Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 24
Skjótt skipast veður í lofti Það cr víst engum blöðum um það að fletta að skjótt skipast veður í lofti hér á hjara veraldar. í dag stöndum við með pálmann í höndunum hvað hitastig sncrtir. í morgun var spáin þannig að það var þíðviðri um allt land, þótt Akureyringar hafi enn þurft að sætta sig við frost í morgun þá er mælirinn þar á hraðri uppleið. í Meistaravík var frostið hins vcgar 40 stig og í London 1 stig. Það var aðra sögu að segja í gær. Þá var frostið um nóttina 1 1 stig hér í Rcvkjayík. Varð svo 7 stig um morgun- inn, um hádcgi 4 stig, um miðjan daginn 2 stig og komið var upp fyrir frostmark í gærkvöld. Hún Soffía Gestsdóttir, sem hann Ragnar Ijósmyndari smellti af einni mynd í gær, ætlaði alls ekki að láta sér verða kalt. Henni er óhætt að stinga treflinum niður í skúffu í dag því hitinn verður um 5 stig eins og í Marseilles í Frakklandi. EVI ÁTTU EKKI DROPA AF MJÓLK — Það er dálítið erfitt að spá um hvenær öll framleiðslan verður komin í eðlilegt horf, sagði Oddur Helgason sölustjóri Mjólkursamsölunnar í viðtali við Dagblaðið í morgun. Við munum láta ganga fvrir að vinna mjólkina og koma henni til neytenda. en í morgun þegar vélar verksmiðjunn- ar fóru í gang kl. 7 eins og vanalega, var ekki dropi til af mjólk. Vanalega er til um 60—70% af daglegri neyzlu, sem þá er hægt að keyra út í mjólkurbúðirnar strax. ABj. Tveir sitja enn inni — og annor hefur jótað milljónaþjófnað Það voru 1335 þúsund krónur í peningum og ávísunum sem voru í peningaskápnum, scm stolið var úr Bragakjöri í Grindavík fvrir helg- ina. Auk þess voru í skápnum silfur- peningar sérslegnir, sem eru verð- mætir. Þá voru þar víxlar o.fl. Þjóf- arnir stálu auk þess skjalatösku sem í voru óinnheimtir reikningar að upp- hæð 15—1600 þúsund krónur. Kópavogslögreglan handtók 3 karlmenn og konu vegna þjófnaðar- ins. Sitja 2 karlmcnn enn inni en vinahjúum þeirra hefur verið sleppt. Komu þau ckki við sögu sjálfs inn- brotsins. Játning annars er inni situr liggur fvrir en hinn neitar enn. Sást þó til tveggja manna á innbrotsstað. Sýnt þykir að þjófarnir voru aðeins i peningaleit og víxlar og reikningár hefðu þeim ekki orðið nokkurs virði. Er til þcirra náðist höfðu þeir evtt 12000 kr. af þýfinu ASt. Handteknir uppi á húsþaki — og þóttust eiga heiminn Fjórir menn sváfu í fangageymsl- um lögreglunnar í Vestmannaeyjum í morgun. Höfðu þeir brotizt inn í húsakvnni Fiskiðjunnar í Vest- mannaeyjum í nótt og handtók lög- reglan þá á þaki hússins, þar sem þeir fóru með grín og spaug og þóttust ciga allan heiminn. Til að komast leiðar sinnar upp á þakið þurftu þeir m.a. að brjóta tvær hurðir og fara um geymsluloft. Þar uppi var rok og rigning sem á jörðu niðri, svo hafi fjórmenningarnir verið að leita útsýnis eða veðurblíðu gripu þeir í tómt. Einskis af eignum Fiskiðjunnar var saknað. Lögreglan í Eyjum hafði mikið að gera í nótt vegna ölvunar í bænum og urðu viðbrigöin mikil eftir bind- indi undanfarinna daga. í morguns árið var ökumaöur tekinn ölvaður við akstur. —ASt. frfálst, úháð dagblað Þriðjudagur 2. marz 1976. Tauga- veiklaðir togara- skip- stjórar Freigátan Yarmouth, sem skemmdist allmikið á laugardaginn var þegar hún sigldi á varðskipið Baldur, er álitn hafa siglt til baka til Bretlands og í fylgd með henni dráttarbáturinn Rollicker. í stað Yarmouth kom á miðin freigátan Naiad svo að tala herskipa hennar há- tignar á miðunum við ísland er áfram fjögur stykki. Athyglisverð eru mörg samtöl sem heyra má milli togaranna og herskip- anna og milli togaraskipstjóra. „Andró- meda, ýttu nú aðeins við honum fyrir mig,” sagði einn sárgramur togaraskip- stjóri, og átti þar við varðskipið Tý. A meðan Týr sigldi fram og aftur við jaðar togaravöðunnar spurði einn brezku togaraskipstjóranna kollega sína hvort þeir vissli hvar varðskipið væri. „Það er um át'ta mílur frá þér,” var honum svarað um hæl. ,Jú, ég get séð varðskipið núna í radarnum, það nálg- ast mig á miklum hraða, það er að koma,” hrópaði hinn örvæntingarfulli skipstjóri. Rétt á eftir heyrðist svo þegar sagt var í talstöðina við skipstjórann: „Nei, nei, þetta er ekki varðskipið, þetta er flugvél!” Greinilegt er að mikil taugaveiklun er meðal brezku togaraskipstjóranna og virðast þeir álíta að Landhelgisgæzl- unni sé til alls trúandi. BH Strax og bensínið fékkst aftur: 30 órekstror Þegar bensín fékkst á alla bíla hækkaði árekstratalan í borginni á stundinni upp í sinn gamla farveg. Urðu nálega 30 árekstrar í Reykja- vík í gærdag. Nokkur hálka var, en þó ekki umtalsverð miðað við að- stæður í þeim efnum að undan- förnu. Lögreglan telur ástæðunnar frekar að leita í hinu venjulega og óskiljanlega gáleysi ökumanna en tilfallandi aðstæðum . Árekstrarnir teljast flestir smávægilegir, ollu ekki slysum, en samanlagt eignatjón er umtalsvert. —ASt Nýr kirkjugarður Reykvíkinga, Sel- tirninga og Kópavogsbúa við Gufunes Þar nœsti kirkjugarður ó Kjalarnesi eða í Hvalfirði Hafizt vcrður handa á'næstunni við framra'slu hiris nýja kirkjugarðs- svæðis Reykjavíkur. Kópavogs og Sclljarnarness. \ inna við sva*ðið hólst í fyrra. en þá hafði Hafliði jónsson. garðyrkjusijóri Revkjavíkur- borgar. skipulagt það og gert áætlun um framra'slu sva*ðisins sem na*r yfir mikið mvrarsva‘ði. Stenclur nvi kirkjugarðurinn í kvos ofan við Gufu- nesbæinn nýja og Keldnaholt. „Þetta er gríðarmikið svæði eða um 70 80 hcktarar að sta*rð," sagcY Hafliði í samtali við Dagblaðið. Mik- il vinna er við framræslu mýrarinnar. cn landsva*ðið er kjtaið land fyrir kirkjugarð. Stutt er í það, að Fossvogskirkju- garður verði fullnýttur og um frckari stækkun hans en orðið er, verðurekki um að ræða. Hinn nýi kirkjugarður við Cíufunes er sem fyrr segir einnig ætlaður Kópavogi og Seltjarnarricsi. Círeiða þeir kaupstaðir hluta við fram- kva*mdir. Það er skylda bæjarfélaga að sjá um eða útvega landr\*mi fyrir kirkjugarða. Kirkjugarðsgjaldið scm hvcr skattþegn greiðir rcnnur til við-’ halds garðanna og vinnulauna í görðunum. Þegar rúm þrvtur í nýja garðinum við Gufunes cftir nokkra áratugi, verður vart um annað land að ræða fvrir næsta kirkjugarð en Kjalarnes eða Hvalfjörð. taldi Hafliði. 60—70% allra landsmanna hljóta hinztu hvíld í kirkjugörðum Reykja- víki r. Margir eru grafnir þar, sem hafa alið allan sinn aldur úti á landi. Banabeð þeirra er oft á sjúkrahúsum í Revkjavík og kjósa þeir sér hinzta hvíidarstað hér, enda oft ættingjar hingað komnir til búsctu. ASt. ✓ V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.