Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 15
Dugblaðiö. Þriðjudagur 2. marz 1976. .. Ummólið minnkar svona um 100 metra 15 "N ,Ja, ég gæti trúað að það færu á þriðja tonn á ári,” sa'gði Margrét Sölvadóttir hjá heilsuræktinni Hcbu í viðtali við Dagblaðið. Og hvaða tonn er Margrct að tala um? Jú, það eru tonnin sem kvenfólkið, sem fer í hina ,,krassandi” sex vikna megrunarkúra hjá Hebu, missir út í veðurog vind á ári hverju. í síðasta megrunarkúrnum fóru 420 kg og 380 gr og kvenfólkið minnkaði í ummáli um 19 m og 40 sm. Þetta voru fjórir hópar með 16 konum í hverjum. Við getum séð á þessum tölum að það hefur ekkert smávegis farið af hverri konu, en það er líka oftast af nógu að laka. Margrét sagði okkur að þessi góði árangur byggðist aðallega á því hversu góð samstaða væri, þegar í upphafi, á miili þeirra sem í megrun- ina færu. Þegar einhverri gengi vel þá stæði ekki á að láta hinar vita í hverju leyndarmálið væri fólgið. En auðvitað vrðu allir að fylgja þeim matarkúrum sem Heba byggir árangur sinn mikið á. Læknisskoðun, vigtun, mæling og svo tekur lýsisbræðslan við í byrjun eru allar vigtaðar og mældar bak og fyrir. Áherzla er líka auðvitað Iögð á að konurnar hafi farið í læknisskoðun. Margrét sagði að þessi sex vikna kúr væri raunar byggður upp af margs konar matar- æð'i, samkvæmt ráðleggingum lækna, svo að ekki ætti að vera nein hætta á næringarskorti. Samt sem áður ættu allar fyrst að hafa samráð við heimilislækni sinn. Síðan tekur Iýsisbræðsla Kópavogs við, eins og Margrét sagði að gárung- arnir kölluðu Hebu stundum. Á sex vikum er hægt að léttast upp undir 17-18 kg. Það fer auðvitað eftir viljastyrk hvers og eins hversu hratt gengur en algengt er að ná af §ér 6 kg' Mætt er fjórum sinnum í viku og í tvo tíma í senn. í hvert skipti er stigið á vigtina. en á mánudögum er máli smellt á mannskapinn, til að sjá hver hefur vinninginn í sent.imetra- fjöldanum. í 45 mínútur er hamazt í leikfimi. Já. hamazt Síðan er farið í sturtu og saunabað og til þcss að láta líða úr ser. Eftir þetta er lagzt fyrir í hvíldarherbergi þar sem cinnig er ha*gt að fara í háfjallasól. Nudd er hægt að fá ef vill, en það kostar þá 700 kr. aukalega. Eftir allt þetta er setzt niður í setustofunni og góður kaffisopi drukkinn (auðvitað mjólkur- og sykurlaus). Og þar er mikið rætt um mittismál, mjaðma- mál, vigt og hitaeiningar. Þar fyrir utan er auðvitað talað um landsins gagn og nauðsynjar og sagði Margrét að margar konurnar, sem þarna hitt- ast í fyrsta skipti, hafi orðið hinar beztu vinkonur. Meira að segja vildi kvenfólkið nú gjárnan halda árs- hátíð. Ekki stæði heldur á því að komá því í kring, sem fyrst. Yrði þá vitanlega að gera undantekningu á þeirri annars algildu reglu — enga karlmenn nálægt — og leyfa þeim að koma. Vitanlega æskilegast að grennast hægt Margrét sagði að vitanlega væri það æskilegra að megrast ekki allt of ört, sérstaklega' ef af miklu væri að taka, en hinn ,,krassandi” sex vikna kúr yki sjálfstraustið. Algengt væri að taka nokkra sex vikna kúra yfir árið en þá er aðeins mætt tvisvar í viku. Spurningu okkar um það hvort tonnin vildu nú ekki bara koma strax aftur, svaraði Margrét á þá leið að auðvitað yrði að vera vel á verði gagnvart þeirri hættu. Hins vegar ef það tækist að komast eins og eitt tvö kíló niður fyrir sína venjulegu þyngd í svolítinn tíma væri tiltölulega auð- velt aö halda sér í réttri þyngd. Og það eru konur á öllum aldri sem taka þátt í þessu, frá fermingu upp í sextugt. Algengasti aldurinn er þó frá 25 ára upp í 50 ára. Hvað það kosti að verða straum- línulagaður á ný? Jú, sex vikna kúr, mætt fjórum sinnum í viku, kostar kr. tíu þúsund. Sex vikna kúr, mætt tvisvar í viku, kostar fimm þúsund kr. Ef þú ert svo sú heppna, sem missir flest kílóin á þessum sex vikum í stranga kúrnum, þá hreppir þú ferð til sólarlanda. Sú heppna síðast var Fjóla Gríms- dóttir. Húp. léttist um 15 kíló og mjókkaði um 66 sm. ERNA V. INGÓLFSDÓTTll Þær Lily og Kolla hafa verið nuddarar hjá Hebu frá byrjun. Auðséð er að þær eru ánægðar með störf sín og eiga kokkteil skilið að loknu vcl unnu stan'i. Hér cr hún Halldóra Söl .adóttir, systir Margrétar, cn þær rcka heilsuræktina Hcbu. Hún tckur hér létt dansspor mcð þjálfaranum, Svövu Svavarsdóttur. Það gcra líka allir þátttakcndur scx vikna kúrsins hjá Hcbu. I)B-mynd. Ragnar l'h. Þessar eru búnar að vera að síðan í haust. Það er auðséð að þær geta braðum fanð að taka það rolega. Hun Guöbjorg þarna í hægra horninu er líka búin að losa sig við 26 kg. OG Á ÞRIÐJA T0NN FER ÚT í BUSKANN Þær urðu í fyrsta og öðru sæti. Fjóla Grímsdóttir til vinstri sem grenntist um 15 kg og V ilhelmína Vilhelmsdóttir til hægri, sem léttist um 13 kg og 200 gr. Fjóla hlaut í verðlaun sólarlandaferð til Kanaríeyja. Samkomulagið var líka hið bezta í hópnum og til þess að Fjóla gæti áreiðanlega komizt í ferðina buðust hinar til þess að passa börnin

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.