Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 1
2. árg. — Þriðjudagur 2. marz 1976 — 48, tbl. ..Ritstjórn Síðumúla 1*2, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. INGIMAR:VINSÆLL HLOMSVEITARMAÐUR Á SJÚKRAHÚSI EFTIR ÁREKSTUR —bls. 9 BSRB: VERKFALLS- RÉnUR í SJÓNMÁLI? Nú virðist vera að komast skriður á samningaviðræður opinberra starfsmanna og ríkisins um verkfalls- rétt, þar sem vinnunefndir á vegum ríkisins hafa lagt fram hugmynd um verkfallsrétt sem nokkurs konar gagntilboð við hugmyndum BSRB manna um fullan verkfallsrétt. í stórum dráttum er hugmyndin sú, að heildarsamtökin fái verkfallsrétt, en ekki komi þó til verkfalla fyrr en sáttátillaga hefur verið lögð fram og hún felld í allsherjaratkvæðagreiðslu. Það skal tekið fram að hvorugur samningsaðila hefur tekið beina af- stöðu til þessarar hugmyndar, en væntanlega verður þingað um hana nú í vikunni. -GS. Fundir með flugvirkjum til morguns Samningafundir í flugvirkjadeilunni stóðu á Hótel Loftleiðum fram undir morgun. Samningar hafa tekizt í kjara- deilu flugfreyja, en ósamið er við flugmenn. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði í morgun, að enn væri nokkuð óljóst um kröfur flugmanna. Samningar þeirra runnu ekki út fyrir en 1. febrúar, og lítið hefur enn verið um fundi, aðeins undirbúningsfundir. Hinn nýi samningur flugfreyja gildir allt til 15. október 1977 eða mun lengur en almennu kjarasamningarnir. Bilið frá 1. maí til 15. október næsta ár er brúað með hliðstæðum kjarabótum og eiga að verða á tímabilinu fram að þeim tíma. -HH. Sjómannasamningarnir felldir víða: Sjómenn óánœgðastir með skiptaprósentuna „Bg t(‘l að sjómenn hafi verið óánægðástir með skiptaprósentuna. Þtíir tclja sig eiga að fá meira út úr brevtingunni á sj('k)akcrfinu en þeir fengu,” sagði Oskar Vigfússon, formaður Sjómannafélags Hafnar- fjarðar, í morgun. Oskar sagðist furða sig á tali út- vegsmanna um, að þeir væru tregir til að halda áfram viðræðum, cftir að mörg sjómannafélög hafa fellt samningana. ,,Ég tel, að málið sé í htindum ríkissáttasemjara og hann eigi að taka frumkvæðið að áfram- haldandi samningaviðræðutn,” sagði Öskar. Sjómannafélag Reykjavíkur felldi samningana með 54 alkvæðum gegn 9, en 7 skiluðu auðu. Þetta er, einst)g sjá má, mjög lítil fundarsókn í mikil- vægu máli. Þá voru samningamir felldir í Hafnarfirði, Keflavík, Garðinum og Sandgerði en samþvkktir í Vestmannaeyjum, á Akranesi, í Grindavík og Þorláks- h(">fn. Öskar sagði, að sjómenn á Sna*- fellsnesi mundu taka afstöðu til samninganna á fundum í dag. Hann sagði, að fram hefði komið á fundunum í gær, að sjómenn væru nokkuð ánægðir með þá kaup- trvggingu, sem út úr samningunum hefði fengizt. -HH. Svona fór um þó! Landsliðið fékk alvarlega viðvörun ÍMETZ - ÍÞRÓTTIR Castro bak við morðin á Kennedybrœðrum segir bandarískt blað -erl. fréttir á bls. 6-7 Mjólkuðu sér 8%, - meðan aðrir fengu bara eitt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.