Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 8
’ i Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976 11' Nordisk Solitariet Siglum á Islandsmið ef við fóum leyfi ,,Við héldum blaðamannafund dag og hcr voru fulltrúar frá mörgum dagblaðanna og frá útvarpi og sjón- varpi,’’ sagði Niels Nilsen, talsmaður barátt unefndar þeirrar er hyggst m.a. leigja togara eða vöruflutninga- skip tii þess að stugga við brezkum togurum og herskipum á íslandsmið- um. ,,Baráttunefndin hefur fengið nafnið ,,Norræn eining” og við létum fréttamennina fá yfirlýsingu frá nefndinni sem birt verður í öllum dagblöðum og hefur verið lesin í útvarp,” sagði Nilsen ennfremur. í yfirlýsingunni segir m.a. að nefndin fagni ákvörðun Norður- landaráðs um að fordæma hcrskipa- vernd veiðiþjófa við ísland. Béndir nefndin á að nauðsynlegt sé fvrir Norðurlöndin að þau sýni samstöðu í máli þessu og harmar afstöðu tveggja fulltrúa Dana við atkvæðagreiðsluna. Þá hefur ncfndin látið útbúa undir- skriftalista, sem hafin er dreifing á, og getur álmenningur þannig tjáð hug sinn í þessu máli. Listunum á svo að koma til brezku ríkisstjórnar- innar. Áframhaldandi baráttu fyrir málstað íslendinga ætlar nefndin að tryggja með því í fyrsta lagi, og ef íslenzka ríkisstjórnin leyfir, að leigja togara eða lítið strandferðaskip og sigla því á íslandsmið eins og fram hefur komið. Þá mun nefndin gang- ast fvrir mótmælaaðgerðum við sendiráð Breta á öllum Norðurlönd- unum, auk þess sem hún hefur fleiri ráðagerðir á prjónunum, en hverjar þær væru vildi Nilsen ekki láta upp að svo stöddu. „Siglingin á íslandsmið er náttúr- lega fvrst og fremst táknræn,” sagði Nilsen. ,,Með því að sigla undir dönskum fána innan landhelgi ykkar viljum við sýna hug okkar í máli þessu og hvetja allar Norðurlanda- þjóðirnar til þess að gera slíkt hið sama. — HP. Vopnin lögð til hliðar. Kjarasamningar eru ekki stöðug illindi. Hér hefur einn fulltrúi blaðaútgefenda, Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri Tímans, gengið á vit samninganefndar blaðamanna, og tóku menn til við bridgespil. Frá vinstri: Kristinn, Sigtryggur Sigtryggsson Morgunblaðinu, Bragi Guðmundsson Vísi, formaður blaðamannafélagsins, Fríða Björnsdóttir Tímanum, Úlfar Þormóðsson Þjóðviljanum og Haukur Helgason Dagblaðinu, formaður launamálanefndar blaðamanna. Ósamið við blaðamenn Blaðaútgefendur hafa gert blaða- mönnum sams konar tilboð og yfirleitt varð ofan á við almennu kjarasamning- ana. Blaðamenn hafa ekki samþykkt tilboðið og verður viðræðum haldið áfram næstu daga. Samningafundir voru á Hótel Loft- leiðum aðfaranótt föstudags og aðfara- nótt laugardags. Var þá gért hlé fram yfir helgi, enda hafði lítið gengið. — HH Akureyrí: Hjúkrunarkona ó barna- deild vor berklaveik Berklaveiki varð vart á Akureyri í janúar sl. Ótvíræð einkenni fundust í hjúkrunarkonu við barnadeild sjúkra- hússins þar. Að sögn Snorra Ólafssonar, læjcnis á Kristneshæli, hefu^ farið fram gagnger rannsókn á fjölda manns, þar á meðal öllum börnum sem á deildinni dvöldust og höfðu dvalizt. Er þegar gengið úr skugga um að ekki er um fleiri tilfelli að ræða. „Þetta er að vísu fvrsta umferð rann- sóknar,” sagði Snorri Ólafsson, „en frckari rannsóknum verður haldið áfram. Berklaveikin cr ekki útdauð hér á landi,” sagði Snorri, „og menn cru mjög vakandi yfir þessum gamla vá- gesti. Hvert einasta tilfelli kostar þús- undir rannsókna af ýmsu tagi og í þeim liggur að sjálfsögðu mikil vinna.” Framhaldsrannsóknir fara síðan fram, sem fyrr segir, þar til alger vissa er fyrir því að ekki hafi fleiri tekið veikina. Berklaveiki kom upp í heimavist Mcnntaskólans á Akurcyri í fvrra og síðar varð einkenna vart í tveim konum á Dalvík. Engin tengsl eru á milli þessara berklatilfella. Hjúkrunarkonan, sem fékk þessa veiki nú í janúar sl. var flutt að Vífilsstöðum til frekari með- ferðar. — BS — Sigurður hjá elzta verkinu á sýningunni sem heitir einfaldlega Rendur (frá 1968). Mér varð á að segja að þetta væri „bara” eins og prufur af veggfóðri en það þótti honum slæmt, því þetta væri miklu líkara náttfötum, og var mjög ánægður með það. Ljósm. DB — Bjarnleifur. Vill hafa líf í mynd- unum og dytti ekki í hug að móla Esjuna — Sigurður Örlygsson sýnir í Norrœna húsinu „Ég hef ákaflega gaman af hressi- legum vinnubrögðum og vil gjarnan hafa smávegis líf í myndunum,” sagði Sigurður Örlygsson sem heldur um þessar mundir sýningu á verk- um sínum í Norræna húsinu. „Ég vil ekki „nostra” við myndirn- ar og leiðast slík vinnubrögð,” sagði þessi ungi listamaður, en myndir hans eru með stórum og sterklitum flötum og skörpum jöðrum. Mig hefur alltaf langað til þess að fá svar við þeirri spurningu hvort listamaður sem málar á þennan hátt, það er að segja óhlutlægar myndir, geti málað t.d. landslagsmynd á þann hátt að það þekkist hvað á myndinni sé. Nú var tækifærið og ég spurði hvort hann gæti málað slíka mynd af Esjunni ef honum dytti það í hug. „í fyrsta lagi myndi mér aldrei detta það í hug, og — ja, — nei, ég gæti það ekki. Enda þykir mér alltof vænt um Esjuna til þess að ég færi að eyðileggja hana með því að setja hana á blað.” — Eru þá landslagsmyndir „eyði- legging” á landslaginu? „Nei, alls ekki. Þær eru vel til þess fallnar að opna augu fólks fyrir því hve landslag er fallegt. Ég hef aldrei haft áhuga á að mála landslags- mvndir, þar eru allar línur „horison- tal”. Ég hef meiri áhuga á lóðréttum línum.” Sigurður gerði fyrir nokkrum árum líkan af kvosinni í gömlu Reykjavík eins og hún lagði sig. Við spurðum hvort hann væri hættur slíkri líkana- gerð. ,Já. Mér fannst það alltof sorglegt hvernig búið er að fara með Reykja- vík. Við lifum á mjög lágu plani að geta ekki varðveitt hana eins og hún var. Mér finnst Morgunblaðshúsið vera „versta” bygging á íslandi. Það stendur við elztu götu á íslandi, Aðalstræti, sem varð til fyrir 1100 árum, en það eru fleiri „slys” en Morgunblaðshúsið sem orðið hafa við þessa götu, t.d. þegar Hótel ísland brann og þegar Uppsalir voru rifnir.” Við gengum með Sigurði um sýn- ingarsalina og hann sýndi okkur verk sín. Ég hafði búizt við að sjá skýja- kljúfamyndir og mengun í stórum stíl því ég hafði heyrt að Sigurður hefði orðið fyrir miklum áhrifum er hann dvaldi við listnám í New York 1974—75. Ég sá þetta hvergi og innti hann eftir því. Hann hló og virtist mjög ánægður. „Það var einmitt þetta sem ég ætlaði mér,” sagði hann. — Það hafa lík- lega verið listræn áhrif sem hann hefur orðið fyrir í New York. — Hvernig vinnurðu myndir þín- ar? Seztu niður og lætur þér detta eitthvað ákveðið í hug eða ferðu bara að vinna? „Áður fyrr hafði ég ákveðnar hug- myndir en ekki lengur. Nú mála ég bara eins og hugurinn 4*ýður mér hverju sinni.” Sýningin er opin frá kl. 14—22 daglega og á henni eru 55 listaverk, eitt frá árinu 1968 en hin flest nýleg. A.Bj. BÍLVELTAN í MÁNÁRSKRIÐUM Bifreiðin, sem við sjáum á með- fylgjandi mynclum, fór úl af vcginum frá Siglufirði til Hofsóss í Mánár- skriðum. Var þetta fyrir um viku ng hafði bifreiðarstjórinn, Birgir ólason, áður en bifreiðin fór út af, látið farþegana fara út vegna mikillar hálku á veginum. Reyndi Birgir síðan að bakka bifreiðinni niður Mánárskriður en það tókst ekki, bíll- inn missti festuna og rann út af vcginum, fyrst með framhjólin, og tókst Birgi þá að koma sér út. Skipti það síðan cngum logum að bíllinn hcntist 600 metra niður hiíðarnai \ myndimum sési hvc illa bif- rciðin var útleikin eftir vclturnar og sennilcgast lítið úr hcnni noíhícft annað en sætin. Myndirnar tók Bjarni Árnason á Siglufirði og var hann í um þrjá tíma að kiöngrast niður að bifrciðinni og upp aftur. V'élin úr bifreiðinni sést ckki, cnda lá hún 200 mctra frá flakinu. — BH "T—-- .jzj. -0y,- ■ Bjórinn á Vellinum mikil freisting Nokkuð bar á auknum tilraunum til smygls út af Keflavíkurflugvelli eftir að áfengisbanmð var sett á, en áður. Var þarna einkum um áfengi og þá aðallega bjór að ræða. Tók lögreglan í hlið- inu öllu meira magn þessara teg- unda þá daga en áður. Einnig varð lögreglan vör við ívið meiri ásókn íslendinga inn á vallarsvæðið en fyrr. Setur lögreglan það í samband við tilraunir til að komast á vínveit- ingastaði á vallarsvæðinu. Helgin var róleg á Keflavíkur- velli. Einn var tekinn ölvaður við akstur. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.