Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 7
I)A(iBLAt)If). LAUCAKDACUK 15. MAI 1976. Verða íbúar Skagastrandar og Blönduóss brátt lausir við sígarettuhóstann? Skagaströnd og Blönduós hoetta að reykja Nú ætla þeir á Skagaströnd og Blönduósi að hætta að reykjff og verður svokölluð „5- daga áætlun“ framkvæmd á Skagaströnd og Blönduósi dagana 16. til 20. maí. Námskeiðið hefst á Blönduósi sunnudagskvöldið 16. maí kl. 19.30 og á Skagaströnd sama kvöld kl. 21.15. Tveir læknar, þeir Sigursteinn Guðmundsson héraðslæknir og Hjálmar Freysteinsson munu leiðbeina reykingafólkinu ásamt Jóni Hj. Jónssyni. Og það kostar ekki neitt að taka þátt í þessu námskeiði, því íslenzka bindindisfélagið lætur þessa þjónustu í té ókeypis, nema hvað þátttakendur þurfa að kaupa handbók, sem kostar 500 kr. Svo nú ættu Skagaströnd og Blönduós brátt að verða hóstalausir bæir og heilsufar íbúa fara batnandi með degi hverjum því eins og allir vita eru reykingar mjög skaðlegar heilsu manna. Bílasalan œrið misjðf n: FOLK VIRÐIST FJARRI ÞVÍ AÐ VERA AURALAUST DB leit inn á nokkrar blla- sölur og kannaði hvernig salan væri á notuðum bílum. Á Bílasölu Alla Rúts var mikil sala, mun meiri en á sama tima í fvrrasumar og mest er salan í nýlegum bílum. ,,Mér virðist sem fólk hafi tiltölulega mikil peningaráð,” sagði Alli Rúts, „því ekkert virðist standa á að greiða þessa háu útborgun, sem nú er alltaf krafizt, en þess ber að geta að til mín kemur nrikið af utanbæjarfólki." Ekkert sérstök sala hefur verið á bifreiðum á Bílasölu Garðars og salan hefur farið minnkandi nú síðustu daga. Guðmundur Halldórsson sölu- maður sagði að það væri meira um það að fólk greiddi bílana út í hönd. Halldór Snorrason hjá Aðal- bílasölunni sagði að salan hjá sér hefði oft verið miklu meiri, að visu væri eftirspurnin á bílum mikil en þar sem inn- flutningur væri í lágmarki núna fengi hann frekar fáa bíla til endursölu. Ekki selja allir gegnum bíla- sölur og mikil ánægja ríkir hjá þeim sem auglýsa bíla sína hjá Dagblaðinu yfir hinni nýju þjónustu við þá, að leiðbeina þeim við allan frágang skjala varðandi bílakaup og sölu, og þessi þjónusta er mjög mikið notuð. Odýrari bilar eru nær horfnir af bílasölum borgarinn- ar, þeir seljast að mestu í gegn- um smáauglýsingar Dagblaðs- ins. — KL AIli Rúts liðsinnir hér viðskiptavini. Halldór Snorrason i Aðalbílasölunni. Bílasala Garðars, hér hefur Ragnar Bjarnason tyllt sér v!ð borðið. -KL- Mólverk betri fjárfesting en ríkis- skuldabréf — segja þeir í Klausturhólum og bjóða upp á sunnudaginn Það er enginn vafi á því að með því að fjárfesta i góðu mál- verki gera peningarnir mikið betur en að halda i við verð- bólguna, sagði Bragi Kristjóns- son hjá Klausturhólum í viðtali við DB. Skv. lauslegu dæmi hans voru t.d. Kjarvalsmálverk seld á 6 til 20 þúsund krónur en þá voru blaðamannalaun um átta þúsund á mánuði. Nú selj- ast þau á 300 til 800 þúsund en blaðamannalaun eru um 100 þúsund á mánuði. Því virðist fjárfesting í góðum málverkum vera betri en í ríkisskuldabréf- unum margfrægu. Á sunnudaginn verða margir meistarar, eða mörg meistara- verk. á Hótel Sögu og má þar nefna Kristján Davíðsson, Kjarval. Snorra Arinbjarnar. Benedikt (iriindal, Þorvald Skúlason o.fl. Þá má líka nefna verk eftir Ferro, Erro eða Guð- tnund Guðmundsson, sú mynd er Ferrom.vnd G.S. FÁUM EKKIAÐ VERA í OKKAR STÉTTARFÉLAGI — segja f lugmenn Vœngja — tilraunir til að bera klœði á vopnin hafa misheppnazt Nú munu flestir vera búnir að gefast upp á að revna að ná sættum milli stjórnar flugfélags- ins Vængja hf. og fyrrverandi flugmanna félagsins. Að sögn flugmanna bar svo til ekkert orðið í milli annað en það. að þeir kröfðust þess að fá að vera áfram í stéttarfélagi sínu. FlA, en for- ráðamenn Vængja kröfðust þess. að stofnuð yrði sérstök deild innan FÍA. þar sem flugmenn Vængja hefðu einir atkvæðisrétt um sín mál. Stjórn FlA sá sér ekki fært að gera slikar breyting- ar á starfsemi félagsins. Stjórn FlA hefur margt að at- huga um málsmeðferð stjórnar Vængja í þessari deilu. I fréttatil- kynningu, sem dagblöðunum var send segir meðal annars að Vængjastjórnin hafi sýnt sátta- semjara ríkisins þá lítilsvirðingu að leggja fyrir hann plagg, þar sdm varla var að finna nokkurt sannleikskorn. Þar mun átt við gerðabók stjórnarinnar. I lok fréttatilkynningar FlA eru taldir upp stjórnarmeðlimir TOGARASKIPSTJORARNIR MJ0G ÓSAMLYNDIR — þurfa þrjár atkvœðagreiðslur um það hvort fara eigi á Vestfjarðamið! 31 brezkur togari er nú undan S-Aust urlandi og hafa þeir sér til verndar ein 14 herskip og dráttarbáta. Litið hafa þeir getað veitt og voru því greidd um það atkvæði hvort flvlja ætti sig á Vest- fjarðamið i gær. Efndu tógara- skipst jórarnir til atkvæða- greiðslu í gærmorgun og var tillaga þá felld með 17 atkva'ðum geun 14. Það vildu sumir ekki fella sig við og eftir umræður á miðun- um i gær var efnt til annarrar atkvæðagreiðslu. Eftir hana kom upp enn ný staða því þá gátu menn alls ekki fellt sig við það hvernig atkvæðagreiðslan hefði verið framkvæmd. Var því gripið til þess ráðs að halda þriðju atkvæða- greiðsluna og á hún að fara fram núna i dag. —HP. KRISTINN FINNBOGASON, — einn af hinum djörfu kaup- sýslumönnum höfuðborgarinn- ar. Hann er ein aðaldriffjöður Grjótjötuns en lætur sig einnig varða málefni flugsins og er í stjórn Vængja hf. Vængja hf. og starfsheiti þeirra nefnd. I þeirri upptalningu kemur frani að þar ríkja járn- smiður. brunamálastjóri. augn- læknir. sérfræðingur í viðgerðum á Trabantbifreiðum, fram- kvæmdastjóri Tímans auk eins flugvirkja, sem er eini starfandi flugmáður Vængja hf. —ÁT— íþróttakennaro- þing ó Hótel Loftleiðum íþróttakennaraþing verður haldið að Hótel Loftleiðum um helgina og hefst kl. 2 í dag. Menntamálaráðherra setur þingið og framsöguerindi flytja m.a. Birgir Thorlacfus ráðuneytisstjóri og Þorsteinn Einarsson iþrótta- fulltrúi. I lok þingsins á sunnud. verður opnuð sýning á teiknimyndum skólabarna í sal Æfingadeildar Kennaraháskóla tslands. KP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.