Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 14
Þær eru býsna margar kökurnar
FlugleiðaeldHúsinu.
31.111
Þarna er morgunverðurinn sem snæddur er með og úr einnota áhöidum.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGLi.
AFGREIDDIR ARLEGA
Heimsókn í eldhús Flugleiða
á Keflavíkurf lugvelli
Þegar við setjumst vonglöð i
flugvél á leiðinni í langþráð
sumarfrí hugsum við sjaldnast
um hve margir þurfa að leggja
sitt af mörkum til þess að okkur
líði sem bezt.
Við tökum bara við því, sem
að okkur er rétt, borðum
matinn á bakkanum sem flug-
freyjan kemur með og dettur
aldrei i hug hvað þeir hafa
verið að hugsa sem tóku til
matinn eða elduðu hann.
En það eru margir sem leggja
hönd á plóginn. Til þess að
kynna örlitið fyrir lesendum
Dagblaðsins hvernig „flugvéla-
maturinn” verður til, fengum
við leyfi til þess að heimsækja
eldhús Flugleiða í Keflavík.
Yfirmatsveinninn Jón Sigurðs-
son tók á móti okkur og sýndi
okkur starfsemina og sagði
okkur frá því sem þarna gerist.
„Við getum með engu móti
annað því að búa til allan flug-
vélamatinn hérna,” sagði Jón.
„Til þess er eldhúsið alltof lítið.
- Það var á sínum tíma keypt af
bandariska hernum og á því
þurfti sáralitlar breytingar
að gera.
Allur heitur matur. sem
snæddur er um borð í Loftleiða-
vélunum, er matreiddur í flug-
eldhúsinu i Luxemburg, og
New York en við sjáum um
köldu réttina. Við sjáum svo
um heita matinn fyrir Flug-
félagsvélarnar sem fara til
Norðurlanda og London, auk
þess sem Grænlandsflugið fær
mat hjá okkur. Þá sjáum við
einnig um matinn fyrir hin svo-
nefndu sólarflug. Heitan á
útleið og kaldan á heimleið. Til
þess að geta annað þessu öllu
þurfum við að fá aðstoð og
kaupum matarskammta frá eld-
húsi Aðalverktaka hér á vell-
inum á mestu annatímum.”
— Hvað vinna margir í flug-
eldhúsinu hér á vellinum?
„A mestu annatímunum á
sumrin eru hér alls um 70
manns sem vinna á vöktum
allan sólarhringinn. Þar af eru
sex fastráðnir matreiðslumenn
að mér meðtöldum. Alls eru
matreiðslumennirnir níu,
þegar afleysingamenn eru
meðtaldir."
Inn af eldhúsinu er salur, þar
sem tekið er á móti matarköss-
unum úr flugvélunum, en í
þeim eru óhrein matarílát. Þau
eru látin í uppþvottavél eina
mikla sem er í hliðarherbergi
við eldhúsið, og úr henni koma
öll áhöldin á bökkum. Þau eru
látin í körfur og þær siðan
bornar aftur inn í áðurnefndan
sal. Þarna voru nokkrar konur
að vinna við að koma ýmiss
konar gómsætum réttum fyrir á
plastbökkum sem runnu fram-
hjá þeim á færibandi.
Bakkarnir eru síðan látnir í
kassana aftur og þeir fara út í
flugvélarnar.
Konurnar voru mjög hand-
fljótar. Jón sagði okkur að þær
gætu sett á matarbakka fyrir
250 manna DC-8 flugvél á 20
mínútum.
Það er líka eins gott fyrir
þær að vera snarar í snúning-
um, því árlega er tekinn til
matur á hvorki meira né minna
en 240 þúsund bakka, en það
lætur nærri að vera rúmlega
650 bakkar hvern einasta dag
ársins.
I hverri Loftleiðavél, sem
kemur til landsins, er jafnan
einn skammtur af óhreinum
mataráhöldum undan heitum
mat sem snæddur er á leiðinni
hingað yfir Atlantshafið. Þau
ílát eru látin í lest vélarinnar
og nýir kassar með morgun-
matarbökkum. með einnota
áhöldum, látnir inn í vélina.
Þegar vélin kemur til Luxem-
burg er morgunmatarkössun-
um hent og nýir matarbakkar
með heitum mat látnir inn í
vélina. Þegar vélin kemur til
Keflavíkur er enn skipt um,—
óhreinu áhöldin, sem eru úr
sterku og varanlegu plasti, eru
látin í lestina en nýir bakkar
með köldum málsverði látnir
inn í vélina. Svona gengur
þetta fyrir sig hvern einasta
dag. Á sumrin koma stundum
þrjár vélar yfir sólarhringinn
hvora leið og er þá mikill
„handagangur I öskjunni.”
Loftleiðir bjóða farþegum
sínum upp á rósavín með
matnum á leiðinni til og frá
Bandaríkjunum og koníaks-
staup með kaffinu. En Flug-
félagið getur ekki boðið upp á
þessa þjónustu þar sem það er
aðili að IATA, alþjóðasamtök-
um flugfélaga, og þeir banna
slik „huggulegheit.”
Aftur á móti er talsvert
mikið lagt upp úr gæðum
matarins sem framleiddur er
fyrir Flugfélagsvélarnar hér og
eins fyrir Grænlandsflugið.
Sá matur, sem einna vinsæl-
astur hefur verið meðal útlend-
inganna, er London-lamb, en
það er léttreykt lambakjöt, eins
og flestir vita víst. Einnig hefur
soðin lúða með annaðhvort
karrý- eða rækjusósu verið
ákaflega vinsæll réttur.
Jón sagði að útlendingar
væru mjög áhugasamir um að
fá upplýsingar um hvað það
væri sem á bakkanum er og
þeir eru ófeimnir við að spyrja.
„Því tókum við upp á að láta
svolítinn skýringarmiða sem
um leið er auðvitað auglýsing,
fylgja með matnum. Þar er sagt
frá því sem á boðstólum er.
„Fyrir nokkrum árum sáum
við um matargerð fyrir brezka
flugfélagið BEA. Þeir höfðu 1.
farrými í sínum vélum og var
mikið upp úr þvi lagt að
maturinn væri íburðarmikill.
Nú er þetta allt orðið breytt og
mjög svipaður matur hjá öllum
flugfélögunum og áhöldin alls
Þcssar þr.jár konur, ásamt einni sem ekki sést á myndinni, geta f.vllt bakka f.vrir 250 manns á einum
litlum tuttugu mínútum. Þarna er líka ýmiss konar hagra'ðing, sem Jón yfirmatsveinn hefur fundið
upp. Kassarnir sem fara um borð í flugvélarnar sjásl fvrir miðri myndinni.
V
Hann á líklcga eftir að renna ljúflega niður þessi „heiti" matur þegar
hann er tilreiddur með jafn glöðu geði og þessi stúlka hefur. Skinka,
sperglar og annað góðgæti. Þetta eru plasthúðaðir álbakkar sem eru
einnota.