Dagblaðið - 29.03.1976, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 29. MARZ 1976.
MMBIAÐIÐ
frfálst, úháð dagblað
Utgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjöri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
íþróttir: Hallur Símonarson
Hönnun:Jóhannes Reykdal
Biaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli
Iléðinsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson,
Ilallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson,
Ómar Valdimarsson.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnieifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th.
Sigurðsson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla
Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Armúla 5.
Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.,
Skeifunni 19.
Einokunin brást
Fyrir rúmri viku hélt forstjóri
Grænmetisverzlunar landbúnaó-
arins því fram á prenti, að mikill
kartöfluskortur væri í Vestur-
Evrópu um þessar mundir. Þegar
Dagblaðið lét svo kanna málið,
kom í ljós, að nóg var af kartöflum
í helztu útflutningshöfnum Hol-
lands, Vestur-Þýzkalands og Danmerkur.
Fyrir rúmri viku hélt forstjóri Grænmetis-
verzlunar landbúnaðarins því fram, að of dýrt
væri að kaupa sænskar kartöflur á 250 krónur
kílóið um borð í skip, þegar hægt væri að bíða
eftir gömlum, pólskum kartöflum á 70 krónur.
Þegar Dagblaðið lét svo kanna málið, kom í ljós,
að um alla Norðvestur-Evrópu var hægt að fá
spánnýja uppskeru á 90—100 krónur kílóið.
Fyrir rúmri viku hélt forstjóri Grænmetis-
verzlunar landbúnaðarins því fram á prenti, aó
ekki væri hægt að kaupa kartöflur í Hollandi,
þar sem þar væri búið að setja 50—60 króna
útflutningsgjald á hvert kíló. Þegar Dagblaðið
lét svo kanna málið, kom í ljós, að hollenzkir
útflytjendur könnuðust ekki við neitt slíkt
gjald.
Fyrir tæpri viku hélt forstjóri Grænmetis-
verzlunar landbúnaðarins því fram í viðtali við
Dagblaðið, að óráðlegt væri að flytja inn kart-
öflur frá Marokkó og Mexíkó vegna hættu af
Colorado-bjöllu. Nú hefur svo komið í ljós, að
hann hefur einmitt fengió þær mexíkönsku
kartöflur, sem voru um miðja síðustu viku á
boðstólum í Rotterdam.
Greinilega er komið í ljós, að það er Græn-
metisverzlun landbúnaðarins, sem hefur sjálf
búið til kartöfluskortinn, sem ríkir hér á landi
um þessar mundir. Hún reyndi að dylja van-
getu sína með því að gefa kolrangar upplýsing-
ar um ástandið á kartöflumarkaðinum í ná-
grannalöndunum.
Þegar Dagblaðið hafði svo fengið staðfest, að
nóg væri til af ódýrri og nýrri uppskeru kart-
aflna til beinnar útskipunar í íslenzk skip 1
Rotterdam, Hamborg og Kaupmannahöfn,
sneri Grænmetisverzlun landbúnaðarins
skyndilega við blaðinu og pantaði sjálf þessar
nýju kartöflur.
Þetta dugir að vísu ekki til að eyða kartöflu-
skortinum. Urriðafoss gat aðeins tekið um það
bil vikuneyzlu af kartöflum í Rotterdam og
Grænmetisverzlun landbúnaðarins gerði ekki
frekari ráðstafanir. Það verður því sennilega
aftur kartöflulaust hér á landi meðan Græn-
metisverzlun landbúnaðarins bíður eftir því, að
frostavetri hennar í Póllandi linni.
Grænmetisverzlun landbúnaðarins hefur
enn einu sinni sannað vangetu sína. Hún hefur
ekki reynzt gæta hagsmuna neytenda í magni,
gæðum og verði á kartöflum. Hún hefur mis-
farið hrapallega með einokun sína á kartöflu-
sölu, eins og raunar á grænmeti yfirleitt.
Neytendur eiga ekki lengur að sætta sig við,
að sölusamtök bænda kúgi þá með sama hætti
og danska einokunarverzlunin kúgaði Islend-
inga á sínum tíma. — - . . ....
Mary
Pickford:
AÐ VARÐVEITA
GOÐSÖGNINA
Þegar hinni öldnu kviK-
myndastjörnu, Mary Pickford,
verða afhent sérstök Öskars-
verðlaun í dag er búizt við að
hún horfi á afhendinguna í
sjónvarpi á heimili sínu þar
sem hún hefur dvalizt undan-
farin tíu ár í hálfgerðri ein-
angrun að eigin ósk.
Pickford, sem nú er 82 ára og
ein af „stofnendum” Holly-
wood, fær verðlaunin sem
þakklætisvott fyrir „frábæran
þátt hennar í bandarískum
kvikmyndaiðnaði”.
Vonir standa þó til að leik-
konan sjái sig um hönd og mæti
til hátíðahaldanna en hún
hefur lítið haft sig í frammi, —
vill helzt dveljast í húsi því sem
hún og maður hennar fyrrver-
andi, Douglas Fairbanks jr„
byggðu.
En þriðji maður hennar,
Buddy Rogers, telur það ólík-
legt. „Spenningurinn yrði of
mikill fyrir hana,” segir hann.
Ef hún kemur ekki hafa
menn ráð við því. Búið er að
fara heim til leikkonunnar og
kvikmynda hana þar sem hún
tekur við verðlaununum og sú
kvikmynd verður sýnd ef hún
kemur ekki.
Vinir hennar halda því
einnig fram að hún hafi fallizt á
verulega breytingu á liferni
sínu til þess að taka við Óskars-
verðlaununum.
Heimili leikkonunnar er
löngu frægt orðið. Þar tóku
(|J|J|||
|fjj|§|!|f
V
/■
Mary Pickford var um tfma gift leikaranum Douglas Fairbanks jr. og þóttu þau vera eins og kóngafólk
Hollywood á þeim tima. Heimili þeirra gekk undir nafninu „Buckingham PaIace”og þar tóku þau á
móti þjóðhöfðingjum víða að úr heiminum.
TlMINN OG CIA
Vegna síendurtekinna skrifa
dagblaðsins Tímans á undanförn-
um vikum varðandi starfsemi
CIA o.fl. hér á landi tel ég rétt að
vekja athygli á nokkrum stað-
reyndum í þeim efnum.
Nokkru eftir að ég kom fram i
sjónvarpsþættinum Kastljósi
fyrir nokkrum vikum þar sem ég
greindi hlutlaust frá ýmsum stað-
reyndum varðandi rannsókn á
svonefndu Klúbbmáli, svo og í
nokkrum blaðagreinum síðar, þar
sem fjallað var um samá mál,
gerist það skyndilega að í Tíman-
um fóru að birtast greinar sem
virðast gegna því eina hlutverki
að gera mig tortryggilegan í aug-
um almennings. Þessar greinar
eru að efni svo vfðsfjarri öllum
raunveruleika og jafnframt svo
heimskulega uppbyggðar að
maður gæti þess vegna ætlað að
greinarhöfundar væru vanþroska
ungmenni. Nú er mér hins vegar
tjáð að þessir menn gegni
ábyrgðarstöðum í Framsóknar-
flokknum og verður því að ætla
að ritstjóri blaðsins og fprmaður
flokksins séu sáttir við slík blaða-
skrif. Hvað hef ég gert á hlut
þessara manna eða Framsóknar-
flokksins yfirhöfuð? Alls ekkert.
Hins vegar hef ég 1 starfi mínu
orðið að liafa afskipti af fram-
sóknarmönnum sem öðrum borg-
urum þessa lands og það virðist
ástæðan fyrir þessum barnalegu
og hugsjúku skrifum. Ég hef
aldrei í sjónvarpsþáttum eða
blaðagreinum deilt persónulega á
núverandi dómsmálaráðherra,
hins vegar hef ég eins og kunnugt
er deilt harðlega á ýmsa þætti
varðandi meðferð lögreglu- og
dómsmála á undanförnum árum.
Ég hef ávallt rætt þessi mál í
fullu samræmi við staðreyndir og
Kjallarinn
Kristjón Pétursson
hefur staðhæfingum mínum ekki
ennþáverið hnekkt.
Eg hef velt því fyrir mér hvort
umræddir greinarhöfundar í Tím-
anum skrifi slíkar greinar vegna
einhvers konar hugsjónabaráttu
eða geri það af sérstakri dyggð við
flokksapparatið. Sé hið síðar-
nefnda rétt þá nær hin hundslega
tryggð þó ennþá tökum á sumum
mönnum.
Ef greinarhöfundar hafa ein-
hvern áhuga á öryggismálum
þjóðarinnar á breiðum grundvelli
þá ættu þeir að spyrja dómsmála-
ráðherra og utanríkisráðherra
ýmissa spurninga um þau mál.
Flestum þáttum þeirra mála
hefur verið lítill sómi sýndur og
ættu því greinarhöfundar með lið-
styrk góðra manna að einbeita sér
að slíkum verkefnum. Ekki væri
óeðlilegt þótt þeir spyrðu þessa
sómakæru ráðherra eftirfarandi
spurninga:
1. Hvers konar eftirlit er fram-
kvæmt varðandi starfsemi
sendiráðsstarfsmanna hér á
landi og hvernig er háttað vöru-
og póstsendingum til þeirra?
2. Geta einstök sendiráð flutt til
landsins ótakmarkað magn af
vörum og pósti (,í diplóm mail)
án þess að gera viðkoniandi ís-
lenzkum stjórnvöldum grein
fyrir innihaldi þess?
3. Hvaða. skilyrði þurfa erlendir
vísindamenn að uppfyila til að