Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 4
4 Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976. SKÓGRÆKTARSTJÓRI SEGIR: Miklu hagkvœmora að nýta land fyrir skóga en sauðfé Miklu hagkvæmara væri að nýta landið til skógræktar en sauðfjárræktar. Svo segir skógræktarstjóri, Hákon Bjarnason, og nefnir dæmi. í dæmi skógræktarstjóra, þar sem ákveðið land er tekið um ákveðið árabil, kemur út að umframtekjur við að nýta landið til skógræktar í stað sauðfjár- ræktar væru að meðaltali á bilinu 18.950 til 40.543 krónur á ári. Eitt ærgildi, sem er ein ær með 1,3 lömb, er talið þurfa um 2,5 hektara af úthagabeit. Reiknað er með einingar- verði sauðfjárafurða árið 1974 og út kemur að vergar tekjur sauðfjárbónd- ans, það er að segja söluverð afurðanna að frádregnum aðföngum, yrðu á 35 árum á bilinu 37 þúsund til 75 þúsund krónur á hektara, miðað við fast verðlag. Þetta er borið saman við að landið sé nýtt til skógræktar og plantað um 4500 plöntum hektara á fyrsta ári. Stofnkostnaður við það nemur um 93.500 krónum. Fyrstu 10 árin eftir plöntun er ekki gert ráð fyrir að neinar tekjur fáist af skógræktinni, né heldur að neinn kostnaður verði við hana. Næstu 25 árin er reiknað með að við grisjun fáist um 2500 plöntur, það eru 100 plöntur á ári. Þær nýtist ýmist sem jólatré eða til efnis í girðingarstaura og bóndinn fái að meðaltali 635 krónur fyrir plöntuna. Samanlagar tekjur hans yrðu á 25 árum 1.587.500 krónur. Vegna óhagstæðs veðurs og annarra skakkafalla er reiknað með 50 prósent afföllum og yrðu tekjurnar þá 793.750 krónur. Út úr þessu dæmi kemur það sem að framan greindi. — HH SJÓMANNAFÉLÖGIN STYRK EN FÉLÖG YFIRMANNA VEIK „Sjómenn almennt eru óánægðir með þá samninga sem samninganefndir undirrituðu um helgina og lögðu fyrir sjómannafélögin,” sagði Sigurpáll Einarsson, einn af nefndarmönnum í' Samstarfsnefnd sjómanna, er blaðið hafði tal af honum í Grindavík í gær. Sigurpáll sagði að þrátt fyrir óánægju sjómannanna með þessa samninga væri ekki hætta á að sjómannafélögin riðuðu til falls. Hins vegar væru stýrimanna- og skipstjórafélögin hætt komnari í þeim efnum. Mikil hætta væri á því að þau myndu eitthvað riðlast. í Keflavík starfar stýrimannafélagið Vísir. Þar gætir þess að menn vilji segja sig úr félaginu og vilja að stofnuð verði deild yfirmanna innan Sjómannafélags Grindavíkur. Samningarnir nú voru samþykktir í Grindavík. Þar munaði þó mjóu milli hópanna. Með samningunum voru 26 en 24 á móti. Það sem baggamuninn reið var að hópur sjómanna í félaginu er yfirborgaðuc og sá hópur var með samningunum. í Hafnarfirði voru samningarnir kolfelldir og sömuleiðis í Reykjavík og í Keflavík. Þá var að hvessa og óvisst um veiðiútlit. Grindavíkurbátar voru fljótir út á miðin. Atkvæðagreiðslu var lokið um kl. 12.30 og fyrstu bátamir fóru út úr höfninni fyrir kl. 1 í gær. ASt. Póstþjónustan orðin eðlileg Að sögn Árna Þórs Jónssonar yfir- dcildarstjóra á pósthúsinu eru nú póst- samgöngur komnar að mestu í eðlilegt horf. Frá því flug til útlanda hófst á laugardagsmorgun og þar til í gær höfðu pósthúsinu í Reykjavík borizt milli Fimm og sex hundruð pokar af flugpósti. Var síðan unnið alla helgina á pósthúsinu við flokkun þess er borizt hafði. Sjópóstur hefurenn sem komið er enginn borizt frá verkfallslokum en hlýtur að fara að koma bráðlega. Meðan á verkfallinu stóð barst óverulegt magn póstsendinga utan af landi til pósthússir^s og eftir verkfall fór meira að berast með innanlandsfluginu, þó ekki í neitt gegndarlausum mæli, virðist svo sem fólk hafi dregið úr skrifum og sendingum vitandi að ekkert kæmist meðan verkfallið stæði. -BH. ÍSLENZK „GESTRISNI": „Það er draumur að vera með dáta" Að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli eru alltaf töluverð brögð að Jjví að greiðviknar stúlkur dveljist næturlangt hjá her- mönnunum á vcllinum. Þrjár stúlkur Voru sóttar í hermannabústaðina núna um helgina en reglur banna allt náið samneyti við hermennina í bústöðum þeirra. Voru stúlkurnar á aldrinum 17-19 ára og að sögn lögreglumanna „gamlir kunningjar” á þessum slóðum. Þær voru allar úr Garðinum ,,að svala ólgandi sjómannsblóði”, eins og komizt var að orði. Segja Kjgreghfmenn flakk þetta á kvenfólki ærið hvimléitt og eftirlit herliigreglu fremur slælegt. -HF. Auglýsing Samkvæmt d-lið 1. gr. laga nr. 55 27. maí 1975, um ráðstöfun gengismunar í þágu sjávarútvegsins skv. lögum nr. 2/1975 og um ráðstafanir vegna hækkunar brennsluolíuverðs til fiskiskipa, auglýsir ráðuneytið hér með úthlutun allt að 50 millj. króna úr gengismunársjóði 1975, til að bæta eigendum fiskiskipa það tjón, sem þeir verða fyrir, er skip þeirra eru dæmd ónýt, enda sé tjónið ekki bætt með öðrum hætti. Um úthlutun þessa gilda eftirfarandi reglur: I. Stál- og eikarskip, sem orðin eru 25 ára og dæmd eru ónýt og afmáð af aðalskipaskrá, skv. 3 tl. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 53/1970, á árunum 1974, 1975 eða fyrstu tveim mánuðum ársins 1976 vegna slits, ryðs, tæringar, maðkskemmda og fúa, sem ekki er bættur skv. lögum um bráðafúatryggingar, koma til greina við úthlutun þessa fjár. Skilyrði er að ekki sé meira en 12 mánuðir liðnir frá því viðkomandi skip var í eðlilegum rekstri og þar til það var máð af aðalskipaskrá. II. Viðmiðun bóta fyrir eikarskip verður síðasta vátryggingarmatsfjárhæð skips til bráðafúa- tryggingar. Viðmiðun bóta fyrir stálskip verður matsfjárhæð bols, ásamt yfirbyggingu og raflögn. Bætur verða reiknaðar sem ákveðinn hundraðshluti af framangreindum matsfjár- hæðum að frádregnum öðrum hugsanlegum tjónabótum. Um greiðslu bóta fer eftir ákvörðun sjavarút- vegsráðuneytisins. III. Umsóknir um bætur samkvæmt auglýsingu þessari ásamt greinargerðum skulu hafa borist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 10. mars 1976. Sjávarútvegsráðherra mun skipa þriggja manna nefnd til þess að ákveða bótaþega og fjárhæðir bóta. Sjávarútvegsráðuneytið 20. desember 1975. MfSBIABW ' er smáauglýsingablaðið Loksins rœtist 1 aumurinn Tízkuvörur fyrir dömur á öllum aldri DRAUMURINN, Njálsgötu 23 - sími 22873

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.