Dagblaðið - 21.02.1976, Page 15

Dagblaðið - 21.02.1976, Page 15
Áhöfn Plainview er skipuð 20 mönnum. Stjórnklefi skipsins líkist öllu meira stjórnklefa flugvélar en skipsbrú. Ótal mælar og tæki eru við sæti stjórnenda, framan við þá, við hlið þeirra og jafnvel milli sæta þeirra. í vélarrúmi eru tveir þrýstiloftshreyflar af gerðinni J-79, þeir sömu og notaðir eru í F-104 Starfighter vélarnar. I raun hefur Plainview tvenns konar gangkerfi. Þegar hann siglir inn og út úr höfnum, innan skerja eða á þröngum svæðum eru þrýstiloftshreyflarnir dregnir úr sjó með sérstöku vökvakerfi og settir í lóðrétta stöðu ofar skipsskrokknum. Þá siglir skipið fyrir tveimur utan- borðshreyflum sem eru um 10 m framan við skut þess. Þeir hreyflar eru hreyfanlegir og þannig nýttir sem stýri jafnframt því að knýja skipið áfram. Utanborðsmótorarnir tveir gefa skipinu ekki mikla ferð. Það er líkast því að það syndi áfram eins og sundfugl á sjó. Þrýstiloftshreyflarnir, sem ber við himin við báðar síður, minna á vængi fuglsins. En er komið er á opið úthaf breytist myndin. Þá eru dísilknúnu utanborðshreyflarnir teknir upp úr sjó á sama hátt og hinir í höfnum. Þrýstiloftshreyflarnir eru settir í sjó. „Plainview” í höfn. Þrýstiloftshreyflarnir eru úr sjó. Skipið siglir fyrir utanborðshreyflunum. Sjá stærð skipsins m.a. með viðmiðun af sjómanni á afturdekki. Dagblaðið. Laugardagur 21. febrúar 1976. er hernaðarleyndamál. En tækni- blöð segja aó hann sé vel yfir 40 mílum. Þar er og tekið fram að alger hámarkshraði svifskipa sé 104 km á klukkustund. Er þeim hraða er náð er komið að nokkurs konar „sjávar- múr” Ifkt og hljóðmúr íyrir tfugVélar. Er þeim hraða er náð myndast loft- tóm aftan við hreyfla túrbínanna og hraðinn eykst ekki við meiri orku. Þó hefur með sérstökum útbúnaði tekizt, að ná 128 km hraða skips á sjó. PJainview er byggður af Lockheed flugvélaverksmiðjunum. Auk hraðans er skipið óháð öldum og Sjógangi. Áður en Plainview kom til sögunnar átti bandaríski flotinn tvö önnur svifskip sem sérstaklega voru byggð til sjóhernaðar. Eru það fallbyssubátarnir „Tucumcari” og „Flagstaff’. Þeir hafa báðir verið þaulreyndir og þjóna flotanum við Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Tæknin í sambandi við byggingu svifskipa er sótt til flugvéla- tækninnar. Loftið ber uppi flug- velarnar en sjórinn svifskipið. Hinn berandi kraftur er í báðum tilfellum vængir. SviFið næst í báðum tilfellum við sérstakt lag vængjanna. Vatnið sem fer ofan og neðan við vængi túrbínumótora svifskips ákveður svifið — á sama hátt og loftstraumar ofan og neðan við vængi flugvéla ráða flugi þeirra. 15 - Þegar þeir hafa verið ræstir hefst svifið. Þegar „svifíð” hefst er ferðin u.þ.b. 30 sjómílur. Séu menn niðri í skipinu, þá er þetta fer fram, heyra, menn mikinn hávaða í 20—30 sekúndur þar til svifinu er náð. Á undraverðan hátt lyftist þetta 300 tonna skip úr sjó unz það svífur um það bil 2.5 metra yfir haf- fletinum. Úr fjarlægð virðist skipið hvíla á þremur stultum. Það hvílir þá á áisum síðuhreyflanna tveggja og afturhreyflinum sem notaður er sem stýri og jafnvægisstillir. Svifbátarnir í bandaríska flotanum eru einu skipin sem ofansjávar geta siglt hraðar en atómknúðir kafbátar. Þeir eru því taldir ákjósanlegir í baráttu við kafbáta sem búnir eru kjarnorkuvopnum. Plainview er það stór að í honum rúmast öll nýjustu leitartæki í þessu skyni og vopn til að granda slíkum kafbátum. Margháttuð önnur verkefni hafa reynzt henta svifbátum betur til lausnar en öðrum skipum. íslendingar huga nú að þeirri nauðsyn að fá hraðskreiðari herskip til gæzlustarfa í landhelginni. Ef til vill er svifskip lausnin í þessu máli. Dýrt kann það að reynast, en vert er að gefa öllu gaum í þessum efnum. Þýtt og endursagt: ASt. í brú „Plainview”. Þar er allt líkara átjórnklefa tlugvélar en skips. Teikning af „Plainview.” Á henni má sjá hvernig þrýstiloftshreyflarnir á hliðunum og stýrihreyfillinn í skut ganga í sjó eða eru settir í lóðrétta stöðu yfir skipinu. Aftast í síðu sjást utanborðshreyflarnir sem skipið er knúð með þá er þrýstiloftið er ekki notað. Annar þverskurður sýnir vopnabúnaði skipsins sem herskips í bandaríska flotanum. Hraðskreiðustu herskip heimsins eru svifskip. Þau ganga 40-50 mílur á klukkustund. Eigandi þeirra er floti Bandaríkjanna og höfuðhlutverk þeirra er að vera á verði gagnvart óvinakafbátum. „Plainview” nefndist fyrsta skipið þessarar tegundar sem smíðað var. Það er 300 tonn að stfærð og 64.62 m að lengd. Þetta er stærsta svifskip sem smíðað hefur verið. Þegar skipið er drifið á fullri ferð er það knúð tveipiur flugtúrbínuvélum. Hinn eiginlegi ganghraði skipsins höfuðsins sem er hvað gróðursnaúð- astur. Þar að auki mun aðgerð þessi vera ódýrari í Bretlandi en fyrir vestan haf. Með þetta í huga hefur stærsta hárflutningsfyrirtækið nú hafið hóp- ferðir til Bretlands fyrir sköllótta Ameríkana. Fyrsti hópurinn kom til London fyrir skömmu og voru í honum 100 skallar og eiginkonur þeirra. Verðið er um 300 þúsund fyrir hjónin og felst í því hár- flutningur, flugferðir, uppihald og skoðunarferðir fyrir frúna um sögu- fræga staði á meðan bóndinn er að bæta úr hárleysinu. Senda slökkviliðið í strœtó Ha, hópur slökkviliðsrnanna í full- um skrúða að bíða eftir strætó? Ef nýjasta sparnaðarhugmynd hinnar fátæku New York borgar nær fram að ganga verður þetta sú sjón sem vegfarendur þar munu sjá æ oftar á næstunrii. í sparnaðarskyni hefur slökkvilið borgarinnar fyrirskipað slökkviliðs- mönnum sínum að taka strætó, leigubíl eða neðanjarðarlest á bruna- staði í framtíðinni. Þetta á að vísu ekki við fyrsta liðið, sem sent er á vettvang, heldur liðsauka og auka- vaktir sem sendar eru til að leysa fyrstu slökkviliðsmennina af hólmi. Slökkviliðsmönnum borgarinnar, sem þcgar hafa orðið að þola fjölda- uppsagnir og fækkun slökkvistöðva þykir nú einum of langt gengið og hafa harðlega mótmælt þessum nýjustu ráðstöfunum.- Leigubílstjórar borgarinnar hafa jafnframt mótmælt og segjast harðneita að taka sótsvarta slökkviliðsmenn,klyfjaða öxum og rif- járnum upp í bíla sína. Donnu er meinaður andar- drátturínn Andardrátturinn í Donnu Sommer hefur nú verið bannaður í útvarps- og sjónvarpsstöðvum BBC. Þótt lag stúlkunnar „Love To Love You Baby” sigli nú hraðbyri upp og niður alla vinsældalista, er það undanskilið þegar BBC leikur vinsældalistann í útvarpsstöðvum sínum og hinum fræga sjónvarps- þætti „Top of the Pops.” Yfirmaður útvarpsstöðvanna BBC 1 og BBC 2, sem flytja létta tónlist, sagði ástæðuna þá að lagið þætti ekki hæfa í þáttum sem öll fjölskyld- an hlustar á. Capital Radio, útvarpsstöð í London, sem flytur dægurlagatónlist allan sólarhringinn, leikur nú lagið hennar Donnu eingöngu á næturnar eftir að hafa fengið viðvörun frá brezka útvarpseftirlitinu. Lagið hennar Donnu er fyrsta lagið sem hefur verið bannað að flytja í BBC af siðferðisástæðum síðan lagið hennar Jane Birkin ,xJe t’aime” var bannað fyrir nokkrum árum. Donna segist hafa slökkt ljósin í stúdíóinu og hugsað um hinn karl- mannlega og kynæsandi vin sinn, Peter, á meðan hún andaði lagið. Örláti llvis Sjónvarpsfréttamaðurinn Don Kinney lauk fréttatíma sjónvarps- stöðvarinnar í Der\ver í Colorado í Bandaríkjunum með því að lesa frétt um örlæti Elvis Presley. Fréttin sagði að á meðan Elvis dvaldi um skeið í Colorado-fylki, hefði hann keypt sjö Kadilakka og Línkona og gefið félögum sínum sem þar eru búsettir. — Sjálfur hefði ég nú frekar valið mér lítinn sportbíl, skaut frétta- maðurinn til gamans aftan við frétt- ina. Það voru varla liðnar fimm mínútur, er Elvis hringdi og bauð fréttamanninum að fá sér sportbíl eftir eigin vali hjá einu bílaumboð- anna í nágrenninu. Gone with the wind Mikill vindur feykti um stóru úti- kvikmyndatjaldi í bílabíói vestur í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum. Ekkcrt varð því úr sýningu myndarinnar — Gone With The Wind — það kvöldið. Hún gleypir f sig dagblöðin Eins og aðrar húsmæður fer Sara Coleman, sem býr í Norður- Englandi, á fætur á morgnana. Hún hitar sér morgunte og fer síðan og sækir dagblaðið í bréfalúgunni. Hún sezt síðan við eldhúsborðið og sötrar heitt teið á meðan hún gleypir í sig blaðið í orðsins fyllstu; merkingu. Hún stingur blaðinu upp í sig og hreinlega étur það. Frúin rennir augunum yfir les- málið á einni síðunni á meðan hún tyggur þá næstu og hefur því tvö- falda ánægju af. Frúin segir að sér hafi aldrei nokkru sinni orðið meint af dag- blaðaátinu enda reynir hún að skilja eftir þá bita sem eru með þykkustu prentsvertunni. Sara Coleman segir að hún hafi hafið þennan sið er hún var smá- hnáta og lagði það í vana sinn að naga myndablöðin sem henni voru gefin. Að hennar sögn er mikill bragðmunur á hinum ýmsu dagblöð- um og Daily Telegraph smakkast henni bezt. Vantrúaðir hafa oftar cn cinu sinni látið hana greina á milli hinna ýmsu dagblaða á bragðinu einu og hefur það aldrci reynzt henni vandamál að koma með rétta svarið.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.