Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 02.03.1976, Blaðsíða 13
Dagblaðið. Þriðjudagur 2. marz 1976. Iþróttir þróttir íþróttir róttir Alvarleg aðvörun fyrir íslenzkg landsliðið — sagði Ólafur H. Jónsson, fyrirliði þess, eftir að liðið hafði aðeins gert jafntefli við franska I. deildarliðið Metz í gœrkvöldi. Frakkarnir jöfnuðu úr vitakasti i 25-25 rétt i leikslok Það vantar alla festu í leik íslenzka landsliðsins um þessar mundir og úrslit leiksins hér í Metz eru alvarleg aðvörun. Við verðum að taka okkur heldur betur á ef ekki á illa að fara í leiknum við Júgóslava í Olympíu- keppninni á sunnudag, sagði Ólafur H. Jónsson, fyrirliði íslenzka lands- liðsins, þegar Dagblaðið ræddi við hann í Metz í Frakklandi í gærkvöld. íslenzka landsliðið hafði þá nýlokið við að leika við 1. deildarlið Metz- borgar í handknattleiknum — lið, sem er í þriðja sæti í 1. deildinni frönsku. íslenzku landsliðsmönnúnum tókst ekki að sigra þetta franska lið. Jafntefli varð 25-25, þar sem Frakkar skoruðu jöfn- unarmarkið úr vítakasti nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Þetta var ákaflega slakt hjá okkur — bæði í sókn og vörn, sagði ólafur H. Jónsson ennfremur, og þó þetta væri æfingaleikur fyrst og fremst afsakar það ekki neitt. Það verður að leggja mikinn kraft í æfingar liðsins og og lagfæra — sníða af þá vankanta, sem hafa verið á leik landsliðsins., Þar má ekki taka á málum með-neinum vettlingatökum ef ekki á illa að fara — já, jafnvel mjög illa gegn Júgóslövum á sunnudag. Þrátt fyrir 25 mörk í leiknum var skotnýting okkar slæm — oft illa farið með upplögð tækifæri — og varnarleik- urinn var hvorki fugl né fiskur. Afar slakur allan leikinn og markvarzlan einkenndist af honum. Aðstæður allar voru frábærar, svo ekki var þar um neitt að sakast. í liði Metz eru tveir franskir landsliðsmenn — meðal annars mark- vörður liðsins, sem varði vel. En við misnotuðum fjögur vítaköst í leiknum — og þremur leikmönnum íslenzka liðsins var vísað'af velli í tvær mínútur hverjum. Dómararnir voru franskir, en við höfðum ekkert upp á þá að klaga, sagði Ólafur H. Jónsson. íslenzka liðið hafði yfirleitt forustu í leiknum og staðan í hálfleik var Í3-11 fyrir það. Síðari hálfleikurinn var afar skrykkjóttur — en áhorfendur, sem vóru allmargir í íþróttahöllinni þekktu í Metz, voru vel með á nótunum, þegar franska liðið var að.vinna upp muninn og jafnaði svo úr vítakasti alveg í leiks- íokin. Þá glopruðum við niður mörgum góðum færum — leikurinn er vissuleea alvarleg aðvörun. Mörk íslenzka liðsins í leiknum skoruðu Páll Björgvinsson 6, Ólafur H. Jónsson 5, Gunnar Einarsson 5 (eitt víti), Ólafur Einarsson 4 (eitt víti), Bjarni Jónsson 2, Árni Iriðason 1, Jón Hjaltalín Magnússon 1 og Jón Karlsson 1. Æfingaaðstaða hefur verið og verður ágæt í ferðinni — og hér er mjög gott veður. Komið vor að því er virðist. Eng- inn íslenzku leikmannanna hefur meiðzt í leikjunum tveimur og allir eru frískir. í kvöld leikum við í Nancy og síðan verða tveir leikir í Vestur- Þýzkalandi við kunn 1. deildarlið í suðurdeildinni þýzku, áður en haldið verður til Júgóslavíu í Olympíuleikinn, sagði Ólafur H. Jónsson að lokum. Hann bað Dagblaðið að skila kveðjum heim frá öllum íslenzku landsliðsmönn- Ólafur H landsliðsins. Jónsson, Sterkara lið en úður! — íslenzka landsliðið i körfubolta gegn Portúgal hefur verið valið íslenzka landsliðið í körfuknattleik, sem á að leika við Portúgali hér í Reykjavík dagana 8. 9. og 10. apríl, hefur verið valið. Talsverðar breytingar eru frá leikjun- um við Englendinga og ljóst að liðið ætti að vera sterkara en þá. Liðið er tengt, að koma sér upp knattspyrnu- velli. Heitar uppsprettur eru við skál- ann. Fyrir rúmum 35 árum hófu Víkingar byggingu skíðaskála í Sleggjubeins- skarði undir forustu Gunnars Hannes- sonar og Alexanders Jóhannssonar. Brátt var kominn þar skáli — annálaður fyrir fegurð. En á páskum 1964, 29. marz, brann skálinn til grunna eftir að sprenging varð út frá Ijósavél. Tókst dvalargestum, sem voru um 50 talsins, naumlega að sleppa út úr skálanum, en litlu sem engu tókst að bjarga. Skálinn fagri og innbú var vátryggt fyrir*330 þúsund krónur. í maí sama ár hófst endurbygging skálans og teiknaði Kjartan Sveinsson hinri nýja skála — endurgjaldslaust. 22. febrúar sl. var skálinn svo formlega tekinn í notkun — en þar hefur þó verið mikil starfsemi undanfarin ár. Skíðaskáli Víkings í bvggingu. þannig skipað: Jón Sigurðsson, Ármanni, Kristinn Jörundsson, ÍR, Kolbeinn Kristinsson, *R, Guðsteinn Ingimundarson, Ármanni, Kári Marísson, UMFN, og Kolbeinn Pálsson, KR. Þórir Magnús- son, Val, Torfi Magnússon, Val, Birgir Jakobsson, ÍR, Agnar Friðriksson, ÍR, Bjarni Jóhannesson, KR, Símon Ólafs- son Ármanni. Jónas Jóhannesson, UMFN, Bjarni Gunnar Sveinsson, ÍS, Jón Héðinsson, ÍS, og Jón Jörundsson, ÍR. Þorsteinn Hallgrímsson ÍR var einnig valinn en hann sá sér ekki fært að taka þátt í landsleikjaprógrammi landsliðs- ins á árinu. Liðið, sem síðar verður valið á Polar-Cup keppnina í Kaup- mannahöfn, verður valið úr þessum hópi — 10 menn. h.halls. Er að rœtast úr þíálfaramálum Akurnesinaa? Heldur \ irðist vera að birta til í þjálfaramálum hjá íslandsmeistururn Akraness. Eins og kunnugt er hafa Skagamenn leitað fyrir sér um þjálfara eftir að ljóst var að George Kirby kom ekki til greina. Var leitað hófanna hjá Jack Johnson, danska þjálfaranum, sem þjálfaði ÍBA fvrir tveimur árum. Hann hins vegar sá sér ekki fært að fara til Skagamanna. Nú eru talsverðár líkur á að úr rætist — Mike Ferguson, áður kunnur leikmaður með Blackburn, Aston Villa ogQPR kemur til Iandsins annaðhvort á morgun eða miðvikudag til að kanna samningamöguleika og aðstæður. Telja verður líklegt að Ferguson verði þjálfari Skagamanna næsta sumar og því er sú óvissa, sem ríkt hefur um þessi mál uppi á Skaga, úrsögunni. -h. halls. Olympísk gullvon Portúgals! Carlos Lopez, Portúgal, er talinn hafa mikla möguleika að hljóta verðlaun í 10000 metra hlaupinu á Olympíu- leikurrum í sumar — jafnvel gullverðlaunin. í Chepstow í Wales á laugardag vann Lopez stórsigur í miklu alþjóðlegu víðavangshlaupi. Hafði yfirburði, þótt þar kepptu margir fremstu langhlauparar heims. Carles Lopez er 29 ára bankastarfs- maður í Lissabon og hafði þegar fyrir þetta hlaup unnið tvo aðra athyglisverða sigra áður í vetur. Hann hafði yfirburði í hlaupinu í Wales — vegalengdin var 12 km — og kom 16 sekúndum á undan öðrum manni í mark. Um tíma var hann hálfri mín. á undan öðrum, en gaf aðeins eftir í lokin, þegar sigurinn var oihiggur. Frægir garpar urðu lagt á eftir. Mariano Haro, Spáni, sem hefur verið í öðru sæti í þessu hlaupi síðustu fjögur árin, varð aðeins 11 og enn verr gekk hjá Gaston Roelants, sem gerði sér vonir um fimmta sigur í hlaupinu. Hann varð 13. og landi hans Eric de Beck, meistarinn 1974, kom í mark sem 49. Ursl it^ urðu þessi: 1. C. Lopez, Portúgal, 34:47.8 2. A. Simmons, England, 35:04.0 3. B. Ford, England, 35:07.0 4. K. Lismont, Belgíu, 35:08.0 5. D. Uhlmann, V-Þýzkal. 35:17.0 6. E. Sellik, Sovét, 35:17.0 Keppt var í sveitakeppni — sex manna sveitir með þátttöku 18 þjóða. England sigraði með 90 stigum, BelgTa varð í öðru sæti með 118 stig og Frakkland 3ja með 187 stig. Þá komu Sovétríkin, 219 stig, Ítalía 224 stig og Bandaríkin 243 stig. Vestur-Þýzkaland varð í sjöunda sæti með 292 stig, þá Wales 304 og Finnland 348. Þrátt fyrir sigur Lopez varð portúgalska sveitin ekki í nema 12. sæti með 394 stig, og enn verr gekk hjá Svíum, sem urðu nr. 17 með 600 stig. íslandsmótið í badminton verður háð á Akranesi 3. og 4. apríl — í nýja íþróttahúsinu þar — og er það í fyrsta skipti, sem slíkt meistaramót er háð á Akranesi. Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna og tvenndar- keppni í meistaraflokki og A.-,flokki og tvíliðaleik í ,,Qld bovs” flokki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.