Dagblaðið - 15.05.1976, Page 10

Dagblaðið - 15.05.1976, Page 10
10 DAíiBLAÐIÐ. LAUCARDAGUR 15. MAÍ 1976. WBIAÐIÐ frjálsi, úháð dagblað rtiírl'andi: I);|c|)l;iúiú hl. l*'riimk\;i*m(l;isi.j«Vri: Svcinn U. Ky.jó|l'sson. Hilst jon: .lóims Krist.jjinsson. Króttjistjóri: .lón Biruir IVtursson. Hitst.ioinai l'ulltnii: llaukur IIHíiJison Aóstoójirl ivtta st.iori Atli Stcmarsson. l|nóttir: 11 Jillur SiinoiiJirson. Iliinnun: .lólumncs Hcykdjil. Ilandril: Asm imur l’jilsson. Bljióamcnn: Aniía Bjjirnjison. Ásycir Tóinasson. Bolli Ilcóinsson. Brjijii Si^urósson. Krna V. Iimollsdottir. Cissur Siuurósson. I.lallur llallsson. Ilclui l’ctursson, Kjitrin l’álsdöttir. Ólafur ónsson. Onuir Vjildiinjirssoii. IJösmyndir: Bjarnlcifur Bjarnlcifsson. Björjívin Pálsson. Kaunjir Th. Si^urósson. (í.Uildkcri: l>r;iinn Horlcifsson. I)rcil'in,uarsljöri: Már K.M. lljilldórsson. ÁskrifDiri’jald 1000 kr. á mánuói innanijinds. í lausjisölu 50 kr. cintakió. Kitstjórn Sióumúla 12. sími 83322. aiml.vsihgjiV. áskriftiron af^rciösla I»vcrholti 2. simi 27022. Sctnin« o« umbrot: Da^blaóió hf, ou Stcl'vlór'^ovcn! 'if.. Armúla 5. Mynda-ou plötmjurö: llilmir hl.. Siöumula 1J.I*r. ,-.11111: Árvakurhl'.. Skcifuiini 10. Afturhaldsstefna Við svo búiö má ekki standa. Það er ekki þolandi, hversu illa stjórnvöld hafa búió að iðnaðinum. Það nægir skammt að geta þess í skálaræðum, að iðnaðurinn verði sá atvinnuvegur, sem við verðum mest að byggja á í framtíóinni. Þetta hafa ráöherrar gert, ríkis- stjórn eftir ríkisstjórn. Oæskilega mikill hluti fjármagns hefur runnið til hinna hef'óbundnú atvinnugreina, sjávarútvegs og landbúnaðar, á kostnaö iðnaðar og þjónustu. Til dæmis fóru heil 58 prósent af útlánum fjárfestingarlánasjóða til atvinnuvega til sjávarútvegs á síðasta ári. Sautján prósent fóru til landbúnaðar en aðeins fimmtán prósent til almenns iðnaðar. Þetta gerðist, þótt lítil framleiðsluaukning hafi verið í sjávarútvegi og landbúnaði um nokkurra ára skeið. Sérfræðilegar athuganir á því, hvar fjár- magnið væri bezt komió, hafa sýnt, að hag- kvæmast yrði fyrir þjóðarbúið aó láta sem mest af því renna til iönaðarins. Allir vita, að hinar heföbundnu greinar megna ekki aö taka við þeirri fjölgun vinnandi fólks, sem verður á næstu árum. Viðbúið er, aö fólki vió landbúnað haldi áfram að fækka. Sjávarútvegur getur ekki tekið vió öllu fleira fólki hin næstu ár. Það veróur því iðnaður og þjónusta, sem efla verður, svo að mannsæmandi lífskjör fáist hér á landi, við fólksfjölgun næstu ára og áratuga. Þrátt fyrir þessar staóreyndir, sem forystumenn tönnlast á, þegar svo liggur á þeim, er iðnaðurinn enn settur skör lægra en aðrar greinar. Útflutningsiðnaðurinn nýtur til dæmis enn verri kjara en annar útflutningur, sem iðulega nýtur góðs af alls kyns undan- þágum og styrkjum. íslenzkir iðnrekendur hafa ekki gengið jafn- langt og fulltrúar hefðbundnu atvinnu- greinanna í kröfugerð. En þeir kefjast jafn- réttis. Formaður Félags íslenzkra iónrekenda setti fyrir skömmu fram þessar jafnréttiskröfur: Krafizt er sömu starfsskilyrða og aðrir höfuð- atvinnuvegir þjóðarinnar njóta. Krafizt er sömu starfsskilyrða og erlendir keppinautar okkar njóta hver í sínu landi. Loks er krafizt sömu starfsskilyrða, þar meó talió orkuverð, og útlendingar njóta á íslandi. Ráóamenn, hvar í flokki sem þeir standa, hafa jafnan skipað iðnaðinum á óæðri bekk. Þessi afstaða liggur sem mara á framförum hér á landi. Það er eins og það hafi verið þáttur í samtryggingarkerfi stjórnmálaflokkanna að fara iila með iónaðinn. Það má kalla merkilegt, hver'nig íslenzkur iðnaður hefur spjarað sig við erfiðar aðstæður. Þar hefur komið til mikill dugnaður þeirra, sem við iðnað starfa. Fn iðnaöurinn er enn alltof veikur. Þess er að vænta, að fram komi úr röðum forystumanna flokkanna einhverjir þeir, sem megna aö umturna þeirri afturhaldsstefnu, sem ríkt hefur í þessum efnum. Það eitt yrói grundvöllur framfara og góðra lífskjara. FORSETAKOSNINGARNAR í BANDARÍKJUNUM; Barátta Reagans byggist á gagnrýni á stef nu Fords í varnar- og utanríkis- málum, en nú hefur for- setinn snúizt til varnar Ef Ford Bandaríkjaforseti hlýtur ekki útnefningu sent for- setaefni Repúblikanaflokksins, er það fyrst og fremst að kenna hæfileika Ronald Reagans í að ítagnrýna utanríkis- og varnar- stefnu þjóðarinnar. Ford hefur sett sig i varnar- stöðu og ósigur hans er vel mögulegur. um leið og keppi- nautur hans hefur hátt um veikleika í málefnum þjóðar- innar og óákveðni ríkisst jórnar- innar. Reagan hagar sér nú eins og heppinn hershöfðingi, sem náð hefur því takmarki að snúa gangi orrustunnar við og hefur nú töglin og hagldirnar í sinum höndum. Eftir að hafa tapað í nokkr- um forkosningum, tókst Reagan að vinna hljómgrunn hjá íhaldssömum repúblikön- um með kröfum um harðari tök á Sovétmönnum og meiri ákveðni í samningunum um yfirrað yfir Panama- skurðinum. Arangur þessara krafna hans var óvæntur sigur í fernum for- kosningum á einni viku, fyrr í þessum mánuði, sem hleypti nýju lífi i kosningabaráttu hans, er margir töldu orðna vonlausa. Fréttaskýrendur telja það engum vafa undirorpið, að varnar- og utanríkismál hafa sett mestan svip á baráttuna milli Fords og Reagans, sem er fyrrum ríkisstjóri í Kaliforniu. Forsetinn hefur orðið að eyða mestum hluta tíma síns í að útskýra gerðir sínar í þeim málum á mörg þúsund mílna ferðalagi sínu í kosningabarátt- unni. Akærur Reagans hafa verið margvíslegar og mikill tími farið í að svara þeim hjá Ford auk þess sem hann hefur orðið að halda uppi vörnum fyrir Kissinger utanríkisráðherra, sem orðinn er hitamál í kosn- ingunum. Það er ekki fyrr en á síðustu dögum, að hann hefur breytt um aðferðir og reynt að hrista Reagan af sér. Hann hefur hætt að halda blaðamannafundi á flugvöllum þeim, sem hann hefur farið um og einnig hætt að koma fram í spurningaþáttum, þar sem hann varð að svara ásökunum Reagans en gat litlu komið að frá sjálfum sér. Þó að hann kalli sjálfan sig miðlínumann, hefur hann und- anfarið reynt að hverfa frá þeirri stefnu í von um að ná aftur stuðningi íhaldsaflanna innan flokksins sem urðu til þess að Reagan vann svo glæsi- lega sigra sem raun ber vitni. Kvöldið fyrir hinar þýðingar- miklu forkosningar í Texas 1. maí, þar sem hann tapaði stórt fyrir Reagan, bað forsetinn þingið um að samþykkja 163 milljón dollara fjárveitingu til þess að kaupa fleiri kjarnorku- eldflaugar. AÐ SITJA EINS 0G DÆMDIR MENN íslendingar hafa löngum borið nokkra virðingu fyrir menntun og menntamönnum, þ.e.a.s. þeim sem lokið hafa langskólanámi, og þá einkum frá háskóla, íslenzkum eða erlendum. En jafn óskoruð og sú virðing er. sem flestir íslendingar bera, undir niðri a.m.k. til langskóla- genginna manna, þá er eins og þessari virðingu séu takmörk sett að því leyti, að ef menn hafa aflað sér sérþekkingar á einhverju ákveðnu sviði með langskólanámi eða að þvi loknu. og taka til starfa sem „sérfræðingar", þá má allt eins búast við, að virðing lands- manna fyrir þekkingu sé skorin við nögl. Hver kannast ekki við setningar sem þessar „Hvar eru nú allir sérfræðingarnir”?, „Ja hérna, þessir sérfræðingar!", eða „A nú að fara að leita til sérfræðings með þetta?” — Já, þá er brjóstvitið orðið það hald- bezta og vei hverjum þeim sem ætlar að fara að sækja vit sitt til sérfræðinga i þessu landi elds og ísa, þar sern hinn harði skóli reynslunnar hefur reynzt bezti sérfræðingurinn öldum sarnan. Islendingar eru sem sé ekki ýkja hrifnir af að þiggja aðstoð sérfræðinga, því þeir teljast ekki til þeirra eiginlegu menntamanna, eins og þjóðin hefur hugsað sér þá mennta- rnenn sem lokið hafa langskóla- námi til þess að hjálpa til að standa vörð um þá menningu, sem við teljum okkur hafa mesta og bezta. bókmennta- menningu. handrita- og ætt- frteði, menningu. sent við ættum að geta, að ntargra dómi. látið okkur nægja til lífsaf- kotnu. Auðvitað er gott að hafa líka lækna og presta kannski nokkra lögfræðinga. til þess að geta tjaslað upp á andlegt og líkamlegt ástand landsmanna í öllu grúskinu og til að ráðfæra sig við i landamerkjaþrætum og öðrum sígildum innanlands- óeirðum, en þar með búið. En nú á seinni árum, höfum við íslendingar eignazt talsvert mannval sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum, sem hafa þann starfa að vera til ráðuneytis opinberum stofnunum og þá þjóðarbúinu í heild, og er nú raunar svo komið, að opinberar stofnanir og fvrirtæki hafa einum eða fleiri sérfræðingum á að skipa, og er við þá ráðgazt og til þeirra leitað í velflestum málum. sem viðkomandi stofnun eða f.vrirtæki vinnur að á hverjum tíma. Þetta er tímanna tákn og í flestum menningarlöndum nálægum, þar sem framfarir hafa orðið stórstígastar eru sér- fræðingar. hver á sínu sviði, og hafa þeir verið eitt sterkasta aflið í skipulagningu og fram- kvæntd hvers kvns framfara, sem orðið hafa á seinni tímum, ásamt því að gera framtíðar- spár. sem stuðzt er við í fjár- málalegu- og verklegu tilliti í þessunt löndum. Stjórnmálamenn, sem ekki eru sjálfir sérmenntaðir í þeim málum, sem þeir fást við hverju sinni. svo og ráðherrar sem þannig er ástatt um, hafa yfir- leitt sérfræðilega aðstoð og not- færa sér hana til hins ýtrasta, enda ekki á traustari upp- lýsingum að byggja. Þetta á við um öll nálæg iðn- og tæknivædd lönd. Hér á tslandi er þessu dálitið á annan veg farið því eins og áður er sagt, hefur brjóstvitið verið talið nógu haldgott reipi. og oftar en ekki þ;tð haldbezta. Þetta kemur fratn á mörgum sviðum. en þó má segja að þau mál sem verst hafa orðið fyrir barðinu á þessari skoðun séu fjármálin — og þótt einkennilegt megi virðast mun sá atvinnuvegur, sem enn sér þjóðinni fyrir því að hafa til hnífs og skeiðar, sjávarútvegur, senn teljast til þeirra, sem brjóstvitið ætlar að ganga af dauðum. Það hefur margsinnis komið fram áður á opinberum vett- vangi, í fjölmiðlum og annars staðar, að orð sérfræðinga og áliti þeirra hefur ekki verið hátt lof haldið hérlendis, og eru þa í sama báti stjórnmálamenn ásamt flestum ráðherrum, en ekki öllum, á hverjum tíma — og sá almenningur, sem þessir forráðamenn eiga allt sitt undir, þ.á m. fjöregg sitt, at- kvæðin, sem eru jafnmikils virði. hvort þau eru sótt á stór- Reykjavíkursvæðið eða í fámennustu dalverpi landsins. Sérfræðingar eru hafðir með í ráðum. ekki þar fyrir, og til þeirra er leitað. og þeir látnir vinna ötullega að gerð skýrslna. sem skila þarf á svo skömmum tíma. að tímasetningin er oftast miðuð við „gærdaginn”. En þegar til kastanna kemur og skýrslur sérfræðinga „skoðaðar”. eins og nú er svo vinsælt orð hja stjórnmála- mönnum. þa sfangast álit sér- fræðinga svo einkennilega oft á við það. sem stjórnmálamenn eða ráðamenn hefðu talið farsælla. samkvæmt „brjóst- vitinu" eða vegna þess að það fellur ekki saman við um- bjóðendur þeirra. og þá er ekki að sökum að spyrja, skýrsla sér- fræðinganna er lögð til hliðar, og „skoða" þarf miklu nánar. í sjónvarpinu f.vrir um viku siðan var sýnd fréttamvnd frá aðalfundi Seðlabankans. þar sem einn helzti sérfræöingur

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.