Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 3
DACBLAÐIÐ. LAUC.ARDAGUR 8. MAÍ 1976. Hvenœr eru fríðartímor? OUT skrifar: „Það var athvglisvert svarið, sem fulltrúi bandaríska hersins gaf fréttastofu útvarps, er hún spurðist fyrir um það hvort Orion kafbátaleitarflugvélarn- ar væru vopnaðar. Hann svaraði því til, að vélarnar væru óvopnaðar á friðartímum. Nú er það svo, að í sáttmálan- um milli íslands og Bandaríkj- anna um hersetu þess síðar- nefnda segir, að á Islandi skuli ekki vera her á friðartímum. Það fer víst ekki fram hjá neinum, að /herinn er enn á Keflavíkurflugvelli og á Horna- firði og sýnir í engu, að hann sé að hugsa sér til hreifings. Sam- kvæmt sáttmálanum eru því ófriðartímar í heiminum, og er því spurningunni enn ósvarað, hvort Orionflugvélarnar séu óvopnaðar frekar en Nimrod- kafbátaleitarvélar Tjallans.” EKKIA AÐ SLEPPA MONNUM EFTIRUTSLÍTIÐ MED STÓR- PENINGA FRÁ ALMENNINGI! Trausti Guðmundsson skrifar: ,,í Dagblaðinu í síðustu viku birtist athyglisverð grein um málefni fyrirtækisins Sand- skip hf. Þar kom frám hvernig fjárglæframenn geta valsað með stórar upphæðir, eftirlits- lítið, til mikils skaða. Ýmsar spurningar gerast áleitnar bg fróðlegt væri, og raunar sjálfsagt, að viðhlítandi svör fengjust við þeim. Já, ýmsar spurningar vakna, til að mynda: „Hvers vegna var aðstand- endum fyrirtækisins Sandskip hf. sleppt svo gersantlega laus- um á grandalausa borgarana áp þess að tryggt væri að þessir menn hefðu eitthvert vit á rekstri slíks fyrirtækis eða skips? Hvers vegna var ekki búið svo um hnútana, að ekki yrði keypt til landsins annað skip en það, sem hefði þann lágmarksútbúnað er þurft hefði til þess að skipið væri fært að sinna hlutverki sínu? Þess er hér með farið á leit að banki sá, er veitti ábyrgð varðandi kaup á skipinu, svari þessu á viðhlít- andi hátt. Heitir það virkilega fjármála- snilli, þegar menn haga sér eins og forráðamenn Sandskips gagnvart starfsmönnum sín- um? Ef til vill vildi bankaráðs- maðurinn Kristinn Finnboga- son svara því. Væri það ekki réttmætt og fortakslaust, að ef opinberir sjóðir og bankar, sem ennþá fengjust til að lána fé út á þetta skip, gerðu það ekki nema hluti þess fjár gengi upp í margra mánaða gamla launaskuld til fyrrverandi áhafnar skipsins, hvort sem það heiti'r nú Perla eða eitthvað annað? Hvað finnst hæstaréttarlögmannin- um Knúti Bruun um það? Finnst ekki heildsalanum Páli G. Jónssyni að það skjóti nokkuð skökku við að menn skuli geta kinnroðalaust keypt fasteignir upp á tugi milljóna á sama tíma og þeir greiða ekki starfsfólki sínu laun svo mán- uðum skiptir? Að lokum: Ætla Farmanna- og fiskimannasamband Islands og Sjómannafélag Reykjavíkur að sjá til þess að skip þetta hefji ekki störf fyrr en laun til sjómanna hafa verið greidd og málum komið á hreint af hálfu útgerðar þess, eða ætla þessi „móðurskip” íslenzkra sjó- mannasamtaka ekki að gera það?” Neytendasamtök móttlaus neytandinn réttlaus! — segir lesandi og telur sig hafa verið hlunnf arinn í viðskiptum við bif reiðaverkstœði Úlfljótur Jónsson skrifar: „Eg segi farir mínar ekki sléttar. — Hve mörg lesenda- bréfa Dagblaðsins hafa ekki innihaldið þessa setningu? Neytandinn hefur mátt sæta of- riki og ósanngirni og því virðist eina vörnín gegn slíku að snúa sér til blaðanna. Neytendasam- tök á Islandi virðast alltof mátt- vana til þess að fá nokkru á- orkað. Já, ég segi farar mínar ekki sléttar og ef til vill finnst mörgum í þessu mikla verð- bólguþjóðfélagi okkar að ekki taki að karpa og rífast þó þessi eða hinn reikningurinn sé nokkrum þúsundum krónum of hár. Ef til vill ekki, — þó er hægl að kaupa sér eitthvað annað fyrir krónurnar en að borga ósanngjarna reikninga. Þannig er einmitt ástatt um mig. t marz síðastliðnum lét ég gera við bílinn minn hjá Viðgerðarþjónustunni hf. Fest var gírstöng og skipt um hjöru- lið . Þéssi viðgerð kostaði mig 2800 krónur, hvað ég borgaði að sjálfsögðu enda virtist það sanngjarnt verð. t byrjun maí varð ég aftur að setja bíl minn á verkstæði. Að þessu sinni var gírstöngin soðin saman og skipt um hjöruliðs- kross í afturdrifi..Keimlík við- gerð þeirri er farið hafði fram í marz. Þetta var gert hjá bíla- verkstæði Gísla Hermanns- sonar — og nú í byrjun maí — einum og hálfum mánuði síðar — hljóðaði reikningurinn upp á 8.201 krónur. Já, á níunda þús- und. Eðlilega var ég ekki sáttur við þá reikningslist, er að baki þessum reikningi lá, og talaði því við Gísla og benti honum á verðmismuninn á svipaðri við- gerð. En auðvitað var mér tjáð að ég færi með fleipur, hefði ekkert vit á þessum hlutum og mér sagt að hætta öllu röfli. Að svo búnu sneri ég mér til Félags íslenzkra bifreiðaeig- enda og mér var vísað á sátta- mann þeirra og Bílgreinasam- bandsins. Sáttamaðurinn taldi seinni reikninginn ólögíegan en að um svipaða viðgerð hefði verið að ræða. Sáttamaður ræddi við Gísla. Ekki vissi ég nákvæmlega hvað þeim fór á milli en sáttamaður benti mér á að tala við FlB. Eg sagði honum sem var, að það hefði ég þegar gert. Þá sagði sáttamaður mér að tala viö Gísla aftur. Gísli sagði mér að ég skyldi bara halda mig við FlB og hefur sennilega haldið að ég héldi þessu ekki til streitu. meðal annars vegna rnikils kostnaðar sem því var samfara. Um dómstólana þarf vart að ræða — almenningur veit hve fljótvirknin þar á erfitt upp- dráttar. Að svo stöddu virðist mér að neytandinn — ég — standi rétt- laus i þessu rnáli eins og svo oft þegar neytandi á í höggi við f.vrirtæki. Neytendasamtök máttlaus — neytandinn réttlaus, á þetta vildi ég benda með þessum skrifum mínum.” Spurning dagsins Telurðu að rannsóknarlög- reglan standi sig nœgilega vel við að upplýsa saka- mól? Helgi Birgisson kjötiðnaðarnemi: Alls ekki. Ef maður brýtur af sér í dag er hann laus strax daginn eftir, það er ailtaf sama sagan. Ingvi Skúlason iðnskólanemi: Það er hörmulegt, það hefur tekið allt of langan tíma að finna eitt- hvað út úr þessu svonefnda Geir- finnsmáli. Aðalsteinn Ásgrímsson verka- maður: Neei, það vantar vel menntað fólk í þessi störf. Þeir hefðu átt að þiggja aðstoð erlendisfrá. Gunnar Árnason iðnskólanemi: Hún stendur sig ekki nógu vel svona yfirleitt. Guðmundur Jóhannesson sjómaður: Mér finnst hún standa sig mjög illa. Ef einhver gerir eitthvað róttækt, eins og til dæmis Kristján og Haukur í Kefíatik. þá eru þeir stoppaðir af. Klínborg Sigurðardóttir kennari: Mér finnst þessi mál ekki í nógu góöum höndunt. Þeir hlupu á sig í Geirfinnsmálinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.