Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976. 7 „Castro stóð á bak við Kennedy-moiðin" — segir blað í Las Vegas Biaðaútgefandi í Las Vega's í Banda- ríkjunum, Herman Greenspun, segir í grein í blaði sínu, ,,Las Vegas Sun,” í morgun, að Fidel Castro forsætisráð- herra Kúbu hafi sjálfur fyrirskipað morðið á John F. Kennedy Bandaríkja- forseta, í hefndarskyni við morðtilræðin við sig, þau sem fræg eru orðin að endemum. Greenspun segir í greininni, að hann hafi ,,óyggjandi heimildir” fyrir því, að kúbanski leiðtoginn hafi líklega einnig átt þátt í morðinu á Robert Kennedy bróður forsetans fyrrverandi. Blaðaútgefandinn hefur eftir heimildarmönnum sínum, að kúbanski forsætisráðherrann hafi munnlega hótað Kennedybræðrunum lífláti. á fundi embættismanna ríkja S-Ameríku. „Kennedybræðurnir hafa sótzt eftir lífi mínu,” hafa heimildarrpennGreenspuns eftir Castro, ,,og ég mun sýna þeim slíkt hið sama.” Greenspun segir að Castro hafi fimm sinnum verið sýnt banatilræði, þrisvar með skotárásum og tvisvar með eitri. Rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um starfsemi leyni- þjónustanna hefur nú tekið grein Greenspuns til athugunar. Því hefur löngum verið haldið fram, að Kennedy hafi ætlað sér að láta ráða Castró af dögum. Nú hefur komið fram, að hann hefur einnig ætlað að svara fyrir sig. Erlendar fréttir i REUTER i „Detente á ekki lengur við" — segir Ford Bandaríkjaforseti Ford Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir, að hann muni ekki nota orðið ,,detente” um samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í framtíðinni. Vill hann heldur nota orðasamband- ið ,,friður af styrkleika,” eins og fram kom í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Sagði hann ennfremur, að breyting þessi á orðalagi væri í samræmi við raunverulega þróun mála. Er talið, að Ford hafi viljað breyta þessu orðalagi vegna gagnrýni aðalkeppinautar síns í forsetakosningunum framundan, Ronald Reagan, sem sagt hefur, að samskipti ríkjanna tveggja hafi aðeins komið Sovétríkjunum til góða. í viðtalinu sagði Ford forseti m.a.: ,,Ég vil ekki nota orðið ,,detente” í framtíðinni. Ménfinnst að við eigum að reyna að koma til móts við hin stórveld- in, Sovét, Kína og flciri til þess að revna að viðhalda friði með samningum, svo við getum viðhaldið stefnu okkar um frið af styrkleika.” Reagan hefur undanfarið notað sam- skipti ríkjanna tvcggja mjög scm áróðursefni í baráttu sinni og heldur því fram, að „detcnte”-samskiptin hafi í raun og veru aldrei verið annað en að Bandaríkin fái að sclja Pepsi-Cola í Síberíu. Alexander Solzhenitsyn: „Vesti urveldin ríða til falls'' Rithöfundurinn Alexander Solzhenitsyn sagði í útvarpsviðtali í brezka útvarpinu í gærkvöldi, að ríkj- andi stjórnvöld í Kreml myndu ekki geta komið í veg fyrir að Sovéiríkin legðu út í styrjöld, ef svo bæri undir. Viðtalið, sem marka á tveggja ára útlegð Solzhenitsyns, hefur vakið mikla athygli, þar eð þar segir hann ennfremur, að Vesturveldin hafi með veikleika sínum aukið það sem hann nefndi „harðstjórn Sovétríkjanna”. Er rithöfundurinn var að því spurður, hvort stjórnarskipti í Sovét- ríkjunum myndu koma honum á óvart, .sagði hann áð skyndilegt fall ríkja vesturs væri mun líklegra. „Síðastliðin tíu ár hafa hræðilegir hlutir verið að gerast,” sagði Solzhe- nitsyn. „Vesturveldin hafa látið af hendi til Sovétríkjanna fimm eða sex lönd— þau hafa látið af hendi allar stöðvar sínar um heiminn.” Að áframhaldandi bylting væri líkleg í Sovétríkjunum vildi rithöf- Polisario reiknar með viðurkenningu beint um þá ákvörðun ráðherranefndar OAU, sem hittist í Addis Ababa um helgina, að láta hvert og eitt hinna 47 aðildarríkja samtakanna ákveða fyrir sig hvort hið nýja lýðveldi yrði viður- kennt. Talsmaðurinn sagði hins vegar í svari við spurningu þar um, að Polisario ætlaðist augljóslega til þess, að stuðningsmenn sínir innan einingar- samtakanna myndu viðurkenna stjórn hins unga evðimerkurlýðveldis. Frá Rabat í Marokkó berast þær fregnir, að stjórn Marokkó telji ráð- herranefnd OAU hafa „sýnt skvnsemi” í umræðum sínum um málcfni Vestur- Sahara. Marokkóstjórn cr þeirrar skoð- unar, að ef Arabalýðvcldi Sahara hlyti viðurkenningu aðildarríkja einingar- sanuakanna, þá jafngiiti það rétti sjálf- stæðishreyfingarinnar til að hefja stríð á hcndur tvcimur aðildarríkjanna. Samkvæmt sérstöku samkomulagi við ríkisstjórn Spánar eiga stjórnir Marokkó og Máritaníu að stjórna Vcstur-Sahara í framtíðinni. Forsvarsmenn Polisario, sjálfstæðis- hreyfingar Vestur-Sahara, sögðust í gær búast við því að Einingarsamtök Afríku (OAU) viðurkenndu nýstofnað Araba- lýðveldi Sahara fljótlega. OAU hefur áður Iýst vfir stuðningi við sjálfstæðis- hreyfmguna. Talsmaður Polisario vildi ekki tjá sig Hakin Adéle, „utanríkisráðherra” Polisario. undurinn ekki halda fram, enda væri það ekki lengur spurningin. „Vestur- veldin riða til falls vegna eigin mis- taka og veikleika,” sagði Solzhenit- syn. U> >*<• '•< !- ■- -• b. H „Hroðaleg hryðjuverk" í Rhódesíu — sagði Daily Mirror í morgun Brezka blaðið Daily Mirror birti í morgun forsíðugrein um „hroðaleg hryðjuverk,” sem öryggissveitir Rhódesíu eiga að hafa framið á skæru- liðum í landinu. í greininni er vitnað í samantekt úr skýrslum, sem gerðar voru af trúboðum í Rhódesíu og sendar til félagsskapar, sem kallar sig „Kaþólska nefndin fyrir réttlæti og frið í Rhódesíu.” Blaðið segir að nefndin sé skipuð kaþólskum prest- um, lögfræðingum og friðarsveitamönn- um, sem berjist fyrir mannréttindum í Rhódesíu. „Þar (í skýrslunum) segir frá um- fangsmiklum morðum og pyntingum á mönnum í Afríku og eyðileggingu þorpa innfæddra,” segir í greininni. Greinin kemur í kjölfar annarrarfor- síðufréttar blaðsins sl. föstudag, þar sem vitnað var í hermánn úr Rhódesíuher, sem sagðist hafa tekið þátt í að myrða sextíu Afríkumenn. Talsmaður stjórnar Rhódesíu hefur vísað fregnum þar um á bug sem „fáránlegum.” í greininni, sem birt var í morgun, segir að skýrslurnar greini frá að þorps- búar hafi verið barðir, pískaðir og skotnir. . . börn sökuð um skæruliða- starfsemi, myrt og sprengd í loft upp í loftárásum. . . heimili sprengd og brennd í viðvörunarskyni við að hýsa skæruliða. Daily Mirror birtir einnig í dag fórystugrein, þar sem þess er krafizt, að Ian Smith, forsætisráðherra Rhódesíu, gefi skýringar á meintum hryðjuverk- um. „Ef þessar ásakanir eru ósannar, þá er þörf fyrir óháða sönnun fyrir því,” sagði í forystugrein blaðsins. „Ef þær eru sannar, þá er spurningin hvort hr. Smith ætlar að stöðva þennan verknað.” Fara í kringum Nixon eins og köttur í kringum heitan graut Bandaríkjastjórn glímir nú við það viðkvæma vandamál, hvernig eigi að komast í beint samband við Nixon, fyrrum forseta, og heyra hans eigin sögu af þeim atburðum, sem gerzt hafa á stjórnmálasviðinu i Kína að undanförnu. Ford forseti, sem tók við af Nixon, eftir Watergate-hneykslið, og' Kissinger utanríkisráðherra hafa báðir reynt að láta Nixon alveg af- skiptalausan. Talsmaður Hvíta hússins sagði að Ford — sem hefur talið Kínaför Nixons skaðlega pólitískum hags- munum sínum — hefði engar áætlanir á prjónunum um að tala við fyrirrennara sinn í Hvíta húsinu. „Ef Nixon telur sig hafa eitthvað frásagnarvert, þá reikna ég með að hann komi því áleiðis til utanríkis- ráðuneytisins,” sagði talsmaðurinn, Ron Nessen.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.