Dagblaðið - 13.05.1976, Page 2

Dagblaðið - 13.05.1976, Page 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. MAl 1976. J eitthvert erindi — þegar þeir reyna að sökkva varðskipum okkar Steinunn Jóhannesdóttir skrifar: Þaö var ekki leiðinlegt að hlusta á beina línu til utanríkis- ráðherra. Einars Agústssonar. sl. sunnudagskvöld og sann- færast enn um gífurlegan áhuga almennings á utanrikis- málum. þ.e.a.s. svokölluðum varnarmáíum. Þeir sem komust að virtust flestir hafa nokkrar áhyggjur af vasklegri fram- göngu bræðraþjóðar okkar i NATO á fiskimiðunum i kringunt landið. þar sem dátar hennar hátignar Bretadrottn- ingar æfa sig í því að verja okkur fyrir Rússum með því að reyna að kafsigla þessi fáu varðskip. sem við höfum á að skipa. því eins og í sáttmálan- um stendur ..árás á eitt þessara ríkja telst árás á þau öll." Og það var ekki ófróðlegt að hlusta samtímis á utanrikisráð- herrann í útvarpi og skipherr- ann. Guðmund Kjærnested. í sjónvarpi. annan lýsa því að það hefði alltaf verið sannfær- ing sín og væri enn að við ættum að vera í NATO, hinn, hvernig engu hefði munað fáum dögum áður að NATO- herskip hefðu haft heppnina með sér og tekizt að hvolfa Tý úti fyrir Austurlandi. og síðan viðtal við einn skipverjann. sem fór á kaf í sjó ásamt tveim félögum sinum við það tæki- færi og hefðu getað týnt lífinu. Og það sannar náttúrlega vel- vilja Bandaríkjamanna í okkar garð. að Kissinger skyldi spyrja Callaghan ráða. þegar Einar bað hann um varðbát á dögun- um og stóru bræður í NATO komust sameiginlega að þeirri niðurstöðu að litli bróðir í Nato Varðskýlið a Kefíavíkurflugvelli. hefði ekkert að gera með fleiri báta bezt væri að halda áfram að berja hann til undirgefni. Skyldi ekki hafa runnið tvær grímur á neinn, sem lét narra sig til að skrifa undir bænar- skjalið kennt við VL, við þessi tíðindi, eða finnst fólki það nægilegt okkur til varnar að sveipa sig hassreyk, tyggja tyggi og stunda smygl. Hafi einhverjum snúizt hugur í þessu máli ætti sá hinn sami að taka þátt í Keflavikurgöngunni 15. maí nk. undir kjörorðunum: ISLAND ■ ÚR NATO — HERINN BURT. Og nú verðum við að þola stríðsskattinn líka: RÍKISSTJÓRNIN BEITI HERINN ÞRÝSTINGI Lesandi skrifar: „Nú er svo komið að ríkis- stjórnin hefur lagt á þjóðina svokallaðan stríðsskatt 1000 milljónir til eflingar Land- helgisgæzlunni. Við skulum alla vega vona að peningarnir fari i Gæzluna ekki annað. Annars er það opinbert leyndarmál að skattur þessi hefði ekki þurft að koma til. Með meiri þrýstingi á NATO gat íslenzka ríkisstjórnin verið búin að koma vitinu fyrir Breta og ekki hefði verið nauðsynlegt aö gera hrapallega samninga við V-Þjóðverja. Ég verð að viðurkenna að ég er ennþá fylgjandi aðilda að NATO en óþarfi er að láta svokallaða bandamenn kúga okkur efna- hagslega og hernaðarlega. Þar sem ríkisstjórnin vill ekki af einhverjum annarlegum ástæðum beita herinn þrýstingi legg ég til að ASl og samtök um verndun landhelginnar taki það að sér. Framkvæmdin verði sem hér segir. 1. ASl setji uppskipunarbann á allar vörur til hersins (einnig olíur og bensin). Bannið verður í gildi þar til Bretar hafa farið með togara og herskip úr íslenzkri landhelgi til frambúðar og greitt Islend- ingum skaðabætur fyrir þann afla sem þeir hafa stolið undir herskipavernd. 2. Bannið fellur ekki úr gildi þótt íslenzku ríkisstjórninni dytti í hug að bjarga Bretum úr klípunni með samningum. 3. Bannið fellur ekki úr gildi fyrr en bandamenn okkar hætta að beita okkur efna- hagslegum kúgunum. Eg geri mér ljóst að herinn gæti þraukað einhvern tima. t.d. með að fljúga hingað með varning, en það væri dýrt og olíuflutningarnir væru vanda- mál. Hvernig sem það færi hafði þetta meiri áhrif enn allar innantómar kærur hjá Ör.vggisráðinu og NATO. Nú myndu einhverjir og sér- staklega talsmenn innflytjenda segja að brezku alþýðusam- tökin gætu beitt okkur ein- hverjum hefndaraðgerðum. Ef svo fer verður að taka því og taka ætti til athugar að hætta öllum innflutningi á nýjum bílum og vélum frá Bret- landi. Hefði það verið gert í fyrsta þorskastríðinu værum við ekki eins háðir þeim nú. Takist Bandaríkjastjórn að koma vitinu fyrir Breta er ég fylgjandi áframhaldandi góðri sambúð við Bandaríkjamenn og hana mætti jafnvel auka. Til dæmis að Landhelgisgæzlan yrði í framtíðinni rekin í sam- vinnu við þá. Bætt yrði við skipum og flugvélum og Bandaríkin tækju að sér að greiða kostnaðinn. Gæzlan væri áfram skipuð íslendingum og undir íslenzkri stjórn. Verkefni hennar yrðu: 1. Núverandi störf. 2. Eftirlit með hafsvæðinu umhverfis landið. Bætt verði við flugvélum á kostnað Bandarikjamanna, segir lesandi RÍKI ER í RÍKIOKKAR O.Ö. skrifar: Góð laun draga að sér dug- andi starfskrafta, hefur oft verið sagt með nokkrum sanni. Þetta virðist ekki liggja ljóst fyrir stjórnendum hápólitísks fyrirtækjakerfis hérlendis, sem reyndar kennir sig við sam- vinnustarfsemi. Enn sem fyrr er það einn lélegasti launa- greiðandi í landinu, og e.t.v. Raddir lesenda skýrir það að einhverju leyti hið algjöra áhugaleysi eða getuleysi, sem einkennir alla þjónustu kerfisins, einkum eftir að tilraun til samkeppni éinkaaðila eða annarra hefur verið drepin niður, með aðstoð fjármagns bænda eða annarra aðildarmanna. Á meðan heiðarleg sam- keppni er fyrir hendi skortir kerfið ekki fjármagn, þótt ann- ars séu aldrei til peningar til eðlilegs reksturs og þjónustu við ólánssama viðskiptavini. Samvinnukerfið, eins og það er rekið, er löngu orðið að meini i þjóðfélaginu, þótt það vissulega gæti haft ýmislegt til síns ágætis. Fyrirkomulagið gerir kerfinu kleift að sýna fram á tap og gróða þar sem henta þykir hverju sinni. Hin makalausa „stjórnun" byggist á 2ja ára samvinnuskólun. þar sem væntanlegir forstjórar og skrifstofustúlkur kerfisins fá nákvæmlega sömu menntun. Forstjórasamtryggingin inn- an keríisins er eitt meinlegasta meinið. Þeir eru helzt í stjórn hver hjá öðrum og loka hringnum. Styrkur þeirra er samheldnin. uppeldi á kaupfélagsheim- ilum og viss pólitísk skól- un. Veikleiki stjórnenda- klíkúnnar er menntunarskort- urinn sem þó er brynjaður með fáeinum vel menntuðum mönn- um. Þessum fáu hæfu mönnum er þó vandlega haldið frá raun verulegum stjórnunarstörfum, a.m.k. út á við. „Yfirstjórnin" gætir þess að snúa eigin andliti að fjölmiðlum, þar sem öpuð eru orð og skoðanir hinna hæfu. Að margir þessara fyrir- tvarsmanna kerfisins séu í rauninni óþarfa milliliðir má hvergikoma fram. Þvi er þeim gjarnl að tala um meðfædda stjórnunarhæfileika, sem auð- vitað skýrir samvinnupólitíska velgengni þeirra. pegar hæstráðendur falla frá. hefst mikil valdabarátta. „Biðstofumenn" knýja á dvrnar og leita eftir fyrirgreiðslu. En það er ekki óskað eftir um- sóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, eins og þó er gert til málamynda hjá hinu opinbera. Fámenn stjórnarklíka velur hinn nýja mafíuforingja úr hópi sinna manna. Honum er heimilað að ráða til sín vel menntað fólk til að kenna sér undirstöðuatriðin í rekstrinum og semja fyrstu ræðurnar og skýrslurnar. Hreynngin teygir arma sina um landið allt, þar sem undar- leg sjónarmið ráða mörgum ákvörðunum, jafnvel þótt þær hafi úrslitaþýðingu fyrir at- vinnulíf á staðnum. Fyrirtæki hafa verið stofnuð þar sem hvorki hráefni né orka er fyrir hendi. Tilgangurinn er oft óljós venjulegu fólki og ber vott um sýndarmennsku. valdafýsn og yfirgangssemi. þótt máleögnin hreyki sér yfir tramfaravilja og aukinni þjónustu. Ríki er í riki okkar. Það stefnir enn lengra og er til — þoð teygir arma sína um allt landið dæmis mikið til sjálfbjarga Það nýtur óneitanlega nokk- urra fríðinda i samfélaginu. Áhrifin eru óhugnanlega mikil á flestum sviðum, jafnvel í út- gerð og iðnaði. Land- búnaðurinn er heltekinn, enda eru fjármunir bænda undir- staða veldisins. Nánast öll vinnsla og sala landbúnaðaraf- urða lýtur kerfinu, þar með talið kjöt, mjólk og mjólkuraf- urðir. Þjónusta við starfsem- ina kemur úr sama meisnum. Jafnvel starfsfólkinu er óbeint þröngvað til að kaupa flestar nauðsynjar hjá kerfinu, hvort sem þær heita klæðnaður, mat- væli, bilar. tr.vggingar, lána- fyrirgreiðsla eða vínarbrauð á kaffiborðið. Peningar mega hvergi leka út úr kerfinu. Þetta er aðeins stutt saga, en mörgum þeim, er reyna að hugsa raunhæft og sjálfstætt um velferð lands og þegna, er spurn: Hvar endar þetta? Enda kýli í sárasótt? Er mafíustarf- semi lögieidd á tslandi?

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.