Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 10
10 Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976. \ MWBIAÐIÐ fijálst, úháð dagblað Cim í'ancli: Dagblaðiö hf. I’ lamk-. a-mdastjóri: Svcinn R. Kyjólfsson Ritst jóri: Jónas Kristjánsson I'róttast jóri: Jón Hirgir Rctursson Ritstjórnarfulltrúi: Haúkur Hclgason íþmltir. Hallur Síinonarson Hönnun: Jóhanncs Rcvkdal Blaóamcnn: Anna Bjajnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Lina \ Ingollsdottir. (>issur S iv Ass.m f íal'ur Hallsson, Helgi Pctursson, Katrín Palsdot t ir. ólaf iu '"Us .on. ( )mn» \ aldimar«*on. Ljosmyndir: Bjarnlcifur Bjárnleifssön. Björgv'in Pálsson, Ragnar .Th. Sigurðsson. Cijaldkcri: bráinn Þoriciis.>uii Drcifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Askriftargjald BÓ() kr. á mánuði innanlands. í lausascjlu 40 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf.og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerci: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Varnarsigur Þjóðin fagnar, að allsherjar- verkfallinu skuli lokið. Þetta var dýrt verkfall. Það mun taka launþega yfirleitt hálft ár að vinna upp í kauphækkunum það kaup, sem tapaðist við verkfallið. Þetta tap launþega er þeim mun átakanlegra þar sem viðurkennt er, að kauphækkanirnar, sem fengust fram, gera ekki betur en að viðhaida um það bil óbreyttum kaupmætti frá því, sem var í fyrra. Þetta var varnarstríð verkalýðsfclaganna. Þau náðu einungis því marki að tryggja nokkurn veginn, að kjörin yrðu ekki verri en þau voru orðin. Þau sóttu ekkert fram. „Rauðu strikin” svonefndu, sem vísitölubætur eiga að miðast við á samningstímabilinu, eru við það miðuð, að launþegar munu bera óbætt yfir 20 prósenta verð- bólgu fram tii 1. februar á næsta ári. Menn gera sér grein fyrir, að samningarnir hafa í för með sér aukna verðbólgu. Fvrir þá gerðu sérfræðingar ráð fyrir, að verðbólgan yrði um sautján af hundraði í ár, en nú gizka kunnugir á, að hún verði allt að þrjátíu af hundraði. Þetta eru því þó nokkrir verðbólgu- sánmingar. Þessu var fórnað, til þess að launþegar gætu unnið varnarsigur sinn. Staða þjóðarbúsins gefur ekki tilefni til þess, að almenningur í landinu geti að marki bætt hag sinn á þessu ári. Hins vegar náðust í þessum samningum nokkrar raunverulegar kjarabætur til handa hinurn lægstlaunuðu, þótt litlar séu. Megintilgangi launþegasamtakanna var náð, þeim að setja undir lekann, stöðva þá óheillaþróun, að kaup launþega rýrnaði stöðugt í verðgildi. Með því að setja þrjú rauð strik á samningstímann á að vera tryggt, að kaupmáttur rýrni ekki meira en orðið er. Merkasti árangur kjarasamninganna var tvímæla- laust sú kjarabót, sem veitt var lífeyrisþegum, einkum fvrir þær sakir, að heita má tryggt, að nú verði kerfisbrevting gerð og lífeyrisþegum innan skamms tryggður mannsæmandi lífeyrir. í þessu efni mörkuðu kjarasamningarnir tímamót. Þjóðarbúið má illa við enn einu verðbólguári. Hætt er við, að staða útflutningsatvinnuvega verði slæm og kröfur um gengisfellingu magnist. Launþegar munu telja sig hafa tryggt sig gegn áhrifum gengisfellingar með rauðu strikunum. Það er allsherjarverkfallið, sem leikur þjóðarbúið verst. Hörmulegast er, að það verður að verulegu leyti að skrifast á reikning ríkisstjórnarinnar. Hún ber mikla sök á því, hversu rnikill tími fór til spillis í samningun- um og að lítið sem ekkert hafði gengið, þegar að verkfalli var komið. Samningamenn höfðu mænt til ríkisstjórnarinnar í von um ákvarðanir í efnahagsmálum, sem líta mætti á sem Iryggingu á kaupmætti launþega og stöðu fyrir- tækjanna. Þegar rikisstjórnin gaf engin svör, kom ekki annað til greina fyrii launþega en að freista þess með öllum tiltækum ráðum að tryggja kaupmátt launa. FLESTIR HAFA GLEYMT BERNADETTU DEVLIN í almenningsgarði við Redcliffe Gardens í borginni Cookstown á Norður-frlandi má sjá konu og mann, sem vikulega koma þar og viðra hundana sína. Þau virðast lifa kyrrlátu lífi og þau reyna eftir megni að halda einkalífi sínu frá sjónvarpi og dag- blöðum, — burt frá eilífu leitarljósi heimspressunnar. Þó var konan, sem nú er tuttugu og sex ára, einn umdeildasti stjórn- málamaður Evrópu fyrir aðeins níu árum. Bernadetta Devlin, unglings- stúlkan sem hófst til vegs frá götu- steinunum í heimaþorpi sínu til sætis í brezka þinginu, þar sem hún barðist fyrir bættum kjörum íra er í dag a.m.k., fullritaður kafli í stjórn- málasögu Englands. Hún hefur tapað sæti sínu í þing- inu, misst fylgi stuðningsmanna sinna og sjálf hefur hún valið þann kostinn að slíta öll tengsl við venju- legt stjórnmálalíf. Hún hefur meira að segja látið hafa eftir sér, að hún vilji ekki vera nefnd sínu gamla nafni. Ef einhver ávarpar hana Devlin, þá s.varar hún ekki. Ira sagði að hún væri hóra Svo virðist sem hún hafi brotið alla brýr að baki sér, og hún vill helzt ekki ræða um sitt fyrra líferni, ekki einu sinni í einkaviðræðum. Hlutverk hennar í dág er húsmóðurhlutverkið venjulega, — hún cr gift kcnnaranum Michael McAliskey, sem cr 29 ára, og á eina dóttur, Roselin. Stúlkuna fa*ddi hún þegar hún var ógift, og |^að var tekið sem ögrun gegn vanabundnum hefðum kajðólikka og IRA lét það boð út ganga við það tilfclli, að Bernadetta væri eins og ótínd hóra. ,,Ekkert er mér cins mikilvægt og barnið mitt,” segir Bernadetta. ,,Roselin á rétt á því að móðir hennar sé til staðar þegar á þarf að halda. Ég vil ekki að uppeldi hennar fari forgörðum í opinberu stjórn- málavafstri mínu.” ,,Ég legg annars ekki það mikið upp úr hjónabandinu sem slíku,” segir Bernadetta. ,,Við lifum lífi okkar eins og venjulega, — eigin- maðurinn er frábær maki og hann lætur ekki sitt eftir liggja í því að sinna hcimilisstörfum.” Er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks Bernadetta McAliskey hefur séð margt síðan hún tók við lyklum New York borgar úr hendi John Lindsev borgarstjóra og tók sæti í neðri deild brezka þingsins í Westn\inster. Stúlkan með sígarettugulu fingurna, og viskí-glasið innan seilingar, sem fékk flesta íbúa Norður-írlands til þess að sameinast um bætt lífskjör, er að vísu ekki alveg horfin af sjónar- í fremstu röð í mótmælagöngu, eða við hljóðnemann á mótmælafundi. Það er myndin af „hinni gömlu góðu Bernadettu”. Nú hefur hún misst þingsæti sitt, horfið af hinu stjórn- málalega leiksviði og lifir kyrrlátu lífi húsmóðurinnar. sviðinu, en hún hefur valið sér aðferð sem fáir trúa að leiða muni til stórra sigra á stjórnmálasviðinu. Hún er formaður lítils stjórnmála- flokks, Sósíaliska lýðveldisflokksins á írlandi. Flokkurinn samanstendur af fólki sem flosnað hefur upp úr lýð- veldisflokknum,, IRA, og þar hafa launmorðin og hryðjuverkin talað sínu máli fyrir báða aðila. Félagar í flokknum eru taldir vefa nokkur hundruð og á fundi flokksins koma nokkrir tugir. Þegar Bernadetta var leiðandi afl í baráttunni gegn Bretum komu tugir þúsunda til þess að hlýða á mál hennar. Fáar jákvæðar tillögur IRA áfellist hana harkalega í dag fyrir að ljá nafn sitt ,,samtökum sem hafa innan sinna banda glæpamenn og morðingja”, eins og þar segir. En hvað hefur orðið til þess að fram- faratillögur hennar hafa misst gildi sitt? Til þess má nefna margar ástæður. Afstaða hennar til þjóðfélagsins yfirleitt er ein meginástæðan. Tillög- ur hennar eru fáar og þá yfirleitt ekki í átt að aukinni atvinnu eða mögu- leikum einstaklingsins. „Menn verða fljótt þreyttir á þeim sem bara hrópa „Ulfur! úlfur! ”, segir í norður írska blaðinu Belfast Telegraph. Staða hennar sem ógift móðir var einnig ögrun við marga fylgismenn hennar úr röðum sósíalista. Síðast eru taldir erfiðleikar hennar í umgengni við þá sem ekki voru á sama máli og hún. „Hún ræðst á þá með knýttum hnefum og vill helzt rífa í hárið á þeim, eins og hún gerði við Moulding utanríkisráðherra í umræðum í neðri deildinni”. Tapaði fyrir hægrisinna. Andrúmsloftið í stjórnmálum á fr- landi hefur líka breytzt. Þar sem slagorð og stjórnmálaleg svigurmæli eru daglegt brauð hefur fólk orðið þreytt á stjórnmálamönnum sem aðeins hafa slíkt fram að færa. Hún tapaði fyrir svo til óþekktum hægri manni úr röðum mótmælenda í kosningunum í febrúar 1974. Síðan hefur vegur hennar ekki verið eins blómum stráður og hún hefur ekki fólk til þess að vinna fyrir sig meðal kjósenda. Þegar hún kvaddi stjórnmál og þingið í London sagði hún: „Ég ætla að helga mig því sem ég tel mikil- vægast. Vinnu í fagfélögum meðal samborgara minna á Norður- írlandi.” Og Bernadetta hefur gjörsamlega horfið af sjónarsviðinu á írlandi. Gamalreyndir stjórnmálamenn draga andann léttar við þær fréttir að stúlkukindin, sem átti svo auðvelt með að koma mönnum í uppnám og var þannig hættuleg stjórnmálaferli þeirra sé horFin af sjónarsviðinu og andstæðingar hennar, sér í lagi IRA segja: „Hvað sögðum við? Að hún myndi aldrei halda þetta út.” Sameiningartákn. En þeim tekst heldur ekki að taka frá henni einn hlut, sem ritaður er á spjöld sögunnar á írlandi: Það var hún, sem í nokkur ár var sameining- artákn hinna kúguðu í kaþólsku hverfunum, í baráttu þeirra gegn Bretum. Og hver veit hvað gerast kann í írskum stjórnmálum. Vera má að hún verði þreytt á því að viðrá hunda og taki á ný þátt í stríðunum við götuvígin. Það má vera að Bernadetta sé venjuleg írsk húsmóðir í dag, en hún hefur aldrei verið talin kona af þeirri tegundinni er lætur stjórna sér. HVERS Á VINNANDI FÓLK AÐ GJALDA í MENNTAMÁLUM? fslcndingar státa gjarnan af því að silja við sama borð og aðrar NorcVir- lanclaþjóðir að því cr sncrtir mögulcika þegnanna til að afla scr menntunar. Nám við alla ríkisskóla, allt frá barnaskólum upp í háskóla. cr cíkcypis og öllíim opið án iillits til efnahags. og flestir sérskólar njóta álitlegra opinberra fjárframlaga.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.