Dagblaðið - 29.03.1976, Side 8

Dagblaðið - 29.03.1976, Side 8
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 29. MARZ Í976. ^"""" 8 f V FÍB og bilbeltin ERU Á MÓTISKYLDU- NOTKUN Á BELTUNUM Félag íslenzkra bifreiöaeig- enda hefur sent frá sér greinar- gerð þar sem þeir gagnrýna framkomiö frumvarp á Alþingi sem kveöur m.a. á um aö lögfest veröi notkun bílbelta. Alls- herjarnefnd neðri deildar hefur ekki óskaö álits FÍB um máliö og hafa þeir samt sem áður ákveðið að koma skoðun- um sínum á máli þessu á fram- færi. Landsþing FÍB hefur samþykkt á fundi sinum að bíl- belti sé mikilvægt öryggistæki og efla beri notkun með auk- inni fræðslu og kynningu, en- þing FÍB telur varhugavert að sett ’verði lög nema þá og því aðeins þeim verði framfylgt. Segir FlB notkun bílbelta mun meiri og almennari heldur en flutningsmenn lagafrum- varpsins gera ráð fyrir og notk- un þeirra fari stöðugt vaxandi. Þess beri þó að gæta þegar frumvarp af þessu tagi er borið fram hversu mikill munur er á umferðaraðstæðum hér á landi og annars staðar.Erlendis þykir e.t.v. eðlilegra að notkun bíl- belta sé lögbundin enda um- ferðaraðstæður allt aðrar. Minnir FlB m.a. á umferðar- slysið er varð í Mánárskriðum við Siglufjörð ekki alls fyrir löngu og bendir á hve fljótt farþegarnir þar komust út úr bifreiðinni og hvernig það hefði verið ef þau hafi öll verið reyrð í bílbelti. Bendir FlB á að ef frum- varpið nær fram að ga'nga verði dómsmálaráðherra þar veitt heimild til þess að veita undan- þágur frá skyldunni um notkun bílbelta. Að öllum líkindum verða lögreglu- og slökkviliðs- menn undanþegnir notkun beltanna svo og atvinnubíl- stjórar, eru þá ekki eftir nema einkabílstjórar sem verið er að hafa vit fyrir. Umferðarráð vonast til að ef lög um bílbelti nái fram að ganga geti þeir í ríkara mæli beitt sér fyrir bættri umferðarmenningu á öðrum sviðum þar eð notkun bílbeltanna verði þá orðin skylda. En FlB bendir þá á hve mikil vinna flyzt yfir á lögregluna í landinu sem verði þá önnum kafin að fylgjast með því að bifreiðarstjórar sitji bundnir niður í sæti bíla sinna. Ellefu misstu ökuskírteinin Þessa helgina misstu ellefu bifreiðastjórar í Reykjavík ökuleyfið sitt, teknir vegna meintrar ölvunar við akstur. Aðfaranótt sunnudagsins bar það til tíðinda að fanga- geymslur lögreglunnar voru ekki fullar og má það vafalaust rekja til tveggja ástæðna. I fyrsta lagi þeirrar hækkunár á áfengi, sem varð fyrir viku síðan, einnig er það að síðari og síðustu helgarnar í mánuðinum er alltaf mun rólegra að gera hjá lögregl- unni, en tekur alltaf viðbragð fyrstu helgina að afloknum mánaðamótum. Sigtún var lokað sl. laugardagskvöld en þau 1200 manns sem þar hefðu getað verið inni dreifðu sér afar pent á aðra skemmtistaði borgarinnar, mest í Klúbbinn þar sem nokkur þvaga myndaðist fyrir utan eftir að fullt var orðið. —BH Sjórekið lik í Sandgerði Lík fannst rekið í sjávarmál- inu við Sandgerði um miðjan dag á laugardag. Reyndist þar um að ræða sextíu og tveggja ára vörubílstjóra, Linnet Gísla- son til heimilis að Norðurgötu 21 í Sandgerði. Linnet var ókvæntur og dánarorsök hans er enn ekki kunn. Síðast var vitað um ferðir hans aðfara- nótt föstudagsins. —BH Innbrot á Karde- mommusvœði Brotizt var inn í geymslu- húsnæði, gamlan bragga á „Kardemommusvæðinu” svo- nefnda á laugardag. Stendur braggi þessi við Elliðaárnar og erú í honum geymdar alls kyns vélar og varahlutir í þær. Ekki hafði tekizt að góma þjófana og ekkWar enn ljóst hve miklu hafði verið stolið, en eigendur vélanna unnu við að kanna hvað hefði horfið. —BH Minkar á ferð við Elliðaárnar Minks verður vart af og til við Elliöaárnar og sl. föstudagskvöld var lög- reglunni tilkynnt um að sézt hefði til minks þar. Hélt hún á staðinn og fann slóðir el'tif fleiri en einn mink við báðar árnar. Heldur minkurinn sig þá aðallega við ósa ánna og tekst þai að voiöa sér eftirlegulaxa til matar. Ekki héfur enn teki/t að finna greni minkanna. -BII. IH GÓ, - GÓ! Það er kominn nokkuð alþjóðlegur næturklúbbsandi yfir veitingastaðinn Sesar með tilkomu dansmeyja, sem dansa eftir hljómfallinu frá diskóteki staðarins, Iéttklæddar og eggjandi. Stúlkurnar, sem ráðizt hafa til starfsins eru íslenzkar, og hafa þótt standa sig vel í þessu erfiða starfi, því augljóst má vera að það getur tekið á að dansa látlaust í langan tlma eftir kröfu- hörðum takti (DB-mynd R. Th. Sig.). „BÖRNIN í BREIÐHOLTI EKKI VERRI EN ÖNNUR í REYKJAVÍK" í fjölmennum hópum magnast þau til skemmdarverka. Löggœzla þar efra langt undir lágmarki „Sérstök nefnd hefur verið stofnuð í Breiðholti til þess að fjalla um og gera tillögur til úrbóta varðandi vandamál unglinga í þessu stærsta hverfi Reykjavíkur,” sagði Sigurður Bjarnason í stuttu viðtali viðDag- blaðið fyrir helgina. Sigurður er formaður Framfarafélags Breið- holts og það félag hefur haft áhyggjur af þróun mála unglinga varðandi í hverfinu. „Þetta er meira og stærra vandamál hjá okkur en íbúum annarra hverfa”, sagði Sigurður, „vegna fjölda barna og unglinga í hverfinu, fremur en að börn, sem búa í Breiðholti séu öðru vísi eða verri en önnur börn í Reykjavík. Sérstök samstarfsnefnd hefur verið stofnuð til að fjalla um málið. Var til þess ráðs gripið eftir fund Framfarafélagsins. Nefndin er skipuð þrem mönnum, einum frá Æskulýðsráði, skóla- sálfræðingi og forstöðumanni Fellahellis. Reyna á að fá þá sem helzt geta talizt forsprakkar unglingahópanna til að starfa innan veggja Fellahellis. — Við búum ekki yfir neinum patentlausnum í sambandi við vandamál unglinga. Á hitt er að benda, að löggæzla er langt fyrir neðan það sem lágmark getur kallazt. i Kópavogi munu íbúar vera um 12000. Þar starfa 20 lögreglumenn. í Breiðholti eru íbúar 20 þúsund. Þar er engin lögreglustöð en 2-3 menn sitja í lögreglubíl og eru til taks þegar kallað er. En svæðið, Breiðholt 1, 2 og 3 er mjög stórt og mikinn tima tekur að fara eftirlitsferðir um það hverju sinni, hvað þá að halda uppi viðunandi eftirliti í hverfunum þremur. Þarna skortir mjög fjölgun lögregluliðs, eins og lögreglustjóri hefur marg- bent á”, sagði Sigurður Bjarna- son. i síðustu viku keyrði um þver- bak varðandi skemmdarverk unglinga, er hópur skólabarna réðist að snyrtivöruverzlun að Völvuvelli 15. Verzlanir í því verzlunarhúsi hafa orðið fyrir ítrekuðum árásum, ránum og skemmdarverkum. Hafa tugir rúða verið brotnar og aðrar skemmdir unnar og nemur tjónið umtalsverðum upphæðum. Meg- intilgangur barnanna og ungling- anna virðist vera að skemma. Aðförin að snyrtivörubúðinni keyrði um þverbak. Abyrgir menn hefðu fyrirfram ekki trúað að slíkt gæti skeð í frímínútum barna um hábjartan dag. Breiðholt og íbúar þessa mikla borgarhverfis eiga við vanda að stríða. Nú er bara að kryfja þann vanda til mergjar og berjast gegn honum. (DB-mvnd).

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.