Dagblaðið - 29.03.1976, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 29. MARZ 1976.
Pickford og Fairbanks á móti
konungum og drottningum hér
áður fyrr. En nú viil hún helzt
tala við fólk í gegnum síma.
Samt féllst hún á kvikmynda-
tökuna og að fáeinar ljósmynd-
ir yrðu teknar af henni.
Þær sýna glöggt aldur
hennar en samt er hún ennþá
með litla kringlótta andlitið og
hrokkna hárið sem gerðu hana
að „kærustu Bandaríkjanna" á
öðrum tug aldarinnar.
í símaviðtali við Reuters-
fréttastofuna rifjaði leikkonan
það upp að hún og Fairbanks
komu Öskarsverðlauna-
nefndinni á laggirnar. „Þið
vitið að ég stóð fyrir þessu öllu
saman,” sagði hún skjálfandi
röddu. „Þá var allt minna í
sniðum og persónulegra.”
Þegar hún var spurð að því
hvort henni fyndist hún lifa í
einangrun þvertók hún algjör-
lega fyrir það og sagðist vilja
fara til Evrópu og hitta gamla
vini frá hinum „góðu” tímum í
Hollywood.
„Það er leiðinlegt til þess að
vita hversu mörg kunnugleg
andlit eru horfin af sjónarsvið-
inu,” sagði hún. „Mér þykir svo
fyrir þvl að Harold Lloyd er
horfinn. Hann var mikill vinur
minn, líka konan hans.”
Þeir sem heimsótt hafa leik-
konuna og mann hennar,
Rogers, segja að andrúmsloft
innan dyra sé ákaflega undar-
legt.
„Hann opnaði dyrnar inn til
hennar í hálfa gátt og sagði
henni að það væru komnir
gestir,” segir einn gestanna.
„Stuttu síðar kom hann með
einhverja klaufalega afsökun.”
Þjónar hjónanna segja að
þau borði yfirleitt saman í her-
berginu hennar og horfi á sjón-
varp á meðan.
Einn þeirra segir: „Þetta er
allt undarlegt. Síðustu fimm
árin virðist eins og hún hafi
misst allan áhuga á því að fara
út úr húsi. Hún er við ágæta
heilsu og það er ekkert að
henni.
Stundum finnst mér eins og
hún vilji endilega varðveita þá
goðsögn sem myndazt hefur um
hana.”
fá leyfi íslenzkra stjórnvalda til
vísindarannsókna hér á landi?
Hverjir rannsaka tækjabúnað
þeirra?
4. Hefur starfsemi fjarskipta-
stöðva sendiráða verið athuguð
hér á landi og hvers konar leyfi
hafa verið veitt fyrir notkun
þeirra? Hvaða takmörkunum
hafa slík leyfi verið háð og hver
hefur eftirlit með framkvæmd
þess?
5. Hefur íslenzkum sérfræðing-
um (ef til eru) verið heimilað
eða fyrirskipað að fylgjast með
störfum varnarliðsins er lúta að
hernaðarlegum samskiptum
þess við önnur Natóríki?
6. Hefur íslenzkum sérfræðing-
um verið fyrirskipað að kanna
vopnabúnað og starfsemi fjar-
skiptastöðva varnarliðsins á Is-
landi?
Vmissa fleiri spurninga gætu
greinarhöfundar spurt ráðherra
sína og hver veit nema CIA-
ófreskjan hjálpi til við svörin.
Vonandi svara ráðherrarnir þess-
um spurningum fljótt og greið-
lega, eins og þeirra er von og vfsa.
Það hlýtur því að verða verk-
efni fvrrgreindra ráðherra að
rannsaka staiiM'nii CIA, ef hún
er fyrir hendi hér á landi. Að
sjálfsögðu er ég reiðubúinn að
veita þeim alla mína aðstoð ef um
er beðið og væntanlega verða þeir
mér jafnþakklátir fvrir það og
uppljóstrun mína varðandi
Klúbbmálið og olíumálið á sínum
tíma.
Kristján Pétursson
deildarst jóri Tollgæzlunnar
i Keflavík
Um popplist — Seinni
ISLENSKT POPP
Nú er gaman að sjá afsprengi
þessarar stefnu á sýningunni I
Listasafni tslands og vonandi
verður hún til þess að Lista-
safnið rétti úr kútnum og taki
til meðferðar önnur tímabil og
stefnur innan íslenskrar list-
sögu, t.d. fyrirstríðsmálverkið
eða geómetrlsku afstraksjónina
á árunum eftir 1950. En sýn-
ingu af þessu tagi fylgir mikil
söguleg ábyrgð og yfirgripsmik-
il undirbúningsvinna, sem ég
er alls ekki viss um að aðstand-
endur sýningarinnar hafi gert
sér grein fyrir þrátt fyrir góðan
vilja.
Týnt og gleymt
Nú liggur það að vísu ljóst
fyrir að mikið af því, sem kalla
mætti íslenzka popplist, hefur
týnst og eyðilagst vegna áhuga-
leysis listasafna og safnara og
erfitt er að setja upp sý'ningu í
svo takmörkuðu plássi sem and-
dyri Listasafnsins er. Samt
held ég að ef aðstandendur
hefðu gert sér betri grein fyrir
forsendum popplistar almennt,
þá hefði verið hægt að gefa
raunsannari mynd af henni
eins og hún sprettur fram á
tslandi í því takmarkaða plássi
sem til staðar var. Aðstandend-
ur segja að vísu í sýningarskrá
að „mjög breið skilgreining á
popplistarhugtakinu” hafi
verið lögð til grundvallar
myndavali á sýninguna. I því
liggur meinið. Svo breið er skil-
greiningin að hún tekur yfir
popp, hreint ný-dada og
„assemblage”, sem þýðir i raun
að grandalaus áhorfandi er
litlu nær um popp-hugtakið og
freistast svo til þess að kalla öll
þessi fyrirbæri „popp” í fram-
tíðinni. Ekki er heldur reynt að
skilgreina hversu stór eða lítill
þáttur popp var í íslenzkri
mvndlist og hvernig hinir ýmsu
listamenn íslenskir nálgast
þetta erlenda fyrirbæri.
SÚM & popp
Það er nú að koma æ betur í
ljós að þeir meginstraumar, er
SUMarar bergðu af frá byrjun,
voru popplist og ný-dada. Popp-
áhrifin komu frá enskum og
amerískum listamönnum en ný-
dada (og reyndar „assemblage”
lika) kynntust þeir í gegnum
Diter Rot og félaga hans. Stuttu
siðar kom hugmyndafræði
(conceptualism) til sögunnar.
Sýningin i Listasafninu bendir
réttilega á hversu nukinn þátt
SUM átti í útbreiðslu popp-
hugmynda. Einna hreinastar
koma þær fram í verkum Sigur-
jóns Jóhannssonar sem var í
nánu sambandi við enska popp-
list í London á árunum 1963-4.
Með úrklippum úr mynda-
liliiðum og annarri blándaðri
tækni dásamar hann fjölbreyti-
leika nútimamenningar, og
hjólkoppur hans í miðri tryp-
tich-myndinni „Glorius" er
ekki háð og spott um dýrkun
mannsins á vélinni (eins og
fram mundi koma i verkum ný-
dadaista) heldur lofsöngur um
hreina fegurð þessa geislabaug-
laga vélarhlutar og það um-
hverfi sem hann fæðist inn I.
Þessa túlkun staðfesti Sigurjón
óbeint í sjónvarpsviðtali ný-
verið. Veggfóður Magnúsar
Pálssonar er sömuleiðis púra
popp og skemmtilega frumlegt
verk. Betrekkið sjálft má hugs-
anlega selja í metravís eins og
hverja aðra álnavöru og teikn-
uð á það eru tilbrigði um ýmiss
konar heimilistæki, neysluvöru
o.s.frv.
Tryggvi og
fjölmiðlar
Ekki er heldur auðhlaupið að
því að skilgreina málverk
Tryggva Ólafssonar sem annað
en popplist. Fjölbreytileiki fjöl-
miðlamenningar, andstæður
hennar og þverstæður, ys og
þys borgarinnar, — á þessum
grunni byggir Tryggvi. I mál-
verkunum teflir hann saman
myndmáli blaða, sjónvarps,
kvikmynda og augiýsinga-
spjalda, bæði af hreinni ánægju
og pólitískri vandlætingu.
Myndmál Guðmundar Erró
er einnig ótvírætt af popp-
ættinni, myndablöð, hasarblöð,
póstkort, fræg listaverk, — allt
saman myndfrasar (orðið smíð-
aði Tryggvi Ólafsson) sem
þegar hafa verið brúkaðir af
öðrum. En þar sem Tryggvi
popplistamanna og poppvina
eins og Allen Jones, Jim Dine
og David Hockney, en undir-
tónn verka hans er þjóðfélags-
rýni og ádeila. Gagnrýni er
einnig það bensín sem Róska
gengur fyrir og eru til verk með
beinni popphrifum eftir hana
en sú mynd sem á sýningunni
er. Verk þeirra bræðra, Sig-
urðar og Kristjáns Guðmunds-
sona, taka á yfirborðinu mið af
poppleikjum með neysluvöru
og skjannaliti, en mér sýnist
samt þegar gæta hugmynda-
fræði i verkum þeirra, einkum I
myndum Sigurðar, þar sem
endurtekningar og „illúsjónir”
eru viðhafðar. Popp auk
snerts af „Funk”list er að finna
í véla- og bílaskúlptúr Jóns
Gunnars Arnasonar og þar sýn-
ast mér poppáhrif þessarar sýn-
ingar enda.
Ávöntun
Hér hefði maður viljað sjá
myndir Hauks Dórs Sturlu-
sonar frá 1965 sýningunni, ef
til vill nokkrar myndir Gylfa
Glslasonar auk þess sem mig
rámar eitthvað í popp-dada hlut
eftir Hildi Hákonardóttur frá
þessum árum. En einna furðu-
legast finnst mér að myndir
Einars Hákonarsonar skuli
ekki vera hér til sýnis. Margar
Myndlist
í[ AÐALSTEINN t|
INGÓLFSSON i
hefur ávallt áhuga á uppruna
myndfrasa sinna, þá er það
órökræn samsetning þeirra sem
skiptir Erró höfuðmáli, —
þannig að úr verður nýr inn-
hverfur og súrrealskur mynd-
veruleiki.
Súrrealismi
En þar sem popp og súrreal-
ismi togast greinilega á í verk-
um Errós, þá er vafasamt hvort
Myriam Bat-Yosef á nokkurt er-
indi á poppsýningu. List henn-
ar hefur ætíð byggst á súrreal-
isma, ummyndun (meta-
morphosis) hversdagshluta í
ævintýralega töfragripi og hvað
viðkemur skjannalitum henn-
ar, þá má alveg eins finna þá 1
súrrealisma og popplist. Hins-
vegar má líta á teikningar
Arnar Herbertssonar sem popp
með súrreölsku ivafi. Ýmis
slagorð auglýsingaiðnaðarins
meðhöndlar Árnar af órök-
rænni og innhverfri tilfinn-
ingu, en vart með neinum
glæsibrag. Björg Þorsteins-
dóttir á hér greinilega heima
innan um popplistamenn, þótt
þau verk. sem hér eru til sýnis,
vorði ckki til fyrr en 1972.
Flöskur hennar eru ógagnrýnar
og myndrænar samsetningar
sem sýna sérstaklega næma til-
finningu fyrir áferð. Jón Reyk-
dal notfærir sér ýmsa stilanga
mynda hans upp úr 1967 taka
formlega mið af ótvíræðum
poppmönnum eins og Wessel-
man (t.d. „Great American
Nudes” hans), auk þess sem
þær fjalla um fjölmiðlaþjóðfé-
lag (t.d. „Rauði sófinn”) og
einnig er popp í notkun Einars
á alls kyns plast- og trefjaefn-
um í myndum frá þessum tlma.
t staðinn eru myndir Braga
Ásgeirssonar frá 1972-74
sýndar sem popplist.
Á rangri hillu
Bragi sjálfur virðist nú til
dags ekki alveg klár á eðli
popplistar og stöðu sinni innan
hennar, en í viðtali árið 1966
segist hann ekki vera popplista-
maður. Þar sýnist mér
hann fara með rétt mál.
Bragi er þegar árið 1964
byrjaður að kompónera með
taubúta og önnur efni, en aug-
ljóslega undir áhrifum frá
nokkrum amerískum og evr-
ópskum „assemblage”-
listamönnum. Alveg frá byrjun
er engar tilvitnanir i „pop”
tákn eða myndmál (eins og ég
hef skilgreint það i fyrri grein)
að finna í verkum hans. — og
er ekki enn. Aðskotahlutir
Braga eru einstaklega persónu-
lega valdir og samsetning
þeirra bæði Ijóðræn og
Guðmundur Erró
„American Interior”.
súrreölsk. Bragi Asgeirsson er
því einn af frumkvöðlum
„assemblage” á íslandi (ef ekki
upphafsmaðurinn...) og á alls
ekki heima innan um popp.
Verk Magnúsar Tómassonar
eru hér einnig á röngum for-
sendum. „Objects” hans eru að
vísu hversdagshlutir: gleraugu,
ljósaperur, brjóstahaldari, en
með ummyndun þeirra er
Magnús ekki að neinu leyti að
upphefja fegurð þeirra, heldur
er hann á sposkan hátt að
kanna viðbrögð áhorfanda,
strlða honum eða erta hann.
Hlutir Magnúsar mundu þvl
hiklaust flokkast undir ný-
dada.
Rangar myndir
A poppsýningunni í Lista-
safninu er svo að lokum að
finna tvær myndir eftir Hring
Jóhannesson, „Tvíflúð” frá
1972 og „Billiardkúla” frá
1973. Hringur vill nú telja sig
til ný-realista, en telur réttilega
að popplist hafi átt sinn þátt í
að beina honum inn á þá braut í
kringum 1968-9, í átt til aukinn-
ar nákvæmni og skarpari teikn-
ingar í túlkun sinni á hlutveru-
leikanum. Sterkust eru popp-
áhrif I verkum Hrings upp úr
1970, I myndum þar sem um-
ferð, umferðarskilti og ökuljós
gegna ákveðnu hlutverki og
hefði því verið nær lagi að velja
einhverja þeirra mynda til sýn-
ingar hér. Veiðihjól og billiard-
kúla Hrings hér eru nokkuð
langt frá því að vera „popular”
tákn: hjólið á meira skylt við
persónulega náttúruinnlifun og
kúlan er allt að þvf afstrakt
flötur.
Yfirlit
Hvað er svo um popp á Is-
landi að segja sem heild? Fyrst
og fremst kemur það í ljós að sú
hreyfing er alls ekki stór þáttur
í list þessara ára á landinu.
Eftir ca 1967-8 er lítið um það
talað í blöðum eða sýningar-
skrám og flestir þeir menn, sem
fjallað er um hér að ofan,
hverfa yfir í eitthvað annað.
Einnig er það athyglisvert
hversu „ó-íslenskt” popp á Is-
landi var.
I stað þess að takast á við það
myndmái og þau tákn sem ís-
lenskt framleiðslu og fjölmiðla-
þjóðfélag otaði að almenningi,
þ.e. íslensk myndablöð. auglýs-
ingaspjöld (t.d Persil-klukkuna
góðu...) og skilti, þá eru það
popptákn og stilbrigði erlendr-
ar nútímamenningar sem is-
lenskir popplistamenn nota að
mestu. Að vísu hefur áhrifa er-
lendrar fjölmiðlamenningar
gætt mjög mikið á tslandi. —
en hefur þó aldrei verið afger-
andi. Kannski er það vegna
þessa sem popplist verður
aldrei reglulega „popular” á
tslandi.
E.S. I grein minni síðastliðinn
fimmtudag féll niður mynda-
texti. Myndirnar voru:
..Itnage Duplicator" eftir Hoy
Lichtenstein og „F-.lll"’ eftir
Janies Rosenquist.