið, einfalt hús með upphitun og hreinsitækjum í kjallara, en bað og búningsklefum á jarðhæð. Þeir sem í þessum málum stóðu þá segja mér að þessari hugmynd hafi Þorsteinn Einarsson vísað á bug, enda slíkum mönnum ekki ætlandi að hanna vönduð mannvirki heldur skyldu þar til koma arkitektar, verk- fræðingar og aðrir sérfræðingar. Áður en nánar verður fjallað um hlut Þorsteins Einarssonar er rétt að taka fram að hann hefur ávallt unnið samkvæmt ströngustu kröfum ung- mennafélagshreyfingarinnar frá því um aldamót, „vel skal vanda það er lengi skal standa”í heillavænlegri eða óheillavænlegri samvinnu við „lærða sérfræðinga”. Hefur Þorsteinn að- hyllzt þá meginstefnu að það eitt sé vandað sem hannað sé af sérfræðing- um en jafnframt skal þó viðurkennt að til mun nokkuð sem heitir íþrótta- nefnd ríkisins, en henni má eigna það alræðisvald sem þó af einhverj- um ástæðum er eignað Þorsteini, — með réttu eða röngu. Þorsteinn Einarsson á vissulega mikla virðingu skilið, en það felur í sér að gera má þá kröfu til þess að hann þoli gagnrýni. Sonur Þorsteins Áður en lengra er haldið er rétt að taka fyrir sambandið milli íþróttafulÞ trúans og arkitektsins, Jes Einars Þorsteinssonar.Það vill svo til að Jes Einar er sonur Þorsteins Einarssonar, og Jes Einari hafa verið falin ákaf- lega mörg verkefni við íþróttahús og sundlaugabyggingar. Ég tel sjálfsagt og nauðsynlegt að álykta nokkuð þar um. Ekki sízt vegna þess að líklegt er að það þyki tortryggilegt hve mjög verkefni í þessum efnum lenda hjá Jes Einari. Mitt persónulega álit og flestra hér, heid ég, er það að þar sem Jes Einar er alinn upp við íþróttamál á æsku- heimili sínu, hafi hann sjálfkrafa í námi lagt sig sérstaklega eftir því er snertir íþróttamannvirki. Því er sanngjarnt að álykta sem svo að fáir standi honum á sporði varðandi slíka mannvirkjagerð. Ekki sízt þess vegna féllst hreppsnefndin á að fá hann til verksins, þegar húsameistari ríkisins benti á hann í bréfi dags. 26. marz 1973. Hvers vegna húsameistari ríkisins benti ekki á Jes Einar í bréfi dags. 6. nóv. 1972 er óvíst en þá taldi húsa- meistari ríkisins réttast að biðja íþróttafulltrúa ríkisins um að benda á heppilegan arkitekt. íþróttafulltrúi ríkisins gerði það ekki, en um 5 mánuðum síðar hefur húsameistari þó fundið rétta arki- tektinn. Þorsteinn Einarsson er þannig algjörlega saklaus af því að hafa bent á Jes Einar Þorsteinsson til V Fyrstu tölur Átta mánuðum eftir að húsameist- ari bendir á Jes Einar sem arkitekt, fást fyrstu tölur um kostnað við 1. áfanga þeirrar byggingar sem íþróttafulltrúi gat sætt sig við, eða byggingu búningsklefaaðstöðu með plastlaug. Kostnaður í þessu tilfelli er ekki gefinn upp af arkitekt heldur íþróttafulltrúa í bréfi dags. 30. nóv. 1973, en það bréf var sent alþingis- mönnum kjördæmisins og fjárveit- inganefnd Alþingis. í þessu bréfi er kostnaður áætlaður alls 15.6 millj kr. og hlutur hreppsins þar af 8,7 millj. kr., eða rúmlega tvöföld sú upphæð sem það ár var til ráðstöfunar hjá hreppnum til framkvæmda og þótti þetta aðgengilegt. „Sérfræðin” Jafnframt fyrstu tölum frá íþrótta- fulltrúa (íþróttanefnd ríkisins), berast fyrstu iillöguteikningar frá Jes Einari en við athugun þykir bygging- in of stór, ca 990 fermetrar, og er beðið um lagfæringu. í marz 1974 kemur enn tillaga frá Jes Einari og þá um 850 fermetra. Þessi tillaga er samþykkt hér af öllum aðilum og arkitekt falið að vinna verkið. Þann 29. maí 1974 ritar síðan arkitekt bréf til sveitarstjórans á Flateyri og í því bréfi kemur fyrst fram sá hluti „frumkostnaðaráætlunar fyrir íþróttahús og sundlaug á Flateyri” sem nefnist „þóknun sérfræðinga”. Vegna sveitarstjóraskipta liggur bréf þetta athugasemdalaust til 4. júlí 1974 er greinarhöfundur stimplar það „móttekið”. Skv. bréfi þessu er áætluð þóknun sérfræðinga kr. 7.135 þús. en byggingavísiala þá er 1250 stig. Jafnframt er áætlaður bygging- arkostnaður alls 105 millj. kr. og fyrsti áfangi 22 millj. króna án sundlaugarinnar. Þá er teikningin orðin 880 ferm, eitthvað hafði gleymzt. Við þessar tölur urðu menn fyrst verulega hugsi, enda ekki þekkt annað til samanburðar en 300 þús. kr. reikning vegna teikninga á frysti- húsi staðarins, en þær voru gerðar vegna endurbóta á húsinu. Á Flat- eyri höfðu menn ekki kynnzt því að laun hækkuðu eftir því sem dýrar væri unnið (en þannig er taxti sér- fræðinganna) og því sannarlega grunlausir um þann gífurlega hönn- unarkostnað sem fram kom í bréfi Jes Einars frá 29. maí 1974. Framhaldið í bréfi J.E.Þ. frá 29.5. 1974 segir: „nauðsynlegt er að fullvinna allt verkið, en ekki hvern áfanga fyrir sig eftir því sem verkinu miðar áfram.” Með þessu er átt við teikningar og hönnun en ekki bygginguna, m.ö.o. arkitekt og íþróttafulltrúi telja unnt að byggja í þrem áföngum en arki- tekt telur nauðsynlegt að hanna að fullu. Þar sem fram voru komnar efa- semdir á Flateyri um að verk þetta væri hagkvæmt, fór svo eftir nokkra umhugsun að arkitekt var beðinn að stöðva hönnun verksins. Því var svarað að verkefnið væri komið þannig á veg að ekki væri skynsam- legt að hætta án þess að ljúka hönn- un 1. áfanga og var það samþykkt. Hönnun 1. áfanga lauk um áramót 1974—75 og barst bréf frá J.E.Þ. Dags. 10.2. 1975 varðandi málið, en í því er hönnunarkostnaðurinn upp- gefinn alls 3.026 þús. kr., en sam- kvæmt þeim reikningum er borizt hafa er kostnaðurinn alls 3049 þús. kr. Nauðsynlegt er og rétt að<aka fram að enginn hefur dregið opinberlega í efa að nefndir reikningar hönnuða eru nákvæmlega samkvæmt taxta sérfræðinganna, enda hefur það verið athugað og reikningarnir reynzt í öllu samkvæmt taxta. Enn sem fyrr er þó erfitt að skilja grundvöll þess taxta en hann virðist þannig, ef gerður er samanburður að verkakona í frystihúsinu hér fengi því hærri laun sem minna kæmi af nothæfum fiski úr höndum hennar, eða að bíl- stjóri fengi því hærri laun sem bensín- og rekstrarkostnaður bifreiða þeirra er hann stjórnar væri meiri. Ef undirstöðuatriði byggingarfræði eru slík verður að virða okkur Flateyring- um til vorkunnar þó við eigum erfitt með að átta okkur á byggingarfræði sérfræðinganna. Staðan nú Síðasta bréf frá arkitekt J.E.Þ., dags. 10. febr. 1975, gerir ráð fyrir að fyrsti áfangi kosti 43 milljónir kr. Þar af skal Flateyrarhreppur greiða 24 millj. kr. eða 56%. Fjárhagsáætlun Flateyrarhrepps 1975 gerir ráð fyrir 19.8 millj. kr. tekjum og þar af til ráðstöfunar í nývirki um 4 millj. kr., en þá er byggingarvísitala 1455 stig. Nú er byggingavísitala 1998 stig miðað við 1/11 1975 og heildarkostn- aður verksins kominn í 168 milljónir kr. og hlutur hreppsins þá 94 millj. kr. Skrif Þorsteins Mörgum skrifum hans hefur verið svarað hér að framan en rétt er að svara enn nokkrum atriðum er fram hafa komið hjá honum, svo sem: 1. Þ.E. leggur áherzlu á að byggt verði í áföngum. Byggingin verður ekki ódýrari við það. 2. Þ.E. fjallar um samanburð á margs konar einingahúsum og segir stálgrindahús dýrust þeirra. Bygging J.E.Þ. er steinsteypuhús en ekki einingahús og því er sam- anburður Þ.E. milli einingahúsa ekki raunhæfur í þessu sambandi. 3. Þ.E. telur „öryggi” og „brunaör- yggi” ekki gott í stálgrinda- húsum. Stál brennur illa á Flat- eyri en steinsteypa virtisí brenna í Skeifunni, a.m.k. sprungu stein- steypubitarnir í loftinu þar við eldsvoða nýlega og loftið féll niður. 4. Þ.E. leggur áherzlu á að byggja vandað. Vönduðustu og beztu mannvirki verða eins fljótt úrelt og óvönduð og má benda á að þróun í byggingum er svo hröð að 25 ára gömul hús, íbúðir, iðnaðarhús og fjölmöðrg önnur mannvirki, þykja nú úrelt og skapa því meiri vandamál sem þau voru vandaðri í upphafi. Skrif Jes Einars Þeim hefur verið að nokkru svarað að framanen nokkuð enn: 1. J.Þ.E. vill vita meira um stál- grindarhús. Héðinn h.f. lagði fram ákveðið tilboð um efni í stálgrindarhús. Héðinn h.f. lagði fram ákveðið tilboð um efni í stálgrindarhús með söluskatti á 7.843 þús. kr. Miðað var við tvö hús að flatarmáli nokkuð stærri en síðasta teikning J.E.Þ. af öllu mannvirkinu. Þá barst jafnframt annað tilboð í efni í sömu stærð húss og frá Héðni. í því var reiknað með klæðningum innan og einangrun og var það tilboð 15 millj. króna. Bæði tilboðin voru bindandi fyrir söluaðila. 2. J.E.Þ. nefnir vígslu Skeiðalaugar sem gott dæmi um átak sem hefst þar sem fyrir hendi er vilji og atorka. Með þessu sneyðir J.E.Þ. að því að Flateyringar hafi hvor- ugt til að bera nú. í fyrsta lagi vil ég taka fram að hreppsnefnd -Flateyrarhrepps hefur enn enga ákvörðun tekið um að hætta við byggingu eftir teikningu J.E.Þ. en hefur fullan hug á að hefja framkvæmdir að vori, hvort sem byggt verður eftir teikningunni eða gripið til annarra ráða. í, öðru lagi vil ég ekki dæma um ánægju Skeiðamanna en ég veit að bygging sú, sem J.E.Þ. nefnir með ánægju þó hennar hafi ekki verið getið í fjölmiðlum, kostaði Skeiða- menn um 45 millj. kr. og var hlutur þeirra um 55—60% þeirrar upp- hæðar eða 24—27 milljónir kr. Brúttótekjur þess sveitarfélags voru um 9 millj. kr. árið 1975 og ef svipað er þar og hér fer allt þeirra fé til nýbygginga verklegra fram- kvæmda til laugarinnar í 6 ár. Þó skal það sérstaklega-tekið fram að ólíku er saman að jafna sveita- hrepp eða kauptúnshrepp þar sem við, kauptúnshreppurinn, þurfum að standa í gatnagerð, hafnargerð, hol- ræsagerð, vatnsveituframkvæmdum, auk fleiri framkvæmda sem sveita- hreppurinn þarf ekki að hugsa um. Að lokum í grein Þorsteins er veruleg gagn- rýni á Jón Ásgeirsson fréttamann. Hánn svarar áreiðanlega fyrir sig. Þá ■ munu væntanlega framleiðendur og seljendur stálhýsa svara að sínu leyti, en þó þetta til fróðleiks: Reykjavíkurborg hefur nýlega fengið tilboð í 1100 fm hús. Tilboð bárust um stálgrindahús, strengja- steypuhús og hús með límtrésburðar- grind. Tilboð þessi voru á bilinu 45—50 millj. kr., innifalið uppsetning og klæðning utan og innan og einangr- un. Óstaðfest er að áætlað hafi verið að sama bygging uppsteypt myndi kosta 120 millj. kr. Eitt atriði má og taka fram í sambandi við stálgrindahúsin en það er hve miklu betur nýtist sjálfboða- vinna við uppsetningu þeirra en við steypumannvirki. Loks má benda á að víða um landið hafa verið settar upp sundlaugar og við þær aðeins byggð lítil timburhús sem bað- og búningsklefar. Má nefna í því sam- bandi sundlaug starfsm. við Búr- fell og nýlega sundlaug á Barða- strönd. Líklegt má þó telja að íþróttafulltrúi hafi hvergi komið nærri þeim kotungsbrag sem ein- kennir nefndar laugar, en engu síður virðast þeir sem ekki þekkja undir- stöðuatriði byggingar mega vel við una. RADDIR LESENDA SÍMATÍMIIK MIUI KLUKKAN 13 OG IS [Spurning Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? GUÐRÚN HÓLMSTEINSDÖTTIR, 5 ára: Ég ætla að verða kennari og kenna stórum krökkum, miklu stærri en ég. MARGRÉT AGNARSDÓTTIR, 5 ára: Fóstra. Það er svo gaman að passa krakka og ég ætla að leika við þá úti. Þegar maður er inni þá á að syngja og fara í alls konar leiki. BJÖRN SIGMUNDSSON, 4 ára: Brunaliðsmaður. Þeir eiga svo flotta bíla með sprautu sem á að slökkva eldinn með. Þá mundi ég líka fá svona hatt eins og þeiFeiga. EDDA HEIÐRÚN GEIRSDÓTTIR, 4 ára.: Hjúkrunarkona. Ég þekki eina og hún er í hvítum fötum með svona upp í loftið á hárinu á sér. Þær lækna fólkið. PÁLL SIGURÐSSON, 5 ára: Hífukranamaður. Frændi minn gaf mér lítinn hífukrana, bláan^ en þeir eru líka allavega á litinn. Það er svo mikill vandi að gera með þessum stóru. D DAVÍÐ JÓNSSON 4 ára: Ég veit það ekki, ég ákveð það ekki strax. Kannski verð ég málari eða hljómsveitarmaður.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.