Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. MAl 1976. Sjónvarpið ídag kl. 18,30: — Gulleyjan, lokaþáttur „Síðasta rimman Það er ekki seinna vænna fyrir menn ef þeir a:tla eitthvað að sjá af hinni vel gerðu teikni- m.vnd um Gulleyjuna. Loka- þáttur verður sýndur í dag. Það síðasta, sem við sáum til Jims var að honum hafði tekizt að sigla seglskútunni á góðan stað, þar sem enginn af sjó- ræningjunum, sem enn voru í eynni að leita gullsins, gætu fundið hana. Það hafði þó ekki gengið þrautalaust fyrir sig, því að einn af sjóræningjunum hafði verið urn borð, en særð- ur. er Jim réðst til uppgöngu i skipið. Jim hafði neytt hann til þess að hjálpa sér við siglinguna, þeir síðan lent í bar- daga og sjóræningjanum nærri tekist að drepa Jim. Leikurinn fór samt öfugt og það er sjó- ræninginn sem fellur dauöur, en Jim er særður á öxl. í þættinum i dag sjáum við hvernig Jim tekst, þrátt fyrir meiðsli sín, að komast i land og laumast upp að stauravirkinu, þar sem hann heldur að vinir sinir séu. Honum bregður heldur betur í brún, þvi að það eru menn Silvers sem hann hittir á, þeir voru þá búnir að yfirtaka virkið og Jim er tekinn höndum. Jim er samt ekki drepinn þvi að Silver sér nú sér leik á borði að halda honum heldur sem gísl. Það er líka komið kurr í sjóræningjana í liði Silvers, þeir vilja hann feigan, en Silver er með uppdráttinn. Og nú halda þeir allir af stað, Jim, Silver og sjóræningjarnir að leita gullsins. Auðvitað gengur það ekki átakalaust, en við sjáum hvað setur. Þýðandi er Hallveig Thorlacius og þulur Karl Guðmundsson. —EVI John Worsley gerði hinar frábæru svipbrigðamyndir í Gulleyjunni, Honum er fleira til lista lagt,hér stendur hann fyrir framan eitt af málverkum sínum, sem er af Edward Heath. í kvöld klukkan 21.20 leikur hljómsveitin Galdrakarlar í sjónvarpssal. Galdrakarlar eru fjölmennasta popphljómsveitin hérlendis. Mestan svip á leik þeirra setja þrír blástursleikarar. Hljómsveitarmeð- limir eru á aldrinum 18—45 ára. Galdrakariar — fjölmenn- asla popphDómsveitin Sjónvarpið íkvöldkl. 21,45: — Bandarísk gamanmynd SAGA FRÁ FÍLADELFÍU (The Philadelphia Story) Þeir eru ekki af verri sortinni leikararnir, sem við sjáum í myndinni í kvöld „Saga frá Fíladelfíu” (The Philadelphia Story), en þeir eru Katharine Hepburn, Cary Grant og James Stewart. Myndin er síðan 1940 og er því komin nokkuð vel til ára sinna. Árið 1956 var gerð söngvamynd eftir sögunni, sem var mis- heppnuð, svo að ef einhver hefur Séð þá útgáfu, þá er um að gera að gleyma því og horfa á þessa með fersku hugarfari. í stuttu máli segir myndin frá því að Dexter og Tracy hefur ekkert gengið of vel í hjónabandinu og skilja. Tveimur árum síðar ætlar Trac.v að gifta sig aftur. Dexter fcr þá í hcimsókn til hennar og mcð honutn í förinni er bæði blaðamaöur og 1 jósmyndari. Lcikstjóri cr Georgc Cukor, en þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. tEVI. v____ Ævar K. Kvaran leikari skemmtir okkur i kvöld með því að flytja þýðingu sína um Frakka eftir húmoristan Georg Miles. Hér er hann að leika í einum af hinum fjölmörgu út- varpsleikritum, sem hann hefur verið ineð í. Ljósmynd I)B-Bjarnleifur. v_____ Útvarpið í kvöld kl. 20,45: — „Þjóðir í spéspegli" „Mér finnst að þessir þættir séu bráðskemmtilegir og fyndnir, enda eftir þann fræga ungverska húmorista, Georg Miles, sem minnir mig helzt á Þórberg Þórðarson af íslenzkum húmoristum”, sagði Ævar R. Kvaran. Hann flytur þriðja þátt sinn um Þjóðir í spéspegli og fjallar sá um Frakka. Aður heyrðum við um Englendinga og Bandaríkja- menn. Ævar hefur þýtt bókarkafla eftir Miles. Georg Miles starfaði við stórblað í Búdapest fyrir síðari heimsstyrjöldina og var sendur á vegum blaðsins til London árið 1938. Hann komst aldrei heim aftur, hefur búið þar síðan og gerzt brezkur ríkis- borgari. Miles hefur lifað á rit- störfum sínum. Hans skemmtilegi og sérkennilegi húmor kom vel fram í fyrstu bók hans „How to be an alien” (Hvernig er að vera út- lendingur), enda gerði bókin mikla lukku.Hún lýsir venjum Englendinga og atferli á bráðfyndinn hátt. Þar sem Miles tókst þetta svona vel á- kvað hann að skrifa um fleiri þjóðir á þennan hátt. Hann nefndi bók sina um Bandaríkja- menn „How to scrape skv's" og um Suður-Ameríkumcnn „How to tango”. „Alls var sjö bókarköflum út- varpað árið 1969“, sagði Ævar. „Útvarpið hefur síðan farið þess á leit við mig að ég endurflytti nokkra þessara þátta og ég hef flutt þætti' um Englendinga og Bandaríkja- menn. Þættirnir eru dálítið lengri núna, þar sem ég hef í þeim músík frá viðkomandi þjóðum. Það þýðir auðvitað að þurft hefur að taka allt upp á nýtt.” •EVI. Frakkarhafa bróðfyndnar venjur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.