Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 14
Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976.
KAYSERIÞORPITYRKIANDI;
HÍBÝLIN ÞAU
SÖMU OG FYRIR
800ÁRUM
Skýin líða fyrirhafnarlaust um
himininn og sleikja efstu tindana á
4000 mctra háum fjallgarðinum.
Kyrrðin er hér alger og hver hreyfing
bergmálar í fjallahringnum. Við er-
um stödd í Kappadozíu-héraði, en
það er 300 kílómetra suð-austur af
höfuðborg Tyrklands, Ankara. í
aðeins tveggja kílómetra fjarlægð lið-
ast nýtízku hraðbraut um hásléttuna
en hún stingur óneitanlega í stúf við
umhverfið. Litla þorpið í þessu hér-
aði nefnist Kayseri. Þetta er ekkert
venjulegt þorp og minnir fremur á
leiksvið eða baksvið í einhverju ævin-
týri. Hér eru engin húsnæðisvand-
ræði. Einn þorpsbúa, Mustafa De-
mirkol, tekur sér einfaldlega skóflu í
hönd og grefur í mjíjkan jarðveginn
eitt herbergi í viðbót við íbúð sína.
Fjölskyldan býr í Fimm herbergja
íbúð og hefur einnig geymslukjallara.
En það er ekki aðeins íbúðarhúsnæði
í Kayseriþorpi.
Fyrir 800 árum flúðu kristnir
menn til þessa hrjóstruga lands und-
an múhameðstrúarmönnum sem
lögðu undir sig Litlu-Asíu. Enn
standa minjar þessara manna, kirkj-
urnar, sem þeir grófu í bergið á sama
hátt og sín eigin híbýli. Þessi guðshús
eru fagurlega gerð og skreytt með
sérstæðum freskómyndum sem
hafa varðveitzt mjög vel í þurru
loftslaginu. Þar er að finna myndir af
Jesúbarninu og Maríu guðsmóður í
fögrum litum. Kirkjurnar eru engir
smáskútar heldur geysistórar hvelf-
ingar með mörgum súlum og göng-
um. Á þessum tímum bjuggu allt
upp í 30.000 manns í þessari fjalla-
borg í Kappadozíu, sem þýðir
reyndar Keramiklandið. Þegar
austur-rómverska ríkið leið undir lok
tók íbúum fjallanna að fækka. Aðeins
hluti þeirra varð eftir og lagði stund
á landbúnað á hrjóstrugum spildum
milli fjallanna. íbúar þessa héraðs
lifa á sama hátt nú á dögum, en hafa
að vísu löngu tekið múhameðstrú.
Gömlu kristnu guðshúsin eru því
notuð sem moskur og myndirnar á
veggjunum eru það eina sem minnir
á forna trú forfeðranna.
Daglega lífið er hér erfitt. Bænd
urnir fara á fætur við sólarupp-
rás því akrarnir eru töluverðan spöl í
burtu. Hér er engin leið að notfæra
sér vélvæðingu nútímans vegna þess
að akrarnir eru allt of litlir, en aðal-
ástæðan er nú samt sú að ekkert
vegakerfi er hér fyrir hendi. Einasta
samgöngutækið og það hagkvæmasta
er asninn. Ferðirnar á akrana verða
oft margar á degi hverjum vegna
þess að akrarnir þarfnast áveitu en
næsti brunnur er í nokkurra kíló-
metra fjarlægð. Burðarþol asnanna
er ekki mikið og hitinn er svo mikill
að þegar sól er hæst á lofti er ekki
hægt að vinna nein verk. Það er fyrst
þegar skuggarnir lengjast að hreyfing
kemst á í þorpinu. Nokkrar geitur
ráfa um skorpið landið, en án þeirra
geta íbúarnirekki verið.
Oft á tíðum vill þróunin verða sú
að fólkið flyzt smám saman frá stöð-
um sem þessum og til stórborga, svo
sem til Ankara og Izmir. Þar hefst
leitin að atvinnu og oft lendir þetta
fólk, sem er flest ómenntað, í verstu
og lægst launuðu störfunum. Vegna
þess hve lífið er erfitt í fjallaþorpinu
og þægindi engin,cr sóknin þaðan
meiri en af öðrum stöðum til stór-
borganna. Það má segja að örlög
þessara fjallabúa séu ráðirl og áður
en langt um. líður verða þeir horfnir
inn í hringiðu stórborganna. Eftir
standa minjar með djúpum sporum,
eftir fólk sem eitt sinn sótti þangað
lífsbjörg sína. KP
Þessi mynd sýnir okkur hvernig umhorfs er inni í þessum híbýlum. Ekki er
þægindunum fyrir að fara.
Landið er mjög hrjóstrugt á þessum slóðum og einu samgöngutækin eru
asnarnir.
íbúarnir grófu bústaði sína í bergið sem er mjög þægilegt að vinna sökum
þess hve mjúkt það er.
Stór hluti Kappadozíu lítur nákvæmlega eins út og fyrir 800 árum þegar
múhameðstrúarmenn tóku landið og kristnir menn flúðu upp í þessa
fjallabyggð.