Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 3
Dagbiaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976.
Spurning
dagsins
Hlustarðu á
útvarpsleikritin á
fímmtudögum?
Frá Norðfirði — NorðFirðingur varar verkalýðsforystuna við að veita undanþágur til Síldarvinnslu Neskaupstaðar um vinnslu á loðnu sem bíður verkunar.
Verkfoll eðo ekki verkfall
NORÐFIRZKUR
VERKAMAÐUR hringdi:
„Einu sinni enn þarf íslenzk al-
þýða að herða sultarólina og beita
því eina vopni sem hún hefur vfir að
ráða til að fá lágmarks lífsviðurværi
úr hendi atvinnurekenda fyrir þá
vinnu er hún selur þeim háu herrum.
í fá skipti hefur íslenzk aiþýða
verið verr undir það búin að fara í
verkfall. En hvað á að gera? Atvinnu-
rekendur eru búnir að fá frest síðan í
haust til að komast að samkomulagi
við þá þrautpíndu.
Ég er með hugleiðingu um lausn á
vanda þessum. Við eigum að gera
atvinnurekendum það Ijóst að við
höfum vfir að ráða vöru er þeir
sækjast eftir — vinnuafl okkar. Þeir
geta fengið þessa vöru keypta ef þeir
greiða fvrir hana fullnægjandi verð,
sem sagt kostnaðarverð.
Þegar við komum í verzlun og
kaupum vöru verðum við að gera
svo vel að greiða það verð fyrir
vöruna sem upp er sett.
Það þýðir ekkert að malda í mó-
inn. Já, starfsbræður, stöndum nú
allir saman sem einn og sýnum at-
vinnurekendum að við erum menn er
vilja lifa mannsæmandi lífi en ekki
skynlausar skepnur.
Það glymur í fréttum að þetta og
þetta verkalýðsfélag sé í verkfalli eða
sé búið að boða verkfall frá þessum
og þessum degi. Eins að önnur verka-
lýðsfélög hafi ekki boðað verkfall.
Það er Ijótt að heyra að sú lág-
markssamstaða sé, ekki fyrir hendi
hjá vinnandi alþýðu þessa lands að
sýna atvinnurekendum að hún sé
búin að fá nóg af arðráni þeirra. Við
eigum ekki að láta þá framsýnu
standa eina í verkfalli og vinna að
því að fá kjör okkar bætt á meðan við
þjónum hagsmunum atvinnurekand-
ans með því að halda áfram að vinna
fyrir hann og bíða eftir því hvað
þeim framsýnu verður ágengt í bar-
áttunni fyrir bættum kjörum okkur
til handa.
Förum í verkfall undanbragða-
laust! Veitum atvinnurekendum
engar undanþágur með því að vinna
fyrir þá á meðan félagar okkar
standa í verkfalli víðsvegar um land.
Við skulumn taka skipverja á
Berki NK okkur til fyrirmyndar, er
þeir neituðu þriðjudaginn 17. febrú-
ar að fara út á skipi sínu eftir að
sjómannaverkfallið var skollið á,
þrátt fyrir áeggjan frá útgerðinni.
Félagar, ég hef sterkan grun um að
það verði pressað á okkur til að
heimila SVN — Síldarvinnslan Nes-
kaupstað — að vinna þá loðnu er
kom hér á land eftir að við vorum
búr.ir að hóta þeim verkfalli og þeir
vissu hvenær það skylli á.
Ég leyfi mér að vara stjórn verka-
Iýðsfélags okkar við því að veita
undanþágu til handa þeim er við
stöndum í baráttu við. Sameinaðir
stöndum vér, sundraðir föllum vér.”
Lokun áfengisverzlana og svipting vínveitingaleyfis:
ÓLAFUR SÝNDI HUGREKKIOG EINURÐ!
GUÐMUNDUR SVEINBJÖRNS-
SON, starfsmaður ríkisins: Ég hef nú
litla ánægju af því en fylgist þó stöku
sinnum með íslenzkum leikritum.
BALDUR JÓNSSON kaupmaður: £g
hlusta á leikritin ef ég er heima. Annars
er ég ekki hrifinn af þessum nútímaverk
um sem enginn endir er á
EYJA KRISTINSDÓTTIR húsmóðir:
Nei, það geri ég yfirleitt ekki. Ég er ekki
hrifin af þessum erlendu leikritum, það
mættu vera fleiri íslenzk.
BJÖRN ÓLAFSSON matreiðslu-
maður: Nei, yfirleitt aldrei. Ég vinn
vfirleitt á þeim tíma sem þau eru.'
UMBOÐSMAÐUR FLUGFÉLAGS
úti á landi hringdi:
„Launakjör láglaunastéttanna
hafa verið mikið á dagskrá
undanfarið í eðlilegum tengslum við
yfirstandandi verkfall. Þetta hefur
vakið mig til umhugsunar um laun
umboðsmanna Flugfélagsins úti á
landi. Þar held ég menn geti fundið
mestu láglaunastétt landsins, enda
hafa umboðsmenn engin samtök með
sér.
Laun umboðsm'anna eru 7.5% af
farþegagjaldi og frakt. Hvorki meira
né minna. Þetta kemur því mjög
misjafnlega niður. Til að mynda
vann ég baki brotnu í desember frá
kl. 9-22, — alla daga mánaðarins
nema jóladag. Fyrir alla þessa vinnu
fékk ég um 24 þúsund krónur —
ótrúlegt en satt.
Ástæðan er fyrirkomulagið, það
er að umboðsmaður fær 7.5%
fargjalda sem hann selur. Margir
farþegar sem komu höfðu keypt
farmiða suður í Reykjavík fram og til
baka og því fékk ég ekkert fyrir þá,
þrátt fyrir að langmest mæddi á
mér. Þarna sér hver maður að slíkt
stenzt ekki.
Hins vegar hefur það verið svo að '
kaupfélögin hafa styrkt umboðsmenn
Það er þau hala launað þá og þeir
sinnt umboðsstörfum ásamt starfi hjá
kaupfélaginu. Kaupfélagið hefur
síðan þegið umboðslaunin, sem
engan veginn stendur undir kaupi
mannanna. Víða hafa þessir
umboðsmenn aðeins getað sinnt
umboðsstörfum. Þetta er auðvitað
góðra gjalda vert en hefur haft í för
neð sér að Flugfélagið hefur komizt
upp með að borga allt of lág laun til
handa umboðsmönnum sem vinna
mikið starf. Til merkis um réttleysi
umboðsmanna þá njóta þeir engra
veikindadaga né fá þeir sumarfrí.
Við svo búið má ekki standa. -—
Umboðsmenn, látum ekki troða á
rétti okkar.”
GUNNAR SVEINSSON
HRINGDI:
„Bann Ólafs Jóhannessonar við
áfengisútsölu og svipting
vínveitingaleyfis hefur eðlilega valdið
deilum, það get ég vel skilið.
Ég tel þetta bann hins vegar
undirstrika hugrekki og einurð Ólafs
Jóhannessonar. Hann er maður sem
þorir, það hefur hann oftar en einu
reiðslumenn, sem voru sviptir tekju-
möguleikum sínum. En við ríkjandi
aðstæður var þessi ákvörðun fyllilega
réttlætanleg og ég hef orðið var við
að skilnings gætti á henni.
Ólafur, þjóðin virðir þig fyrir
framtak þitt.
En gjarna vildi ég fá framhald á til
þess að kanna áhrif áfengisbanns. Þó
ekki væri nema í einn mánuð.
KJARTAN JÓNSSON ökukennari:
Það er lítið um að ég geri það. Starf
mitt er þannig að mér gefst ekki tími til
að hlusta á útvarpið á kvöldin.
SÚSANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR
húsmóðir: Já, það geri ég yfirleitt og hef
af því mikla ánægju. Ég er hrifin af
íslenzkú leikritunum sem eru á dagskrá
stöku sinnum, en alltof sjaldan.
Ólafur stóð frammi fyrir miklum
- vanda. Verkfall hefur staðið yfir,
óttazt var að geysimikil áfengisneyzla
yrði og þá um leið vandræði. Því var
þessi ákvörðun Ólafs, sem hann vissi
að yrði umdeild, rétt og byggð á
almennri skynsemi.
Ekki efast ég um að Matthías A.
Mathiesen hefur orðið sár fyrir hönd
ríkiskassans og eins fram-
Aldeilis viss er ég um að vandamál
þjóðfélagsins mundu stórminnka.
Ofdrykkja er einn af þjóðarlöstum
okkar íslendinga, þar á ég við hversu^
við círekkum mikið í einu.
Unglingarnir hafa farið illa á áfengi.
Þeir hafa leiðzt út í afbrot í tengslum
við áfengisneyzlu. Reynum því
áfengisbann til reynslu og stuðlum
að bættll bióðfélanri ”
Raddir
lesenda
| Umboðsmaður Flugfélagsins úti á landi:
Við erum mesta láglaunastéttin