Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 9
DA(’iBLAÐIi). LAUtíAKDAdUH 15. MAÍ 1976. miimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiHmiiiiiniHmHnniiiiiiHiiiiiMiHmiiiiiMHiiiiiiHiiiiiii Birna Norðdahl íslands- meistari kvenna 1976 26. Rd2!! Hvítur gafst upp. Hann á en'ga vörn gegn þrýstingnum á f3-reitinn. Lokastaðan er einkar athyglisverö. Hér er svo aö lokum athyglis- verð skák sem tefld var á skák- móti í Sovétrík.junum fyrir skömmu. Hv. Tervonen. Sv. Zajcev. 1. e4 35 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. Rc3 Be7 5. d4 exd4 6. Rxd4 d6 7. Rxc6 bxc6 8. 0-0 0-0 9. h3 Ef hvítur leikur hér strax 9. f4, fær svartur gott spil með 9. ...d5. 9. 10. f4 He8 d5! Svartur ræðst til atlögu á miðborðinu og menn svarts komast í ákjósanlegar stöður. Hvíta peðið á f4 verður nú hálf- gerður einstæðingur og einnig hindrar það leið biskupsins til g5. 11. exd5 Bc5 + 12. Khl Eftir 12. Kh2 kæmi til greina Rg4+ 13. Kg3 He3+ 14. Bxe3 Rxe3 15. De2 cxd5. 12. cxd5 13. Rxd5 Eða 13. Bxd5 Rxd5 14. Dxd5 Ba6 15. Hdl Dxd5 16. Rxd5 Had8 og hvítur á í erfiðleikum þar sem 17. Be3 strandar á 17. ...Hxd5 18. Hxd5 Bxe3. 13. Re4 14. Df3 Bb7 15. b4 Hvítur verður að koma mönnum sínum út á drottning- arvæng ög er reiðubúinn að fórna skiptamun í þessum til- gangi. 15. ...Bf2 16. Hxf2 Rxf2+ 17. Dxf2 Bxd5 18. Bxd5 Dxd5 19. Bb2 f6 20. Bd4 Dc4 21. c3 og hvitur á góða varnarmöguleika. 15. Bd4 16. c3 Rxc3 17. Bb2 He3 Svartur hefur algjör tök á miðborðinu og það gerir út um hvítan þó hann hafi nú tök á nokkrum mannaskiptum. 18. Re7+ Hxe7 19. Dxb7 Hb8 20. Df3 He3 21. Dh5 g6 22. Dg5 Re4! Svartur fer hér réttilega út i endatafl. Hann hefur algjör tök á miðborðinu og næst liggur það fyrir að plokka peðin af hvítum. 23. Dxd8 Hxd8 24. Bxd4 Hxd4 25. Hfcl Rc3 26. Bfl Hxb4 27. Hc2 Þar sem hvítur tapar hvort sem er öðru peði var 27. f5 líkast til aðeins skárra. 27. Hxf4 28. Hacl c5! Þar sem Bfl er ekki nógu valdaður borgar sig ekki fyrir hvítan að taka riddarann. 29. Ba6 Ha4 30. Bb7 Rxa2 . 31. Hbl Rc3 32. Hb3 Hb4 Hvitur gafst upp. Hann getur að vísu unnið eitt peð til baka með 33. Hxc3 Hxc3 34. Hxc3 Hxb7 35. Hxc5, en þá kemur upp staða sem er teorískt unnin fyrir svartan. imnmiiimiimiimiimiiimiiimimiiiimmiiraiiraimiiMiiiiimmiimmmiimimiiinimmiiii Að senda VaUmar kveðju Kunningi minn einn fór til Spánar um daginn. Hann var eins og næpa þegar hann fór út. Hann var líka eins og næpa þegar hann kom heim. Ég spurði hann hvað hann hefði eiginlega gert þarna úti. Ég var að sleikja sólina, sagði hann. En þú ert jafnfölur núna og áður en þú fórst út, sagði ég. Eg er kannski jafnfölur í andliti, sagði hann, en þú ættir bara að sjá tunguna í mér. Um páskana fór ég að sjálfsögðu suður á Spán. Af sannkristnu fólki hver strönd var þar undirlögð. Eg tel það vera bæði lukku og lán hve létt þar er að iðka sin trúarbrögð. Ég lá þarna á daginn i sandi á sólgylltri strönd, í sál minni og huga guðlegur friður bjó. Það fannst ekki á kvöldin kærleiksríkari önd. Eg kjagaði á barinn, tilbað þar guð minn — og dó. Það er tvennt sem mig langar til að vera. Það fyrra er bankastjóri og það síðara fyrsti viðskiptavinur minn. Á sínum tima urðu flóð á Spáni. Tekið var fram í fréttum að enginn íslendingur væri á flóðasvæðinu. Eg held að flóð í fjarlægum löndum ei frónbúum stúti, því þeir eru vanir að fara á fjörur við fljóðin þarna úti. Og við þyrftum heldur ekkert að óttast þótt aldrei það sjatni, því ef frónbúinn drukknaði yrði það alltaf í öðru en vatni. Um daginn, þegar ég var staddur á einum skemmtistað borgarinnar, heyrði ég að maður sagði við stúlku að hann væri áfskaplega óhamingjusamur. Stúlk- an spurði af hverju það stafaði. Konan mín skilur mig ekki, sagði maðurinn. Því gel ég nú ómögulega trúað, sagði stúlkán. Það er alveg satt, sagði maður- inn. Hún er n.efnilega kínversk. Eimt sinni var maður, Onoda víst hét hann. Inn i skóga Filipseyja er sagt hann hafi flúið. Það var endur f.vrir löngu, í enda seinna stríðsins. og enginn sagði manninum að stríðið væri búið. Það halda sjálfsagt fleiri að stríðið standi ennþá. Sú staðreynd verður til þess að ég hugann að þvi leiði, hvort það geti verið að það viti þetta ekki valinkunna liðið þarna suður á Miðnesheiði. Ég vakna alltaf klukkan sjö á morgn- ana. Það stafar af því að þá byrjar vekj- araklukkan mín að hringja af slíkum fítonskrafti að það er ekki viðlit annað en vakna við hana. Það fyrsta sem ég geri er að kveikja á útvarpinu oghlustaá Jón Múla eða Pétur bjóða góðan dag í nafni Ríkisútvarpsins. Síðan bíð ég með óþreyju eftir því að Valdimar byrji á morgunleikfiminni. Eg tek alltaf þátt í henni og fer eftir öllu sem Valdimar segir. Ég stekk fram úr rúminu og rek mig þá undantekningarlítið á klæða- skápinn minn. Sem betur fer hefur hvor- ugum okkar orðið meint af því ennþá. Síðan fæ ég mér göngutúr á staðnum, vind á mér bolinn, set fæturna á mér í sundur og reyni að ná með fingurgómun- um niður í gólf með því að teygja hend- urnar i áttina að því. Ennþá hefur mér ekki tekist að glenna svo í sundur fæt- urna að þetta hafi tekist. Næst leggst ég á grúfu á gólfið og geri bakfettur af slíkum áhuga að það liggur við að skegg- ið á mér snerti ekki gólfið þegar ég djöflast sem mest. Albestur er ég þó i þvi að hoppa með fætur sundur og saman. Eg gerði þetta svo vel um daginn að ég rak annan fótinn í forláta st.vttu af Beet- hoven og braut á mér stóru tána. Síðan hef ég alltaf haft skömm á Beethoven. Aftur á móti hefur álit mitt á Valdimar vaxið stórum við þetta. Það er ekki á allra færi að koma mönnum eins og mér til að sparka í stóru meistarana. Morgunleikfimin gerir mér gott, þau gæði oft sál mína heftir. Eg brýt á mér tærnar, það er ferlega flott, og fer svo i goft bað á eftir. Eg vil svo senda Valdimar bestu kveðjur með þiikk fyrir morgunleikfim- ina. Beethovcn tekur sjálfsagt undir kveðjuna þegar hann er búinn að jafna sig eftir hiifuðkúpubrotið. Á sínum tíma var mikið mál gert úr því að Seðlabankinn ætlaði að byggja hús skammt frá útvarpshúsinu. Töldu útvarpsmenn að þessi bygging mundi skemma útsýni. Nú deila menn um Seðlabankann, sjálfsagt er það vel. Sumir jafnvel röddina nú brýna. Og Þorsteinn ö. og fleiri vilja hrópa þetta í hel svo horft þeir geti á Esjuna sína. En úrræði hef ég nokkurt sem allir geta stutt svo útsýnin hans Þorsteins verði fögur. Það er það, að útvarpið verði að Esjunni flutt og Esjan niður á Skúlagötu fjögur. Maður nokkur kom til konu sinnar um daginn, himinlifandi, og sagðist hafa keypt hest á hundrað þúsund krónur. Og hvað kostaði kílóið, spurði konan. Það er von að fólk spyrji svona. Nú ætlar tryggingafélagið mitt að gera bíln- um mínum þann heiður að tryggja hann fyrir tólf milljónir. Mér finnst þetta full hátt. Eg held að bíllinn sé alls ekki meira en ellefu milljón króna virði. En mér finnst alveg sjálfsagt að borga þessi tryggingagjöld. Mér hefur , nefnilega reiknast svo til að ef ég ek bílnum mínum á fullri ferð inn í íbúðina mína, eyðilegg bílinn, kveiki í íbúðinni og drep sjálfan mig, þá verði ég vellauð- ugur. Það er aðeins eitt slæmt við þessa hugmynd. Ég á mjög erfitt með að vera billaus. Nú er ég í vanda, ég vildi yrkja vandað kvæði, andann virkja. En það fer að vanda varía hjá því að verði talsverð vandkvæði á þvi. Að lokum vil ég þakka öll bréfin sem mér hafa borist og hafa öll verið á einn veg, að þetta sé lélegasti þáttur sem birst hafi í blaði frá því á landnámsöld. Bless- uð haldið áfram að senda slík bréf. Ég er nefnilega að safna frímerkjum. Ben. Ax. Lausnin er á bls. 16 * X * * jL. „Þú veizt ekki hversu dásamlegt það er að vera heima. ástin mín..

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.