Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.02.1976, Qupperneq 24

Dagblaðið - 21.02.1976, Qupperneq 24
Einhver mesta bótakrafa hérlendis: 150 milljónir fyrir skemmdir ósúróli? Vcgna skcmmds súráls er fram komin cinhver mcsta bótakrafa hér á landi. Skemmdirnar kunna að ncma allt að 150 milljónum króna en eru þó sennilega eitthvað minni, að sögn Valgarðs Briem hæstarcttarlög- manns. Skipið Althca fckk að fara úr höfn hér í fyrradag eftir að trygging hafði verið lögð fram. Sjóprófi, sem fram fór í Hafnarfirði lauk á miðvikudag. Sennilega fer málið fyrir gerðardóm i London. íslenzka álfélagið flutti súrálið inn með skipinu Althea. Sjór komst um lúguhíera niður í súrálið og hljóp það í kckki. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið skemmdist, en verði melið að tvö þúsund tonn hafi skemmzt eru skemmdirnar upp á 150 milljónir króna. Mörgum aðilum, sem hugsanlega þurfa að greiða fvrir skemmdirnar, var boðið að vera viðstaddir sjó- prófið. Þeir eru Brunabótafélagið og erlent vátr\ggingafélag, sem það endurtryggir 'hjá, eigendur skipsins og ábyrgðartryggjendur þeirra og tímaleigutaki og ábyrgðartryggjandi hans. Gerðardómurinn mun senni- lega úrskurða hverjum ber að borga brúsann. —HH frýálst, úháð dagbl&ð Laugardagur 21 .febrúar 1976. ■■■""■*■■■■■■■■•■■mm—mammmmm- SVR Á ÖLLUM LEIÐUM Á 30 MÍN. FRESTI „Við munum aka eins og við treystum okkur til og aðstæður leyfa,” sagði Haraldur Þórðarson hjá SVR. í dag munu vagnarnir aka á öllum leiðum samkvæmt kvöldtöflu eða á 30 mínútna fresti. Ekið verður til kl. 24. Á morgun, sunnudag, hefjast ferðir kl. 13 og eru þær á 30 mínútna fresti á öllum leiðum til kl. 24. Haraldur sagði að nú ynnu 7 menn við viðhald vaghanna, 3 bifvélavirkjar, 1 járniðnaðarmaður og 3 bifreiðasmiðir. „Þetta er viðkvæmt mál og við treystum okkur ekki til að segja til um aksturinn næstu viku, en það verður tilkynnt í útvarpinu á sunnudagskvöld og fólk beðið að taka eftir því þar.” .KP. VERKFALLSVERÐIR STJAKA HLUTHÖFUNUM BURT Verkfallsverðir Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur hafa vísað á bug þeim hluthöfum í fyrirtækjum sem hafa ætlað að vinna í verkfallinu í krafti eignarréttar síns. Að sögn Barða Friðrikssonar hjá Vinnuveitendasam- bandinu hefur mestur ágreiningur risið í þeim tilvikum þegar þessir hlúthafar hafa einnig verið félagar í Verzlunar- mannafélaginu. Barði var sammála VR-mönnum um að hluthafar, sem jafnframt væru í félagi er væri í verkfalli, mættu ekki vinna. Hins vegar sagði Barði að hlut- hafar, sem ekki væru í stéttarfélagi í verkfalli, ættu að mega vinna í fyrirtæki sínu, þótt þeir ynnu þar ekki að staðaldri. Grétar Hannesson hjá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur sagði hins vegar að hluthöfum væri vísað á bug nema þeir gætu sannað óyggjandi að þeir ynnu við fyrirtæki sín. Ekki hafði í gær komið til alvarlegra átaka út af þessum ágreiningi. Grétar sagði að verkfallsverðir VR tækju yfirleitt vægt á því þótt eiginkonur eigenda kæmu nú til vinnu við fyrirtæki þar sem þær ynnu ekki að staðaldri. Fengju þær að halda áfram vinnu. Börn eigenda innan 16 ára mega vinná en unglingar 16 ára og eldri mættu það ekki og væri það hindrað, sagði Grétar. Hann sagði að verk- fallsvarzlan gengi vel. Við hana ynnu 60-80 manns hjá félaginu. Sem dæmi um verkfallsvörzlu nefndi hann að tveir verkfallsverðir kjötiðnaðarmanna hefðu staðið yfir kjótkaupmanni við Laugaveg heila nótt meðan hann hefði unnið margra manna verk við að úrbeina kjöt. Þetta hefði hann mátt meðan hann orkaði. Þannig hafa eigendur víða tekið að sér verk margra manna í verkfallinu. -HH. Dómsmólaróðherra setur ófengisbann: „Siðlaust að hœgt sé að fó nóg af víni meðan ekki er hœgt að fá mjóík í hádegisútvarpi í gær kom til- kynning frá dómsmálaráðuncytinu sem hleypti illu blóði í marga og aðrir fögnuðu. Dómsmálaráðherra tilkynnti þar þá ákvörðun sína að frá og með klukkan tólf á hádegi í gær myndu allar áfengisútsölur á landinu verða lokaðar og áfengisveitingar í veitingahúsum og í vínstúkum ekki vcrða leyfðar. Skal bann þetta gilda þar til annað verður ákveðið. í þeim einkasamkvæmum á veitingahúsum, sem fengið hefur verið leyfi fyrir, má veita áfengi. „Mér finnst það siðlaust að vín- búðir skuli vera opnar þegar ekki er hægt að fá mjólk,” sagði Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra í viðtali við Dagblaðið. ,,Ég tók þessa ákvörðun einn og ekki fyrir tilmæli neins og tel ráðstöfunina fyrirbyggj- andi. Við eigum í erfiðleikum, hér ríkir mikil vinnudeila, sérstakt ástand, sem skapað getur erfitt andrúmsloft. Fyrir lokun sem þessari eru staðbundin fordæmi og það að tilkynna þetta í útvarpi, öllum að óvörum, gerði ég til þess að menn færu ekki að birgja sig upp. Þá hefði lítið orðið úr þessari ráðstöfun,” sagði ráðherra ennfremur. Veitingamenn ævareiðir Dagblaðið sneri sér til nokkurra veitingamanna og spurði þá álits á þessari ráðstöfun, en sem kunnugt er hafa veitingahús ekki lokað vegna verkfalla. „Þetta er aldeilis furðulegt,” sagði Jón Hjaltason veitingamaður óðali. „Ég veit ekki til þess að blærinn yfir veitingahúsum hafi versnað neitt síðan verkfall skall á og skil þetta því ekki. Hér verður alla vega opið, en vínveitingar engar.” „Við vorum með opinn bar, eins og venjulega, þegar við heyrðum til- kynninguna í útvarpinu,” sagði Erling Aspelund hótelstjóri á Loft- leiðum. „Við lokuðum náttúrlega strax, enda þótt okkur hefði ekki borizt tilkynning um þetta frá ráðu- neytinu. Hér eru árshátíðir yfir alla helgina svo það kemur kannski ekki að sök, en tveir útlendingar, sem staddir voru á barnum er bannið gekk í gildi, eru ennþá að reyna að fá botn í það hvar þeir eiginlega séu.” „Ég skil ekki þessa ákvörðun,” sagði Konráð Guðmundsson hótel- stjóri á Sögu. „Ef efnahagur allra er svo bágborinn að menn verða að vera n í verkföllum þá skil ég ekki hver hefur efni á því að kaupa áfengi svo- nokkru nemi. Þetta kemur hart niður á okkur, við vorum hér með mörg minni starfsmannafélög, sem höfðu pantað sér borð en voru ekki með einkasamkvæmi. Ef hins vegar fólkið er í einhverju félagsheimili þá er ekkert úr vegi að fólk hafi áfengis- veitingar. Svona hluti skilur maður ekki.” í gær virtist sem flestir dansstaðir ætluðu að hafa opið þrátt fyrir áfengisbannið, en að sjálfsögðu verða þar engar slíkar veitingar á boðstól- um. —HP. Þeir fó hina dýrmœtu dropa Einstaka mcnn og starfshópar njóta þess að hafa þá aðstciðu að fá hina dýrmætu bcnsíndropa. Bíla- stcxivarnar cru vel birgar og hafa flestar sín.a eigin gcyma. Hér sjáum við bílstjórana á Hrevfli safnast sam- an við BP-stöðina við Fellsmúla, en þar fá þeir eldsneyti afhent. Litli Fíatinn læðist fram hjá bílarciðinni á þessari ágætu Ijósmynd, eflaust á sínutn síðustu dropum. (DB-mynd Ragnar 'Fh. Sigurðsson) V

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.